Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992
Búist við 10-
15% lækkim
á markaðs-
verði humars
LÍKLEGT þykir að markaðs-
verð á humri lækki um 10-15%
frá því sem var í fyrra, að sögn
Magna Geirssonar sölusljóra
hjá SH.
Ástæður eru einkum taldar þær
að enn eru til birgðir frá síðustu
vertíð í Kanada þar sem verið
hefur helsti markaður fyrir slitinn
humar. Einnig hefur humarvinnsla
í Skotlandi aukist umtalsvert og
er framboð þaðan umfram eftir-
spurn.
Að sögn Magna má búast við
því að humarverkendur hér leggi
aukna áherslu á framleiðslu og
sölu á heilfrystum humri til að
vega upp á móti verðlækkuninni
auk þess sem reynt verði að vinna
nýja markaði fyrir humarhala.
Sjá bls. B/l.
----♦-------
Stjómarandstaðan:
> •
Oskar eftir
viðræðum um
þjóðaratkvæði
Stjórnarandstaðan á Alþingi
vill nú þegar hefja formlegar
viðræður við stjórnarflokkana
um þjóðaratkvæðagreiðslu um
samninginn um evrópskt efna-
hagssvæði þar sem Ijóst sé að
meðferð málsins á Alþingi sé
mjög háð því hvort orðið verði
við ósk um þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson
Hörð keppni í krónuflokki
Fyrsta keppni ársins í rally-cross var haldin um helgina á rally-cross brautinni sunnan Hafnarfjarðar. Keppnin var einskonar upphitun
fyrir sumarið og kepptu þar bílar í þremur flokkum, flokki sérhannaðra bíla, flokki amerískra bíla og krónuflokki þar sem ökumenn reyna
með sér á ódýrum og lélegum bíium. í sumar verða mót á brautinni sem gefa stig til íslandsmeistaratitils og verður sú fyrsta eftir þrjár
vikur. Myndin var tekin af keppni í krónuflokknum en þar keppir jafnan fjöldi bíla og ökumenn láta sér fátt um finnast þótt þeir rekist saman.
Skýrsla fangelsismálanefndar verður grundvöllur stefnumörkunar í málaflokknum:
Dómsmálaráðherra fellst
Þetta kemur fram í bréfi sem
þingflokksformenn Alþýðubanda-
lags, Framsóknarflokks og
Kvennalista hafa skrifað forsætis-
ráðherra og þingflokksformönnum
stjórnarflokkanna. Er bréfið svar
við þeirri tillögu stjórnarflokkanna
að umræða um EES-samninginn
fari fram fyrir þinglok 15. maí en
síðan verði haldið sumarþing í
tvennu lagi, síðustu daga júnímán-
aðar og frá 15. ágúst.
í bréfinu segist stjórnarand-
staðan reiðubúin til að hefja 1.
umræðu um EES-samninginn 12.
maí. Umræðu ljúki þó ekki heldur
verði frestað til 14. maí og utanrík-
ismálanefnd haldi síðan áfram
umfjöllun um málið. Stjórnarand-
staðan ítrekar einnig fyrri kröfur
um að á vegum Alþingis fari fram
sjálfstæð athugun á því hvort
samningurinn samræmist stjórn-
arskrá og stjórnskipun lýðveldis-
ins.
í lok bréfsins segir að sam-
komulag um aðra þætti málsmeð-
ferðar byggist að sjálfsögðu á því
hver niðurstaða verði af viðræðum
um ofangreind atriði.
í aðalatriðum á tíllögurnar
Sérstakri framkvæmdanefnd verður falið að vinna að úrvinnslu og framgangi tillagnanna
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur í öllum aðalatriðum fallist á tillög-
ur fangelsismálanefndar um úrbætur og stefnumörkun og verða
tillögur nefndarinnar grundvöllur að stefnumörkun í fangelsismál-
um á næstu árum. Á næstunni verður skipuð framkvæmdanefnd
sem falið verður að'vinna að úrvinnslu og framgangi tillagna
nefndarinnar. Að sögn Ara Edwalds aðstoðarmanns ráðherra mun
nefndin meðal annars hafa á sinni könnu áætlanagerð og annan
undirbúning vegna byggingu nýs fangelsis og annarra úrbóta sem
brýnast þykir að gera í húsnæðismálum fangelsa en ráðherra
hyggst gera áætlun til fjögurra ára um framkvæmdir í fangelsis-
málum sem myndi koma húsnæðismálum fangelsa í viðunandi
horf. „Ljóst er að ekki verður lengur undan því vikist að bæta úr
því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum fangelsa," segir
meðal annars í frétt sem dómsmálaráðuneytið sendi frá sér í
gær. Einnig mun framkvæmdanefndin í samvinnu við ráðneytið
vinna að úrbótum í stjórnskipulagi fangelsismála og menntunar-
málum starfsfólks fangelsa.
Ráðuneytið mun forgangsraða
byggingaframkvæmdum innan
þess ramma sem stofnkostnaðar-
framlögum ráðuneytisins er settur
á fjárlögum. í frétt ráðuneytisins
segir að áður en bygging nýs fang-
elsis geti hafist þurfí að kanna
sérstaklega hvort það myndi raska
þeim hagkvæmnisrökum sem teflt
sé fram í skýrslu fangelsismála-
nefndar, ef nýju fangelsi yrði val-
inn staður utan höfuðborgarsvæð-
isins, til dæmis við Litla-Hraun.
Fangelsismálanefnd lagði, eins
og fram hefur komið, til að nýtt
fangelsi yrði byggt innan fjögurra
ára á höfuðborgarsvæðinu og síðan
verði hætt að vista fanga í
Hegningarhúsinu, Síðumúlafang-
elsinu og í ríkisfangelsisdeild lög-
reglustöðvarinnar á Akureyri, auk
elsta hluta Litla-Hrauns. í frétt
ráðuneytisins segir að hegningar-
húsið, Síðumúlafangelsið og elsti
hluti 4.itla-Hrauns verði ekki til
framtíðar notuð til vistunar fanga
og hafa í raun verið ónothæf lengi.
Jafnframt því sem fram-
kvæmdanefndinni, sem ráðherra
hyggst skipa, verður falið að vinna
að úrbótum í húsnæðismálum
fangelsanna, mun hún í samvinnu
við dómsmálaráðuneytið hefja und-
irbúning að því að koma fram þeim
breytingum á stjórnsýslu fangels-
ismála sem lagðar eru til í skýrslu
fangelsismálanefndar. Tillögur
nefndarinnar lúta einkum að efl-
Ákvörðun um að hætta rekstri
lórankerfis verður endurskoðuð
SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórnar í gær að tillögu Halldórs
Blöndals samgönguráðherra að ákvörðun um að hætta rekstri
lóran staðsetningarkerfis í árslok 1994 verði tekin til endurskoðun-
ar. Ráðherrann sagði við Morgunblaðið að hann hefði borið málið
upp í framhaldi af því að ráðherraráð EB hefur mælt með lóran
sem vænsta kosti í sambandi við væntanlegt sameiginlegt jarðbund-
ið staðsetningarkerfi bandalagsins, sem ríki bandalagsins munu
reka sameiginlega.
Ákvörðun ráðherraráðs EB var stjórnvöld höfðu ákveðið að halda
tekin skömmu eftir að íslensk ekki áfram 3amstarfi um rekstur
lórankerfisins. Halldór Blöndal
sagði að fram hefði komið að sjó-
menn og útvegsmenn hefðu talið
nauðsynlegt að endurskoða þá
ákvörðun og nú hafi verið tekin
ákvörðun um að það verði gert í
ljósi þessara breyttu viðhorfa, sem
meðal annars muni hafa áhrif á
evrópsku efnahagssvæði. Endur-
skoðunina annist starfsmenn sam-
ingu fangelsismálastofnunar, sem
verði falin ýmis verkefni sem nú
er sinnt í ráðuneytinu. Einnig verði
unnið að úrbótum í menntunarmál-
um starfsfólks fangelsa og hugað
verði að því hver verði framtíðar-
staða fullnustumatsnefndar en
fangelsismálanefnd hefur' lagt til
að hún verði lögð niður.
gönguráðuneytisins og stofnana
þess og verði henni hraðað.
Eins og kunnugt er hefjast til-
raunasendingar frá GPS-staðsetn-
ingarkerfi, sem talið er nákvæm-
ara en lórankerfið og er ætlað að
leysa það af hólmi, á hausti kom-
anda. Halldór Blöndal sagði í gær
að rekstur annars kerfisins þyrfti
ekki að útiloka rekstur hins.
Austurbakki-
Miðbakki:
Völur hf.
átti lægsta
tilboðið
BORGARRÁÐ staðfesti á
fundi sínum í gær ákvörðun
Innkaupastofnunar um að
taka tilboði Valar hf. í fram-
kvæmdir við Austurbakka -
Miðbakka í Reykjavíkurhöfn.
Alls bárust átta tilboð í verk-
ið. Tilboð fyrirtækisins var
67,5% af kostnaðaráætlun.
Völur hf. átti lægsta tilboðið
í verkið og var tilboðsverð alls
62,9 milljónir króna. Næst-
lægsta tilboðið átti Ræktunar-
samband Flóa og Skeiða. Það
hljóðaði upp á tæplega 66 millj-
ónir eða tæplega 71% af kostn-
aðaráætlun. Þriðja lægsta til-
boðið átti Hagvirki-Klettur upp
á 68,8 milljónir eða tæplega
74% af kostnaðaráætlun.