Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992 3 Þormóður rammi kaupir meirihluta Skjaldar: Ekkí dregið úr rekstrinum - segir Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglufirði hefur keypt meirihluta hlutafjár í hraðfrystihúsinu Skildi hf. á Sauðárkróki. Seljendur hlutabréfanna eru nokkur stórfyrirtæki í Reykjavík og fá þau söluverðið greitt með hlutabréfum í Þormóði ramma hf. Skjöldur hf. rekur hraðfrystihús á Sauðárkróki og gerir út togarann Drangey sem með 1.650 tonna kvóta í þorskígildum reiknað. Olafur Mar- teinsson framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri fyrirhugað að sameina rekstur fyrirtækjanna. Aft- ur á móti gæfi náin samvinna mögu- leika á betri og stöðugri rekstri, til dæmis með hráefnismiðlun. Ólafur sagði að starfseminni yrði haldið áfram á Sauðárkróki og að ekki væri fyrirhugað að draga úr rekstr- inum, frekar að auka hann. Þó mætti búast við að í hagræðingar- skyni yrði stjórnunarþáttur fyrir- tækjanna sameinaður á Siglufirði. Fyrirtækin sem seldu Þormóði ramma hlut sinn í Skildi hf. eru Eimskip, Jöklar hf., Tryggingamið- stöðin, BYKO, Hagkaup, ístak og fleiri. Fá þau greitt í hlutabréfum í nýju hlutafjárúboði í Þormóði ramma. Ólafur sagði að þau fengju bréf að nafnverði um 20 milljónir kr. sem metin væru á 54 milljónir kr. Meirihluti annarra hluthafa, sem er Sauðárkróksbær og ýmis fyrir- tæki og einstaklingar, aðallega á Sauðárkróki, hefur samþykkt söl- una. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. sem er í meirihlutaeigu. Kaupfélags Skagfirðinga hafði óskað eftir við- ræðum um kaup hlutabréfanna en við því var ekki orðið. Á aðalfundi Þormóðs ramma hf. sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt heimild til stjórnar að bjóða út nýtt hlutafé að fjárhæð 50 til 100 milljónir kr. að nafnverði til sölu á almennum hlutabréfamark- aði. Jafnframt var ákveðið að skrá hlutabréf fyrirtækisins hjá viðskipta- vaka. Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson * A leið í pílagrímaflug Breiðþota Air Atlanta, sem er stærsta flugvél íslenska flugflotans, fer á næstu dögum í pílagrímaflug. Um síðustu helgi var vélin sett inn í flug- skýli á Keflavíkurflugvelli, hún merkt Air Atlanta Iceland og íslenski fáninn málaður á hana. Breiðþotan sjálf var máluð erlendis á dögunum, en hún var ómerkt þar til nú. Á myndinni sést vélin, sem hefur nú hlot- ið nafnið Mrs. Knauer, á Keflavíkurflugvelli eftir merkinguna. Atvinnumiðlun námsmanna; Fleiri skrán- ingar en í allt fyrrasumar Þúsundasti námsmaðurinn mun að öllum líkindum skrá sig hjá atvinnumiðlun námsmanna í dag. í fyrrasumar voru 900 námsmenn skráðir hjá atvinnumiðluninni. Þá tókst að útvega öllum atvinnu en líkur eru á að atvinnuástand verði mun verra á þessu sumri, að sögn Ástu Snorradóttur framkvæmda- stjóra atvinnumiðlunarinnar. Ásta sagði að hringt hefði verið í fyrirtæki og atvinnumiðlunin aug- lýst í ýmsum miðlum. Engu að síður væru færri störf á skrá en á sama tíma í fyrra. Þá hefði tekist að út- vega öllum, sem ekki hefðu fundið sér eitthvað að gera sjálfir, atvinnu. Nú sæi hún aftur á móti fram á að atvinnuástandið yrði erfitt nema eitthvað róttækt gerðist og ekki væri víst að hægt yrði að finna vinnu fyrir alla. Flestir skrá sig hjá atvinnumiðl- uninni snemma á vorin en Ásta kvaðst búast við að enn ættu náms- menn eftir að koma til skráningar. Benti hún í því sambandi á að ennþá væru margir námsmenn í prófum. Hún vildi hvetja fyrirtæki til að hafa samband við miðlunina í leit að sum- arafleysingafólki. Á skrá hjá miðlun- inni eru námsmenn frá 16 ára aldri. Að henni standa framhaldsskólar, Háskólinn, sérskólar og námsmenn erlendis. Launahækkun í miðl- unartillögunni: Rafverktakar hvattir til að hækka ekki útselda vinnu Landssamband íslenskra raf- verktaka hefur beint þeim til- mælum til rafverktaka að þeir láti ekki þá 1,7% launahækkun sem kveðið er á um í miðlunartil- lögu ríkissáttasemjara, fara út í verðlagið með því að hækka út- selda vinnu á móti. Tillaga þessa efnis var samþykkt á vorfundi landssambandsins _sem haldið var 1-2. maí. Að sögn Árna Brynjólfssonar framkvæmdastjóra sambandsins verður ekki gefinn út nýr taxti fyrir útselda rafverktaka- vinnu heldur mun gamli taxtinn gilda áfram. N 0 FÆRÐU NAUTAKJÖT Á GÓÐU VERÐI í NÆSTU VERSLUN! í byrjun mars lækkuðu bændur verð á nautakjöti.* Júlíus og Jón hjá Félagi matvörukaupmanna fagna þessu frumkvæði bænda. Þeir eru sannfærðir um að þessi verðlækkun örvi sölu á nautakjöti og benda á að beinlaust nautakjöt getur verið ódýrasti kosturinn þegar velja skal gott kjöt í matinn. ‘Lækkunin tekur til framleiðsluverðs ijögurra hæstu verðflokkanna - besta kjötið lækkar í.verði. Snitzel Gúllas T-bein steik N Al J TGRIPABÆNDIJ R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.