Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 Dr. Skúli Skúlason. Verðlaun fyrir dokt- orsritgerð DR. SKÚLA Skúlasyni hafa ver- ið veitt verðlaun alþjóðlegs vísindafélags, Sigma Xi, fyrir bestu doktorsritgerðina skóla- árið 1990-1991 í háskólanum í Guelph. Skúli varði ritgerð fyrir doktorspróf við dýrafræðideild háskólann i Guelph, Kanada, haustið 1990. Þessi verðlaun þykja mikil viðurkenning fyrir þá sem þau hljóta. Vísindafélag- ið Sigma Xi er mjög virkt í Norður-Ameríku og veitir ár- Iega viðurkenningar í ýmsum skólum fyrir bestu lokaritgerðir í masters- og doktorsnámi. Doktorsritgerð Skúla ber heitið „Variation in morphology, life hi- story and behavior among symp- atric morphs of arctic char: an experimental approach“. Um- fjöllunaref nið er ástæður marg- breytileika í líkamslögun, vistfræði og atferli mismunandi bleikjuaf- brigða í Þingvallavatni. Bleikjan í Þingvallavatni hefur á liðnum ár- þúsundum þróast í íjögur mismun- andi afbrigði. Þykja þau einstakt náttúrufyrirbæri vegna sérstakrar aðlögunar þeirra að búsvæðum vatnsins. Niðurstöður úr ritgerðinni birt- ast í ýmsum erlendum vísindaritum ásamt greinum um nýrri rannsókn- ir Skúla og samstarfsmanna hans. Skúli hefur síðastliðið ár starfað við Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal við kennslu og rannsókn- ir við fiskeldisbraut skólans. Þar eru stundaðar miklar rannsóknir á bleikju, bæði í tengslum við vist- fræðiathuganir og fiskeldi. Margar þessara rannsókna eru unnar í samvinnu við aðrar stofnanir á þessum vettvangi, svo sem Veiði- málastofnun, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Hólalax og Líf- fræðistofnun Háskóla íslands. -----»44------ Fundur um sjúklinga- tryggingar FÉLAG um heilbrigðislöggjöf efnir til fræðslufundar fimmtu- daginn 7. maí nk. kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, hugvísinda- húsi Háskóla íslands. Efni fund- •arins er sjúklingatryggingar. Arnljótur Björnsson prófessor við lagadeild Háskóla íslands mun ræða um sjúklingatryggingar og m.a. gera grein fyrir lagafrum- varpi um það efni, sem lagt var fyrir Alþingi á síðasta ári. Að erindinu loknu verða umræður. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um heilbrigðislöggjöf. Frumvarp fjárlaganefndar: Engar greiðslur úr rík- issjóði í heimildaleysi KARL Steinar Guðnason formað- ur fjárlaganefndar mælti í gær fyrir frumvarpi sem allir þing- menn sem sæti eiga í nefndinni standa að. Frumvarpið miðar að því að farið sé eftir 41. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldis- ins um að: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjárauka- lögum.“ Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra lýsti yfir stuðningi við tilgang frumvarpsins þótt hann teldi aðra leið að settu marki e.t.v. æskilegri. Fjármálaráð- herra taldi eðlilegt að gera grein fyrir sinum sjónarmiðum og vænti þess að sú nefnd sem fengi málið tæki þau til athugunar. Formaður fjárlaganefndar Karl Steinar Guðnason (A-Rn) hafði framsögu fyrir fyrir frumvarpinu. Karl Steinar benti á að frumvarpið byggði í meginatriðum á frumvarpi sem ijárveitingamenn hefðu flutt á tveimur síðustu þingum en ekki fengist útrætt. Nokkrar breytingar hefðu verið gerðar en þær fælust í stórum dráttum fremur í breyttri framsetningu og orðalagi en efnis- breytingum. Frumvarpið hefði verið yfirfarið og endursamið í samvinnu við fjármálaráðuneytið og Ríkisend- urskoðun. Agæt samstaða hefði náðst um málið með nefndinni og fjármálaráðherra og væri svo á litið að hann styddi flutning þess nú. Formaður fjárlaganefndar Al- þingis benti á að 41. gr. stjórnar- skrárinnar mælti skýrlega fyrir um að ekkert gjald mætti reiða af hendi úr ríkissjóði nema heimild væri fyrir í fjárlögum eða fjáraukalögum. Það væri hins vegar kunnara en frá þyrfti að segja að um árabil hefði framkvæmdin ekki verið í neinu samræmi við ákvæði stjórnarskrár- innar. Hinar svokölluðu „aukaijár- veitingar“ tíðkuðust mjög fyrr á árum. Ræðumaður sagði ijármála- ráðherra hafa öðlast þetta aukafjár- veitingarvald með vitund og jafnvel vilja Iöggjafarvaldsins. Svigrúm af þessu tagi gæti verið réttlætanlegt þegar ör verðþróun og óðaverðbólga gerði alla fjárlagagerð óvissa og ónákvæma. Hins vegar byði þetta kerfi upp á það að hægt væri á ýta erfiðum, viðkvæmflm eða óþægileg- um málum út af borðum þing- manna, við fjárlagagerðina, til úr- lausnar hjá fjármálaráðherra í formi aukaíjárveitinga. Ræðumaður benti á það að halli á fjárlögum hefði verið viðvarandi, t.a.m. var hallinn á árunum 1984- 1991 þrefallt hærri en fjárlög hefðu gert ráð fyrir. Þessi munur yrði ekki skýrður nema með tvennum hætti. Annars vegar hefði ekki verið tekið tillit til upplýsinga um óhjákvæmileg útgjöld. Það hefði síðan verið leið- rétt seint og um síðir við afgreiðslu fjáraukalaga og ríkisreiknings með vísan til þess eins að um vanáætlun hefði verið að ræða. Hins vegar skýrðist munurinn á ákvörðun fram- kvæmdavaldsins um verkefni eða rekstrarumfang til viðbótar því sem Alþingi hefði ákveðið með fjárlöguni. „Mýmörg dæmi eru til um það frá liðnum áratug að ríkisstjórnir hafi stofnað til útgjalda upp á tugi eða jafnvel hundruð milljóna, króna án þess að fjárveitingavaldið hafi nokkru sinni fengið að tjá sína af- stöðu til þeirra.“ Framsögumaður taldi þó rétt að geta þess að á allra síðustu árum hefði mjög dregið úr þessum „auka- fjárveítingum" eða „öliu heldur heimiidarlausum greiðslum úr ríkis- sjóði“. Því færi þó fjarri að frum- varpið væri óþarft. Frumvárpinu væri ætlað að setja framkvæmda- valdinu markvissari reglur um ráð- stöfun opinbers fjár en áður hefur tíðkast og auk þess væri því ætlað að skerpa skilin á milli fjárveitinga- valdsins og framkvæmdavaldsins. í samræmi við þetta meginmark- mið væri grunnregla 41. greinar stjórnarskrárinnar áréttuð í 1. grein frumvarpsins og önnur ákvæði fælu í sér nánari skýringu á meginregl- unni eða mæltu fyrir um frávik frá henni þar sem það væri talið nauð- synlegt. Ræðumaður fór í gegnum nokkrar greinar og atriði frumvarpsins. í 2. gr. er kveðið á um að óheimilt sé að auka launa- og rekstrarútgjöld ríkisins umfram það sem íjárlög mæltu fyrir nema að fenginni heim- ild í ijáraukalögum. En einnig segir: „Nú eru gerðir kjarasamningar, sem kveða á um frekari launaútgjöld rík- isins en fjárlög gera ráð fyrir, og skal þá svo fljótt sem verða má leita heimilda Alþingis til slíkra útgjalda með fjáraukalögum. Launagreiðsl- um skal þó haga í samræmi við hina nýju kjarasamninga." Karl Steinar sagði að ákvæði sem takmarkaði vald fjármálaráðherra til að gera kjarasamninga gæti valdið erfiðleik- um. Yfirdráttur í 9. gr. er kveðið á um að ijár- málaráðherra sé heimilt á hveiju fjárlagaári að stofna til tímabundins yfirdráttar í Seðlabankanum vegna árstíðabundinna sveiflna í fjármálum ríkisins. Hámark yfirdráttarins skal ákveða í fjárlögum hveiju sinni. Sambærileg heimild hefur verið í 6. grein fjárlaga á liðnum árum en þó án nokkurs hámarks. Karl Steinar taldi það tímabært að takmarka heimildir ríkissjóðs til að stofna til yfirdráttar í Seðlabank- anum og að sem fyrst þyrfti að girða algerlega fyrir þennan möguleika ríkissjóðs til að afla sér skotsilfurs. Að lokum lagði framsögumaður áherslu á þá ætlan og tiltrú flutn- ingsmanna að þetta fmmvarp myndi tryggja með viðunandi hætti að regl- ur stjórnskipunarlaga um íjár- veitingavald Alþingis og eftirlits- hlutverk verði í heiðri hafðar. Jafn- framt myndi það veita framkvæmda- valdinu nauðsynlegt aðhald í öllu því er lyti að fjarhagsmálefnum ríkisins og fjármálastjórn. Ennfremur ættu reglur þess að stuðla að vandaðri og raunhæfari vinnubrögðum við ijárlagagerð. Karl Steinar lagði að lokum til að þessu frumvarpi yrði vísað til 2. umræðu og fjárlaga- nefndar. Óljós valdskipting Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra taldi að margt gott mætti segja um þetta frumvarp og var sannfærður um að þingið og sú nefnd sem fengi það til umföllunar ætti eftir að skoða ýmis ákvæði þess gaumgæfilega. Þegar á heildina væri litið fagnaði hann því að þetta frumvarp væri fram komið. Fjármálaráðherra sagði ekki þurfa öðrum blöðum að fletta en stjórnarskrárinnar um að óheimilt væri að greiða úr ríkissjóði nema heimild væri fyrir í fjárlögum eða öðrum lögum. Og allir vissu hve misjafnlega hefði gengið að fram- fylgja því ákvæði stjórnarskrárinnar. Ráðherra benti á að samskipti löggjafarvalds og framkvæmdavalds væru um margt óskýr og ætti það við á fleiri sviðum en þeim sem lytu gagngert að fjárlögum og heimildum til fjárgreiðslna. Friðrik nefndi skipanir í ýmsar nefndir og ráð í þessu sambandi. Hjá því gæti tæp- ast farið að hagsmunaárekstrar yrðu milli löggjafarvaldsins og fram- kvæmdavaldsins við slíkar aðstæður. Oft væri ekki ljóst hveijum húsbónd- anum skyldi hlýða, löggjafarvaldinu eða framkvæmdavaldinu.„Mér sýn- Karl Steinar Friðrik Sophusson Guðnason ist að frumvarpið sé ekki sérstaklega til þess fallið að skerpa línur á milli löggjafarvaldsins og framkvæmda- valdsins og er það miður,“ sagði fjár- málaráðherra. Með sama hætti og framkvæmdavaldið hefði e.t.v. tekið sér vald umfram það sem lög og réttarfarsreglur heimiluðu, yrði hann að vara við því að löggjafar- valdið vefðist svo mikið inn í fram- kvæmdavaldsmálefni að eftirlit þess og aðhald með framkvæmdavaldinu yrði óvirkt. Fjármálaráðherra tók fram að fjármálaráðuneytið hefði komið að því frumvarpi sem nú væri til um- ræðu og um það hefðu tekist samn- ingar að það yrði flutt með þeim hætti sem nú væri gert. En hann dróg enga dul á þá skoðun sína að hann hefði talið hepplegra að hafa annan hátt á. Það væri viðhorf fjár- málaráðuneytisins. Ymis rök hnigju að því að fella ákvæði frumvarpsins inn í lög um bókhald og gerð ríkis- reiknings. Fjármálaráðherra reifaði ýmis atriði tengd ríkisreikningi og framsetningu fjárlagafrumvarpa. Ræðumaður fór nokkrum orðum um hvernig heimildum 6. gr. fjárlaga hefur verið beitt eða misbeitt; fjár- málaráðherra hefði verið eftirlátið að ákvarða mikilvæg mál sem Al- þingi hefði ekki treyst sér til að taka afstöðu til. Hann taldi sig geta mælt fyrir munn allra fyrrverandi fjármálaráðherra um það að þeir hefðu ekki hvatt til notkunar þessar- ar greinar. „Eigi meiri agi að nást heldur en þetta frumvarp stefnir að, ætti eðli máls samkvæmt að fella niður eða takmarka notkun 6. gr. mjög mikið frá því sem nú er.“ Frið- rik Sophusson taldi að þetta mál þyrfti að taka til sérstakrar skoðun- ar. Ræðumaður fór í gegnum nokkur atriði frumvarpsins, m.a. lagði hann áherslu á að- fjármálaráðherra yrði að hafa fullt og óskorað vald til þess að gera kjarasamninga, en að sjálfsögðu hvíldi á honum sú skylda að leita nauðsynlegra fjárheimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum til greiðslu í samræmi við gerða samn- inga. Ræðumaður varaði einnig við- „bókstafstúlkun" á ákvæðum 3. gr. sem kveður m.a. á um að ekki verði gengið frá sölu eigna af hvað tagi sem er án fyrirvara um samþykki Alþingis, hafi heimildar ekki verið leitað fyrirfram. Ríkisbréf á markaðsvöxtum Fjármálaráðherra taldi tímabært að takmarka heimild ríkissjóðs til að stofna til yfirdráttar í Seðlabanka Islands. I þessu frumvarpi væri gert ráð fyrir því að yfirdrátturinn yrði takmarkaður og það yrði háð ákvörðun Alþingis hveiju sinni hver sá yfirdráttur mætti verða. Ræðu- maður taldi vert að geta þess að í hugmyndum nefndar sem hefði haft löggjöf um Seðlabanka til athugun- ar, væri kveðið skýrar á um þetta atriði; þar væri gert ráð fyrir að taka fyrir allan yfirdrátt ríkissjóðs hjá bankanum. Fjármálaráðherra var það fagnaðarefni að í þessu frumvarpi og í frumvarpi til laga um Seðlabanka íslands væri fetað inn á nýjar brautir í þessu efni. Hann taldi þó að fyrst um sinn þyrfti nokkra aðlögun að breyttum háttum; kæmi til álita að á hveijum ársfjórð- ungi hefði ríkissjóður heimild til yfir- dráttar að vissu marki en í lok þess tímabils væri ríkisjóði gert að greiða upp þá skuld. Fjármálaráðherra bað menn einnig að hafa hugfast að til þess að ríkissjóður gæti fyrirbyggt yfirdrátt í Seðlabankanum yrði hann að eiga kost á skammtímafjármögn- un. Til þess á svo gæti orðið þyrfti lánamarkaður hér innanlands að efl- ast töluvert. Ríkisvíxlarnir gegndu mikilvægu hlutverki í dag en skammtímamarkaðinn þyrfti að efla enn frekar. Því væri nú ákveðið að gefa út ný ríkisbréf til 6-18 mán- aða. Áformað væri að selja þau á uppboði þannig að vextir ráðist á markaði. í ræðulok ítrekaði fjármálaráð- herra stuðning sinn við tilgang frum- varpsins og vænti þess að þau sjón- armið sem hann hefði sett fram yrðu höfð til hliðsjónar til skoðunar í þeirri nefnd sem fengi frumvarpið til um- fjöllunar. Jón Kristjánsson (F-Al) og Páll Pétursson (F- Nv) lýstu stuðningi sínum við frumvarpið og töldu að allvel hefði til tekist með það að samræma margvísleg sjónarmið. Páll Pétursson lét þess sérstaklega getið að honum sýndist hafa verið tekið tillit til þeirrar andstöðu sem hann hefði sýnt fyrirrennurum þessa frumvarps. En þá hefði honum m.a. þótt þáverandi Ij'árveitinganefnd stefna ofar ríkisstjórninni. Vegna afgreiðslu annarra mála var umræðu frestað. Stuttar þingfréttir: Menntamálaráðuneytið auglýsti mest í Ríkisútvarpi Menntamálaráðherra hefur svar- að fyrirspurn Árna M. Mathiesen (S-Rn) um auglýsinga- og kynning- arkostnað menntamálaráðuneytis- ins á árinu 1990 og fyrstu fjóra mánuði ársins 1991. Það kemur fram í skriflegu svari menntamálaráðuneytis að á árinu 1990 var auglýsinga- og kynningar- kostnaður ráðuneytisins samtals 12.266.839 krónur. Auglýsinga- kostnaðurinn á árinu var alls 11.329.231 króna. Af einstökum aðilum fékk Ríkisútvarpið hæstu greiðslu, 2.918.792. Þess má geta að Morgunblaðið fékk 1.336.302 krónur. Þjóðviljinn 1.430.584 krón- ur. Tíminn 1.336.642 krónur. Bylgj- an fékk 24.823 krónur. Á fyrstu ljórum mánuðum ársins 1991 var auglýsinga- og kynningar- kostnaður 6.705.225. Til íjölmiðla var greitt beint án milligöngu aug- lýsingstofa alls 2.593.861 króna. Áf einstökum fjölmiðlum má nefna að til Morgunblaðsins voru greiddar 483.945 krónur, til Þjóðviljans 312.309 krónur. Til Ríkisútvarpsins runnu 83.664 krónur. í útvarps- stöðinni F’M 957 var auglýst fyrir 38.539 krónur. Ráðuneytið greiddi fyrir þjónustu nokkurra aðila. Auglýsingastofan Athygli fékk greitt alls 1.067.422 krónur. Til Auglýsingastofunnar Hvíta hússins var greitt fyrir birt- ingar í ýmsum fjölmiðlum 1.414.193 krónur. í svari ráðuneytisins kemur fram að stuðst var við þá reglu að þegar um almennar auglýsingar var að ræða, væru þær birtar í öllum dag- blöðum og í hljóðvarpi, og ennfrem- ur í Lögbirtingablaðinu eftir því sem við ætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.