Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992
29
Pálmi Sigurðsson
frá Steiná - Minning
Hann stóð yfir moldum eiginkonu
sinnar nokkrum dögum fyrir síð-
ustu jól. Eilítið grár og gugginn
eftir margra ára andlegt og líkam-
legt álag vegna heilsuleysis konu
sinnar, er hann annaðist af fágætri
ósérhlífni og fórnfýsi allt til hennar
hinstu stundar. En beinn í baki og
óbugaður.
Hann þreyði þorrann og góuna á
Grettisgötunni og gekk tafarlaust
og rösklega til verks við að skipta
búi og var ekki í rónni fyrr en allt
var upp gert og erfingjar allir höfðu
fengið arfshlut sinn greiddan að
fullu.
Næstsíðasta vetrardag ók hann
dóttur sinni upp í Skálatún eftir
dvöl hennar í föðurhúsum yfir
páskahátíðina, samkvæmt venju á
hátíðum og tyllidögum. Hann hafði
skilað henni af sér og var á heim-
leið. Yfir hátíðina hafði hann einnig
átt góðar stundir með öðrum börn-
um sínum í stuttum heimsóknum.
Enn lifði einn dagur einmánaðar,
en harpa á næsta leiti með gróandi
jörð og lækjanið. Hugur hans leit-
aði norður yfir fjöll og dali, því
römm er sú taug enn sem fyrr.
Hann hlakkaði til þess lengi vetrar
að halda með vorinu norður í Svart-
árdalinn til Stefáns bróður síns á
Steiná til að eyða með honum björt-
um vordögum með leikandi lömb
um blómgaða bala í fornum föður-
túnum.
En hér voru verkalok. Við borg-
armörkin mætti hann örlögum sín-
um og átti sitt skapadægur þennan
eftirmiðdag í lok einmánaðar. Okk-
ur ástvinum hans finnst þetta rang-
látur dómur og afleit niðurstaða.
En vitum þó jafnframt að ekki tjáir-
að deila við dómarann. Alvaldur
einn ræður slíkum málum. Sú er
hin einasta tiltæk ályktun, nú sem
endranær.
Pálmi Sigurðsson frá Steiná var
fæddur 22. febrúar 1914 og lést
af slysförum 21. apríl 1992. Hann
fór snemma úr föðurhúsum til að
sjá sér farborða og vinna hörðum
höndum, svo sem títt var hjá þeirri
kynslóð. Til að byrja með réðist
hann í vinnumennsku hjá bændum
í Húnaþingi. En sumarið 1937
byggði hann lítið steinhús efst í
Skagastrandarkauptúni og hóf þar
sambúð með eiginkonu sinni, er
seinna varð, Hólmfríði Hjartardótt-
ur frá Skagaströnd. Um haustið
fæddist fyrsta barn þeirra, en auk
þess gekk Pálmi í föðurstað tveimur
börnum Hólmfríðar frá fyrri tíð,
Þóri Hauk og Astu Hjördísi Einars-
börnum.
Pálmi og Hólmfríður eignuðust
fimm börn. Dóttur sína, Guðrúnu,
misstu þau nýfædda, en hin fjögur
eru: Ingibjörg Perla ljósmóðir í
Reykjavík, Gunnar húsasmíða-
meistari í Garðabæ, Sigurður sjó-
maður í Reykjavík og Súsanna vist-
maður að Skálatúni í Mosfellsbæ.
Fyrstu árin á Skagaströnd stund-
aði Pálmi sjómennsku og almenna
verkamannavinnu er til féll. En með
árunum tók hann í vaxandi mæli
að snúa sér að húsasmíðum undir
handaijaðri lærðra húsasmiða. Með
því að hann var handlaginn að eðlis-
fari kom þar brátt að þjálfun hans
og hæfileikar áunnu honum full og
formleg smiðsréttindi og varð hann
þar með fullgildur meðlimur í stétt-
arfélagi sínu. A hann ótalin smiðs-
högg í peningshúsum, íbúðarhúsum
og félagsheimili í austanverðu
Húnaþingi, en síðari hluta ævinnar
var hann búsettui’ í Reykjavík og
stundaði þar iðn sína.
Pálmi var sósíalisti af bestu gerð
og mikill jafnaðarmaður og verka-
lýðssinni að upplagi. Hann var for-
maður Verkalýðsfélags Skaga-
strandar um árabil og vann félagi
sínu af miklum heilindum og ósér-
ERFIDRYKKJUR
r4fc-, Perlan á Öskjuhlíð
UíTT/vJ sími 620200
plægni. Ekki mun það alltaf hafa
verið dans á rósum fremur en við
er að búast, enda þótt hann ætti
sér fáeina trausta og einlæga bar-
áttubræður og félaga á þeim vett-
vangi.
Ég hef kynnst mörgum sósíalist-
um með skjaldarmerki verkalýðs-
ástarinnar í bak og fyrir, en aðeins
örfáum, sem voru gegnheilir í þeim
efnum. Pálmi stjúpfaðir minn var
einn af þeim síðarnefndu. Hann
sóttist eftir jöfnuði og réttlæti svo
á borði sem í orði og gleymdi gjarn-
an sjálfum sér i þágu hugsjónar
sinnar. Þetta skynjuýu og skildu
margir samstarfsmenn hans og yf-
irboðarar og virtu hann fyrir, enda
þótt þeir væru á öndverðum meiði
við hann varðandi málefni og póli-
tísk markmið.
Ég, sem set þessi minningarorð
á blað, á Pálma Sigurðssyni mikið
að þakka. Hann kom inn í líf mitt
sem bjargvættur á örlagastund.
Hann breiddi verndarvæng yfir mig
og móður mína í umkomuleysi okk-
ar á erfiðum tímum. Undir þeim
verndarvæng komst ég til manns á
sínum tíma og móðir mín naut þar
skjóls allt til æviloka.
Stundum féllust mér hendur í
seinni tíð við að horfa á það hversu
hart og vægðarlaust stjúpi minn
lagði að sér við að uppfýlla óskir
móður minnar og hafa hana hjá sér
í heimahúsum langt út yfir sérhveij-
ar markalínur sanngirni og réttlæt-
is. Ég orðaði þetta af og til við
hann og tjáði honum hug minn, en
rak mig á vegg. Honum varð ekki
hnikað frá þeim ásetningi að hafa
konu sína heima hjá sér svo lengi
sem verða mætti, hvað sem eigin
heilsu og kröftum liði. Og þegar
allt kemur til alls, hver er þess þá
umkominn að segja við meðbróður
sinn: „Þú ert allt of góður.“ Ætli
það sé ekki best að fara hljóðlega
með þess háttar heimspeki og leyfa
fórnarlund og kærleika að eiga sinn
griðastað, ég tala nú ekki um ef
maður á kannski ekki mikið aflögu
af slíku sjálfur.
í bifreiðinni sem mætti Pálma á
hraðbrautinni í einmánaðarlok voru
tvær konur og tvö börn. Þau voru
öll svo traust og farsællega um
búin í sætum og stólum, að ekkert
þeirra sakaði að heitið gæti. Þetta
var mikil guðs mildi og er ég þessu
fólki og forsjóninni óendanlega
þakklátur, því það hefði verið
þyngra en tárum tæki ef það hefði
orðið yfir stjúpa minn að ganga að
valda öðrum tjóni á lífi og limum,
þótt óviðráðanlegt hefði verið. Það
hefði hann síst af öllu getað afbor-
ið í lifanda lífi.
Nú er vor í Svartárdal, Steinár-
lækurinn kliðar glatt og sólin hækk-
ar flug sitt yfir Oxann dag frá degi.
Þarna væri stjúpi minn nú að riija
upp minningar frá bernsku- og
æskudögum og njóta dýrðar vorsins
með ættfólki sínu að loknum löng-
um og ströngum vinnudegi, sem líf
hans var, ef verkstjórinn mikli,
herra lífs og dauða, hefði ekki
skyndilega kallað hann til annars
og brýnna erindis. Á slíkum stund-
um skyldi varast að sökkva sér um
of í sorg og sút, en tendra heldur
í huga sér hlýja gleði og þökk fyrir
þær samvistir sem gáfust og aldrei
að eilífu verða aftur teknar.
Steinárheimilinu sendi ég hug-
heilar kveðjur með þökk fyrir góðan
og vaskan dreng sem birtist á óska-
stund og rétti fram styrka hönd
mér og mínum til velfarnaðar, eftir
því sem verða mátti.
Útför Pálma Sigurðssonar frá
Steiná fór fram frá kirkju Fíladelf-
íusafnaðarins í Reykjavík hinn 4.
maí síðastliðinn. Hann hvílir við
hlið eiginkonu sinnar í Fossvogs-
kirkjugarði.
Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Þórir Haukur Einarsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐBJARTUR BERGÞÓR JÓHANNSSON,
andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 5. maí.
Ragnhildur Bjarnadóttir,
Jóhann Guðbjartsson, Jóhanna Þorgeirsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar, t PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Langeyrarvegi 3,
Hafnarfirði,
andaðist 4. maí. Sigri'ður Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson.
t
Elskulegur fósturfaðir minn og frændi,
KARVEL HALLDÓR STEINDÓRSSON,
Dvergholti 22,
Mosfellsbæ,
andaðist að morgni 5. maí í Landspítalanum.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Árni Andersen.
t
Eiginmaður minn og faðir,
KRISTJÁN JÓNSSON
símamaður,
Birkimel 6A,
andaðist á hjúkrunardeildinni Grund,
28. apríl, jarðarförin fer fram frá Foss-
vogskapellu föstudaginn 8. maí kl.
15.00.
Soffía Þorsteinsdóttir,
Gerður Kristjánsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
BJÖRGVIN JÓNSSON
frá Skagaströnd,
Víðilundi 24,
Akureyri,
lést í Landspítalanum 4. maí sl.
Þorgerður Guðmundsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
HULDA H. ÓLAFSDÓTTIR,
Fýlshólum 7,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8.
maí kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast
hennar, er bent á að láta Landssamtök hjartasjúklinga eða aðrar
líknarstofnanir njóta þess.
Kolbrún Sigurjónsdóttir, Arnar Guðmundsson,
Sigurjón Arnarsson, Herborg Arnarsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mfn, móðir, tengdamóðir og amma,
INGUNN BIERING,
Grundarlandi 23,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. maí kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins.
Henrik P. Biering,
Þóra Biering, Jón Snorrason
og synir.
t
Mín kæra móðursystir,
INGA BENDTSEN,
fyrrverandi simadama,
Kaupmannahöfn,
Fædd 26. mars 1915. Lést 27. mars 1992 eftir stutta sjúkdóms-
legu. Jarðarförin hefur farið fram.
Fyrir hönd vandamanna,
Lisbeth.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRA JÓNASDÓTTIR,
Seljahlfð,
Hjallaseli 55,
andaðist 25. apríl. Jarðarförin hefur far-
ið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmunda Halldórsdóttir,
Elín Halldórsdóttir, Pétur Ingvason,
Jóhanna Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞYRÍ GÍSLADÓTTIR,
Hvassaleiti 127,
Reykjavík,
er lést á heimili sínu 1. maí sl. verður jarðsungin í Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 10.30.
Steingrímur Haraldsson, Alma Birgisdóttir,
Guðni Á. Haraldsson, Stefanfa Jónsdóttir
og börn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
INGIBERGS BRYNJÓLFS ÞORVALDSSONAR.
Inga Valdís Pálsdóttir,
Jakobína Ingibergsdóttir, Magnús Axelsson,
Ásta Brynja Ingibergsdóttir, Guðjón Örn Benediktsson,
Kolbrún Ingibergsdóttir
og barnabörn.