Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992 Stýrimaður. — Taktu við stýrinu litla stund ... HÖQNI HREKKVISI /, NANN ££ AÐ RE'/AJA AB SKEMAiTA UNGVJ£>/aju. " BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Guiinar Ingi og námsferðir lækna Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: ENN einu sinni hafa námsferðir lækna orðið mönnum undrunar- efni. Enn einu sinni mætti Gunnar Ingi Gunnarsson til leiks í Morgun- bíaðinu. Það var 15. apríl og var þunghöggari en nokkru sinni. Er hann þó með hvassari pennum í læknastétt. Og þar eð merk sögu- leg hefð er fyrir því að undirritað- ur segi íslenskum læknum ærlega til syndanna, skal hann nú ekki liggja á liði sínu, enda er hann eins konar sjálfskipuð „stjórnar- andstaða“ læknamafíunnar! Klassískar læknalummur Þessir eru helstu punktar Gunn- ^rs Inga: Löggjafinn hafi gert samninga til að tryggja almenna hagsmuni, námsferðirnar séu nauðsynlegar til að við getum notið fulikomn- ustu læknisþjónustu, umræðan lýsi „algjöru þekkingarleysi á mál- inu“, umljöllun fjölmiðla sé „afsk- ræmisleg" og runnin undan riíjum stjórnmálamanna er séu að hefna sín á læknum. Allt er þetta gamalkunnugt læknadóp. Þeir eru vanir að vísa gagnrýni á læknastéttina á bug sem eins konar ofsóknum enda hafi engir þekkingu á máium hennar nema þeir sjálfir. Og fjöl- miðlar blekki bara og ljúgi þegar upp koma læknamál. Ef það er rétt og það endurspeglar áreiðan- leika íjölmiðla yfirleitt væri illt í efni. Þá gætum við aldrei tekið minnsta mark á þeim. En þó Gunn- ar Ingi hnjóti um ónákvæmni fjöl- miðla eins og ýmsir aðrir gengur skilningur hans á þeim einfaldlega ekki upp. Þetta með samningsákvæðin á víst að vera voða sterkt. En menn eru nú að átta sig á því, að með frekju og feiknalegu átóriteti hef- ur læknum tekist að tryggja einka- hagsmuni sína í samningum og löggjöf. Og vitaskuld með því að skírskota til hagsmuna sjúklinga. Þeim tókst til dæmis með ósann- indum að svínbeygja Alþingi til að samþykkja lögsem ýmsir'mæt- ir menn telja mannréttindabrot á sjúklingum. En Gunnar Ingi lætur sér á sama standa um það. Og enn hjakkar hann í sama fari. Meining hans er blátt áfram þessi: Ef þrengt verður að náms- ferðum lækna bitnar það á sjúkl- ingum. Peningana eða lífið? Gamla læknatrixið. — Það er býsna ein- falt þegar það er orðað hispurs- lega. Svo sakar þessi maður fjöl- miðla um „ómerkilega“ umfjöllun! En allir eru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum trixið. Líka stjórn- málamennirnir. Og er nú svo kom- ið að engir munu ímynd lækna- stéttarinnar til meiri óþurftar í augum alþýðu en einmitt Gunnar Ingi Gunnarsson í skrifum sínum. Hláleg rökvísi Hann segir að ef allir læknar færu námsreisur kostaði það ríkið sennilega 145-150 milljónir á ári. Hins vegar staðhæfir hann að ein- ungis 60% lækna fari slíkar ferðir. En séu þær svona bráðnauðsyn- legar fyrir gæði heilbrigðisþjón- ustunnar er það beinlínis sjokker- andi, en ekki bara „áhyggjuefni“ að næstum helmingur lækna skuli láta þær undir höfuð leggjast. Þvílíkt skeytingarleysi um hag sjúklinga væri forkastanlegt og gerði allt annað í þessu námsferða- þrasi að smámunum. Er með ólík- indum að sú hlið málsins hafi skot- ist framhjá Gunnari Inga. Væri hann samkvæmur sjálfum sér og gerði einhveijar kröfur til stéttar- bræðra sinna myndi hann fyrst og fremst hneykslast á þessu. Svona fer um rökvísi þeirra sem ekki hafa réttlætið að leiðarljósi heldur þrönga eiginhagsmuni. Námsferðalagið er alveg gegn- um tært: Þessi tæpi helmingur lækna sannar það að Gunnar Ingi fer með endemis þvælu. Enginn trúir því .að 40% íslenskra lækna sýni svona vítavert kæruleysi í starfi. Þarna muni fremur búa að baki ósköp raunsætt mat. Læknar viti vel að árlegar námsferðir þeirra séu ekki jafn mikilvægar og Gunnar Ingi vill vera láta. En þeim finnst auðvitað ósköp nota- legt að hafa þennan ókeypis rétt ef þeir vilja nota hann. Og sumir læknar eru reiðubúnir til að veija hann með kjafti og klóm eins og óargadýr eða gera sig að rökfíflum eins og Gunnar Ingi. Auðvitað þurfa læknar að fylgjast með eins og allir sem bera virðingu fyrir starfi sínu. Það nær hins vegar engri átt að ein stétt öðrum frem- ur gangi í vasa skattgreiðenda til að kosta slíka endurmenntun. Það eru forréttindin sem ganga fram af fólki. Það er allt og sumt. En Gunnar Ingi er ekki af baki dottinn og vill skylda Iækna til námsferða árlega. Gott og vel. En þá yrði líka refsingastúss og ves- en, því auðvitað er ekkert vit í að setja lög ef ekki fylgja viðurlög við brotum. Og það væri óneitan- lega fjandi skondið ef næstum helmingur íslenskra lækna færi beint á Hraunið eins og hveijir aðrir krimmar. En þangað hlytu þeir samt að sendast, eftir kenn- ingu Gunnars Inga, ef þeir bættu ekki ráð sitt snarlega. En það væri ómaksins vert að láta á það reyna. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON Skúlagötu 68, Reykjavík Víkverji skrifar Jafnan er ánægjulegt að verða vitni að því þegar umræða og gagnrýni á óþarfa eyðslusemi hins opinbera hefur þau áhrif að stjórn- völd sjá sig tilneydd til þess að að hverfa frá einhveijum eyðsluá- formum sínum. Víkveiji er þeirrar skoðunar að það sé svo fátítt að almenningur og fjölmiðlar uppskeri í réttu hlutfalli við þá gagnrýni sem beint er að stjórnvöldum, að þegar árangunnn verður augljós og óvé- fengjanlegur, hljóti flestir að fagna. Þannig er því varið með íslenska þátttöku í margumræddri umhverfisráðstefnu í Ríó, sem hefst eftir réttan mánuð, að 40 manna hópurinn sem hugðist í skjóli umhverfisráðherra laumast til Ríó á kostnað skattborgaranna, hefur nú skroppið svo saman, að við liggur að Flugfélagið Ernir gæti séð um flutninginn á hópnum. Langt er síðan umhverfisráðherra greindi frá því að kostnaðurinn af förinni yrði hreinn „tittlingaskítur" og síðan það var, hefur hver um- hverfisvinurinn á fætur öðrum svarið af sér fyrirætlanir um Ríó- heimsókn, jafnframt því sem upp- lýsinga- og fræðslufulltrúi um- hverfisráðuneytisins hefur útskýrt í langhundaathugasemdum sínum að 40 manns hafi í raun og veru. aldrei þýtt 40 manns, heldur í mesta lagi 10 til 14 manns. Stærð- fræðilegt afrek það! xxx Er ekki fullt tilefni til þess að hefja þennan síðasta mánuð fram að Ríóráðstefnu sérstaka opinbera niðurtalningu, svona sambærilega við það sem við hér á Morgunblaðinu gerum fyrir jólin? Fyrsta birtingardaginn gætum við haft fyrirsögnina þessa: 14 dagar til Ríó. 14 sendifulltrúar fara til Ríó. Síðan gætum við talið upp þessa fjórtán og ef að líkum lætur myndi einn þeirra sveija af sér förina þegar við birtingu, þannig að næsta dag yrðu sendifulltrúarn- ir 13 og síðan koll af kolli myndi þeim fækka um einn, þannig að degi fyrir Ríó væri einn eftir, sem er allt sem þarf til þess að greiða þetta eina atkvæði sem ísland fer með á ráðstefnunni. xxx venleg fegurð heyrir að vísu ekki strangt til tekið undir umhverfísmál, en Víkveiji telur þó að íslenskar fegurðardísir hafi umhverfisbætandi áhrif, eins og raunar allt annað sem gleður aug- að. Víkverji hefur verið að velta því fyrir sér, svona öðru hvoru, allt frá því síðasta vetrardag þegar úrslitakeppnin um hver hlyti titil- inn fegurðardrottning íslands 1992 fór fram, hvernig stóð á því að hið fagra fljóð, María Rún Hafliðadóttir, sem hreppti hnossið í ár, var ekki einnig kjörin ungfrú Reykjavík einhverjum vikum fyrir úrslitakeppnina. Stúlkan sem hlaut titilinn ungfrú Reykjavík, varð í fjórða sæti í Iokakeppninni, en ungfrú Island, varð í öðru sæti í keppninni um ungfrú Reykjavík. Víkveiji getur ekki talist sérfræð- ingur á þessu sviði, heldur einung- is áhugasamur í meðallagi. Hann er engu að síður sannfærður um að það sé nánast útilokað að kven- leg fegurð stúlknanna sem þarna áttu hlut að máli hafí getað breyst með þeim hætti sem þessi úrslit benda til, á ekki lengri tíma en þeim örfáu vikum sem liðu á milli keppnanna. Víkverja þykir þetta allt enn furðulegra fyrir þær sakir að dómnefndin í báðum keppnum mun að mestu hafa verið skipuð sama fólki, þótt dómnefndin í loka- keppninni hafi verið eitthvað fjöl- mennari. Kannski er það svo, eins og kunningi Víkveija orðaði það: Vegir kvenlegrar fegurðar eru órannsakanlegir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.