Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992 Siðanefnd Blaðamannafélags Islands: Alvarlegt brot Bylgj- unnar við fréttaflutn- ing af bamavemdarmáli Myndbirting DV í sama máli ámælisverð SIÐANEFND Blaðamannafé- lags íslands telur að frétta- maður Bylgjunnar hafi gerst sekur um alvarlegt brot, þeg- ar hann ræddi við fólk sem tengdist máli vegna forsjár- deilu og hljóðritaði og útvarp- aði gráti ellefu ára drengs, sem færður var frá móður sinni. Þá telur nefndin að DV hafi brotið siðareglur félags- ins á ámælisverðan hátt með birtingu forsíðumyndar af drengnum. Nefndin telur ekki efni til þess að flokka útvarps- efni Bylgjunnar, einkum í þáttunum Landssímanum og Kvöldsögum, sem brot á siða- reglum Blaðamannafélagsins. Barnaverndarráð íslands kærði til siðanefndar Hauk Hólm, frétta- mann Bylgjunnar og Sigurveigu Jónsdóttur fréttastjóra, Óttar Sveinsson, blaðamann DV og rit- stjórana Jónas Kristjánsson og Ell- ert Schram, Hallgrím Thorsteins- son, dagskrárstjóra Bylgjunnar og dagskrárgerðarmennina Bjarna Dag Jónsson og Eirík Jónsson. I siðareglum blaðamanna segir að siðanefnd greini brot í flokka eftir eðli þeirra: a) ámæiisvert, _ b) alvarlegt og c) mjög alvarlegt. Úr- skurði siðanefndar verður ekki áfrýjað og hann skal senda viðkom- andi fjölmiðli við fyrstu hentugleika og með ósk um birtingu ef um brot samkv. skilgreiningu b) eða c) er að ræða. Meginniðurstaða nefndar- innar skal birt orðrétt. Úrskurður nefndarinnar fer hér á eftir: Málavextir 2.1. Samkvæmt kæru verður upphaf málsins rakið til þess, að fréttamaður Bylgjunnar, Haukur Hólm, tók símaviðtal við húsráð- anda 5. febrúar 1992, þar sem móðir var í felum fyrir yfirvöldum með ellefu ára gamlan son sinn. Viðtalið var tekið nákvæmlega á sömu stund og barnaverndarnefnd á staðnum, þ.e. Sandgerði, kom á vettvang ásamt lögreglu til þess að færa soninn frá móður sinni, sem hafði löngu fyrr með úrskurði misst forsjá piltsins. í bakgrunni viðtals Hauks við húsráðanda heyrðist hávaði, hróp og barnsgrátur, þegar sonurinn streittist gegn fulltrúum yfirvalda. Húsráðandinn var oftar en einu sinni beðinn um að lýsa atburðarás- inni á staðnum í frétt Bylgjunnar. Fréttamaðurinn lagði þessa einu áherslu í fréttaviðtalinu og fékk fyrir vikið inn á segulband mjög tilfinningahlaðið efni. En frétta- maðurinn gerði ekkert það í frétta- vinnslu sinni, sem nálgaðist tilraun til að skýra hvers vegna. gripið væri til þvílíkra úrræða. Frétta- flutningurinn einkenndist meira af kappi en forsjá, nauðsynlegt tillit við fórnarlamb þessa máls, þ.e. ell- efu ára gamlan pilt, var ekki virt og ekki var að heyra af fréttinni, að vera kynni, að ríkar ástæður kynnu að liggja að baki slíku örþrifaráði,- sem lögregluaðstoð bendir til. í greinargerð frá Sigurveigu Jónsdóttur þáverandi fréttastjóra er sérstaklega tekið fram, að ekki hafi verið um æsifréttamennsku að ræða og bamaverndaryfirvöld geti ekki komið í veg fyrir umræðu um barnaverndarmál í krafti þagnar- skyldu sinnar. Barnaverndarráð hefur í opinberri yfirlýsingu lýst yfir því, að umræða um barnavernd- armál geti verið góð og gagnleg. Á það ber að benda, að hvorki Haukur Hólm né aðrir fréttamenn á Bylgjunni leituðu til Barnavernd- arráðs um afstöðu þess eða skýring- ar á Sandgerðismálinu. Frétt Bylgj- unnar 5. febrúar 1992 bar einkenni æsifréttar, því hún var til þess eins fallin að vekja með hlustendum til- finningu óhugnaðar og samúðar með móðurinni og barninu án þess að leitað væri „hinnar hliðar" máls- ins. Upplýsingaöflun var nánast engin og það fáa, sem fylgdi viðtal- inu, var ekki einu sinni allt rétt og nákvæmt. Forræðissvipting foreldris er ekkert gamanmál. Það eiga frétta- menn að vita. í-því ljósi er upplýs- ingaöflun vegna fréttaflutnings af slíkum málum sérstaklega og óvenju mikilvæg. Barnið vill oft gleymast. 2.2. Frétt DV er gölluð, því þar er í fyrsta lagi ekki farið rétt með allar staðreyndir málsins, frétta- áherslan er harka yfirvalda og auk þess var ekki leitað eftir sjónarmið- um Barnaverndarráðs. Blaðamann- inum var reyndar ekki einu sinni kunnugt um, að Barnarverndarráð hefði málið á sinni könnu. Á hinn bóginn aflaði blaðamaður- inn sér ■ upplýsinga víða um málið, þótt sú upplýsingaöflun beindist einkum að því hvenær, hvar og hvernig staðið skyldi að málum í Sandgerði. Það er ekki kjarni máls- ins, heldur ástæður aðgerðanna. Um þetta atriði leitaði blaðamaður DV ekki upplýsinga. Það hlýtur að teljast verulegur galli á frétt um Sandgerðismálið, að ekki var leitað til Barnavemdarráðs. Óttar Sveins- son blaðamaður DV lýsir yfir því í greinargerð til siðanefndar, að vandað hafi verið til upplýsingaöfl- unar. Það er ekki rétt auk þess sem hann fór rangt með staðreyndir í frétt sinni. Þá var upplýsingaöflun- in öll mjög á eina lund. í máli þessu gerir siðanefnd þó einkum athugasemd við birtingu DV á mynd af vettvangi Sangerðis- málsins, þar sem skjólstæðingur Barnaverndarráðs, pilturinn ellefu ára, sést greinilega og þekkist. Myndbirtingin er ekki til marks um tillitssemi. 'í fréttum Bylgjunnar og DV kemur vel fram nauðsyn þess, að fréttamenn vandi upplýsingaöflun um mál af þessu tagi í heild og treysti heimildarmönnum sínum ekki blint, einkum og sér í lagi ef viðkomandi á beina persónulega aðild að mjög tilfinningaþrungnu máli. Formaður Barnaverndarráðs sagði efnislega við siðanefnd, þegar hann var inntur eftir því hvernig hann hefði brugðist við ef viðkom- andi fjölmiðlar hefðu leitað til hans um upplýsingar, að hann hefði í þessu sérstaka máli getað varpað ljósi á málið án þess að ijúfa trúnað- arskyldur sínar. Á þetta reyndi ekki, því hann var aldrei spurður. í þessu tilfelli er það skoðun siðanefndar, að kærðir fjöl- miðlar og starfsmenn þeirra hafi látið misnota sig. Þeir létu hjá iíða að kanna sannleiksgildi frásagnar móðurinnar og fleira. 3.1. Það kom í ljós, að í „þjóðar- sálar- og kvörtunarþáttum“ út- varpsstöðvanna (Landssímanum og Kvöldsögum Bylgjunnar) voru yfir- gnæfandi þær raddir, að Barna- verndarráð væri ekki starfi sínu vaxið og sögur sagðar því til sönn- unar. Þessi dæmi voru ekki könnuð sjálfstætt hjá Bylgjunni fyrr en löngu eftir fyrstu Sandgerðisfrétt- ina og verður að átelja það. í þætt- inuni Reykjavík síðdegis voru tekin viðtöl við ýmsa aðila, sem starfa eða hafa starfað að barnaverndar- málum, og var það eini vettvangur Bylgjunnar, þar sem tekið var með ábyrgð á þessum vandasama mála- flokki. 3.2. Loks flallar kæran um þátta- gerð á Bylgjunni, þtjá þætti á dag- skrá stöðvarinnar, Reykjavík síð- degis, Landssímann og Kvöldsögur. Tveir þessara þátta, Landssíminn og Kvöldsögur, eru eins konar opinn vettvangur fyrir fólk, sem vill tjá sig um hvaðeina. í kjölfar frétta um Sandgerðismálið fylltust þessir þættir af misnákvæmum og mis- skýrum frásögnum um barnavernd- armál og harkalegri gagnrýni á barnaverndaryfirvöld. Fyrir kom, að grandvar embættismaður Fé- lagsmálastofnunar, Gunnar Sand- holt, var ranglega sakaður um að hafa átt aðild að fjársvikamáli hjá Reykjavíkurborg fyrir allnokkrum árum. Rangar staðhæfingar um slíka hluti benda á ríka nauðsyn þess, að stjórnendur viðstöðulausra sagna- og spjallþátta í útvarpi séu úrræðagóðir og fljótir að hugsa, m.ö.o. starfi sínu vaxnir. Dæmið um Gunnar Sandholt er til marks um þá hættu, sem skap- ast getur, þegar stjórnendur „þjóð- arsálarþátta" eru ekki vakandi og gæta ekki að sér. Þessi ranga ásök- un fór út á öldum ljósvakans í löngu máli og margt annað, sem er rangt. Dagskrárstjóri Bylgjunnar er sam- mála því að setja þurfi eins konar hemlakerfi á viðmælendur, t.d. með svokallaðri útsendingartöf. Þannig yrði minni hætta á „slysum". Niðurlag 4.1. Úrskurður þessi, eins og aðrir úrskurðir siðanefndar, ein- skorðast við kæruefni og mat siða- nefndar á kærunni út frá siðferði- legum sjónarmiðum og þeim regl- um, sem blaðamenn vilja vinna eft- ir í samræmi við siðareglur BI. í þessu ntáli vill siðanefnd þó vekja athygli á því, að þetta er fyrsta mál, sem berst inn á borð nefndarinnar, þar sem ný tegund af útvarpsmennsku verður til þess að kært mál fær á sig allt annan blæ en önnur mál, sem nefndin hefur fengið til úrskurðar. Um er að ræða það sem kalla mætti „les- endadálka“ útvarpsstöðva, sem eru þó ólíkir lesendadálkum dagblaða, þar sem fulltrúi eða fulltrúar rit- stjórnar eiga þess alltaf kost að kynna sér aðsent efni áður en það er prentað. „Lesendadálkarnir" í útvarpsstöðvunum eru viðstöðu- lausir og því getur nánast hvaða vitleysa sem er farið í loftið og ekkert hægt við því að gera eftír að hugsaniegur skaði er skeður. Þetta er vandi, sem útvarpsmenn samtímans verða að kljást við og finna einhverja leið, sem kemur í veg fyrir t.d., að menn séu bornir alvarlegum sökum á öldum ljósvak- ans athugasemdalaust. Urskurður Niðurstaða siðanefndar er þessi: I. Dagblaðið Vísir (Jónas Krist- jánsson og Ellert B. Schram) braut siðareglur Blaðamannafélags ís- lands með birtingu forsíðumyndar hinn 6. febrúar af ellefu ára göml- um pilti, fórnarlambi í átökum um forsjá. Brotið telst ámælisvert. II. Haukur Hólm fréttamaður á Bylgjunni sýndi ekki tillitssemi né vandaði hann til upplýsingaöflunar með birtingu fréttar hinn 5. febrúar 1992, þar sem hann talaði við hús- ráðanda í Sandgerði og hljóðritaði og útvarpaði gráti hins unga pilts, sem Sangerðismálið snýst um. Upp- lýsingaöflun var ábótavant. Brotið er alvarlegt. III. Siðanefnd telur ekki efni til þess að flokka útvarpsefni Bylgj- unnar, einkum í þáttunum Lands- símanum og Kvöldsögum, sem brot á siðareglum Blaðamannafélags ís- lands. Þessi gerð útvarpsmennsku er á köfium fjarri því að vera til fyrirmyndar. Hún er nýtt vanda- mál, sem nefndin vonar, að forráða- menn Bylgjunnar, í þessu tilviki, kippi í liðinn. Eftirtaldir siðanefndarmenn fjöll- uðu um kæru Barnaverndarráðs: Halldór Halldórsson varaformaður, Þorsteinn Gylfason, Jón Birgir Pét- ursson, Hjörtur Gíslason og Hákon Hákonarson. Formaður nefndarinn- ar, Vilhelm G. Kristinsson, vék sæti í samræmi við ósk Ottars Sveinssonar, þar sem Vilþelm lét í ljós persónulega skoðun á frétta- flutningi af Sandgerðismálinu í við- tali á Rás 2. MEÐAL ANNARRA ORÐA Helvíti, það er hinir eftir Njörð P. Njarðvík Um þessar mundir er Garðaleik- húsið að sýna leikritið Luktar dyr eftir Jean-Paul Sartre í Félags- heimili Kópavogs í leikstjórn Erl- ings Gíslasonar. Þetta leikrit var áður sýnt á vegum Grímu 1962, að mig minnir, og var einkar fróð- legt að endurnýja kynni við magn- að sviðsverk, sem sýnir okkur villi- mennsku eigingirninnar í einkenni- legri mynd. „ Luktar dyr (Huis clos) er annað leikrit Sartres, frá árinu 1944. í fyrsta leikriti sínu, Flugunum (Les mouches), sem sýnt var ári fyrr, tókst honum að hvetja landsmenn sína til andspyrnu gegn nasistum, og það beint fyrir augum þýska hernámsliðsins, með því að leita á vit grískra goðsagna. Þar er það hetjan sem axlar ábyrgð gerða sinna og losar samborgarana und- an þegjandi samsekt í óumræðileg- um glæp. í Luktum dyrum er öðru vísi að farið, þótt í báðum verkunum sé borinn fram boðskapur tilvistar- stefnunnar, sem Sartre hefur orðið svo frægur fyrir. Höfundur leikur sér að sáraeinfaldri hugmynd um, hvað helvíti nútímamannsins sé í raun og veru. Þtjár manneskjur koma til vítisvistar, karlmaður og tvær konur, og eiga von á líkamleg- um kvölum af versta tagi. En þeg- ar þær spytja um pyndingatækin, þá þykir þjóninum sem vísar þeim til herbergis, ekki taka því að svara slíkum einfeldningsskap. Þessar þrjár manneskjur eru í raun svik- ari og heigull, lesbískur kúgari og barnamorðingi með brókarsótt. Þau reyna hvert á sinn hátt að réttlæta breytni sína á jörðinni með eigin fegrun á veruleikanum, á meðan þau bíða í angist eftir kvöl- urum sínum. En smám saman rennur upp fyrir þeim, að hvert og eitt þeirra verður kvalið af hinum tveimur, sem ekki munu líða því að lifa í eigin sjálfsblekkingu, held- ur skilgreina það á sinn eigin mis- kunnarlausa hátt. Helvíti, það er hinir, segir svikarinn Garcin. Skuldadagar lítilmennskunnar Segja má að Jean-Paul Saitre hafi Iagt grundvöll að hugmyndum þessara tveggja leikrita í heim- spekiriti sínu L’Étre et le néant (Það er að vera eða vera ekki; oft kallað Tilvist og neind) þar sem lögð er áhersla á breytni manna og athafnir. Að þar sem hinn ytri þeimur og mannleg tilvera sé í raun ekkert af sjálfu sér, þá skapi það manninum frelsi til að verða eitthvað með breytni sinni líkt og hetjan Orestes í Flugunum. Flestir láti sér hins vegar nægja að vera það sem aðrir hafa kosið þeim („hin- ir“ í Lyktum dyrum) og séu þess vegna líkt og hverjir aðrir hlutir, í stað þess að verða eitthvað fyrir tilverknað sinn. Þannig verða hinir þeim sannarlegt helvíti. Ég hyggg þó að vel megi njóta þessa merkilega leikrits, þótt mað- ur sé ekki vel heima í tilvistarkenn- ingum höfundar. Auðvitað er gott að vita að leikritið varð til á stríðs- tímum þegar átök í heiminum voru næsta augljós til skilnings og sann- arlega skorti ekkert á vilja til kúg- unar og kvala og morða á sakleys- ingjum. Þegar svik og heigulshátt- ur þóttu auðveldastur kostur í stundarangist, þótt síðar komi að skuldadögum lítilmennskunnar. En í innra Iífi mannsins má líka segja að séu sífelldir stríðstímar, þótt ekki liggi það ævinlega í augum uppi. Að grundvallarátök mann- eskjunnar séu ætíð hin sömu í eðli sínu þótt viðbrögð kunni að virðast breytileg vegna ytri aðstæðna. Sköpunarverk eigin breytni Manneskjurnar þrjár sem eru leiddar til stofu í helvíti, fá að vita að þar verða þær saman til eilífð- arnóns, án svefns, án þess að tíminn líði, því hann er ekki lengur til. Stofan er óvistleg og ekkert til afþreyingar. Einungis tvennt hafa þau: hvert annað og vitneskjuna um eigin breytni á liðinni ævi. Eða svo sýnist. Og þeim skilst að þau eru kvalarar hvers annars. Jafnvel þegar dyrnar hrökkva opnar allt i einu alveg ófoivarandis, þá kjósa þau að vera um kyrrt, af ótta við að eitthvað enn verra bíði þeirra utan dyranna sem ljúkast aftur. Þarna áttu þau samt val. Og þau eiga sér líka annað val allan tím- ann frá upphafi vistarinnar: hvern- ig þau koma fram hvert við annað. Það skipar þeim enginn að kvelja hvert annað. Garcin reynir meira að segja að vefja sig þögn og af- skiptaleysi. En það tekst ekki. Þau geta ekki látið hvert annað í friði. Af hverju? Af því að þau eru orðin endanlegt sköpunarverk sinnar eigin breytni. Breytni sinni fá þau ekki breytt, og því breytast þau ekki heldur sjálf. Einmitt í þessu tel ég vera að finna boðskap þessa einkennilega sefjandi leikrits. Því það er í raun ekki eins einfalt og Garcin segir: helvíti, það er hinir. Helvíti er við sjáif, — ef við eigum helvíti fyrir höndum, þá er það vegna þess að við höfum skapað okkur það sjálf með sjálfum okkur. Náðin, hin mikla guðsgjöf, er ekki fyrir hendi í þessu leikriti. í því sambandi skiptir afstaða höfundar kannski ekki öllu máli, því að við sjáum að persónurnar sjálfar hafa dæmt sig frá þeirri gjöf. Þau finna ekki til- vist hennar og geta þar af leiðandi ekki þegið hana. Ég efast um að nokkur maður geti séð þetta leik- rit ósnortinn. Það sýnir okkur hinn dýpsta harmleik: að vera þræll eig- in blekkingar, sem maður hefur skapað sjálfur úr svipulum hentug- leika lítilmennskunnar. Höfundur er rithöfundur og dósent ííslcnskum bóknwnntum við Háskóln íslnnds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.