Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 17 Grundvellinum raskað í kjölfar búvörulaganna 1985 er sett á fót nefnd fimm manna til að úrskurða rétt einstakra fram- leiðenda og er hún að meirihluta skipuð fulltrúum Stéttarsambands bænda. Bendir Sigurður á að þarna sé úrskurðarvald framselt til aðila utan stjórnkerfisins, þar á meðal hagsmunaaðila, en skjóta má úr- skurðum til ráðherra og öll máls- meðferð verði borin undir dóm- stóla. Þetta veiti þó takmarkaða vernd vegna langrar leiðar til end- anlegrar niðurstöðu. Þá skal taka ákvarðanir um beitingu heimilda til að stjórna búvöruframleiðslunni með reglugerð án nánari fyrirmæla í lögunum. Við setningu fyrstu reglugerðanna gerist það að grundvelli réttar til mjólkurfram- leiðslu fyrir 1984 er raskað og einnig grundvelli réttar til fram- leiðslu sauðfjárafurða fyrir 1985, auk þess sem grundvelli til fram- leiðslu nautakjöts er raskað 1985. „Þetta er meðal verstu mál'a ald- arinnar. Það sem gerðist i reynd er að þeir sem drógu saman fram- leiðslu á tímabilinu 1980-1985 að hvatningu bændasamtakanna misstu rétt, en þeir sem juku fram- leiðsluna á þessu tímabili andstætt við það sem að var stefnt fengu aukinn rétt vegna þess að allt í einu er ákveðið að raska viðmiðunargrundvelli framleiðslu- áranna 1976-1978. Hinir lög- hlýðnu sem drógu úr framleiðsl- unni misstu rétt. Þarna sjá menn hinar háskalegu afleiðingar þess að setja ekki skilmerkileg ákvæði í lög. Þarna hoppa hagsmunasam- tökin og framkvæmdavaldið yfir á allt annan grundvöll með þessum afleiðingum. Það eru til jarðir sem eru gjörsamlega kvótalausar í skjóli þessara reglna. Eg er ekkert að æsa menn til málaferla, en hef sagt að oft hafi verið farið í mál af minna tilefni en þessu. Mér finnst þetta ekki geta staðist. Þetta misbýður réttlætistilfinningu manna.“ Sigurður telur að líkt og 1979 hafi Alþingi með lagasetningunni 1985 alls ekki tekið á málunum, og valdið sé enn framselt langt umfram heimildir. „Raunveruleg framkvæmd lag- anna er ekki á dagskrá hjá mér í þessari ritgerð, og ég gagnrýni hana aðeins að því leyti sem ég get ráðið það af lögunum. Ég segi ekkert um það hvort einhver spill- ing sé í þessu, um það veit ég ekkert. í skjóli þessara reglugerða getur allt gerst, og þannig eiga reglur ekki að vera. Það er kjarni málsins," sagði Sigurður Líndal. „Ævintýri á norðurslóð- um“ hlýtur verðlaun KVIKMYNDIN „Ævintýri á norðurslóðum" hefur hlotið viðurkenningu EUREKA audivisiuel, seni er sam- starfsverkefni evrópuþjóða á sviði kvikmynda og sjón- varps. Er þetta fyrsta ís- lenska kvikmyndin sem hlýt- ur slíka viðurkenningu. Viðurkenningin byggir á því að hér sé um sérstaklega mark- vert samstarfsverkefni íslend- inga, Færeyinga og Grænlend- inga að ræða sem undirstriki menningarleg sérkenni þessara þjóða í útjaðri Evrópu og lýsi hugarheimi barna í þessum löndum. Meginmarkmið EUREKA audovisiUel er að skapa aukna möguleika á framleiðslu og dreifingu kvikmynda- og sjó- varpsefnis og styrkja þannig evrópskan kvikmynda- og sjón- varpsmarkað. Ríkissljórnin heitir föstu gengi næsta árið: Sjávarútvegurinn verð- ur að reyna að þrauka - segir Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ KRISTJÁN Ragnarsson framkvæmdasljóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að þótt raungengi komi til með að lækka í kjöl- far kjarasamninganna vegna minni verðbólgu hér en í helstu við- skiptalöndunum, eigi sjávarútvegurinn í slíkum erfiðleikum að ekki sjái út úr þeim. Hins vegar hafi ríkisstjórnin heitið því að gengi verði haldið stöðugu á samningstímanum við það verði sjávarútvegur- inn að sætta sig, reyna að þrauka og vona að afurðir hækki aftur eitthvað í verði. „Gangi þessir samningar eftir verður verðbólgan hér undir meðal- verðbólgu í viðskiptalöndunum og með þeim hætti mun raungengið lækka og samkeppnisstaðan batna,“ sagði Kristján. „Áð því leyti er þetta jákvætt og víðtækur skiln- ingur á þessari niðurstöðu sýnir að fólk hefur skilið samhengi vinnunn- ar og launanna betur en áður. Fólk sá fram á, að fjöldi fyrirtækja, sér- staklega í sjávarútvegi, var að kikna. Launafestan og öryggið er einnig mikils virði. í heildina tekið verður því við þetta unað, en þetta leysir ekki vandamál stórs hluta íslensks sjávarútvegs og rekstrar- dæmið þar er mjög slæmt. Og minnkun veiðiheimildanna veldur slíkum erfiðleikum að menn sjá ekki út úr þeim,“ sagði Kristján. Þegar Kristján var spurður hvort gengislækkun myndi leysa þau vandamál svaraði hann að því væri gjarnan haldið fram að gengisfell- ing breytti engu. „En þótt skuldir hækki um leið og tekjurnar hækka þá hækka skuldirnar aðeins einu sinni en tekjuhækkunin verður við- varandi. Fyrir skuldugustu fyrir- tækin í erlendri mynt myndi gengis- felling litlu eða engu breyta en fyr- ir ijöldann myndi hún breyta miklu. En gengisfelling þýðir ekkert annað en skerðingu á kjörum og minni kaupmátt en einnig minni viðskipta- halla sem er önnur hlið á þessu máli serh of mikið er horft fram- hjá,“ sagði Kristján Ragnarsson. ----»-■■♦ -♦- Strákagöng: Vegskáli boðinn út TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Sig. Konráðssonar á Sauðárkróki átti lægsta tilboð í gerð vegskála við Strákagöng í nýlegu útboði Vega- gerðarinnar. Tilboð fyrirtækisins var 14,6 milljónir kr. sein er 78% af 18,7 milljóna kr. kostnaðar- áætlun. Vegskálinn verður 28 metra lang- ur. Á að gera hann í sumar og skal verktaki skila af sér fyrir 30. ágúst. Eitt annað tilboð barst, frá Bygg- ingafélaginu Berg hf. á Siglufirði, 18,8 milljónir kr. Sakadómur Reykjavíkur: Fangelsi fyrir að falsa erfðaskrá SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 62 ára gamlan mann til 12 mánaða fangelsisvistar, þar af 9 mánuði skilorðsbundið í 3 ár, fyrir að hafa falsað erfðaskrá þess efnis að hann sjálfur skyldi erfa helm- ing um 27 milljóna króna eigna manns sem hann var kunnugur og stóð í trúnaðarsambandi við. Erfðaskránni framvísaði hann á skrif- stofu hæstaréttarlögmanns sem fenginn hafði verið til að annast skipti í dánarbúi arfleifandans. Tveir menn, 76 og 58 ára, voru sýkn- aðir af ákærum um að hafa vottað hina fölsuðu erfðaskrá með þeirri röngu áritun að arfleifandinn hefði í viðurvist þeirra ritað nafn sitt undir hana. Arfleifandinn féll frá 84 ára gam- all árið 1990. Hann lét ekki eftir sig skylduerfingja en 10 systkina- börn hans voru lögerfingjar. Hæsta- réttarlögmaður var fenginn til að annast skipti í dánarbúinu. Þegar innköllun hafði verið gefin út gaf maður, sá sem nú hefur verið dæmdur, sig fram og framvísaði erfðaskránni. Lögmaðurinn hafði rætt erfða- mál við arfleifandann þrisvar eftir dagsetningu erfðaskrárinnar án þess að þar væri minnst á tilurð hennar, heldur þvert á móti að eng- in erfðaskrá hefði verið gerð og leiddi það ásamt öðru til að óskað var opinberrar lögreglurannsóknar á málinu. Leitað var til rithandarsérfræð- ings RLR og norsks sérfræðings sem báðir komust að þeirri niður- stöðu að arfleifandinn hefði ekki undirritað plaggið heldur væri um fölsun að ræða. Báðir mannanna sem ákærðir voru fyrir að votta erfðaskrána kváðust hafa undirritað plögg á heimili hins dæmda að arfleifandan- um viðstöddum. Annar þeirra sagð- ist þó ekki hafa lesið það sem hann ritaði undir en hinn kvaðst meðal annars hafa undiritað auð blöð fyr- ir þann sem ákærður var fyrir föls- unina. Hvorugur þeirra kannaðist við að sér hefði verið kynnt að um erfðaskrá væri að ræða eins og fram kom í vottuninni. Sá dæmdi neitaði ávallt að um fölsun hafi verið að ræða en dómurinn taldi það engu að síður sannað en sýkn- aði vottana af ákærum. Endurklcebum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. BólstranÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapid ðruggarí virsnu og rekstur með EIBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða I lit, ■ úö og tnní kerli. Engin lausn er of flðkin fyrir ELSEX. kynnlft ykkur möguteikín*. Borgaitúni 28, simi 9í-622800 Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.