Morgunblaðið - 26.02.1992, Page 41

Morgunblaðið - 26.02.1992, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 41 VELVAKANDI TRUARHOPAR Guðni Thonirensen skrifar. TRÚMÁL eru eitthvað sem við tölum stundum um hvert við annað. Við tölum oftast um hvort við eigum að taka þennan eða hinn hópinn trúanlegan og af hveiju þessi hópur sé hinn eini rétti. En hvað á að gera og eru ekki allir þessir hópar að boða sömu trú? Eiga þessir hópar eitthvað sameiginlegt? Jú, þeir trúa allir á Guð, lesa í ritningunni og út- breiða orð hans, þ.e.a.s. Guðs. Þeir byggja allir á sama grunni, sem er Guðstrú. En því miður fara þeir allir hver í sína áttina og boða sína trú sem stangast yfirleitt á við það sem Biblían talar um. Verst af öllu er þó að við hlust- um æðioft á einhveija kennimenn tala og trúum þeim síðan í blindni eins og ég gerði án þess að at- huga hvort það væri rétt sem þeir sögðu. Ekki skal dómur lagður á það hér hver þessara hópa er réttur og hver ekki. En það er hægt að leiðbeina fólki og segja því frá hveijum og einum fyrir sig, hvað er rétt og hvað er rangt sam- kvæmt orði Guðs. Gerum nú eitthvað í málinu, lesendur góðir, og að mínu mati er ekkert betra en einmitt lestur Biblíunnar, eða stendur ekki í Matteusi 7. kafla og 7. versi „leit- ið og þér munuð finna“? PAFAGAUKUR PÁFAGAUKUR, lítill, ljósblár og hvítur, tapaðist frá Laugavegi 63 miðvikudaginn 19. febrúar. Vinsamlegast hringið í Árna í síma 19362 ef páfagaukurinn hefur einhvers staðar komið fram. PRÚÐULEIKAR- ANA AFTUR Sigurður Þór Jóharmesson: ER EKKI tímabært að fá Prúðu- leikarana aftur á skjáinn? Nú er komin ný kynslóð sem ekki hefur séð þá en hefði örugglega gaman af því. ÞAKKIR Óttar Guðmundsson: ÉG VIL koma á framfæri þakk- læti til Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra fyrir að afþakka heimboðið til Israels. Einnig vil ég þakka Ragnari Tómassyni lögfræðing fyrir grein hans í Morgunblaðinu miðviku- daginn 20. febrúar. JAKKI SÍÐUR svartur leðuijakki með svörtu fóðri tapaðist í Ölveri eða í leigubíl þaðan þriðjudaginn 18. febrúar. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 75267. SKAMMARLEG TILLAGA Sveinn Jóhannsson: ÉG TEL okkur það til skammar að fram hafa komið tillögur á Alþingi um að forseti íslands eigi að gi-eiða skatt. Frú Vigdís Finn- bogadóttir er einstök í sinni röð og hefur orðið landi og þjóð til mikils sóma. Hún hefur staðið fyrir landkynningu og eflt hróður okkar víð'a um heim. Ef við get- um ekki staðið saman um þjóð- höfðingja vorn með sóma erum við ekki merkiieg þjóð. Ég tel tillögur af þessu tagi hreina sví- virðu. LYKLAKIPPA LYKLAKIPPA fannst á gang- braut við Reykjavíkurveg fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 652342 á kvöldin. HJÁLPUM BÁGSTÖDDUM Elínborg Guðjónsdóttir: ÉG ER ósátt við söfnunina sem nú stendur yfir vegna fiðlukaupa Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Hún er á besta aldri og ætti að geta safnað fyrir fíðlunni sjálf. Það ætti frekar að safna til að hjálpa konum sem hafa misst menn sína í sjóslysum og eru einar með börn á sínu framfæri. Á barmi gjaldþrots Frá Gunniaugi Eiðssyni: Lifandis skelfing er hún hvim- leið, múgsefjunin, sem hefur tröll- riðið þjóðfélaginu að undanförnu. Hvaða ríkisstjórn ætli standi fyrir aðför að velferð eða menntun þegna sinna? Ekki einu sinni Fram- sóknarflokkur eða Alþýðubandalag myndu gera slíkt. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar miðast fyrst og fremst að því að koma einhveiju viti í ríkisfjármálin. Að því búnu kemur fram endurreisnarstefna stjórnarinnar. Þessar ráðstafanir eru tímabundnar og segja ekkert um stefnuna. Það vantar næstum 13 þúsund milljónir króna til að endar nái saman í rekstrinum. Er velferðar- kynslóðin orðin svo rugluð af allri hagsældinni, að hún skilur ekki hvað þetta þýðir? Þetta þýðir sam- drátt í umsvifum ríkisins. Skatta- hækkun í þessari stöðu er eins og verkjalyf. Svipað og að ausa nær tvö þúsund milljónum króna í gjaldþrota fyrirtæki eins og Ála- foss, til þess eins að fela atvinnu- leysi. Atvinnulífið á að standa und- ir rekstri ríkissjóðs. Þaðan koma skatttekjurnar. Og ef atvinnu- vegirnir riða til falls er til lítils gagns að kafa dýpra ofan í tóma vasa launafólks til þess að halda uppi falskri velferð. Skattahækkun örvar ekki atvinnulífið. Ríkisstjórn- in hefur ekki um neitt að velja. Það verður að draga úr gjöldum ríkissjóðs. Svo getum við þvargað um það fram á miðja næstu öld eða lengur, hver hafí þurft að þola mesta óréttlætið. Liggur í augum uppi að stjóm sem ekki hefur starfað út árið á ekki stóran þátt í þeim erfiðleikum sem eru orsök sparnaðaraðgerð- anna. Sjávarútvegsfyrirtækin, stærsta skattaauðlindin, eru á barmi gjaldþrots. Og hvað setti atvinnutryggingasjóður margar milljónir króna af skatttekjum rík- issjóðs í „björgunaraðgerðir“ vegna offjárfestinga í sjávarút- vegi? Níu þúsund milljónir, minnir mig. Og hvað gufar stór hluti af þessum fjármunum upp, verður bara eyðslufé nokkurra einstakl- inga? Það dugir ekkert að borga endalaust hærri og hærri skatta ef þeim er sólundað svona. Síðasta ríkisstjómin reyndi að leggja til atlögu við þann óskapnað sem heil- brigðiskerfið er. Fjármálaráðherr- ann kom bara af stað illindum og uppskar háð og spott. Heilbrigðis- ráðherrann tvísté, vildi hálfpartinn’, en þorði ekki. Gafst upp og reyndi þá að selja heilbrigðiskerfínu hálfkarað hús framsóknarmál- gagnsins í Reykjavík. Þótt alls staðar hafí verið sam- dráttur og ekki hægt að borga mannsæmandi laun, þá þandist þó ríkisbáknið út. Og þá skyldi maður halda, að það hafi komið fram í bættri og aukinni þjónustu velferð- arkerfisins svokallaða. T.d. í ein- setnum skólum, öflugri námsbóka- útgáfu, plássi fyrir fleiri á elliheim- ilum og sjúkrahúsum, hærri barna- styrkjum og tryggingabótum og þannig áfram. Hefur einhver orðið var við slíkt? Af hveiju vom fjár- magnstekjur ekki skattlagðar og hátekjuskatti komið á? Er þörf á því núna? Til hvers voru launin okkar fryst í svokölluðum „þjóðar- sáttarsamningum" og „tímamóta- samningur" svikinn? Hvernig nýtti ríkisstjórnin sér það svigrúm, sem við launþegar gáfum henni? Hún gerði ekkert. Það voru biðraðir eftir spítalaplássi, lánasjóðir gjald- þrota, skólar tvísetnir o.s.frv. En dagpeninga ráðherra á ferðalögum gat stjórnin ekki lækkað, né fækk- að jeppum ráðherranna og brenni- vínið rann sem áður. GUNNLAUGUR EIÐSSON Lindargötu 42 Reykjavík Ferðamenn: Gætið varúðar og fyr- irhyggju á ferðum ykkar. Á þessum árs- tíma er allra veðra von og færð fljót að spill- ast. Staðreynda- fölsun Frá Jens Skarphéðinssyni: Þegar Vegagerðin er að segja frá færð á vegum þá er sagt: Fært eða ófært er um Bröttubrekku í Dala- sýslu. Nú vita þeir hjá Vegagerð- inni að Brattabrekka hefur aldrei verið fær bílum. Hversu lengi ætla þeir að halda þessari staðreynda- fölsun áfram? Af hveiju ekki að segja sem rétt er, fært eða ófært er um Merkjahrygg í Dalasýslu. JENS SKARPHÉÐINSSON Austurbrún 4 Reykjavík ^SoSkeifunni 11D, sími 686466 SÉRVERSLUN MEÐ ÖRYGGISSKÓ HANDVERKFÆRI HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 NAMSKEID FYRIR BÖRN 9 ÁRA OG ELDRI Körfugerð 3. mars-7. apríl, þriðjudaga kl. 10.00-12.00 f.h. - kr. 7.000,- Myndvefnaður 7. mars-11. apríl, laugardaga kl. 10.00-12.00 f.h. - kr. 7.000,- ÚtskurðurA. mars-8. apríl, miðvikudaga kl. 16.00-18.00 - kr. 7.000,- Prjón 3. mars-7. apríl, þriðjudaga kl. 16.00-18.00 - kr. 9.000,-.^ Leðursmíði 5. mars-9. apríl, fimmtudaga kl. 16.00-18.00 - kr. 9.000,- NAMSKEID I 3 ■J V FYRIR FULLORÐNA y h y h h Bútasaumur 3. mars-7. apríl, þriðjudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Prjóntækni 12. mars-9. apríl, fimmtudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Fatasaumur, sumarfatnaður5. mars-30. apríl, fimmtudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 10.000,- Útskurður 12. mars-30. apríl, fimmtudaga kl. 19.30-22.30 - kr; 8.000,- Tóvinna 4. mars-8. apríl, miðvikudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Litaðar körfur 16. mars-6. apríl, mánudaga kl. 20.00-23.00 - kr. 5.000,- Skrifstofa skólans er opin mánud.-fimmtud. kl. 16.00-18.00 og föstudaga kl. 9.00-11.00. -T- Skráning fer fram á skrifstofu skólans í M síma 17800. i 1 1 A i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.