Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 39
1 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 HANDKNATTLEIKUR 39 Jón Asgeirsson gefur kost á sér til formanns HSÍ JÓN Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til for- manns Handknattleikssam- bands íslands á ársþingi sambandsins 23. maí. Upp- stillinganefnd HSÍ fór fram á það við Jón Ásgeirsson að hann gæfi kost á sér og mun léggja tillögu þess efnis fram á ársþinginu. orgeir Ingi Njálsson, formaður handknatlleiksdeildar Selfoss og formaður uppstillinganefndar HSÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að nefndin hafi skorað á Jón Ásgeirsson að gefa kost á sér til formanns og hann hafi tekið þeirri áskorun. Þorgeir sagði að það hafi komið fram í viðræðum uppstillinga- nefndar við þá sem eiga sæti í sambandsstjórn HSÍ að þörf væri á því skipta um forystu. „Við tók- um mið að því sem við höfðum hlerað hjá sambandsstjórnarmönn- um. Þar kom greinilega fram þörf á að skipta um forystu. Nú er ver- ið að leita að nýjum mönnum í kringum formannsefnið," sagði Þorgeir Ingi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er vilji fyrir því að breyta Jón Ásgeirsson stjórnarfyrirkomulaginu hjá HSÍ. Nú situr 21 fulltrúi í sambands- stjórn, þar af fimm í framkvæmda- stjórn. Þetta fyrirkomulag hefur reynst illa af ýmsum ástæðum. Hugmyndir eru nú uppi um að ný stjórn verði skipuð 9 fulltrúum. Fjárhagsstaða sambandsins hef- ur verið slæm og er talið að skuld- ir þess nemi um 30 miiljónum króna. Það er því mikil vinna fram- undan hjá nýrri stórn að koma fjár- málunum í lag . „Ég lít á þetta framboð mitt sem framboð lýðræðisaflanna ’innan HSÍ. Mér skilst að það sé útbreidd skoðun manna að það verði að skipta um forystu," sagði Jón Ás- geirsson í samtali við Morgunblað- ið. „Ég mun leggja áherslu á það, að kveðja fleiri til starfa en verið hefur. Það er til fulit af góðu fólki innan raða handknattleiksmanna og kvenna sem þarf að virkja og er tilbúið til þess. Það á reyndar eftir að koma í ljós hvernig fjár- hagsstaðan er nákvæmlega. En það er ljóst að það er ekki einn maður sem gerir svona hluti og lyftir grettistaki nema þá með sameiginlegu átaki,“ sagði Jón. Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, formann HSÍ, í gær- kvöldi. KARFA KR-inqar ívið- ræðum við Friðrik KR-ingar hafa verið í viðræð- um við Friðrik Rúnarsson, þjálfara Njarðvíkinga í körfu- knattleik, um að hann þjálfí lið KR næsta vetur. Friðrik er aðstoðarlandsliðs- þjálfari og er nú með landsliðinu á Norðurlandamótinu, sem hefst í Noregi á morgun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætl- ar hann að gefa KR-ingum svar eftir Norðurlandamótið. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Austurdeild: Boston - Cleveland...........104:98 ■ Liðin standa jöfn, 1:1, í 2. umferð úrslita- keppninnar. Vesturdeild: Utah Jazz - LA Clippers........98:89 ■Utah sigraði samanlagt 3:2, og fer í átta liða úrslit. Knattspyrna SVÍÞJÓÐ Gais-AIK........................0:1 Vadim Jevtusjenko (41.). 3.065. V-ÞÝSKALAND Duisburg - Niirenberg...........3:0 Wattenscheid - Dortmund.........0:1 Leverkusen - Bayern Miinchen....2:1 Mönchengladbach - Stuttgart.....0:1 Stuttgart K. - Dynamo Dresden...0:0 Karlsruhe - Frankfurt...........0:2 Hansa Rostock - Kaiserslautem...0:1 Schalke - Bochum................2:1 Dússeldorf - Köin...............1:3 Staða efstu liða: Frankfurt.....36 18 13 5 73:37 49 Stuttgart.....36 20 9 7 59:30 49 Dortmund......36 18 12 6 62:46 48 Leverkusen....36 15 13 8 51:34 43 Kaiserslautern. 36 16 10 10 56:40 42 Köln..........36 12 17 7 55:41 41 Niirenberg.....36 17 7 12 50:48 41 WerderBremen36 11 15 10 41:40 37 KNATTSPYRNA Kvennalandsliðið leikur ekki á Wembley Leikur Englands og íslands, í Evr- ópukeppni kvenna í knatt- spyrnu, verður ekki á Wembley leik- vanginum í London 17. þessa mánað- ar, eins og greint var frá hér í blað- inu í síðustu viku. Leikurinn fer fram í Yeovil. Upplýsingar blaðsins voru rangar, og er beðist velvirðingár á mistökunum. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Jafntefli í Grikk- landl ágæt úrslrt - segirÁsgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, um landsleikinn í Aþenu ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, hefur valið 16 leikmenn fyrir leikinn gegn Grikkjum í undankeppni HM, sem fram fer í Aþenu í næstu viku. Ásgeir sagðist bjartsýnn fyrir leikinn en sagði að jaf ntef li á útivelii væru góð úrslit. Asgeir sagði að ef einhvemtíma hafi verið möguleiki að standa sig vel í keppninni væri það núna. „Það er mikilvægt að ná hagstæð- um úrslitum úr fyrsta leiknum. Jafntefli á útvelli eru ágætis úrslit fyrir okkur. Við verðum að ná upp sterkari heimavelli en við höfum haft hingað til svo við eigum meiri möguleika í keppninni," sagði Ás- geir. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, tók í sama streng og sagði það afar mikilvægt að skapa sterk- ari heimavöll og fá 10 þúsund manns á völlinn til að hvetja ís- lenska landsliðið. Það hefði einnig áhrif á dómgæsluna. „Við erum í þessu til að ná árangri og meinum það. Við ætlum okkur annað af tveimur efstu sætunum í riðlinum." Fjórar breytingar eru á liðinu frá því í leiknum gegn ísrael í byijun apríl. Arnór Guðjohnsen, Sævar Jónsson, Hörðut' Magnússon og Andri Marteinsson koma inn fyrir U-21 árs liðið Markverðir: Ólafur Pétursson ...ÍBK Þórður Þórðarson ÍA Aðrir leikmenn: Arnar Gunnlaugsson ÍA Bjarki Gunnlaugsson ÍA Þórður Guðjónsson ÍA Sturlaúgur Haraldsson.. IA Pétur Marteinsson Leiftri Steinar Guðgeirsson .Fram Ásgeir Ásgeirsson .Fram Finnur Kolbeinsson ..Fylki Þórhallur Dan ..Fylki Gunnar Pétursson ..Fylki Sigurður Ö. Jónsson KR Hákon Sverrisson ..UBK Lárus Orri Sigurðsson... Guðm. Benediktss Ekeren Asgeir Elíasson. Atla Helgason, Ormarr Örlygsson, Baldur Bragason og Þorvald Örl- ygsson. Valið á liðinu kemur kannski ekki á óvart. Ásgeir sagðist hafa kosið að hafa Ólaf Þórðarson, Þor- váld Örlygsson og Sigurð Jónsson með til Grikklands, en þar sem Þorvaldur og Ólafur eru meiddir og Sigurður ekki í leikæfingu væri það ekki hægt. Aðspurður um Hlyn Stefánsson, seni leikur með Öster í Svíþjóð, sagði hann: „Hann er Kvennalandsliðið Markverðir: Steindóra Steinsdóttir....IA Sigfíður Sophusdóttir..UBK Aðrir leikmenn: Arney Magnúsdóttir.......Val Auður Skúladóttir...Stjörnunni Ásta B. Gunnlaugsdóttir..UBK Bryndís Valsdóttir......V al Guðrún J. Kristjánsdóttir....KR Guðrún Sæmundsdóttir.....Val Halldóra Gylfadóttir....í A Helena Ólafsdóttir.......KR íris Steinsdóttir.........ÍA Jónína Víglundsdöttir.....IA Ragna L. Stefánsd. .Stjörnunni Sigurlín Jónsdóttir.......ÍA Sigrún Óttarsdóttir....UBK Vanda Sigurgeirsdóttir....UBK ekki inní í myndinni í bili.“ Ásgeir sagðist ekki þekkja vel til gríska landsliðsins. Hann væri þó með myndbandsspólur af leikjum liðsins við Möltu í Evrópukeppninni á síðasta ári. „Ef við náum að halda hreinu fyrstu 15 til 20 mínúturnar fá þeir áhorfendur á móti sér eins og gerðist í Evrópuleik Fram og Panathinaikos í Aþenu í fyrra og þá getur allt gerst,“ sagði landsliðs- þjálfarinn. Hann sagðist reikna með að leggja upp leikaðferðina 4-5-1 á útvelli. Landsliðið Markverðir: Birkir Kristinsson Fram Friðrik Friðriksson.. ÍBV Aðrir leikmenn: Arnór Guðjohnsen... Bordeaux Eyjólfur Sverrisson.. .Stuttgart Sigurður Grétarsson ....Grassh. Guðni Bergsson Tottenham Sævar Jónsson Val Rúnar Kristinsson.... KR Arnar Grétarsson.... UBK Valur Valsson UBK Kristján Jónsson Fram Kristinn R. Jónsson. Fram BaldurBjarnason.... Andri Marteinsson.. FH Hörður Magnússon. FH Ólafur Kristjánsson FH U-18ára liðið Markverðir: Árni Arason..............ÍA Atli Knútsson............KR Aðrir leikmenn: Alfreð Karlsson..........IA Gunnlaugur Jónsson.......ÍA Pálmi Haraldsson.........ÍA Ottó Ottósson.......... KR Hrafnkell Kristjánsson..FH Orri Þórðarson...........FH Lúðvík Jónasson...Stjörnunni Helgi Sigurðsson....Víkingi Sigurbjörn Hreiðarsson..Val Eysteinn Hauksson.....Hetti Þorvaldur Ásgeirsson..Fram Jóhann Steinarsson.....ÍBK ívar Bjarklind...........KA Sigþór Júlíusson.........KA ÍÞRÓmR FOLK ÍSLENSKA landsliðið leikur gegn Grikkjum á Ólympíuleikvang- inum í Aþenu 13. maí og hefst leik- urinn kl. 18 að íslenskum tíma. geir Elíasson ætti að þekkja vatlar- aðstæður vel því hann stjórnaði Fram í Evrópuleiknum gegn Panat- hinaikos á sama velli sl. haust sem lauk með markalausu jafntefli. ■ U-21 árs liðið leikur á þriðjudag í gríska bænum Nafplion sem er um 100 km frá Aþenu. Liðið mun búa í bænum Argos sem er skammt þar frá. Leikurinn er liður í Evrópu- keppninni og hefst hann kl. 15.30 að íslenskum tíma. ■ RÍKHARÐUR Daðason, leik- maður Fram, gaf ekki kost á sér í 21 árs liðið gegn Grikkjum vegna prófa. Ágúst Gylfason úr Val sá sér heldur ekki fært að taka þátt í leiknum þar sem hann er í námi í Bandaríkjunum. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson, sem leikur með Ekeren í Belgíu, er í 21 árs liðinu en hann er einnig gjaldgengur í U-18 ára liðið. „Við getum kannski notað hann ef hann stendur sig vel með 21 árs liðinu,“ sagði Guðni Kjartansson, þjálfari U-18 ára liðsins og brosti. ■ PILTALANDSLIÐIÐ, sem er skipað leikmönnum undir 18 ára tekur þátt í 8-þjóða móti í Piestany í Tékkóslóvakíu 12. - 16. maí. ís- land er í riðli með Tékkum, Pól- verjum og Ungverjum. Þessi ferð liðsins er liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppnina i þessum aldurs- flokki. En í þ'eirri keppni leikur ís- lenska liðið tvo leiki við Belga í sept- ember. Það lið sem vinnur kemst áfram og leikur við Rúmena, Norð- ur-íra eða Ira. Sigurliðið úr þessum leikjum kemst í úrslitakeppni Evróp- umótsins sem fram fer í Englandi 1993. ■ EYSTEINN Hauksson úr Hetti á Egilsstöðum er í landsliðshópnum sem er skipaður leikmönnum undir 18 ára. Hann er fyrsti leikmaðurinn frá Hetti til að komast í pilta- landsliðið. ■ KVENNALANDSLIÐIÐ hefur æft vel undir stjórn Sigurðar Haun- essonar og Steins Helgasonar í vetur, allt upp í þrjár æfingar í viku. Þjálfararnir segja að stúlkurnar hafi aldrei verið eins líkamlega sterkar og nú. É ÍSLAND er í riðli með Skotum og Englendingum í Evrópukeppni kvennalandsliða. Englendingar og Skotar hafa þegar leikið fyrri leiW sinn og sigraði England í þeim leik, 1:0. Sigurður og Steinn, þjálfarar íslenska kvennaliðsins, fylgdust með leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.