Morgunblaðið - 26.02.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.02.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 ÍÞR&mR •FOLK KORFUKNATTLEIKUR Tindastóll að hlið KR ■ IAN Rush, framherji hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool meiddist á æfingu í fyrradag og verður að öllum líkindum að fara í ■■■■■ þriðja uppskurðinn í FráBob vetur! Aður hafði Hennessy hann tvívegis verið /Englandi skorinn upp vegna meiðsla í öðru hnénu, en nú var það hitt hnéð sem gaf sig. Litlar líkur eru því á að Rush leiki meira í vetur. Sjúkralisti félagsins lengist því enn — Rush er tíundi maður á listanum. ■ JIMMY Lumsden hefur verið rekinn úr starfi framkvæmdastjóra liðs Bristol City í ensku 2. deild- inni. Talið er næsta víst að Argent- ínumaðurinn Osvaldo Ardiles, sem rekinn var frá Newcastle á dögun- um, verði ráðinn í hans stað. ■ JIMMY Carter, sem Arsenal keypti frá Liverpool í vetur, meidd- ist í hné í leik með varaliðinu á laugardag og verður væntanlega frá keppni út keppnistímabilið. ■ NIGEL Spinks vill fara frá Aston Villa. Markvörðurinn hefur —verið hjá félaginu í 15 ára, en misst sæti sitt í vetur til Les Sealy. Spinks á að baki yfir 350 leiki með liðinu. ■ MARK Bosnich, sem er tvítug- ur markvörður frá Astralíu, hefur gengið til liðs við Aston Villa. Hann var í tvö ár til reynslu hjá Manchester United en fór heim eftir. Alex Ferguson, stjóri United, vildi fá hann en Ron Atkinson hjá Villa var á undan og nældi í strák- inn. ; ^ ■ DUNDEE United í Skotiandi vill fá gamla varnaijaxlinn Graham Roberts sem leikmann og þjálfara. Hann er nú hjá WBA og hefur Bobby Gould, stjóri liðsins, neitað honum um að fara. ■ KEVIN Keegan, stiári_/New- castle, segist ætla að Traupa einn þekktan leikmann fyrir næsta keppnistímabil. Og ef lið hans haldi sæti sínu í 2. deild jafnvel 2-3 mjög sterka menn. Sagan segir að Keeg- an ætli sér að bjóða í Ian Rush frá Liverpool, og jafnvel reyna að kaupa Peter Beardsley frá Ever- ton og Chris Waddle frá Mars- eille í Frakklandi. FRJALSAR PéturáEM Pétur Guðmundsson, kúlu- varpari úr KR, verður eini íslenski keppandinn á Evrópu- meistaramótinu innanhúss, sem fram fer í Genúa á Ítalíu um næstu helgi. Pétur hefur náð góðum ár- angri á æfingum undanfarið og varpaði kúlunni m.a. 19,65 m á móti í Reiðhöllinni fyrir skömmu. með sigri á Króknum Mikil spenna framundan íkeppni liðanna um sæti í úrslitakeppninni l . • iftislifi Ivan Jonas var stigahæstur leikmanna Tindastóls er liðið sigraði KR 71:67 á Sauðárkróki í gærkvöldi. TINDASTÓLL sigraði KR 71:67 í Japísdeildinni í körfuknattleik í miklum baráttuleik ítroðfullu húsi áhorfenda á Sauðárkróki ígærkvöldi. Með sigrinum náði Tindastóll að komast upp að hlið KR þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Það stefnir því í hörkukeppni um hvort lið- ið kemst í úrslitakeppnina ásamt ÍBK, Val og Njarðvík. Frá Birni Björnssyni á Sauðárkróki Tindastóll byijaði leikinn vel og náði 11 stiga forystu, 17:6, þegar fimm mínútur voru liðnar. KR-ingar voru ekki á því að gefa leikinn og söxuðu forskotið fljótlega niður í þijú stig og þegar blásið var til leikhlés var staðan 44:40 fynr heimamenn. í síðari hálfleik var mikið um mistök hjá báðum liðum í sókninni en léku bæði vörnina vel. Tinda- stólsmenn náðu mest 13 stiga for- skoti í síðari hálfleik, en þegar mín- úta var til leiksloka var staðan 69:65. Guðni Guðnason, besti leik- maður KR, minnkaði muninn í tvö stig, 69:67 og aðeins 8 sekúndur eftir. Tindastóll missti síðan boltann klaufalega í næstu sókn og Páll Kolbeinsson reyndi þriggja stiga skot og aðeins tvær sekúndur eftir, en boltinn dansaði á körfuhringnum en vildi ekki ofaní. í hamaganginum var dæmd sóknarvilla á KR og Pét- ur Guðmundsson skoraði úr báðum vítaskotunum og gulltryggði sigur heimamanna. Leikurinn var mjög skemmtileg- ur og bauð upp á mikla baráttu og spennu og kunnu áhorfendur vel að meta það. Pétur Guðmundsson, Valur Ingimundarson og Ivan Jonas voru bestu leikmenn Tindastóls. Haraldur Leifsson, sem gerði sjö þriggja stiga körfur í síðasta leik, hitti illa. Guðni Guðnason var yfir- burðamaður hjá KR og Jon Bear lék ágætlega. Páll Kolbeinsson reyndi oft þriggja stiga skot, en aðeins eitt skot rataði rétta leið. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur. Við ákváð- um að spila yfirvegað og sjá til hvernig gengi. Liðið er hálf væng- brotið án Axels Nikulássonar, sem er meiddur. En við eigum enn for- skot á Tindastól og ætlum að nýta okkur það,“ sagði Birgir Guðbjörns- son, þjálfari KR. UMFT-KR 71:67 íþróttahúsið á Sauðárkróki, íslandsmótið í körfuknattleik - Japisdeildin, þriðjudaginn '25. febrúar 1992. Gangur leiksins: 8:0, 17:6, 23:17, 29:26, 36:33, 44:40, 50:42, 57:44, 59:66, 63:58, 67:63, 69:67, 71:67. Stig UMFT: Ivan Jonas 22, Pétur Guð- mundsson 20, Valur Ingimundarson 19, Haraldur Leifsson 8, Einar Einarsson 2. Stig KR: Jon Bear 24, Guðni Guðnason 20, Hermann Hauksson 9, Páll Kolbeinsson 7, Óskar Kristjánsson 5, Lárus Árnason 2. Dómarar: Kristján Óskarsson og Einar Skarphéðinsson. Dæmdu erfiðan leik vel. Áhorfendur: Um 600. A-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig UMFN 22 KR 23 19 3 2091: 1780 38 15 8 2059:1887 30 UMFT 23 SNÆFELL 22 SKALLAGR. 22 15 8 2111:2024 30 5 17 1761:2075 10 4 18 1779:2156 8 B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig ÍBK 22 19 3 130: 835 38 VALUR 22 13 9 046: 956 26 UMFG 22 9 13 916: 817 18 HAUKAR 21 9 12 957: 042 18 ÞÓR 21 2 19 757: 035 4 Hvort liðið kemst áf ram? Lið KR og Tindastóls eru nú jöfn að stigum í A-riðli Japisdeildarinnar með 30 stig. KR telst þó ofar, þar sem liðið er með betri útkomu úr innbyrðisviðureignum þeirra. Liðin hafa reyndar unnið sína tvo leikina hvort, en KR-ingar hafa skorað 18 stigum meira en Tindastóll í leikjunum fjórum sem þau hafa mæst í í vetur. Standi lið jöfn í riðlakeppninni, er það einmitt útkoman úr innbyrðisleikjunum sem ræður úrslitum. Liðin eiga bæði eftir þijá leiki í riðlakeppninni, og svo skemmtilega vill til að það er gegn sömu liðum. Tindastóll mætir Njarðvíkingum á föstudag- inn í Njarðvík, sunnudaginn 8. mars fá KR-ingar Njarðvíkinga í heim- sókn og Tindastóll tekur á móti Snæfelli, fimmtudaginn 12. mars leika KR og Skallagrímur á Seltjarnarnesi og sunnudaginn 15. mars eiga bæði lið útileiki — KR-ingar gegn Snæfelli í Stykkishólmi og Tindastóll í Borg- arnesi gegn Skallagrími. IÞROTTIR FATLAÐRA / NORRÆNATRIMMKEPPNIN íslendingar í 4. sæti Islendingar höfnuðu í fjórða sæti í norrænni trimmkeppni fatlaðra, en keppnin fer fram á öllum Norður- löndunum annað hvert ár. Danir sigr- uðu að þessu sinni, Finnar urðu í öðru sæti og Norðmenn í þriðja. Bolvíkingar sigruðu í innanland- skeppninni. Einn þáttur í því að virkja alla fatlaða til íþrótta og útivistar er sam- eiginlegt átak allra Norðurlanda- þjóða í „Norrænni trimmkeppni fatl- aðra“. Norrænu trimmkeppninni lauk formlega í október sl. en úrslit voru ekki Ijós fyrr en í síðustu viku. Norræna trimmkeppnin er einnig keppni milli héraðssambandanna í landinu. Það héraðssamband sem flest stig hlýtur miðað við íbúafjölda sigrai- og hlýtur að launum Flugleiða- bikarinn, sem gefinn er af Flugleið- um. Að þessu sinni sigraðu Bolvík- ingar. Akureyringar urðu í öðru sæti og Siglfirðingar í þriðja. íþróttasamband Fatlaðra dróg út 10 nöfn, þeirra Islendinga sem trimmuðu 30 sinnum. Þeir einstak- lingar fá íþróttabúninga sem gefnir eru af Flugleiðum. Eftirtalin nöfti voioi dregin út: Sigríður Pálsdóttir, Álftaholum 6, Reykjavík, Árni J. Óskarsson, Blönduhlíð, Skálatúni, Sigr- ún Eiríksdóttir, Bogaslóð 12, Höfn, Guðbjörg Sveinsdóttir, Ártúni 6, Selfossi, Gísli K. Sig- urðsson, Kópavogshæli, Kópavogi, Jakobína Þormóðsdóttir, Stuðlaseli 2, Reykjavík, Sveinn Guðfinnsson, Kópavogsbraut 9, Kópavógi, Helga Ósk Ólafsdóttir, Bogahlíð 18, Reykja- vík, Hjalti B. Eiðsson, Hlíðargerði 3, Reykja- vík, Kristín Einarsdóttir, Illugagötu 6, Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjalti B. Eiðsson var einn þeirra sem trimmaði 30 sinnum. Hann fékk íþróttabúning í verðlaun að því tilefni. Með honum á myndinni eru Andri Hrólfsson, auglýsingastjóri Flugleiða og Ólafur Jensson, formaður ÍF. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Valsheimilið: Valur-UBK ..kl. 20 1. deild kvenna: Garðabær: Stjarnan - Fram.... ,.kl. 20 Höllin: Ármann - Grótta ..kl. 20 Kaplakriki: FH-lBV „kl. 20 Strandgata: Haukar - KR „kl. 20 Víkin: Vikingur-Valur „kl. 20 2. deild: Keflavlk: HKN-KR „kl. 20 Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Seljaskóli: ÍR-fS „kl. 20 ÚRSLIT NBA-DEILDIN Leikir í fyrrakvöld: Golden State - Dallas........138:131 PhoenixSuns-NewYork..........104: 95 Portland - Utah Jazz.........110:107 Atlanta Hawks - Denver........113: 90 Philadelphia - Sacramento.....108: 96 Seattle - Minnesota..........106: 91

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.