Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 27 Einar A. Einars- son - Minning Fæddur 17. október 1965 Dáinn 26. apríl 1992 Að hann Auðunn bróðir minn skuli vera dáinn, er mér óskiljan- legt. Mér finnst hann ekki vera dáinn, því að í öllum mínum minn- ingum um uppvaxtarárin er hann þar líka. Þessar minningar voru okkur sameiginlegar og þess vegna finnst mér sem hann lifi áfram innra með mér. Við vorum alla tíð mjög náin. Ekki síst vegna þess að móðir okk- ar lést frá okkur mjög ungum. Þó oft væri langt á milli okkar skildum við hvort annað ávallt jafn vel. Þeg- ar leiðir bar saman, var allt látið flakka, við rifjuðuni gjarnan upp ýmis ævintýri og hlógum saman. Bróðir minn var mjög rólegur en skemmtilegur strákur sem öllum líkaði vel við. Að mínu átliti, var það hans mesta lán í lífinu, þegar hann kynntist Erlu Reynisdóttur, sem síðar varð kona hans. Seint mun ég gleyma því, þegar hann Auðunn hringdi í mig til Þýskalands og tilkynnti mér að þau væru búin að eignast dóttur, svo hamingjusamann hafði ég aldrei upplifað hann. Þegar ég kom síðan heim um jólin og hitti hann, konu hans og litlu Silfá, gat maður ekki annað en brosað. Aldrei hafði borið svo mikið á hinum rólega Auðunni, sem spígsporaði núna, svo hreykinn af sér og fjölskyldu sinni. Eg veit það vel, að þetta var hamingjusamasti kafiinn í lífi hans. Hann elskaði þær mæðgurnar mest af öllu. Erla og Silfá voru honum allt. Ég er svo þakklát fyrir það, að þær skuli hafa gert hann svona hamingjusaman. I okkur öllum sem þekktum og elskuðum hann, okkur sem eigum með honum minningar, lifir hann áfram. Góður Guð veiti konu hans, dótt- ur og öllum vandamönnum styrk. Megi elsku bróðir minn hvíla í ró. Beta. Það var óskað gleðilegs sumars. Sólin skein og sólargeislinn skær- astur, litla Silfá, brosti mót bjartri framtíð litlu fjölskyldunnar. En skyndilega dró ský fyrir sólu. „Auðunn er dáinn“, kallaður brott fyrirvaralaust. Á slíkri sorgar- stundu verður allt hjóm, orð, at- hafnir og amstur hversdagsins. Hugur okkar leitar til baka til þess tíma þegar Auðunn varð hluti af fjölskyldunni. Það gerðist á þann hljóðláta hátt sem ávallt fylgdi hon- um. Einn daginn fyrir átta árum var hann fluttur inn í Ljósheima til Erlu, nýr fjölskyldumeðlimur eins og dottinn niður úr skýjunum. Og kynnin hófust við drenginn hljóðláta sem ekki var látinn í friði af hópn- um, sköllum og kossum fjölskyld- unnar. Líf sem hann vandist og gladdist yfir með okkur og ekki síst strákaguttunum Degi og Hring, einlægum aðdáendum og vinum sem sóttust eftir félagsskap hans. Og nú er hann horfinn, jafn hljóð- lega og hann kom inn í líf okkar. Elsku Erla, megi minningin um góðan dreng og föður og hið bjarta bros nýs lífs lýsa upp framtíðina. Gretar og Margrét. Þegar rísa fer að sumri, vorið í óðaönn að græða frerasárin, ilmur jarðarinnar berst að vitundinni og sólin skín í heiði færandi birtu og yl, á lífið leik. allt verður bjart og hlýtt eftir langan vetur og framtíð- in heillar. Á slíkri stundu barst andláts- fregn Einars Auðuns eins og hol- skefla úr lognsævi. Þegar svona tíðindi berast, ungur maður í blóma lífsins, heilsuhraustur og ánægður kallaður á braut, finnum við gleggst hve lítils við megum okkar gegn ofurefli skaparans. Smíðisgripir al- mættisins verða að lúta lögmálinu hvort sem þeim líkar betur eða verr. Spurningar leita á hugann. Fátt er um svör. Við trúum samt að allt hafi ákveðinn tilgang, leiðin liggi til aukins þroska og æðri tilveru. Við deildum vinnustað um nokk- ur ár. Þar ávann Auðunn sér virð- ingu og vináttu allra. Trúr í stóru sem smáu, glaðvær og hjartahlýr varð hann hvers manns hugljúfi, en nú er hann góður génginn. Víst er að vandfyllt verður sæti þessa hógværa, hljóðláta pilts og sérstaka athygli vakti hve ánægður hann var með starf sitt og hlut- skipti en það er afar óvenjulegt nú á dögum. Hann hafði ríkulega ástæðu til þess, átti góða að, yndis- lega konu og dásamlegt sjö mánaða stúlkubarn, sem var augasteinninn þeirra og eftirlæti. Með klökkum huga kveðjum við þennan samstarfsfélaga okkar í söknuðu og sárri eftirsjá. Konu hans og dóttur sem og vinum og vandamönnum sendum við okkar einlægustu samúðaróskir. „... en ég veit að látin Iifir það er huggun harmi gegn.“ (J.H.) F.h. vinnufélaga, Jóhann Þórir. Kveðja til pabba því nú ert þú sjálfur sofnaður í jörðu. Þú heyrir mig ekki er ég hugsa til þín né veist þó ég signi yfir svörð þinn grænan En þú munt lifa undir himni mínum þar til myrkvast hann. (Hannes Pétursson.) Silfá. Heimsráðstefna vísindamanna um hollustu hvítlauks var haldin í Washington D.C., Bandaríkjunum. r A ráðstefnunni var, að undanskildum hráhvítlauk, aðeins ein unnin hvítlauksafurð til umíjöllunar, nefni- lega KYOLIC hvítlaukurinn. Mikil athygli beindist að KYOLIC, - endavarvísindalegastaðfestaðKYOLIC hefði meiri virkni en hráhvítlaukur. 2ja ára kælitæknivinnsla KYOLIC íjarlægir alla lykt en eykur og viðheldur öllum hinum frábæru eiginleikum. Ræktun og fram- leiðsla sem á engan sinn líka í veröldinni. SuP£«fOfii,VJ!Al01 ÍYOLIC GWttlC EXTRftCF“ MlWO GAHUC PtUS» Kælitæknivinnsla KYOLIC fer að hluta fram í vísindalega hönnuðum, ryðfríum stólkerjum. Hylki, hylki með lesitíni eða töflur. f Fljótandi, bæði með og ón hylkja. Lífræn ræktun. Sóning og uppskera er handunnin til að vorðveita öll næringarefni. KYOLIC er lótinn gangast undir ströngustu Framleiðendur KYOLIC hafa yfir að róða framleiðslukröfur sem þekkjast. hótækni rannsókna- og tilraunastofum. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Fulltrúaþing (aðalfundur) Sjúkraliðafélags íslands verður haldið föstudaginn 8. maí nk. að Grettisgötu 89, 4. hæð, kl. 10.00. Þingið er opið öllum félagsmönnum. Stjórn SLFÍ. Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar verður haldinn í Digranesskóla sunnudaginn 10. maí nk. og hefst hann kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd. TILSÖLU Heilsubrunnurinn Ein þekktasta nudd-, gufu- og sólbaðstofa í Reykjavík er til sölu. Aðstaðan gæti hentað fleiri aðilum, t.d. sjúkraþjálfurum. Mikil við- skipti. Góð staðsetning. Upplýsingar í símum 687110, 672136, 73310. Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna íReykjavík Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl. 17.00 í Valhöll við Háaleitisbraut 1. Efni: Málefni aldraðra. , Framsöguerindi halda: 1. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra. 2. Kristján Benediktsson, formaður félags eldri borgara. 3. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, forstöðu- maður öldrunardeildar Reykjavíkurborg- ar. Eftir framsöguerindi verða opnar umræður. A"ir velkomnir. Stydrnm. Félag Sjálfstæðismanna I Langholts- og Laugarneshverfi ísland í Evrópubandalagðið??? Félag Sjálfstæðismanna i Langholts- og Laugarneshverfi boðar til almenns fundar að Holiday Inn, miðvikudaginn 6. maí kl. 20.30. Fundarefni: Island og Evrópubandalagið. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri gerir grein fyrir áhrifum EB-aöild- ar á islensk efnahagsmál og stjórnkerfi. Alþingismennirnir Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjalla um kosti og galla EB- aðildar. Fyrirspurnir og umræður. Allt sjálfstæðisfólk velkomið, takið með ykkur gesti. Stjórnirnar. Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.