Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
101. tbl. 80.árg.
MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ekkert taumhald
á hemum í Bosníu
Sarajevo. Reuter.
TALSMAÐUR Serbíusljórnar sagði í gær, að hún bæri enga
ábyrgð á hernaðarátökunum í Bosníu-Herzegovínu og hvatti þjóð-
■ arbrotin, Serba, Króata og múslima, til að taka við stjórn sam-
bandshersins í landinu. Sambandsherinn þar er hins vegar skipað-
ur Serbum og Bosníustjórn segir, að með þessari ákvörðun, sem
eigi að firra stjórnina í Belgrad gagnrýni annarra ríkja, sé í
raun verið að sleppa hernum lausum á aðra landsmenn en Serba.
í tilkynningu Serbíustjórnar
voru þjóðarbrotin í Bosníu hvött
til að taka stjórn hersins í eigin
hendur en ekkert að því vikið, að
90% af 50.000 hermönnum sam-
bandshersins í landinu eru Serbar,
sem munu aldrei taka við fyrir-
skipunum frá Króötum eða músl-
imum. Hajrudin Somun, aðalráð-
gjafi Alija Izetbegovic, forseta
Bosníu, sagði í gær, að þessi
ákvörðun gæti haft hörmulegar
Gengi rúbl-
unnar gef-
ið fijálst
Moskvu, London. Reuter.
GENGI rússnesku rúblunnar
gagnvart öðrum gjaldmiðlum
verður gefið frjálst í júlíbyijun
en siðan fest mánuði síðar. Var
það haft eftir rússneskum emb-
ættismanni í gær.
Konstantín Kagalovskíj, sem
annast samskipti við alþjóðlegar
fjármálastofnanir, sagði að Rúss-
landsstjórn stefndi að því að stöð-
ugt gengi rúblunnar yrði um 80
rúblur á móti dollara en gert er
ráð fyrir, að það geti sigið eða
hækkað innan vissra marka.
Rúblan hefur ekki verið gjald-
geng í alþjóðaviðskiptum um ára-
tugaskeið en vonast er til að á því
verði breyting með aðild Rússlands
að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Ætla hann og iðnríkin að leggja
fram sex milljarða dollara rúblunni
til styrktar.
afleiðingar fyrir landsmenn. „Her-
inn verður ekki undir stjórn neinna
löglegra yfirvalda, heldur aðeins
vel vopnaðar, serbneskar sveitir,"
sagði Somun.
Utanríkisráðherrar sex Evrópu-
bandalagsríkja, Tékkóslóvakíu,
Ungveijalands og Póllands segja
í yfirlýsingu, sem samþykkt var á
fundi þeirra í Prag í gær, að Serb-
ar verði ekki gjaldgengir í samfé-
lagi Evrópuþjóða láti þeir ekki af
yfirgangi gagnvart nágrannalýð-
veldunum í Júgóslavíu. Taka þeir
fram, að Serbar beri ekki alla
ábyrgð á hernaðinum en mesta
þó. Forsætisráðið í Bosníu og yfir-
menn sambandshersins sömdu í
gær um vopnahlé, sem taka átti
gildi klukkan sex síðdegis, en svo
virtist sem skot- og sprengjudun-
urnar ykjust fremur en hitt eftir
undirritunina.
Stórslys á knattspyrnuleikvangi
Reuter
AÐ minnsta kosti átta manns létu lífið og 400
slösuðust þegar yfirfullir áhorfendapallar á knatt-
spyrnuleikvangi í borginni Bastia á Korsíku hrundu
saman í gær. Voru meiðsl 60 manna talin mjög
alvarleg og tvísýnt um líf sumra. Slysið varð í sama
mund og Bastia-liðið og meistararnir frá Marseilles
voru að hefja leik í undanúrslitum frönsku bikar-
keppninnar en pöllunum, sem voru 20 metra háir,
hafði verið komið upp til bráðabirgða fyrir leikinn.
Er haft eftir vitnum, að þeir, sem voru á pöllunum,
áhangendur Bastia-liðsins, hafi stappað niður fótum
í einum takti og skyndilega hafi öll pallastæðan
hrunið saman við skelfingaróp fólksins. Hér er ver-
ið að hlynna að þeim, sem ekki voru taldir alvar-
lega slasaðir, en aðrir voru strax fluttir á sjúkrahús
auk þess sem flugvélar-og þyrlur franska hersins
fluttu suma til Marseilles.
Lýst yfir sj álfstæðiKrímar
og viðskilnaði við Úkraínu
Boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu en Úkraínuforseti varar við blóðsóthellingum
Siniferopol. Reuter.
ÞINGIÐ á Krím samþykkti í gær
lög um sjálfstæði landsins og við-
skilnað við Úkraínu og eiga þau
taka gildi að lokinni þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Er óttastj að yfir-
lýsingin geri deilur Úkraínu-
manna og Rússa enn alvarlegri
en ella en í síðasta mánuði var-
aði forseti Úkraínu við þjóðarat-
kvæðagi-eiðslu um sjálfstæði og
sagði, að komið gæti til blóðsút-
hellinga yrði hún haldin.
Lögin um sjálfstæði Krímskaga
voru samþykkt með atkvæðum 118
þingmanna gegn 28 og sagði þing-
forsetinn, Níkolaj Bagrov, að staðið
yrði við samþykktina livað sem það
kynni að kosta. Var því fagnað vel
og lengi en fyrir þinginu lá listi
með nöfnum 248.000 manna, átt-
unda hvers kjósanda, sem kröfðust
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði landshiutans. Er fyrirhugað
að halda hana 2. ágúst næstkom-
andi.
Á Krím búa 2,5 milljónir manna,
Fyrsti fundur norrænna utanríkisráðherra um öryggismál:
Þungamiðjan í öryggismálum
Evrópu hefur færst í austur
Ilclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins.
FUNDI utanríkisráðherra Norðurlanda lauk í gær í Helsinki með
yfirlýsingu þar sein tekin er sameiginleg afstaða til öryggismála
í fyrsta skipti. Að mati fundarins stal'ar veruleg hætta af þeim
herafla sem Rússar hafa safnað saman á landamærum Finnlands
og af þeim herdeildum sem eru eftir í Eystrasaltslöndunum.
Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- Rússum nokkurn skilning vegna
isráðherra Danmerkur, sagði á
fundinum, að sjálfsagt væri, að
Norðurlandaþjóðir styddu Eystra-
saltsríkin með því að krefjast þess,
að rússneskur her yrði fluttur það-
an á brott en hann lagði einnig
áherslu á, að rétt væri að sýna
erfíðleika þeirra við að koma upp
húsnæði fyrir hermennina heima
fyrir.
Thorvald Stoltenberg, utan-
ríkisráðherra Noregs, vakti at-
hygli á því, að aldrei fyrr hefðu
Norðurlandaþjóðirnar verið jafn
einhuga um öryggismálin og í
lokayfirlýsingu fundarins var bent
á, að eftir leiðtogafund RÖSE,
Ráðstefnunnar um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu, í Helsinki í sumar
verði komið upp nýtt öryggis-
skipulag í Evrópu.
Þröstur Ólafsson, sem sat fund-
inn fyrir hönd íslendinga í fjaiveru
Jóns Baldvins Hannibalssonar ut-
anríkisráðherra, sagði við frétta-
ritara Morgunblaðsins að sér þætti
eðlilegt að fundurinn hefði snúist
um mál, sem snertu aðallega hin
Norðurlöndin fjögur. Þungamiðjan
í öiyggismálum Evrópu hefði óum-
deilanlega færst í austur. Af mál-
um, sem snertu íslendinga sér-
staklega nefndi Þröstur áform um
stofnun sérstaks ráðs þjóða á
norðurslóðum en aðild að því munu
eiga átta ríki, Bandaríkin,
Kanada, Danmörk, ísland, Noreg-
ur, Svíþjóð, Finnland og Rússland.
Endanlega ákvörðun um það verð-
ur þó tekin síðar.
þar af 60% Rússar, en skaginn var
gefinn Úkraínu árið 1954 til að
minnast sambandsins við Rússland
í 300 ár. Segja margir, að gjöfin
hafi verið óheimil samkvæmt
stjórnarskránni.
Óttast er, að yfirlýsing Krímar-
þings muni verka sem olía á eld í
deilum Rússa og Úkraínumanna en
Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu,
varaði í síðasta mánuði við fyrir-
hugaðri þjóðaratkvæðagreiðsiu um
sjálfstæði Krímar. Sagði hann þá,
að hún gæti valdið blóðugum átök-
um. Úkraínska þingið samþykkti
við það tækifæri lög um verulega
sjálfstjórn Krímveija og var það
augljóslega gert til að sefa rússn-
eska meirihlutann og draga úr lík-
um á atkvæðagreiðslunni. Forystu-
menn Rúkh, úkraínsku þjóðernis-
fylkingarinnar, hafa hins vegar
hvatt Kravtsjúk til að leysa upp
þingið á Krím og setja skagann
undir beina forsetastjórn. Kravtsjúk
þarf á stuðningi þeirra að halda á
þingi og því er búist við, að við-
brögð hans verði hörð.
Haft er eftir sumum þingmönn-
um á þingi Krímar, að sjálfstæðisyf-
irlýsinguna hafi borið brátt að og
lítill tími gefist til alvarlegra um-
ræðna. Að samþykktinni lokinni
fóru þó suniir að velta því fyrir sér
hvort Krímveijar hefðu efnahags-
legt bolmagn til að standa á eigin
fótum.