Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 40
NAMSMANNATRYGGINGAR
NÝHERJI
AUlaf skrefi á undan
MORGUNBLAÐII). ADAISTRÆTI C. 101 REYKJAVlK
Slm C91100, SlMBRÉF 601181. PÓSTHÚLF 1555 / AKUREVRl: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
+ 0 Morgunblaðið/Sverrir
I snjógalla á sumri
SNJÓGALLAR og kuldaskór hafa ekki lokið hlutverki sínu enn þótt sumar- I um land, flestum að óvörum, en ungviðinu til ánægju eins og sést á
ið sé komið samkvæmt almanakinu því í fyrrinótt og gær snjóaði víða I myndinni hér að ofan. Útlit er fyrir að veður fari hlýnandi á laugardag.
Ágreiningur í efnahags- og viðskiptanefnd um flutningsjöfnun olíuvara:
Ovíst hvort nefndin afgreiði
frumvarpið fyrir þinglokin
ÓVÍST ER hvort stjórnarfrumvarp um jöfnun á flutningskostnaði
olíuvara verði afgi’eitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrir
þinglok en frumvarp þetta markar Iokaáfanga þess að gefa verðlagn-
ingu á olíuvörum og bensíni frjálsa. Ágreiningur hefur verið í nefnd-
inni um frumvarpið, bæði innan stjómarflokka sem utan, en sam-
kvæmt því er gert ráð fyrir að flutningskostnaður með skipum verði
jafnaður og að auglýst verð hvers innflytjanda gildi á öllum af-
greiðslustöðvum hans.
Matthías Bjarnason formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Ál-,
Ný tegund
hjartagang-
-ráða í notk-
un hérlendis
ÍGRÆÐSLA nýrrar tegundar
gangráða hefur verið hafin á
hjarta- og lungnaskurðdeild
Landspítalans. Nýju tækin sam-
eina margs konar eiginleika
gangráða sem áður hafa verið
græddir í hjartveikt fólk. Fyrsta
aðgerðin af þessu tagi var gerð
hér á landi i síðustu viku en búist
er við að innan við tíu einstakl-
ingar þurfi aðgerð af þessu tagi
árlega.
t Að sögn Árna Kristinssonar, yfir-
læknis á hjartadeild Landspítalans,
geta nýju gangráðirnir bæði hert á
hægum hjartslætti, stöðvað hraðan
takt og gefið raflost ef illvíg hjart-
siáttartruflun verður í einstaklingi.
„Fyrstu gangráðirnir sem
græddir voru í fólk fyrir um það
bil 30 árum voru gerðir til að herða
á hægum hjartslætti. Svo komu til
sögunnar gangráðir sem gátu
stoppað hraðan takt og síðar voru
teknir í notkun gangráðir sem gefið
_ raflost ef fólk fékk illvígar
hjartsláttartruflanir. Nýju gangráð-
irnir sameina alla þessa eiginleika,"
segir Árni.
Hann segir að nýju gangráðunum
sé hægt að koma fyrir í líkama
fólks án holskurðar. „Að vísu þarf
smáuppskurð til að koma tækinu
fyrir og stundum þarf að koma fyr-
ir plötu undir húðinni til að fá hring-
rás fyrir rafstrauminn en þetta er
tiltölulega lítið fyrirtæki,“ segir
Árni.
Tveir íslendingar ganga með
slíka gangráði. Sá fyrri var sendur
til Svíþjóðar en í síðustu viku var
í fyrsta sinn framkvæmd slík að-
gerð hér á landi. Árni segir að bú-
ast megi við að innan við tíu ein-
staklingar þurfí á slíkum aðgerðum
að halda árlega og hver gangráður
kosti á bilinu 1,5 tii 2 milljónir
króna.
Árni varar við því að fólk haldi
að tækið leysi allan vanda. „Ymis
atriði eru enn óleyst. Það er til
dæmis mjög óþægilegt að fá rafstuð
ef það er að ástæðulausu og gang-
ráðurinn þarf að vera klókur við
að greina að taktruflanir séu þess
eðlis að hann þurfi að gefa ra-
flost,“ segir Árni.
Hann segir að búið sé að græða
slíka gangráði í fleiri þúsund manns
í heiminum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er í tillögum sjömanna-
nefndar gert ráð fyrir að bændum
-*erði greiddar 50 krónur fyrir hvern
lítra sem fullvirðisrétturinn verður
færður niður um í haust, en þó verði
ekki greitt umfram 250 milljónir
þingis sagði að fjöldi mála lægi fyrir
nefndinni og yrðu þau afgreidd eins
og nefndin kæmist yfir. Á þessu stigi
samtals. Gert er ráð fyrir að greiðsl-
ur þessar komi úr verðmiðlunarsjóði
mjólkur.
Fé úr verðmiðlunarsjóði verður
einnig veitt til að stuðla að fækkun
mjólkurbúa sem nefndin telur nauð-
synlega til þess að hagræðing náist
sagðist hann ekki treysta sér til að
segja til um hvort frumvarpið um
flutningskostnaðatjöfnun olíuvara
yrði afgreitt frá nefnd fyrir þinglok.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
í mjólkuriðnaði. Nefndin telur að
auka þurfi verkaskiptingu þeirra
mjólkurbúa sem eftir standi og gera
eigi þau sérhæfðari. Ekki eru gerðar
tillögur um hvaða mjólkurbú eigi að
leggja niður í þessu skyni. Þær kröf-
ur sem sjömannanefnd telur að gera
verði til bænda felast í því að gerð
verði krafa um 1% framleiðni á þessu
ári, og einnig verði núgildandi verð-
lagsgrundvöllur framreiknaður færð-
ur niður um 2,5% á árunum 1993
og 1994, þannig að samtals nemi
frarhleiðniaukningin 6%.
Sjá nánar á miðopnu.
sagðist kjósa að frumvarpið færi í
gegn um þingið sem fyrst. Hins veg-
ar hefðu verið umræður um málið í
efnahags- og viðskiptanefnd og þeim
væri ekki lokið. „En auðvitað erum
við komin á þann stað í þinghaldinu
að þurfa að velja eða hafna,“ sagði
Jón.
Matthías staðfesti að ágreiningur
væri um málið í nefndarinnar, einnig
innan stjórnarflokkanna. „Það eru
örugglega skiptar skoðanir innan
allra flokkanna um þetta. Það er
enginn ágreiningur um að afnema
innkaupajöfnunarreikninginn og
enginn ágreiningur um að jafna
flutningskostnað við sjóflutninga. En
það er viss ótti í kringum strjálbýli
í sveitum, og sérstaklega þar sem
langt er frá sjó, um að sú breyting
sem gerð var á 10. grein frumvarps-
ins dugi. Eg trúði því að þetta myndi
duga en mér finnst þó að margt
hafi verið sagt í þá átt sem geri
mann ekki eins sannfærðan," sagði
Matthías.
Kristinn Björnsson forstjóri
Skeljungs hf. sagði að andstaða við
frumvarpið væri byggð á miklum
misskilningi. Menn væru að gefa sér
að olíufélögin yrðu með einhver sér-
stök verð eftir stöðum en í 10. grein
frumvarpsins væri beinlínis kveðið á
um að olíufélögunum væri skylt að
vera með sama verð á öllum af-
greiðslustöðum sínum hvar sem er á
landinu og sama gildi um olíu og
bensín sem afgreitt sé í birgðageyma
við lögheimili aðila sem þar stundi
fasta staðbundna starfsemi, svo sem
bænda.
Olíufélagið hf. hefur verið andvígt
því að dregið verði úr flutningsjöfnun
en markaðshlutdeild Olíufélagsins á
landsbyggðinni er um 50% í bíla-
bensíni. Geir Magnússon forstjóri
Olíufélagsins sagði frumvarpið sem
nú liggur fyrir Alþingi ganga altt of
skammt og sú flutningsjöfnun sem
þar er gert ráð fyrir, væri takmörkuð
við ákveðna staði af sjó. Hins vegar
va;ru engar hafnir á stórum svæðum
eins og Suðurlandi og því væri olíu
dreift þangað á landi og því fylgdi
mikill kostnaður. Geir sagði að éf
kostnaður við að koma vörum á
ákveðna staði yrði meiri en sem
næmi álagningu, gæti komið upp það
sjónarmið að hætta að þjóna slíkum
stöðum.
----♦--» ♦--
Hjálmlaus bif-
hjólamaður
meiddist
14 ÁRA piltur meiddist á höfði
hann lenti í árekstri á vélhjóli í
Grafarvogi í fyrrakvöld. Pilturinn
var hjálnilaus en meiðsli hans
reyndust ekki eins hættuleg og
talið var í fyrstu að sögn lögreglu.
Pilturinn var réttindalaus og hafði
að sögn lögreglu keypt hjólið fyrir
þremur dögum og var að æfa sig við
aksturinn þegar hann ók aftan á bíl
sem ekið var á undan hjólinu eftir
Logafold.
Sjömannanefnd um hagræðingu 1 mjólkurframleiðslu:
Fækkun mjólkurbúa og*
lægri greiðslur til bænda
EF TILLÖGUR sjömannanefndar um hagræðingu í mjólkurfram-
leiðslu og mjólkuriðnaði ná fram að ganga verður mjólkurbúum í land-
inu fækkað og verkaskipting milli þeirra aukin. Þá verða gerðar 6%
framleiðnikröfur til bænda til ársloka 1994, og fullvirðisréttur þeirra
færður niður um 4,3% næsta haust. Samkomulag tókst um tillögurnar
í sjömannanefnd í .gær og hafa þær verið kynntar landbúnaðarráð-
herra.