Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 Ytri og innri veruleiki barna - í skáldverkum Guðrúnar Helgadóttur eftir Súsönnu Svavarsdóttur ÞAÐ VAR árið 1974 sem fyrsta bókin um Jón Odd og Jón Bjarna kom út; bókin um tvíburabræð- urna, systur þeirra Onnu Jónu sem er með ungting-aveikina og og á aukapabba úti í bæ og litlu systurina, Möggu. Fjölskyldan þeirra er venjuleg, mamman hjúkrunarkona, pabbinn kennari og svo er aðalmanneskjan, hús- hjálpin Soffía — sem strákarnir hafa unun af að stríða af því að hún er hálf hjartveik. Það varð strax ljóst að Guðrún hafði hitt á einhvern streng í hugar- heimi íslenskra barna, því bókin var stöðugt endurútgefin næstu árin — jafnvel þótt á eftir fýlgdu bækurnar „Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna" og „Enn meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna“. Það er ekki hægt að segja að þeir bræður séu neinir pörupiltar, en þeir gera sín mistök. Þeir eru bara svo heppnir að eiga foreldra sem hafa skiining á því að þeir eru börn sem eru að fikra sig áfram í lífinu — jafnvel þótt þeir séu ekki alltaf sáttir við þá. í bókinni „í afahúsi" er Guðrún á svipuðum slóðum, nema þar er sögusviðið komið út fyrir nýtt blokkarhverfi í Reykjavík — niður í miðbæ, þar sem Tóta, átta ára, býr ásamt foreldrum sínum og systkinum í gömlu timburhúsi hjá afa og ömmu. Pabbi hennar er skáld og drekkur stundum rauðvín og Tóta, sem gerir sér grein fyrir því að skáld eru ekki tekin alvarlega fyrr en þau eru dauð, tekur að sér að ýta aðeins við sölu á bók eftir hann. Eins og aðrar aðalpersónur í bókum Guðrúnar er Tóta hrein- skiptin, orðheppin og fljót að hugsa. Næsta bók var „Páll Vilhjálms- son“ en á eftir henni tók Guðrún sér örstutt hlé frá skáldsagnagerð- inni og skrifaði leikritið „Ovita“ sem Þjóðleikhúsið setti upp. Þar eru heldur betur höfð endaskipti á hlut- unum, því það eru börnin sem stjórna og sjá um þá fullorðnu, en þeir fullorðnu eru börn. í því verki kristallast sú viðleitni Guðrúnar 'að láta sjónarmið barnanna ráða ferð- inni í bókum sínum. Skoðanir þeirra og rök eru tekin gild og hafa meira vægi en sjónarmið og rök þeirra fullorðnu. I bókum hennar komast þeir fullorðnu ekki hjá því að hlusta á börnin — enda hafa þeir fullorðnu verið börn og ættu fremur að skilja þau. Fram að þessum tíma höfðu bækur Guðrúnar einkennst af því sem kalla mætti hversdagsraunsæi. Hún hafði fjallað um daglegt líf barna, sem kannski búa ekki við neinar sorgir og hafa ekki orðið Brúðuleik- húsi vel tekið í Færeyjum BRÚÐULEIKHÚS þeirra Hall- veigar Thorlacius og Helgu Arn- alds fékk mjög góðar viðtökur í Færeyjum fyrir skömmu. Upp- haflega var ráðgert að halda átta leikbrúðusýningar í Norður- landahúsinu í Færeyjum en þeim var fjölgað í ellefu vegna góðrar aðsóknar. Allar sýningarnar voru haldnar fyrir fullu húsi. Jan Klovstad, forstöðumaður Norðurlandahússins, segir að heim- sókn Hallveigar Thorlacius og Helgu Arnalds hafi verið kærkomið tækifæri til að efla áhuga.á brúðu- leikhúsum í F’æreyjum. Sýningarn- ar hafi tekist með eindæmum vel og börnin hafi jafnvel ekki látið sér nægja að horfa á heldur tekið þátt í leiksýningunni. fyrir alvarlegum áföllum á sínu stutta æviskeiði; þau hafa ekki orð- ið fyrir aðskilnaði við foreldra, hafa ekki misst ástvin og lifa í fremur miklu öryggi, þótt peningar séu af sama skorna skammtinum og hjá fólki almennt. Með „Ástarsögu úr fjöllunum" verður nokkur breyting á efnistök- um, auk þess sem fjölskyldumynstr- ið í skáldsögum Guðrúnar tekur aðra stefnu. Ástarsagan hefst á því að lítill sveitadrengur situr á steini hjá pabba sínum og hlustar á sög- ur. Steinninn er sögusteinn og drengurinn þekkir huldufólkið en er ekki hræddur við það. Hann er hins vegar hræddur við tröllin í íjöll- unum og til að yfirvinna óttann fær hann söguna um tröllkonuna Flum- bru og strákana hennar átta sem hún á með ljótum tröllkarli sem hún var einu sinni ægilega skotin í. Hún fæðir drengina sína og klæðir og ákveður að fara með þá í heimsókn til föðurins sem býr í öðru fjalli og veit ekki einu sinni að þeir eru til. Þótt bækurnar sem á undan koma hafí alltaf verið í miklu dá- læti hjá mér fínnst mér merkileg- ustu sögur Guðrúnar vera Ástar- sagan og þær bækur sem á eftir koma. Þar er eins og hún byiji af alvöru að skyggnast inn í hugar- heim barna, skynja ótta þeirra og gera hann mannlegan. Tröllin eru ótti barnanna en í Astarsögunni eru tröllin mannleg. Svo mannleg að skessan er einstæð móðir, pabbinn býr annars staðar — og börnin eru svo mörg. En tíminn er tröllunum óhagstæður. Þau verða að ferðast um nætur, vegna þess að sólin má aldrei skína á þau. Litlu drengirnir skessunnar eru ekki hraðskreiðir og áður en þau komast á leiðarenda brýst sólin fram 'og þau verða öll að steinum. Drengurinn sem fær söguna veit að hann þarf ekki. að óttast tröllin meðan hann situr yfír búfénu, vegna þess að þau geta ekki ferðast að degi til. Að mínu mati er þetta einstak- lega falleg saga sem tekur á einu stærsta vandamáli barna, óttanum. Hún er lítið ævintýri inni í sögu um hræddan strák sem yfirvinnur þessa vondu tilfinningu með sögu, en gildi ævintýra felst einmitt í því að þau kenna börnum að takast á við verk- efni og vandamál sem mæta þeim — því aðeins þannig læra þau að yfirvinna óttann og uppskera umb- un: í „Gunnhildi og Glóa“ er Guðrún ennþá á mörkum raunveruleikans í sögu um Gunnhildi litlu sem vaknar svo sorgmædd einn morguninn og á að fara á dagheimilið. Hún býr ein með móður sinni, sem er þreytt. Það er kaldur vetur og þær mæðg- ur þurfa að ösla krapann á götunum á leið sinni. Enginn er glaður; allir hengja haus og Gunnhildur grætur og þegar mamma hennar hlustar ekki á hana pissar hún í buxurnar. Á dagheimilinu finnst henni allir leiðinlegir og hún fer að' leika sér ein. Þá kynnist hún Glóa álfastrák, sem lifir í kletti og safnar geisla- steinum — sem eru tárin úr manna- börnum og hann segir Gunnhildi Guðrún Helgadóttir að það sé allt í lagi að gráta, ef manni líður illa. Þegar Gunnhildur vill fá að vera alltaf í álfheimum vegna þess að þar er svo fallegt, bendir Glói henni á allt sem fallegt er í hennar eigin heimi og hún fær nýja sýn á umhverfi sitt. Það fer að vora. í „Gunnhildi og Glóa“ vinnur Guðrún mjög nákævmlega með liti. Gunnhildur vill eignast blá stígvél en ekki rauð og í álfheimum er allt blátt. Veðrið fylgir hugarástandi hennar, frá snjó og roki, sem hald- ast í hendur við vanlíðan Gunnhild- ar og þreytu, yfir í vorsól og snjó sem er að bráðna þegar Gunnhildur sér fallega konu koma. Það er mamma hennar og hún brosir. Hún hefur líka lært það af Glóa álfa- strák að heimurinn er eins og mað- ur kýs að sjá hann og Gunnhildi líður sjálfri betur með að horfa já- kvæðum augum á umhverfi sitt. Með trílógíunni „Sitji guðs engl- ar“, „Saman í hring“ og „Sænginni yfir minni“ hverfur Guðrún að miklu leyti aftur til fyrri þema. Bækurnar §alla um ijölskyldu í Hafnarfirði sem býr hjá guð- hræddri ömmu og hálf „bóhem“ afa. Pabbinn er sjómaður og mam- man alltaf ólétt. Í fyrstu bókinni eru börnin sex en í lokin eru þau orðin átta. Systkinin eru ólík; elsta systirin dugleg og samviskusöm, strákarnir þrír uppátækjasamir og næstu tvær systur frakkar, hvor á sinn máta. Yngstu börnin eru varla orðin að persónum, þótt Guðbjart- ur, sá næstyngsti, missi út úr sér einstaka setningu á óheppilegum stundum. En það eiga systkinin reyndar öll sameiginlegt, nema Heiða, sú elsta. En henni kynnumst við aðallega í fyrstu bókinni, þar sem hugarheimi hennar er lýst þeim mun meira. Sagan gerist á stríðsárunum og fjallar, eins og bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna, um hversdags- líf barnanna, sorgir og gleði sem þau sjá umhverfis sig og hvernig þau líta á allt þar sem eðlilegt — jafnvel mjög svo sérkennilegar persónur sem búa við götuna þeirra. Laufásvegur Um 200 fm neðri sérhæð í fallegu hornhúsi við Laufás- veg. íb; er 2 svefnherb., húsbóndaherb., saml. stofur, skáli, garðstofa, þvottah. ásamt sérgeymslu í kj. Miðleiti Um 110 fm falleg 4ra herb. íbúð á 4. hæð í húsinu GIMLI. íb. er 2 svefnherb., 2 saml. stofur, þvottah. á hæðinni. Stórar suðursv. íbúðinni fylgir bílskýli, sér- geymsla og stór sameign. Fossvogur - Snæland Einstaklingsíbúð á jarðhæð, 30 fm. íbúðin er laus. Lögrhannsstofan sf., Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Guðný Björnsdóttir hdl., Síðumúla 1, sími 688444. Þrátt fyrir að lífið gangi sinn ólétta vanagang á heimilinu þurfa þau að læra að líta á það sem eðlilegan hlut að pabbi þeirra er alltaf fjarver- andi og á það til að skvetta í sig þegar hann er í landi — rétt eins og pabbi Tótu litlu í „í afahúsi". Þótt Guðrún sé í þessari bók aftur komin að hinu hversdagslega raun- sæi er þessi fjölskylda þó ekki eins„ídeai“ og Ijölskylda Jóns Odds og Jóns Bjarna og hún þurfa að horfast í au'gu við óþægilega hluti; til dæmis að lenda á milli tannanna á náunganum, rétt eins og allir hin- ir. í seinustu bók sinni, — og þeirri sem Guðrún nú hlýtur Barnabóka- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir —„Undan illgresinu", safnar hún saman ólíkum þráðum úr verkum sínum. Aðalsögupersónan, Marta María, er nýflutt í gamalt hús með móður sinni og tveimur bræðrum. Pabbi þeirra er nýlátinn og Marta María skynjar að dauða hans hafi ekki borið að á eðlilegan hátt. En enginn segir henni neitt. Marta María hefur ríkt ímyndunarafl sem rekur hana áfram til að leita sann- leikans; ekki aðeins um föður sinn, heldur einnig um leyndardóma gamla hússins, þar sem býr dular- fullt fólk á öðrum hæðum. Hún ímyndar sér alls konar ævintýri, en vegna þess að hún gengur óttalaus á vit þeirra uppgötvar hún sannleik- ann um sjálfa sig, ijölskyldu sína, fólkið í húsinu og lífið og tilveruna almennt. Hvort sem Guðrún Helgadóttir fjallar um jdri eða innri heim barns- ins eru bækur hennar alltaf mjög lifandi. Þótt hún þurfí að koma skilaboðum til lesenda sinna forðast hún prédikanir en gefur perónum sínum þess í stað leyfí til að gera asnastrik og mistök til að læra af. Það sem þó einkennir bækur henn- ar öðru fremur og hefur gert þær ómótstæðilegar fyrir mig, er ríkuleg kímnigáfan sem bæði kemur fram í tilsvörum og atferli barnanna í sögum hennar. Þess vegna eru per- sónur hennar lifandi og maður get- ur átt von á öllu frá þeim. ARSALIR hf. Fasteignasala Borgartúni 33 - 105 Reykjavík C 62 43 33 Björgvin Björgvinsson, lögg. fas’t- eignasalí, framkvæmdastjóri, Sigurður Ingi Halldórsson, hdl. og Björn Jónsson, hdl. ÁSENDI - EiNB. 213fmgott einbhús ásamt 32 fm bílsk. V. 13,5 m. LÆKJARÁS. Mikið endurn. 2ja íb. hús. Eigandi óskar eftir skiptum á minna einbhúsi í Mosbæ. ÁLFHÓLSVEGUR. Gott210fm einb. ásamt 2ja herb. séríb. á neöri hæð. ÚTHLÍÐ - SÉRH. 125 fm sórh. ásamt 36 fm bílsk. V. 12,0 m. BIRKIGRUND - RAÐH. Ca 240 fm raðhús meö sóreinstaklíb. í kj. V. 12,4 m. MELABRAUT - SÉRH. Efri sérhæð i tvíb. ca 100 fm. Bilskréttur. V. 7,9 m. DIGRANESVEGUR. 125 fm sérhæð ásamt 36 fm bilsk. BÆJARGIL. Nýtt 152 fm raöhús ásamt 32 fm bílsk. V. 13,9 m. Áhv. veðdeild 4,7 millj. HVERAFOLD. Glæsil. 87 fm íb. á 2. hæö. V. 8,7 m. Áhv. 4,7 millj. veöd. V/KJARVALSSTAÐI. 104 fm sérhæð m/aukaherb. í kj. V. 8,4 m. LUNDARBRJEKKA. Snyrtil. 3ja herb. 86 fm íb. á 2. hæö. Þvherb. á hæöinni. V. 6,8 m. V/HÁSKÓLANN. 3ja herb. 79 fm ib. á 1. hæð ásamt aukaherb. i risi. Nýjar íbudir HVANNARIMI. 154 fm parhús auk bílsLTil afh. strax. ÁRKVÖRN. 4ra herb. 118 fm íb. Selst tilb. u. trév. eöa fullkl. Hagst. verö. EYRARHOLT. 3ja og 4ra herb. íb. til afh. strax. RAyÐARÁRSTÍGUR. 2ja herb. íb. í lyftuh. m/glæsil. innr. Stæöi í bilgeymslu fylgir. SNORRABRAUT - 55 ÁRA OG ELDRI. Nýjar 2ja og 3ja herb. ib. í lyftuh. Til afh. í sept. '92. *E* 25099 FISKAKVÍSL - ÚTSÝNI Vorum aö fá glæsil. 2ja-3ja herb. íb. á 2. hæð í 6-íb. húsi ca 60 fm ásamt rými i risi (auðvelt að hafa svefnherb., þá 2 svefnherb.). Parket á öllum gólfum. Glæsil. útsýni. Eign í sórflokki. Áhv. 1,7 millj. byggsj. Verð 7,0 mlllj. 2031. REKAGRANDI - BÍLSKÝLI Vorum aö fá glæsilega 3ja-4ra herb. íb. ca 100 fm á tveimur hæðum ásamt stæði í bílskýli, Parket. Baöherb. á báð- um hæðum. Mjög góð leiksvæði og stutt í skóla. Áhv. 1,7 millj. byggsj. Ákv. sala. 2058. FLÚÐASEL-HÚSNLÁN Vorum að fá mjög góða 4ra herb. 100 fm íb. á 2. hæð í nýviðgeröri og mál- aðri blokk ásamt stæði í bílskýli. Rúmg. stofa. Þvottaherb. í íb. Suövestursv. Ákv. sala. Áhv. húsnlón 2,3 millj. Verð 8,4 millj. 2059. Gimli, fasteignasala. & \ FASTEIGN ASALA | Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi \ Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 6878081 Vantar eignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbýli ÁLFTANES Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús v/Norðurtún. Húsiö er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góð svefnherb. Vandaðar innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj. LINDARBRAUT Mjög gott einbhús á einni hæö. Hús- ið er 145 fm auk 30 fm blómaskála. Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket. Fallegur garður. V. 16 m. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íb. í góðu lyftuhúsi. Raðhús HRAUNBÆR Vorum að fá i sölu mjög gott parhús é einni hæð. 137 fm, Nýtt parket. Bilskréttur. Skipti ó góðri 3ja-4ra herb. íb. koma til greina. GRASARIMI Til sölu sérl. fallegt raðhús, hæð og ris. Bilskúr. V. 12,7 m. Áhv. 6,0 m. BREKKUBYGGÐ V. 8,5 M. Vorum að fá I sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm, auk bílsk. 4ra-6 herb. HRISATEIGUR Til sölu falleg 4ra herb. 80 fm íb. á 1. hæö í 4ra íb. húsi. Eign í mjög góðu standi. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæð í lyftuh. Laus nú þegar. LJÓSHEIMAR Til sölu mjög góð 4ra herb. endaíb. á 7. hæð. Parket á stofu. Skipti á minni eign mögul. ESKIHLÍÐ Vorum að fá í sölu góða 4ra-5 herb. 108 fm íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. ÁNALAND - 4RA HERB. M. BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu stórgl. 108 fm íb. á 1. hæð með bílsk. Arínn Istofu. Parket. Suöursv. 3ja herb. KJARRHÓLMI Falleg 3ja herb. íb. á 4. hæö. Sérþv- herb. í íb. Stórar suðursvalir. Laus nú þegar. ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. endaib. á 4. hæð. Suðursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risíb. Sérinng. V. 4,2 m. 2ja herb. SKULAGATA 2ja herb. 50 fm íb. á 1. hæð. Suð- ursv. V. 3,7 m. HLÍÐARHJALLI Glæsii. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð. Stórar suðursvalir. LYNGMÓAR GBÆ Til sölu mjög falleg 2ja herb. 60 fm íb. á 3. hæð (efstu) ásamt innb. bílsk. Parket á gólfum. Stórar suðursv. Laus fljótlega. V. 5,9 m. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., jGL Brynjar Fransson, hs. 39558. ||

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.