Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992 19 Kambódía: Rauðu khmerarnir gera harðar árásir Fhnom Penh. Rcuter. RAUÐU khmerarnir hafa haldið uppi hörðum árásum á þorp í hérað- inu Kompong Thom í Mið-Kambódiu undanfarna daga. Talsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna segja að þetta sé grófasta brot hingað til á friðarsamkomulagi milli fjögurra skæruliðsveita í Kambódíu sem háðu þar grimmilega borgarastyijöld. Heimildir innan SÞ segja áð Rauðu khmeramir hafi gert skipu- lagða árás á þorp um 35 km norð- austur af Kompong Thom, höfuð- borg héraðsins. Tveir stjórnarher- menn féllu í árásinni og §órir særð- ust, að sögn talsmanns utanríkis- ráðuneytisins í Phnom Penh. Sam- Finnland: Aðild tæp- astánæstu grösum kvæmt sömu heimildum féllu fimm Rauðir khmerar og átján særðust. Rauðu khmerarnir voru við völd í Kambódíu 1975-79 og eru taldir eiga sök á dauða yfir einnar milljón- ar manna. Yfirmaður í friðargæslusveitun- um hvatti til þess í gær að fylgst yrði með liðsflutningum Rauðu khmeranna um gervihnött. Hann hélt því fram að þeir hefðu sent mikið lið inn í héraðið áður en þeir létu til skarar skríða. Yfirstjórn friðargæslusveitanna í Phnom Penh sendi þijú hundruð manna liðsauka á átakasvæðið í gær. Fyrir er 200 manna fallhlífar- hersveit með bækistöðvar í Komp- ong Thom. Keuter Gengisfelling í Líbanon Mörg hundruð manns mótmæltu því á götum borga í Líbanon í gær að gengi líbanska pundsins var fellt. Sjónarvottar sögðu að æstur múgur hefði ráðist inn á heimili fjármálaráðherra landsins og brennt innbú hans úti á götu. Drengurinn á myndinni leggur sitt af mörk- um við að loka þjóðveginum milli Sídons og Beirútar með því að kasta hjólbörðum á brennandi bílflak á miðjum veginum. Helsinki. Frá Lars Lundstcn, fréttaritara Morgunblaðsins. PERTTI Saloiainen, utanríkis- viðskiptaráðherra, sem undirrit- aði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrir hönd Finna, telur að sáttmáli þessi verði líklega mun mikil- vægari en margir geri sér grein fyrir. Mannskæðar árásir á íbúðahverfi í Kabúl Friðarviðræður hafnar við skæruliðahreyfingu Hekmatyars Kabúl. Reuter. Salolainen kvaðst telja að þótt Finnar hefðu lagt fram umsókn um aðild að Evrópubandalaginu (EB) væri fátt sem benti til þess að sú umsókn yrði afgreidd á næst- unni. Hins vegar sagðist Salolainen vilja leggja á það áherslu að EES- samningurinn jafngilti efnahags- legri aðild að EB en þá vantaði einungis þær hliðar aðildar sem væru stjórnmálalegar í eðli sínu. Finnar hafa almennt gengið að því sem vísu að takast muni að ljúka aðildarviðræðunum á nokkr- um misserum og hefur verið nefnt að landsmenn verði orðnir fullgild- ir aðilar að Evrópubandalaginu í ársbyijun 1995. Salolainen sagðist vera þeirrar hyggju að þetta væri útilokað og að aðild Finna að bandalaginu væri í fyrsta lagi hugsanleg í ársbyijun 1996. AÐ MINNSTA kosti 40 manns biðu bana og 200 særðust í gær þegar afganskir skæruliðar á bandi Gulbuddins Hekmatyars, heittrúaðs múslima, gerðu flug- skeytaárásir á Kabúl, höfuð- borg Afganistans. A sama tíma hófu nýju valdhafarnir í land- inu friðarviðræður við fulltrúa Hekmatyars í borginni. Læknar sögðu að búast mætti við að mannfallið yrði mun meira. Þetta eru hörðustu flugskeytaá- rásir á Kabúl frá því hersveitir nýju valdhafanna hröktu skæru- liða Hekmatyars frá öllum vígjum sínum í grennd við borgina nema á hlíðum sunnan hennar. Þaðan voru árásirnar á borgina gerðar og svo virtist sem skæruliðarnir miðuðu sérstaklega á miðborgina. Mörg flugskeytanna lentu í fá- tækrahverfi miðsvæðis í borginni, meða! annars á grænmetismark- aði. Haft var eftir konu, sem særð- ist alvarlega, að ellefu skyldmenni hennar hefðu beðið bana er flug- ERLENT skeyti lenti á húsi hennar. Tólf ára drengur missti báða fætur og aðra höndina í annarri árás. Flug- skeytin mynda ekki stóra gíga í jörðinni en þegar þau springa feykjast málmflísar í allar áttir og geta valdið miklum mannskaða. „Ég get sprengt hvaða bygg- ingu sem er í Kabúl í loft upp,“ sagði Hekmatyar og glotti er hann ræddi við blaðamenn í búðum skæruliðanna sunnan við höfuð- borgina. Fulltrúi Hekmatyars í friðarvið- ræðunum í Kabúl sagði að flug- skeytaárásirnar væru svar skærul- iðanna við hörðum árásum her- sveita valdhafanna á hlíðarnar sunnan við borgina. Barist í Tadzhík- ístan STUÐNINGSMENN og and- stæðingar Rakhmons Nabijevs, forseta Tadzhíkíst- ans, börðust í gær í höfuðborg landsins, Dúshanbe, og ná- grenni. Að minnsta kosti fimm menn biðu bana, samkvæmt fyrstu fregnum. Þingið hefur þegar veitt forsetanum vald til að banna starfsemi stjórn- málaflokka tímabundið og mótmælafundi, sem hafa verið tíðir í höfuðborginni undan- farna daga. Forsetinn lýsti yfir neyðarástandi vegna bar- daganna í gær. Italskir sósíalistar deila MIKILL ágreiningur hefur komið upp í Sósíalistaflokkn- um á Italíu vegna mútu- hneykslis í Mílanó, sem grefur undan til- raunum Bettinos Craxis, leið- toga flokks- ins, til að mynda nýja stjórn. For- ystumenn á vinstri vængnum innan flokks- ins sökuðu Craxi um einræðis- tilburði, sem þeir sögðu að hefðu leitt til spillingarmáls- ins. Sonur Craxis var leiðtogi flokksins í Mílanó og fram- kvæmdastjórn flokksins svipti hann stöðunni í gær. Búist er við miklum hreinsunum innan flokksforystunnar í Mílanó á næstunni vegna þessa máls. Stjórnarkreppa hefur verið á Ítalíu frá þingkosningunum í síðasta mánuði og landið hef- ur verið án forsætisráðherra og forseta. Áður en mútu- hneyklsið komst í hámæli var Craxi talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra og jafnvel forsetaefni sósíal- ista. Bettinos Craxis SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf„ Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyðarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn i Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Seifoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co g'& o«o 3 <Q 0:8 Iq is: oS Q Q' i° QÍ =FO Q^ 3 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.