Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 15
Mynd 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 15 Útgjöld hins opinbera til heilbrigöismála á mann í USD, umreiknuö meö gengisvísitölu , miöuö viö aldursvegnar mannfjöldatölur Mynd 4 Fjöldi starfandi lækna á hverja 1.000 ibúa rwMWIIIWIM Bandar. 1 " Island 3.5 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 '1985 1986 1987 1989 1990 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1989 1990 Mynd 5 Mynd 6 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 . i— , Fjöldi starfandi hjúkrunarfræöinga, sjúkraliöa og Ijósmæöra á hverja 1.000 íbúa Fjöldl rúma á almennum sjúkradeildum á hverja 1.000 ibúa 1966 1970 1975 1980 1985 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Meðalfjöldi legudaga á mann á almennum sjúkradeildum, tölur NOMESKO6 Ár Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð 1980 1.? 1,7 2,5 1,6 1,4 1985 1,6 1,8 2,2 1,4 1,3 1989 1,4 1,4 2,0 1,1 1,2 Þannig má leiða að því líkur að danski stuðullinn sé lægri en stuðlar annarra Norðurlanda, einmitt vegna þess að Danir færa sitt bókhald öðru vísi en hinar þjóðirnar. Með því að nota aldursleiðréttingarstuðlana er þannig hægt að leiðrétta tvenns konar misvægi sem þekkt er í óleið- réttu tölunum, annars vegar mis- vægi vegna aldurssamsetningar ólíkra þjóða og hins vegar misvægi vegna ólíkra bókhaldsaðferða. Aldursdreifingarupplýsingar ásamt fyrrnefndum kostnaðarstuðl- um eru síðan notaðar til að reikna aldursleiðrétt útgjöld á mapn mælt í „kaupmáttardollurum". Útkoman sýnir útgjöld á einstakling undir 65 ára aldri í samanburðarlöndunum, sbr. 2. mynd. A 2. mynd kemur í ljós að vöxtur heilbrigðisútgjalda og umfang þeirra er' langmest í Bandaríkjunum. Það má efalítið rekja til þess greiðslu- kerfis sem þar er. Vöxturinn er einn- ig mikill í Þýskalandi og svo hér á landi. Reyndar virðist sem vöxturinn sé heldur meiri hér en í Þýskaiandi. Þegár þessi mynd er skoðuð er rétt að horfa meira á útgjaldaþróunina en upphæðirnar. Hér er í raun fyrst og fremst um vísitölur að ræða. Útgjöld hins opinbera. Hér höfum við verið að skoða heildarútgjöld. En áhugi og áhyggjur heilbrigðisráð- herra, heilbrigðisráðuneytis og al- mennra skattgreiðenda hljóta að snúast um þann þátt heilbrigðisút- gjaldanna sem er á hendi hins opin- bera. Fyrir því eru a.m.k. tvær ástæður. Fyrri ástæðan hefur með ríkisfjármál að gera. Tekjuöflunar- kerfi hins opinbera stendur ekki lengur undir útgjöldunum. Það þarf að laga þetta tvennt hvort að öðru. Og heilbrigðisútgjöld eru stór skerf- ur í - ríkisútgjaldadæminu. Seinni ástæðan, sem nefna má, tengist þeirri staðreynd að heilbrigðisútgjöld eru að stórum hluta einkagæði sem greidd eru af hinu opinbera. Og hagfræðin kennir okkur að erfitt sé að anna eftirspurn við slíkar aðstæð- ur. Það er því fyllsta ástæða til að hafa allar klær úti til að fylgjast með hvernig slík útgjöld þróast og vera tilbúinn til að grípa í taumana ef stefnir í óefni. Sé litið til reynslu annarra þjóða kemur einmitt í ljós að í gangi eru margvíslegar tilraun- ir til að hafa áhrif á atferli, bæði almennings (með ýmiss konar greiðslu- eða tryggingakerfum) og fyrirtækja sem bjóða fram heilbrigð- isþjónustu (með ýmiss konar fram- leiðnihvetjandi greiðslukerfum). En skoðum hvaða sögu tölurnar segja okkur varðandi þróunina hér á landi. A 3. mynd eru sýnd útgjöld hins opinbera á mann umreiknuð með gengisvísitölu og að teknu tilliti til aldursdreifingar. Myndin sýnir að útgjöld hins opinbera til heilbrigðis- mála hækka alls staðar en þó hraðar hér á landi en hjá öðrum þjóðum. Þetta er athyglisverð niðurstaða. Takið sérstaklega eftir því hve opin- ber kostnaðarþróun hér er frábrugð- in þróun samskonar kostnaðar hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Meðan að þær virðast hafa náð tökum á henni að einhveiju marki virðist ekki vera hægt að koma böndum yfir kostnaðinn hjá okkur. Þetta þarf að skýra með einum eða öðrum hætti. Niðurstaðan er því sú að það er sterkari undiralda í vexti opinberra útgjalda til heilbrigðismála hér á landi en í samanburðarlöndunum. Ef ekkert verður aðhafst munu þessi útgjöld hér verða hærri en í nálæg- um löndum. Önnur lönd hafa gert verulegt átak í að takast á við þessa þróun. Sú vinna er rétt að byija hér. Er hægt að skýra þá þróun sem við höfum séð í kostnaðartolunum? Hver er ástæðan fyrir því að við virðumst vera að sigla fram úr öðr- um þjóðum í opinberum heilbrigðis- útgjöldum? Heilbrigðiskerfi eru flókin, bæði hér á landi og erlendis. Að finna orsakir, er skýri þá þróun sem rakin var hér að framan, er því ekkert einfalt mál. í skýrslunni er leitað vísbendinga með því að skoða grófa mælikvarða á notkun framleiðslu- þátta og framleiðslumagn. Framleiðsluþáttanotkun — mann- aflanotkun. Sá framleiðsluþáttur sem mest er notaður í heilbrigðis- þjónustu er vinnuafl. Á 4. mynd er gerð grein fyrir fjölda lækna á þús- und íbúa og fjölda starfandi hjúkrun- arfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra á 5. mynd. Enn skal ítrekað að ís- lensku tölurnar kunna að vera óná- kvæmar. Læknum fjölgar úr 2 í 2,8 á hverja þúsund íbúa á þessu tímabili hér á Iandi. Það er fjölgun um 40%. Þróun- in hér er ívið hraðari en gerist á öðrum Norðurlöndum. Við höfum ekki haft tök á að aldursleiðrétta þessar tölur, þannig að hluti af skýr- ingunni kynni að felast í breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar. En engu að síður fellur þessi þróun að þeirri almennu sögu sem kcstnaðar- tölurnar sögðu. Þegar litið er til fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra kemur í Ijós að þeim fjölg- ar verulega. Hér er skoðað hvernig þróunin er frá 1966. Athygli vekur að fjöldinn hér á landi er minni en gengur og gerist meðal Norður- landaþjóðanna og fjölgunin virðist nokkuð hægari. Á það hefur verið bent að þessi mynd kynni að breyt- ast væri litið til vinnustundafjölda en ekki ij'ölda stöðugilda eins og hér er gert, þ.e.a.s. að íslenskir hjúkrun- arfræðingar vinni meiri yfii*vinnu en kollegar þeiiTa annars staðar gera. Það kann vel að vera og þarf að skoða betur. Fjármagnsnotkun. Við höfum ekki neinn góðan mælikvarða á það fjármagn sem er bundið í keilbrigðis- þjónustu. Þess í stað verðum við að notast við aðra mælikvarða, þó ófull- komnir séu. Á 6. mynd er sýndur fjöldi sjúkrarúma á hverja þúsund íbúa. Við sjáum að við íslendingar virðumst binda meira fé í þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar en nokkurt landanna í viðmiðunarhópn- um. Það rýrir gildi þessara talna að skilgreiningar innlendra gagnasöfn- unaraðila eru mjög gallaðar. En tak- ið eftir að svo virðist sem fjöldi sjúkrarúma á íbúa stefni niður á við í flestum landanna, ef ísland og Þýskaland eru frátalin. Framleiðslumælikvarðar. Fram- leiðsluhugtakið er afar óþjált þegar opinber þjónusta er annars vegar. En tæpast á nokkru sviði er fram- leiðsluhugtakið jafn teygjanlegt og þegar heilbrigðisþjónusta á í hlut. Heilsa er ástand, og framleiðsla heil- brigðiskerfisins beinist að því að bæta heilsuástand þegnanna eða við- halda því. En hvernig á að mæla þetta heilsuástand? Við því eru eng- in góð svör. Við verðum því að neyta annarra bragða. Það sem hér er gert er að líta til þess hversu lengi meðalþegninn liggur í sjúkrahúsi. Liggi þegn ákveðins lands í viðmið- unarhópnum að.meðaltali lengur í sjúkrahúsi en þegn annars lands við- miðunarhópsins má líta á það sem vísbendingu um að heilbrigðiskerfi fyrrnefnda landsins sé ekki nægjan- lega skilvirkt. Ályktun af þessu tagi á reyndar því aðeins rétt á sér að borin séu saman efnahagslega og félagslega svipuð lönd eins og hér er gert.5 Og það skal enn undirstrik- að að þessar tölur eru aðeins notað- ar til að leita að vísbendingum. í skýrslunni byggjum við saman- burðinn á gögnum OECD. Nú hefur komið í ljós að innlendir gagnasöfn- unaraðilar hafa sent ófullkomnar upplýsingar til OECD. Öllu virðist blandað saman, þvert ofan í tilmæli OECD. Hins vegar virðist meiri vinna hafa verið lögð í samræmingu gagna þegar þau eru send til NOMESKO. NOMESKO-tölurnar sýna að ís- lendingar virðast liggja 40% lengur í sjúkrahúsi en Danir og Finnar og 80% lengur en Norðmenn og Svíar. Og hér er um nokkuð sambærilegar tölur að ræða ef marka má upplýs- ingar frá landlæknisembættinu. Á þessu hafa ekki fengist neinar góðar skýringar. Þær eru þó vonandi til! En hver er þróunin í meðalfjölda legudaga á mann? Fækkar þeim svipað hjá okkur og hjá öðrum eða er þróunin hægari hjá okkur? Sé lit- ið til prósentutalna kemur í ljós að meðalfjöldi legudaga á mann minnk- ar um 15-16% í Danmörku, Finn- landi og Svíþjóð á tímabilinu 1980 til 1989, skv. göngum NOMESKO, um heil 27,5% í Noregi en aðeins um 11,5% á íslandi. Framboð og eftirspurn: Hve mikið og fyrir hvern?7 Það er mat okkar að umræða um skipulag og útgjöld í heilbrigðisþjón- ustu eigi eftir að verða meiri hér á landi en verið hefur. Við þurfum ekki annað en vísa til þeirrar at- hygli sem þessi mál hafa fengið að undanförnu í löndum eins og Bret- landi, Svíþjóð og Kanada til þess að sannfærast um það. Menn hafa víða freistast til þess að álykta að hugtök eins og „fram- leiðni“ og „fórnarkostnaður" eigi ekki við í heilbrigðismálum. Ráðstöf- un knappra gæða til sjúkra var lengi vel í höndum lækna og annarra tæknimanna. Jafnrétti til þjónustu var talið æðra markmiðum um af- köst. Rástöfun knappra gæða í heil- brigðisþjónustu er því með því marki brennd að læknar (og aðrar hjúkrun- arstéttir) taka ákvarðanir um með- höndlun fyrir hönd sjúklinga sinna, en hvorugur aðilinn þarf að hafa áhyggjur af upphæð reikningsins, sem sendur er til almannatrygginga- kerfisins. Þetta fyrirkomulag hvetur ekki til skilvirkni. Því eru yfirvöld víða um heim að leita annarra leiða. Engu að síður er ekki ólíklegt að útgjöld til heilbrigðismála (hvort heldur er á mann eða sem hlutdeild í VLF) eigi enn eftir að aukast í náinni framtíð. Ástæður þessa eru einkum þær að eftirspurn eftir „heil- brigði“ er næm með tilliti til launa- tekna, auk þess sem þjóðin er að eldast og ný tækni mun koma á markaðinn. Til lengri tíma litið má gera ráð fyrir að tæknin verði ráð- andi um kostnað. En til skamms tíma mun athyglin beinast mest að hag- ræðingu og virkni. Lokaorð íslendingar standa á nokkrum tímamótum um þessar mundir í rík- isfjármáium. Þeir eru nú að mæta af fullum þunga þeim vanda á þess- um vettvangi sem nágrannaþjóðir þeirra þurftu að horfast í augu við fyrir ríflega áratug. Ein af ástæðum þess að við mætum þessum vanda seinna en nágrannarnir er að aidurs- samsetning þjóðarinnar er önnur hjá okkur en hjá þeim. En nú er komið að okkur að meta hvar skuli bera niður í samdrætti ríkisútgjalda. Dæmin erlendis frá sýna að hægt er að ná verulegum árangri í sparn- aði í heilbrigðiskerfinu án þess að þjónusta dragist saman. Stundum er bent á írland í þessu samhengi. Þar drógust heilbrigðisútgjöld í heild saman úr því að vera 9% af VLF á árinu 1980 í að vera 7,1% af VLF á árinu 1990 án þess að það kæmi fram i skertri þjónustu.8 Það er skylda stjórnvalda hér að hyggja að hvort hægt væri að ná viðlíka árangri hér á landi. Skýrsla Hag- fræðistofnunar er liður í upplýsinga- öflun til þess að meta stöðuna hvað þetta varðar. 1 Mr. Jean-Pierre Poullier á fundi med starfs- mönnum Hagfræðistofnunar 18. mars 1992. - Þetta er angi af svokölluðum vísitöluvanda. 1 Eftir að skýrsla Hagfræðistofnunar kom út hafa stofnuninni borist drög að skýrslu eftir Ulf-G. Gertham og Bengt Jönsson: Sjukvárdskostnader i de nordiske lándema, þar sem sömu aðferðarfræði er beitt. ' Hér eru sýnd fleiri lönd en eru í samanburðar- hópi Hagfræðistofnunar. Sérstaklega skal bent á að Kanadamenn búa við hátt hlutfall opinbeiTa útgjalda mælt á mælikvarða vergi-ar landsfram- leiðslu. Reyndar er spurning hvort t.d. USA á heima í þessúm samanburði. K Health Statistics in the Nordic Countries 1966-1991, Nordisk Medicinalstatistisk Komité (NOMESKO) 36:1991, bls. 94. 7 Hér er stuðst við nýlega grein eftir Áke Blom- quist: Sjukvárd och samhállsekonomi: Frágor inför 90-talet, Produktivitet och ekonomist tilváxt, Ekonomisku rádot 1991. " Upplýsingar þcssar komu fram í samtali ann- ars af höfundunum við Mr. Jean-Pierre Poullier. Giiðmundur Magnússon er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hngfræðideild Háskóla Islands og forstöðumnður Hagfræðistofnunar. Þórólfur Matthíasson er lektor í hagfræði við sömu deild. Brynhildi Bencdiktsdóttur erþökkuð vinna við gagmiöfhm og myndræna framsetningu gagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.