Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 STJÖRNUSPÁ e/tir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apn'l) Notaðu þér meðbyr í starfi til þess að sækja fram á við eða skipta um vinnustað. Láttu ekki aðra hnýsast í þín mál. Naut (20. apríl - 20. maí) Þið hjónin verðið ósammála um heimilisverkin en að öðru leyti leikur allt í lyndi. Sinnið félagsstarfi í kvöld og ræktið samband við vini ykkar. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér gengur allt í haginn í lífi og starfi. Láttu ekki sam- starfsörðugleika við vinnufé- laga skemma fyrir þér daginn. Settu markið hátt og stefndú á toppinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Nú er tími fyrir afa og ömm- ur til þess að heimsækja barnabörnin. Giftir krabbar og ógiftir munu njóta nærveru ástvina. Sinntu áhugamálum. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Dagurinn hentar vel til fjár- hagslegrar ákvarðanatöku. Tími er kominn til að dytta að húseigninni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Sköpunargáfan ýtir undir at- orkusemi þína og vinnugleði. Þú átt auðvelt með að láta neikvæðar raddir sem vind um eyru þjóta. Vog (23. sept. - 22. október) Þegar vel gengur vilja allir vera vinir þínir en þegar á móti blæs kemur fyrst í ljós hverjir það eru í raun. Þú gleðst yfir auknum tekjum. Gerðu þér dagamun í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Dagurinn verður ánægjulegur ef frá er talið lítils háttar orðaskak við yfirboðara. úti- vist að loknum vinnudegi er ráðleg og taktu heimboði kvöld. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Baktjaldamakk reynist árang- ursríkt í dag. Hugðu að spam- aði og kannaðu hvaða leiðir eru bestar í því efni. Sinntu fjölskyldunni í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður í sambandi við mnarga vini þína í dag og gerir ráðstafanir til að bjóða til samkvæmis. Það reynir á forystuhæfileika þína og þú færð góðar fréttir í pósti. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Skoðaðu vandlega öll sam- starfstilboð sem þér berast í dag því ekki er allt sem í fyrstu sýnist. Þú nærð góðum árangri í starfi og gríptu tæki- færí sem gefast til að græða. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'SL Þú er spenntur og fullur eftir- væntingar vegna fyrirhugaðs ferðalags. Gefstu ekki upp við verkefni sem þú vinnur að. Kvöldið kann að verða ánægjulegt. Stjörnusþána á aó lesa sem ácegradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staöreynda. DÝRAGLENS E6 ÆTT) LIKLEGA BARA APSLEPPAÍ 06 L'ATA AUG PETM NIPUF iGAKDINN, BN rÁBANLE6 k HU6AIYNDAP setja. BFTIO.ÍKINGU AF } FKELStóSTyrTONW/ < l _ HÉR ' j-s TOMMI OG JENNI LJÓSKA o I I í t * { BN þEGAB HANHI/AP DUS-J UZ Fó/Z HANN A£> HEIáM/l < 06 FÓF At> 1.'INNA ) FERDINAND HOW CAN VOU TEACH 50ME0NE UiHO THINK5 THE6REAT6AT53VWA5 IN THE 0LP TE5TAMENT7 Hvernig er hægt að kenna einhverjum sem heldur að Gatsby hinn mikli sé í Gamla testamentinu? Eg heyrði að þú hefðir sparkað Lárus ... af Hann er sonur prestsins! honum úr bekknum .. . hvað hverju? hét hann? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hollendingar unnu íslendinga með 21 IMPi í 96 spila lands- leik, sem fram fór í Bæjarlandi, nærri Rotterdam, helgina 25.-26. apríl sl. Hollenska verk- takafyrirtækið Koud IJS stóð straum af kostnaði við keppnina en Hollenska bridssambandið sá um skipulagið. Spilað var á þremur borðum í einu, þannig að tvíreiknað var með einu pari í hverri lotu. Með slíku fyrir- komulagi getur eitt spil velt tug- um IMPa. Slíkt jafnast út þegar á heildina er litið, en lítum hér á dæmi úr síðustu lotunni þar sem ísland græddi samtals 27 IMPa: Austurgefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁG52 ▼ ÁD103 ♦ G83 ♦ 104 Vestur ♦ K63 VK6 ♦ KD1065 ♦ Á93 Austur ♦ 10 V 752 ♦ Á972 ♦ DG875 Suður ♦ D9874 V G984 ♦ 4 ♦ K62 Á öllum borðunum þremur vakti vestur á einu 15-17 punkta grandi eftir tvö pöss. Norður passaði alls staðar, en síðan skildú leiðir. Þorlákur Jónsson í austur ákvað að kanna spilið nánar. Hann spurði með tveimur laufum, fékk svar sem neitaði hálit og sýndi lágmarks- grand. Þorlákur lét það ekki á sig fá og skaut á þrjú grönd! Sá samningur lítur ekki gæfu- lega út, en er óhnekkjandi eins og Iiggur í spilunum. Norður lyfti hjartaás, fékk frávísun og skipti yfir í spaða: 430 til Ís- Iands. Á hinum borðunum tveimur sátu íslensku pörin í NS. Bæði Jón Baldursson og Örn Arnþórs- son komu inn á grandið í 4. hendi með hálitasögn, 2 laufum. Þar með tók norður stefnuna á 4 spaða, sem engin leið er að hnekkja: vörnin fær aðeins einn slag á tígul og tvo á lauf. Geim- ið var dobblað öðrum megin og þar græddi ísland 14 IMPa, en 13 í hinum samanburðinum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Prag í Tékkóslóvakíu í janúar kom þessi staða upp í viðureign þýska al- þjóðameistarans Keitlinghaus (2.440), sem hafði hvítt og átti leik, og ástralska stórmeistarans Ians Rogers (2.550). Svartur hafði átt ágæta stöðu, en síðasti leikur hans, 27. — a5—a4 var af- skaplega slæmur. Rogers var snarlega refsað fyrir andvaraleysið: 28. Hf6! (Svartur verður nú mát eftir 28. — gxf6, 29. Dxh6-i— Dh7, 30. Dxf6+ og auk þess að hóta 29. Hxh6+ með máti stendur svarti biskupinn á e6 í uppnámi. Svartur gæti því strax gefist upp) 28. — Hf8, 29. Hxe6 - Df7, 30. Hgg6 - Kg8, 31. Hef6 og Rogers gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.