Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992
Mm
FÓI_K
■ KLA US Allofs, fyrrum fyrirliði
V-Þýskalands, verður tilbúinn að
leika með Werder Bremen gegn
Mónakó í kvöld, þegar félögin leika
til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa
í Lissabon. Allofs, sem er 35 ára,
sagði að nú væri líklegasta síðasta
tækifæri hans að vera í sigurliði í
Evrópukeppni.
■ RUI Barros, landsliðsmiðheiji
Portúgals, sem fótbrotnaði fyrir
mánuði, mun að öllum líkindum
Seta leikið með Mónakó.
I LEIKMENN Werder Bremen
töfðust um tvær klukkustundir á
flugvellinum í Bremen þegar þeir
héldu til Lissabon, vegna verkfalla
sem nú hafa stöðvað allar flugsam-
Söngur í Þýskalandi.
I BOBBY Gould, framkvæmda-
stjóri WBA, var látinn taka pokann
sinn í gær. Miklar líkur eru á að
hann geri aðstoðarmaður hjá Don
Howe hjá Coventry.
■ ÁKVEÐIÐ var í gær, að þau
gul spjöld sem leikmenn fengu í
undankeppni EM, verða ekki tekin
^með í reikninginn í Evrópukeppni
landsliða í Svíþjóð í sumar, en fram
til þessa hefur verið deilt á að leik-
menn sem hafa fengið gult spjald
í undankeppni EM hafi átt það á
hættu að vera settir í leikbann við
fyrsta gula spjaldið í úrslitakeppn-
inni. Þannig misstu tveir leikmenn
Sovétríkjanna af úrslitaleiknum í
EM í V-Þýskalandi 1988.
I GRAHAM Taylor, landslið-
seinvaldur Englands, hefur valið
landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik
gegn Ungverjum í Búdapest 12.
maí. Hópurinn er þannig skipað-
ur: Davkl Seaman, Nigel Martyn, Tony
Coton, Des Walker, Martin Keown, Mark
Wright, Keith Curle, Tony Dorigo, Gary
Stevens, Lee Dixon, Rob Jones, Carlton
Palmer, David Batty, Neil Webb, David
Rocastle, Andy Sinton, John Barnes,
Tony Daley, Gary Lineker, Alan Smith,
Paul Merson, Nigel Clough, Ian Wright,
Alan Shearer.
■ ENGLAND leikur vináttuleik
gegn Brasilíu á. Wembley 19.
maí. Þá bætast þessir leikmenn í
landsliðshóp Taylors: Chris Woods,
Trevor Steven, David Pearce og
David Platt.
GLIMA
Sunnlenskir
Sunnlendingar áttu tvo aðra
Glímukónga ísland á eftir að
Guðmundur Ágústsson úr Glímufé-
laginu Vöku varð glímukóngur
1947. Það eru þeir Guðmundur
Guðmundsson frá Núpi undir Eyja-
fjöllum, 1948 og 1949, og Rúnar
Guðmundsson frá Villingarholts-
hreppi, 1950, 1951 og 1953, sem
voru í Vöku eins og Guðmundur
Ágústsson. Guðmundur Guðmunds-
son og Rúnar Guðmundsson kepptu
aftur á móti fyrir Glímufélagið
Ármann í Reykjavík þegar þeir urðu
Glímukóngar Islands.
HANDKNATTLEIKUR
FH-ingar hafa stigið
mikilvægt skref
- íátt að meistaratitilinum. Þeir hafa yfir meiri breidd og reynslu yfirað
ráða en Sel1yssingar,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari KA-liðsins
SELFYSSINGAR og FH-ingar
mætast ífjórðu viðureign sinni
íbaráttunni um íslandsmeist-
aratitilinn á Selfossi í kvöld.
FH-ingar geta tryggt sér meist-
aratitilinn með sigri, en ef Sel-
fyssingar leggja þá að velli
verður fimmta viðureignin í
Hafnarfirði. „Það er mjög erfitt
að spá um leik liðanna, en ég
held að FH-ingar hafi stigið
mikilvægt skref í átt að meist-
aratitlinum í Hafnarfirði á
mánudagskvöldið," sagði
Alfreð Gíslason, þjálfari KA-
liðsins, þegar Morgunblaðið
bað hann að spá i spilin.
Alfreð sagði að það sé að koma
í Ijós að Selfyssingar þurfi að
líða fyrir það hvað þeir hafa litla
breidd. „FH-liðið er með stóran hóp
sterkra leikmanna, sem hafa yfir
mikilli reynslu að ráða - leikmenn
sem hafa komið mjög sterkir upp
að undanförnu, eins og Guðjón Árn-
ason og Gunnar Beinteinsson. Hans
Guðmundsson hefur verið mjög
sterkur í allan vetur, en Kristján
Arason hefur verið óheppninn með
meiðsli. Það er galli við þetta úrslita-
fyrirkomulag, að það getur orðið
liðum dýrkeypt ef þau missa lykil-
menn frá meidda í úrslitakeppn-
inni,“ sagði Alfreð, sem hefur jafn-
vel trú á að FH-ingar klári dæmið
á Selfossi í kvöld.
Það hafa margir haldi því fram
að Sigurður Sveinsson sé einn Sel-
fossliðið. Hvað segir Alfreð Gíslason
um það? „Það er ljóst að án Sigurð-
ar væru Selfyssingar ekki í þeirri
stöðu sem þeir eru nú, en það er
ekki svo einfait að segja að Sigurð-
ur einn sé Selfossliðið. Gísli Felix
Bjamason hefur leikið mjög vel og
sitt besta keppnistímabil hér á landi.
Einar Gunnar Sigurðsson og Gústaf
Bjarnason eru mjög vaxandi leik-
menn. Einar Gunnar hefur þó ekki
verið nægilega hreyfanlegur þegar
hann hefur verið tekinn úr umferð
- það er eins og hann láti sig
hverfa.“
- Áttu von á því að FH-ingar
taki Sigurð og Einar Gunnarsson
áfram úr umferð?
„Já, ég reikna fastlega með því.
Það hefur heppnast vel fram til
þessa. Við það hefur reynt mun
meira á hina fjóra leikmennina og
það er eins og að þrek þeirra sé á
þrotum. Það kostar mikið þrek að
leika íjórir gegn fjórum. Einnig
kostar það þrek hjá varnarmönnum
FH-liðsins.“
- Nú telja margir að FH-ingar
hafí gert mikil mistök í varnarleik
sínum með því að láta Sigurð
Sveinsson skora fjórtán mörk hjá
sér í síðasta leiknum á Selfossi.
Hvað segir þú um það?
„Eins og Sigurður Sveinsson lék
þá, var hann óstöðvandi og það kom
mér ekkert á óvart að sjá hann skora
fjórtán mörk í þeim ham sem hann
var í. Sigurður skorar ekki aðeins
mörk með því að skjóta yfír varnar-
vegg, heldur er hann eini handknatt-
leiksmaðurinn sem býr yfir þeim
hæfíleikum hér á landi - að geta
komið knettinum á einn eða annan
hátt í gegnum varnarveggi," sagði
Alfreð Gíslason, sem sagði að FH-
ingar eiga það fyllilega skilið að
verða meistarar. „Þeir hafa leikið
mjög vel í allan vetur, en ef ég
hugsa um landsbyggðina; held ég
með Selfyssingum. Það yrði mikill
sigur fyrir félögin á landsbyggðinni
ef þeir næðu meistaratitilinum.“
Leikur Selfoss og FH verður kl.
20 í kvöld. Uppselt var á leikinn
fyrir hádegi í gær.
Rögnvald og Stefán
dæma ekki á ÓL
Rögnvald Erlingsson og Stefán
Amaldsson dæmaekki í hand-
knattleikskeppninni á Ólympíuleik-
unum í Barcelona í sumar. Þeir
félagar voru í siðustu viku á fundi
dómara sem til greina komu og þar
tóku þeir þrekpróf og skriflegt próf
auk þess sem þeir dæmdu einn leik.
„Það er skemmst frá því að segja
áð við fengum ekki náð fyrir augum
yfirvaldsins," sagði Rögnvald í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann
sagðist telja að landfræðilegir þætt-
ir spiluðu einhvern þátt í þeirri
ákvörðun að þeir yrðu ekki á
Ólympíuleikunum.
„Það var rætt um það á B-keppn-
inni að það væri fullmikið að vera
með fjögur dómarapör frá Skandin-
avíu og það er Ijóst að það verða
pör frá Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku á Ólympíuleikunum,“ sagði
Rögnvald. „Við verðum bara að
taka þessu eins og íþróttamenn og
bíta í það súra epli að komast ekki
að þessu sinni,“ sagði hann.
SIGLINGAR / AMERIKUBIKARINN
Dennis missti
af úrslitasæti
slitaviðureign Ameríkubik-
arsins í skútusiglingum
hefst næstkomandi laugardag við
strendur San Diego í Kaliforníu
en þar hefur undankeppni staðið
yfir frá 14. janúar.
Það þykir tíðindum sæta að
bandaríski skútustjórinn Dennis
Conner keppir ekki til úrslita nú
en það hefur hann gert undanfar-
in fimm skipti heldur ver auðkýf-
ingur að nafni Bili Koch heiður
Bandaríkjanna í keppninni á skút-
unni America 3. Bar hann sigur-
orð af Conner í undanúrslitum sl.
laugardag.
I úrslitunum sigli Koch gegn
franskættuðum landa sínum Paul
Pierre Cayard sem stýrir ítölsku
skútunni II Moro di Venezia eða
Feneyjamáranum og hlýtur sá
þeirra silfurkönnuna eftirsóttu
sem fyrr vinnur Ijórar kappsigl-
ingar. Hefur evrópsk skúta ekki
siglt til úrslita frá 1964 en
Feneyjamárinn bar sigur af nýsjá-
lenskri skútu, New Zealand, með
ævintýralegum hætti í undanúr-
slitunum. Skútufélögin tvö sem
eiga skúturnar sem sigla til úr-
slita hafa hvort um sig varið jafn-
virði 4-5 milljarða ÍSK til undir-
búnings og þátttöku í keppninni
að þessu sinni.
Gunnar Beinteinsson átti mjög góðan leik með FH-liðinu á mánudaginn
og skoraði tíu mörk.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALANP
EM1996 í Englandi
Knattspyrnusamband Evrópu
tilkynnti í gær á fundi í
Lissabon, að úrslitakeppni Evr-
ópukeppni landsliða 1996 fari
fram í Englandi, en þá verða þrjá-
tíu ár síðan HM 1966 fór þar
fram. England, Austurríki, Grikk-
land, Holland og Portúgal stóttu
um að halda keppnina.
Opnunarleikur EM 1996 mun
fara fram á Wembley og einnig
úrslitaleikurinn og þá getur farið
svo að báðir undanúrslitaleikirnir
fari fram á þessum sögufræga
velli.
Aðrir keppnisvellir verða Villa
Park í Birmingham, Old Trafford
í Manchester, Elland Road í Leeds
og einnig er líklegt að leikið verði
í Sunderland eða Newcastle.
Wembley tekur 80.000 áhorf-
endur í sæti og næsta keppnis-
tímabil verða Villa Park og Old
Trafford aðeins með sæti.
Frankfúrt og Stuttgart unnu
Baráttan um Þýskalandsmeist-
aratitilinn hélt áfram í gær-
kvöldi, en þá unnu Frankfurt og
Stuttgart bæði á útivelli, en félögin
er jöfn á stigum á toppi úrvalsdeild-
arinnar, en Frankfurt er með mun
betri markahlutfall.
Eyjóifur Sverrisson átti stóran
þátt í marki Stuttgart, sem Fritz
Walter skoraði á 10. mín. - hann
vann knöttinn og blokkeraði tvo
varnarmenn Mönchengladbach,
þannig að Walter átti greiðan að-
gang að honum og sendi knöttinn
í netið. Stuttu seinna átti Eyjólfur
mjög góða sendingu á Walter, sem
var á auðum sjó fyrir framan mark-
ið, en honum brást bogalistin -
skaut beint í fangið á markverði
„Gladbach." Walter er markahæst-
ur með 21 mark.
„Þetta var mjög mikilvægur sig-
ur. Við höfum alltaf átt í vandræð-
um hér í Gladbach og það er því
mjög gott að fara heim með bæði
stigin. Baráttan stendur fram á síð-
asta dag,“ sagði Christoph Daum,
þjálfari Stuttgart.
Leikmenn „Gladbach“ áttu skot
á stöng Stuttgart og þá átti Matthi-
as Sammer skot sem hafnaði á
stönginni á marki „Gladbach“.
Anthony Yeboah og Heinz
Grundal skoruðu mörk Frankfurt
gegn Karlsruhe, en Frankfurt vann
meistaratitilinn síðast 1959. Aust-
urríkismaðurinn Stephane Chapuis-
at skoraði sigurmark Dortmund,
1:0, gegn Watterscheid.