Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992
Erik Werba, Vínar-
borg — Minning
t -
Hinn 9da apríl 1992 lézt í Vínar-
borg eftir erfíð veikindi prófessor
Erik Werba, fæddur í Baden við
Vín hinn 23ðja maí 1918. Hann var
tónlistarráðunautur íslensku óper-
unnar frá stofnun hennar til dauða-
dags. Hann var áhrifamikill kenn-
ari við Tónlistarháskólann í Vín frá
1948, og kenndi þar þeim Sigríði
Ellu Magnúsdóttur og Ólöfu Kol-
brúnu Harðardóttur. Hann var tón-
skáld sem samdi margvíslega tón-
Tist, og tónlistarfræðingur sem setti
saman mikið rit um austurríska
tónskáldið Hugo Wolf. Upphaflega
var hann fornfræðingur og skrifaði
doktorsritgerð um kviður Hómers.
En mestrar hylli og frægðar naut
hann sem píanóleikari, og þá eink-
um sem undirleikari við Ijóðasöng.
Sem slíkur lék hann listir sínar á
tónleikum um víða veröld með
mörgum frægustu söngvurum um
sína daga, og einnig á hljómplötum
sem skipta tugum. í Reykjavík lék
hann á femum tónleikum undir
söng þeirra Sigríðar Ellu, Ólafar
Kolbrúnar og Garðars Cortes hjá
Tónlistarfélaginu, meðal annars
þegar þau ðiöf og Garðar fluttu
saman „Italska ljóðabók" eftir
Hugo Wolf. Auk þess kom út hér
á landi hljómplatan „Ljóðakvöld“
með þeim Ölöfu Kolbrúnu. Þau tvö
fóru saman í tónleikaför um Aust-
urríki árið 1980.
Svo gerðist það í Reykjavík, eins
og ugglaust miklu víðar, að virðing-
in fyrir Erik Werba sem meistara
ljóðasönglistarinnar hlaut að víkja
fyrir einskærri ást á honum. Vegna
vináttu sinnar við Ólöfu Kolbrúnu
tók hann að halda námskeið fyrir
söngvara og undirleikara í Söng-
skólanum í Reykjavík ásamt konu
sinni Ödu sem var söngkona. Á
námskeiðunum nutu Qölmargir
listamenn og listakonur leiðsagnar
hans dögum saman, frá morgni til
kvölds, með harðfylgi, hrifningu,
hlátrasköllum og óviðjafnanlegum
árangri. Þar var allt kennt: ekki
bara söngur og hljóðfærasláttur,
heldur líka djúpur skilningur á ljóð-
um og lögum, og þar með skilning-
ur á heiminum og lífínu sem lifað
er í honum.
Námskeiðin urðu mörg. Þar voru
oftast nokkrir áheyrendur, þar á
meðal ég sjálfur. Síðan minnist ég
Eriks Werba hvenær sem ég heyri
"g^ðs kennara getið. Þegar mín eig-
in kennsla heppnast ejTcki sem skyldi
hugsa ég: „Ekki hefði Erik gert
þetta svona.“ Ég hygg það hafi
verið þegar á fyrsta námskeiðinu
að við tveir urðum vinir, og þeirrar-
vináttu naut ég í Vínarborg og
Múnchen ekki síður en í Reykjavík.
Hann eignaðist fleiri íslenzka vini,
til dæmis þá Garðar Cortes og
Halldór Hansen lækni, sem minnast
hans nú með söknuði. Raunar ætti
ísland sjálft að sakna hans, því að
hann var einn af þeim einkennilegu
útlendingum sem unna íslandi og
öllu bjástri íslendinga jafnvel meira
en við gerum sjálf.
Erik Werba mat Hugo Wolf
framar öðnam tónskáldum. Á til-
kynningu sona hans tveggja um
andlát hans stendur frægt kvæði
eftir Eduard Mörike sem Wolf gerði
frábært lag við, „Denk es, 0 Seele".
Helgi Hálfdanarson hefur þýtt þetta
kvæði á þessa leið:
Hygg að því, sál mín
Ein grenihrísla græn
vex, hvar í skógi?
Ég veit um rósa-runn,
í hvaða garði?
Og þeirra bíður það,
hygg að því, sál mín,
að gróa á þinni gröf
með djúpar rætur.
Tveir svartir klárar sjást
á beit í haga
og þjóta heim í hús
með leik, á stökki,
en hægan feta fram
með þína kistu,
Kveðjuorð:
Arni Pálsson
jafnvel, já jafnvel fyrr
en fær að slitna
sú skeifa sem ég sé
við hófinn blika.
Skáldinu skeikar ekki: hveijum
manni ber ávallt að minnast þess
að dauðinn er hvarvetna í nánd.
En þegar góður maður deyr eigum
við líka að fyllast þakklæti fyrir að
hafa fengið að sjá til hans.
Þorsteinn Gylfason.
Hinn 11. þessa_ mánaðar andaðist
í Borgarspítala Árni Pálsson. Árni
var fæddur í Reykjavík 7. desember
1908 og var fjórði af níu alsystkin-
um. Foreldrar hans voru Páll Árna-
son lögregluþjónn, ættaður úr
RangárvallasýslUj og Kristín Árna-
dóttir, ættuð úr Árnessýslu. Heimili
þeirra á Skólavörðustíg 8 var mikið
myndar- og menningarheimili. Þar
ríkti glaðværð og ylur, hljómlist,
söngur og bóklestur. Árni, eins og
reyndar flest systkini hans, lærði
ungur að leika á hljóðfæri og hafði
yndi af söng. Hann bjó að þessum
uppvexti alla tíð því tónlistaráhug-
inn fylgdi honum út í lífið. Hann
var söngmaður góður og tók þátt í
kórstarfi bæði innan kirkju og utan.
Á Skólavörðustíg 8 var gest-
kvæmt og gestrisni mikil. Þegar
frændlið og kunningjar úr sveitinni
komu með vörur eða sóttu í kaup-
stað vor og haust fylltist húsið af
gestum sem gengu um eins og
heima hjá sér og nutu greiða. Mér
er enn í minni sú hlýja sem mætti
mér er ég drap þar á dyr fyrir rúm-
um sjötíu árum, eftir fimm daga
Minning:
Steinunn I. Jóns-
dóttir, Akureyri
Fædd 10. október 1902
Dáin 23. apríl 1992
Á sumardaginn fyrsta kvaddi
amma mín, Steinunn • Jónsdóttir,
þetta líf eftir skamma sjúkdóms-
legu. Hún hafði alltaf verið heilsu-
góð nema síðustu mánuðina þegar
líkamlegt þrek fór þverrandi, en
andlegu þreki hélt hún til síðustu
stunda.
Amma var Skagfirðingur í báðar
ættir. Foreldrar hennar voru Sól-
veig Eggertsdóttir frá Mælifelli og
Jón Pétursson frá Valadal. Þau
bjuggu lengst á Nautabúi í Lýtings-
staðahreppi og í Eyhildarholti.
Systkini ömmu voru tólf, af þeim
eru nú tvö eftir á lífi, þau Pálmi
Hannes sem var tvíburabróðir henn-
ar og Herdís Rannveig. Á svo fjöl-
mennu heimili var oft glatt á hjalla
og ungt fólk frá nærliggjandi bæj-
um Iaðaðist að heimilinu.
Amma var fædd á Nautabúi, þar
sem hún ólst upp fyrstu ár ævi sinn-
ar. Þegar hún var átta ára fluttist
hún með foreldrum sínum að Ey-
hildarholti. Þaðan átti hún sínar
Ijúfustu minningar frá æskuárunum
í Skagafirði, sem var sveitin henn-
ar. Aldrei þreyttist hún á því að
segja okkur hvað allt var fallegt
og gott í Skagafirði.
Hún fluttist til Akureyrar um
t
ÓSKAR BÖÐVARSSOIM,
Hákoti,
Innri-Njarðvfk,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, 27. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur.
tvítugsaldur. Þar fór hún á sauma-
námskeið og var í kaupavinnu. Hún
kynntist afa mínum, Sigurbirni Þor-
valdssyni bifreiðastjóra, og giftist
honum. Börn þeirra eru: Jóhann
Pétur útgerðarmaður, kvæntur Erlu
Sigurðardóttur og eiga þau sex
börn; Þórunn, gift Magnúsi Bjöms-
syni skrifstofustjóra og eiga þau
fjögur börn; Jón Haukur rekstrar-
stjóri, kvæntur Halldóru Jónsdóttur
og eiga þau þijú börn; María Sigríð-
ur meinatæknir, gift Guðmundi
Guðlaugssyni verkfræðingi og eiga
þau fjögur börn. Þau eru öll búsett
á Akureyri nema Jóhann Pétur, sem
býr í Hrísey.
Lengst af bjuggu amma og afi í
Helgamagrastræti 47b og þaðan á
ég margar góðar minningar um
þau. Þangað var alltaf gott að koma
og ræða um það sem var efst á
baugi. Þrátt fyrir háan aldur var
amma mjög ern og fylgdist vel með
því sem var að gerast í þjóðfélag-
inu. Hún var elskuleg og hlý og
hélt góðu sambandi við frændfólk
sitt og afkomendur, sem eru orðnir
fjörutíu og fímm. Fjölskyldan safn-
aðist gjama saman hjá ömmu og
em slíkar samverustundir ógleym-
anlegar.
Eftir að afi dó árið 1976 bjó
amma áfram í Helgamagrastræti
47b, þar til hún flutti í íbúð í dvalar-
heimilinu Hlíð fyrir rúmlega ári og
undi hún hag sínum vel þar. Með
þessum fátæklegu orðum vil ég
heiðra minningu hennar og þakka
allar ánægjulegu stundirnir. Guð
blessi hana og varðveiti.
Bjössi.
Nú er amma mín dáin, hún dó á
sumardaginn fyrsta. Þótt augljóst
væri að hveiju stefndi er dauðinn
samt alltaf sorglegur þegar hann
kveður dyra.
Hún var elskuleg amma og
skemmtilegur félagi. Þrátt fyrir
háan aldur var hún vel ern. Hún
var alltaf ung í anda og fylgdist
vel með, bæði sínu fólki og því sem
var að gerast í kringum hana.
Amma og afi, Sigurbjörn Þoralds-
son, héldu lengst af heimili í Helga-
magrastræti 47 á Akureyri. Þangað
var alltaf gott að koma og yar mik-
ið um að börnin og barnabörnin
færu í heimsókn þangað. Það var
því oft glatt á hjalla þar og margar
góðar minningar tengjast heimili
ömmu og afa og seinna heimili
ömmu eftir að hún varð ekkja.
Steinunn amma var sjálfstæð
kona og hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum, hún hafði líka gott skop-
skyn og gat brosað og hlegið með
manni.
Ég þakka ömmu fyrir allar stund-
irnar með henni.
Sigga Mæja.
Minning:
Margrét Dungal
+
Móðir mín,
SIGRÍÐUR RÓSA SIGURÐARDÓTTIR
frá Merkisteini,
síðar til heimilis að Hvammsgerði 13,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 22. apríl 1992.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð.
Sigurður Arason.
Veturinn var liðinn og sumarið
gengið í garð. Það má segja að lund-
in léttist og brosið breikki þegar fer
að birta og hlýna.
En ekki voru liðnir nema tveir
dagar af sumri þegar okkur, starfs-
fólk Pennans sf., setti hljóð og bros-
ið hvarf þegar svo óvænt andlát
Margrétar Dungal barst okkur til
eyrna.
Nýafstaðin árshátíð sýndi okkur
svo sannarlega að þó svo að aldur-
inn færist yfir okkur öll, er engin
ástæða til að draga sig í hlé. Mar-
grét var þar hrókur alls fagnaðar
og tók þátt í gleðinni af mikilli ein-
lægni.
Við sem erum búin að starfa
lengst í fyrirtækinu höfðum oft á
orði að hún væri sem móðir okkar
allra, sem við bárum mikla virðingu
fyrir. í bijóstum okkar berum við
minningu um dugmikla konu, sem
aldrei hraut styggðaryrði af vörum
til nokkurs manns, og leit framtíð-
ina og lífið jákvæðum augum.
Sigrún, Gunnar og Palli. Við biðj-
um góðan Guð um að styrkja ykkur
og ykkar nánustu í sorginni.
Starfsfólk Pennans sf.
göngu á eftir fjárhópi austan úr
Rangárvallasýslu. Gætu örugglega
margir fleiri sagt svipaða sögu.
Eins og áður er getið var heimil-
ið barnmargt. Elstu systkinin fóru
fljótlega að vinna eftir því sem geta
og aldur leyfði. Árni byijaði að vinna
sem sendill. í framhaldi af því fór
hann að vinna hjá Eggert Kristjáns-
. syni við að flytja vörur til smásala.
Flutningstækið var hestur og kerra;
bíllinn kom seinna. Hef ég fyrir
satt, að sama var hvort heldur var
notað, kerran eða bíllinn, viðtakandi
hafi fengið vörur sínar með skilum.
Fljótlega varð ljóst að Árni var
handlaginn og sjónhagur. Hánn
ákvað að fara til Kaupmannahafnar
að læra bílaréttingar. Þar dvaldi
hann um tveggja ára skeið. Er heim
kom endurbætti hann gamalt pakk-
hús á húslóðinni'og tók að starfa
við iðn sína. Ýmsa byijunarörðug-
leika varð Árni að glíma við, hús-
rými nokkuð lítið og aðsókn ekki
ýkja mikil. Þá kom líka til að að
fjárráð viðskiptavina voru oft tak-
mörkuð en Árni greiðvikinn og
hjálpsamur, svo margir óku bíl sín-
um endurbættum úr hlaði án stað-
greiðslu.
Árið 1941 stofnaði Árni, ásamt
nokkrum hagleiksmönnum í bílaiðn-
aði, fyrirtækið Bílasmiðjuna. Er
tímar liðu varð það að stórfyrirtæki
sem annaðist yfirbyggingar bíla,
viðgerðir og verslun efnis og vara-
hiuta. Árni byijaði þar að vinna við
bílasmíðar, en fljótlega komu í ljós
fjölbreyttir hæfileikar hans, svo að
verslunin varð aðalstarf hans.
Heimilið er einn af hornsteinum
hamingju og þeirrar hamingju varð
Árni aðnjótandi þegar hann giftist
konu sinni, Elsu Hansen, sem var
dönsk; mikilli gæðakonu. Varð
heimili þeirra fljótlega samastaður
vina og ættingja og voru allir vel-
komnir. Húsbóndinn settist við
hljóðfærið, spilaði og söng af hjart-
ans list og húsmóðirin veitti gestum
•af rausn og hlýju. Ekki dvínaði
heimilishamingjan þegar dóttirin
Kristín bættist í hópinn, sannur sól-
argeisli.
Þegar litið er yfir lífsferil Árna
má sjá að oft fylgir skuggi geisla.
Elsa, kona hans, lést 1968. Varð
hún harmdauði, ekki aðeins fjöl-
skyldunni heldur og vinum og kunn-
ingjum. Hún hafði á aðdáanlegan
hátt samlagast íjölskyldu og vinum,
tungumálinu og íslenskum aðstæð-
um. En Árni gekk ekki heill til skóg-
ar og af völdum sykursýki missti
hann báða fætur um hné og mátti
nota hjólastól upp frá því. Dvaldi
hann lengst af á Reykjalundi og
rómaði hann rnjög þá ummönnun
sem hann naut þar. Þá fylgdist
Kristín, dóttir hans, vel með honum,
sótti hann heim til sín þegar aðstæð-
ur leyfðu og annaðist hann á allan
hátt.
Þegar ég að leiðarlokum lít yfír
þennan langa vináttuferil okkar
Árna frænda míns og fjölskyldu
hans er mér efst í huga söknuður,
þakklæti og ljúfar minningar sem
gott er að ylja sér við. Kæra Krist-
ín, ég sendi þér og fjölskyldu þinni
og frændliði hugleilar samúðar-
kveðjur. Hollvættir leiði_ ykkur.
Magnús Árnason.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinár aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Mikil
áhersla er á það lögð að hand-
rit séu vélrituð með góðu línubili.