Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 5 Áhrif af verkfalli opinberra starfs- manna í Þýskalandi: Ekki truflun á sigl- ingum eða flugi EKKI hafa orðið truflanir á flugi Flugleiða til Þýskalands, sigling- um íslenskra kaupskipa þangað eða siglingum togara með ísfisk vegna verkfalls opinberra starfsmanna þar í landi. Ekki er gert ráð fyrir að verk- föll opinberra starfsmanna raski flugi Flugleiða til Þýskalands í þessari viku, segir í fréttatilkynn- ingu félagsins. Flugleiðir fljúga nú áætlunarflug tvisvar í viku til Frankfurt, á fimmtudögum og sunnudögum, og fara einnig auka- ferð með þýska ferðamenn næst- komandi föstudag. Boðað hefur verið tímabundið verkfall opin- berra starfsmanna við flugvöllinn þar í dag, en flug á að vera með eðlilegum hætti eftir það. Ferðir Flugleiða til Frankfurt í þessari viku ættu því að ganga snurðu- laust fyrir sig, segir í tilkynningu Flugleiða. - Verkfölliu h'afa ekki heldur raskað siglingum íslenskra fiski- skipa til Bremerhaven. Þar var tveggja daga verkfall í síðustu viku en þá voru engar landanir fyrirhugaðar. Vilhjálmur Vil- hjálmsson framkvæmdastjóri Afl- amiðlunar segist hafa fengið þær upplýsingar frá Þýskalandi að ekki væri hætta á röskun á næstunni, hvað sem síðar yrði. Verkföllin í Þýskalandi hafa engin áhrif á siglingar skipa Eim- skipafélagsins til hafna þar í landi. Einkaaðilar annast alla þjónustu við skip félagsins og vöruaf- greiðslu og tollverðir fara ekki í verkfall. Hjörleifur Jakobsson for- stöðumaður áætlunarflugninga hjá Eimskip sagði í gær að verk- föllin gætu hins vegar raskað eitt- hvað vöruflutningum að og frá höfninni í Hamborg og jafnvel höfnum í nágrannalöndunum þar sem verkföllin lömuðu smám sam- an járnbrautirnar og röskuðu flutningunum á fljótunum. Menn notuðu flutningabíla í staðinn en það hefði aukinn kostnað í för með sér fyrir eigendur vörunnar. Staðlaráð: Skutu 5 tófur sömu nóttina Jökuldælingarnir Sigurður Aðalsteinsson og Sveinn Pálsson hafa legið fyrir tófu seinnihluta vetrar og í vor og hefur gengið vel. Óvenjumikið virðist nú vera af ref á þessum slóðum. Bera þeir félagar út hræ við skothús á Háurð sem er til móts við bæinn Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og liggja þar fyrir bráðinni. Á myndinni sjást þeir með afrakstur einnar nætur, fimm refi. Aðgerðir til varnar ý, þ og ð ÞORVARÐUR Kári Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Staðlaráði ís- lands, segir að alniennt áhuga- leysi hafi ríkt hér á landi á stöðl- um og valdið því að til þessa málaflokks hafi verið veitt sára- litlu fjármagni. Hann segist fagna þeirri umræðu sem komin sé af stað um þetta mál og segist von- ast til að hún verði til þess að almenningur og hagsmunaaðilar átti sig á mikilvægi þess. Staðla- ráð hefur skipulagt aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir að Islendingar verði undir þannig að erfitt verði að nota íslenska Utanríkisráðherra fundaði með saltfískinnflytjendum í Barcelona JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fór til Barcelona á Spáni eftir undirritun samninganna um Evrópska efnahagssvæðið í Portúgal á laugardag. „Eg er að líta á saltfiskmarkað okkar hér í Katalóníu og átti áðan fund með öllum helstu innflytjendum saltfisks hér á svæð- inu,“ sagði utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið á inánudag. „Tilgangui'inn með fundinum var meðal annars sá að útskýra samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið fyrir saltfískinnflytjendum og hvaða áhrif hann hefði á saltfiskmarkaðinn, ennfremur að fræðast af þeim. Samningurinn hefur mikil áhrif hér því hann felur það í sér að í staðinn fyrir refsitoll á íslenskan saltfisk kemur tollfjáls aðgangur. Hér skap- ast tækifæri til nýrrar sóknar fyrir íslendinga í framhaldi af því að við höfum hér mjög sterka stöðu,“ sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra sagði að það hefði verið mjög ánægjulegt að sjá að Islendingar væru ekki aðeins að selja saltfisk á þessum markaði, held- ur væri verið að selja hágæðavöru undir íslensku vörumerki, Bacalao de Islandia, sem . hvarvetna blasti við. „Það er augljóst að þetta er vara sem er í miklum metum og nær háu verði. Eg sá á markaðnum hér áðan að íslenskur saltfiskur er á tvö- falt hærra verði en norskur lax og reyndar sá ég dæmi um að hann væri á fimm sinnum hærra verði en úrvals nautakjöt. Hér hefur náðst verulegur árangur í markaðssetn- ingu og sölumennsku og því áríðandi að eyða óvissu um framtíð á þessum markaði og útskýra breytingar sem framundan eru í framhaldi af EES- samningnum," sagði Jón Baldvin. bókstafi í textakerfum. Hann seg- ir að einkum séu það stafirnir ý,. þ og ð sem séu í hættu. Þorvarður Kári segir að Staðlaráð vinni nú að því að komast í lykilemb- ætti hjá Evrópunefnd um stafatöflur en það sé mikið atriði ef rödd Is- lands um þessi mál eigi að fá að heyrast á réttum vettvangi. Auk þess sé unnið að því að koma lýsingu á norrænum þörfum á sviði upplýsingatækni á framfæri á al- þjóðlegum vettvangi. „Við höfum verið að vinna að skýrslu sem lýsir þessum þörfum og mun koma út í þessum mánuði. Henni verður fylgt eftir með því að kynna hana á lykil- stöðum í alþjóðastarfinu," segir Þor- varður Kári. Hann segir að UT staðlaráðið sem vinni á sviði upplýsingatækni innan Staðlaráðs íslands hafi ekki verið nógu skilvirkt en nú sé verið að vinna að breytingum á starfsháttum þess. „Aðildin að ráðinu verður víkkuð og því verður beint inn á brautir er varða íslenskt mál. Þessari endur- skipulagningu mun ljúka í sumar,“ segir Þoi'varður Kári. „Við höfum þar að auki í huga að leggjast yfir þessi staðlafrumvörp, sérstaídega þá staðla sem varða flutning á textaboðum og fylgjast mjög nákvæmlega með þeirri stafa- tækni sem staðlanefndirnar finna upp á. Það verkefni er geysilega umfangsmikið og fram að þessu hef- ur ekki verið veitt nægilegu fé, mannafla eða tíma til að sinna því,“ ' segir Þorvarður Kári. Starfsemi Staðlaráðs íslands á þessu sviði hefur fram til þessa verið fjármögnuð að mestu leyti með nor- rænu fé en að ákveðnum hluta af iðnaðarráðuneytinu. „Okkur hefur sjálfum tekist að afla norræns fjár með því að vera virkir í þessu sam- starfi," segir Þorvarður Kári. Hann segist fagna þeirri umræðu sem komin sé af stað um staðlamál. „Hún verður vonandi til þess að al- menningur og hagsmunaaðilar átti sig á mikilvægi þess. Þarna er um að ræða stöðugt verkefni. Ef við vinnum ekki að þessum málum getur verið að við þurfum að kosta miklu til svo hægt verði að nota íslensk tákn og jafnvel gæti farið svo að við gætum ekki notað þau,“ segir Þor- varður Kári. Heimsklúbbur Ingólfs kynnir Skipulag oa fararstj' Ingólfur Guobrandsson eina mestu menningar- og listaborg Evrópu. Vikuferd um hvítasunnu 4 úní. AÐEINS 4 VINNUDAGAR Á BERLÍN eftir að verða höfuðborg sameinaðrar Evrópu? Eitt er víst, að BERLÍN er ein frjálslegasta og skemmtilegasta borg álfunnar, háborg listar og lífsnautna. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ í FYRSTU BERLÍNARFERÐINNI FRÁ ÍSLANDI — VIKUFERÐ HEIMSKLÚBBSINS TIL HAMBORGAR—BERLINAR- DRESD Einstök kjör á ferð í heimsreisustíl — glæsfhótel, 5 stjörnu í heimsklassa: ELYSEE — HAMBORG PALACE HOTEL — BERLIN alveg í hjarta heimsborganna. (Völ á ódýrri gistingu ef óskað er). r:1SF.SiXHL ^ “^69.800,- mej| fiugferðum, ferðum um landið, gistingu með morgunverði og fararstjörn. HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI17, 4. hæð 101 REYKJAVIK*SIMI 620400*FAX 626564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.