Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 37 Trúin og samfélagið Frá Finnboga G. Lárussyni: ÉG undirritaður las grein sem birtist í Morgunblaðinu 6 febrúar 1992 og bar fyrirsögnina Trúin og skólakerf- ið. Mér fannst þessi grein mjög góð og athyglisverð. Ég tek heilshugar undir orð greinarhöfundar, mér sýn- ist það vera rétt sem hann segir því miður. Trúin og kærleikurinn eru svo mikið atriði í lífi hvers manns, án Guðs getum við ekkert. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, svo er Guði fyrir að þakka að margir grípa til bæna sinna þegar þeir eru í nauðum staddir. Þá hafa þeir beðið bæna sem þeir lærðu í æsku hjá foreldrum, ömmu eða afa, og þær hafa bjargað þeim frá örvæntingu og dauða. Máttur bænarinnar er mikill, það hef ég sjálfur reynt. Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg í trúarlegum efnum? Svarið er því miður neikvætt. Mér fínnst að afturför hafi orðið á því sviði frá því að ég var barn. Þá var miklu meiri áherla lögð á kristin- dómsfræðslu í skólum og á heimilum en nú. Húslestrar voru hafðir um hönd á flestum heimilum og börnum kenndar bænir. í barnaskóla þurftu Frá Guðna Thorarensen: NÚ HÖFUM við þegar farið yfir tvo hópa, þjóðkirkjuna og kaþólsku kirkjuna. Bætum þriðja hópnum við, sem að þessu sinni eru mormónarn- ir. Hvers konar hópur er þetta og á hvað trúa þeir? Eins og allir aðrir hópar trúa þeir á Guð. Þeir eru með þijár bækur sem þeir lesa og tala upp úr, sem eru Mormónsbók, kenning og sáttmálar, Hin dýrmæta perla og síðast en ekki síst Biblían. í bókinni um kenn- ing og sáttmála er þess getið í kafla 88. versi 27 „að þótt þeir þ.e.a.s. maðurinn deyi munu þeir aftur upp rísa“. Höfum við lifað einhvers stað- ar áður og þá hvar? Mormónar trúa því að við höfum lifað einhvers stað- ar áður (með Guði sem andar). Bibl- ían segir okkur í fyrstu Mósebók 2. kafla að Guð hafi skapað mann- inn eftir sinni mynd. Guð bjó okkur til en það hefði hann ekki þurft að gera ef við hefðum þegar verið til. Mormónar segja einnig að af því að Adam hrasaði munum við öðlast líf. Þetta er svolítið merkilegt vegna þess að í næstu setningu segir „því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam“. Tilvitnanir eru tekn- ar úr bæklingnum Tilgangur lífsins. börnin að læra kver og Biblíusögur svo vel að þau gætu þulið utanbók- ar. Móðir mín kenndi mér mikið af bænum þegar ég var barn og hefur það orðið mér til mikillar blessunar í lífinu. Trúin og kærleikurinn er það besta veganesti sem við getum gefið börnunum okkar. Á liðnum öldum og frammá þessa öld var lífsbaráttan hörð, það þótti gott ef fólk gat haft í sig og á, enda ekki gerðar miklar kröfur til lífsins. Það var trúin á Guð og bænin sem forðuðu fólkinu frá volæði og uppgjöf, og svo er enn í dag. Það má segja að við íslending- ar lifum í allsnægtum miðað við aðrar þjóðir efnalega séð og þurfum því ekki að kvarta. En við kvörtum samt og ekki síður þeir sem lifa við allsnægtir en hinir sem lítið hafa á milli handanna. Við finnum ekki hina sönnu lífshamingju í veraldarauði, hamingjuna finnum við í kristinni trú og kærleika. Við lifum ekki á einu saman brauði. Það þarf að verða hugarfarsbreyt- ing í þjóðlífinu. Við þurfum að hlúa betur að þjóðinni í andlegum efnum en gert hefur verið. Það þarf að auka og efla kristindómsfræðslu í Biblían segir ekkert um það að þótt Adam hefði hrasað þá munum við öðlast líf heldur munum við öðlast líf með dauða Krists á krossinum, Jóh 3.16. Ef foreldrar okkar eða einhver okkur nákominn hefur syndgað á einhvern hátt þá er það okkur í sjálfs vald sett hvort þau komast til himna eða ekki ef þau hafa ekki tekið mormónatrú með því að biðja fyrir þeim. En til hvers að biðja fyrir þeim dauðu? Samkvæmt trú morm- ónanna hefur maðurinn fleiri en einn möguleika á að vera hólpinn, hérna megin sem hinum megin. Ekki er Biblían þessu alveg sammála. Við höfum fyrr talað um það að við munum sofa og vera sofandi þangað til Kristur kemur aftur. Ekkert er sagt um það í Biblíunni að við getum fengið annað tækifæri til að verða hólpin og mig langar að spyija þig, lesandi minn, hvernig getur maður sem verið hefur látinn í mörg ár fengið annað tækifæri? Höldum leitinni að tilganginum í lífinu áfram ef við höfum ekki þeg- ar fundið hann. GUÐNI THORARENSEN Melsíðu 6d, Akureyri skólum og á heimilum, sem ég tel að setið hafi á hakanum. Þá þarf að leggja áherslu á að kenna börnum bænir og hvetja þau til að vera í kirkju við messur, og innræta hjá þeim trú og kærleika. Það sem ung- ur nemur, gamall temur. Ekki má heldur gleyma gamla fólkinu né heldur því fólki sem hefur við ván- heilsu að stríða. Það þarf í stórum stíl að bæta þjónustu við gamla fólk- ið, það eru of margir sem búa við bág kjör. Því er ekki að neita að mikið hef- ur verið gert fyrir gamla fólkið en betur má ef duga skal. Hver ein- staklingur getur látið gott eða illt af sér leiða, við getum ýmist haft góð eða slæm áhrif á þá sem við erum með í lífinu, það er því ekki sama hvort við breytum vel eða illa — við eigum að breyta við aðra eins og við viljum að aðrir breyti við okkur. Kærleikurinn þarf að vera ríkjandi í allri umgengni við aðra, þá væri lífið dásamlegt og við værum þá börnum okkar til fyrirmyndar. Svo læra börnin málið sem fyrir þeim er haft. Sjónvarpið er sá fjölmiðill sem nær vel til barnanna og af barnatíma sjónvarpsins vilja þau ekki missa. Þau eru opin fyrir því sem þau sjá og heyra og því er mikils um vert að barnaefni sjónvarpsins sé vel vandað. Mér sýnist að vel hafi tekist til með það í flestum tilfellum en eitt er það sem mér finnst vanta í barnatímana. Það er andlegt efni, ég tel að það ætti að vera fastur liður í öllu barnaefni Sjónvarpsins að vera með andlega punkta og inn- ræta börnunum kristna trú og sið- gæði. Ég held að ekki veiti af að hlúa að því andlega og góða í sálum barnanna í því ölduróti sem nú er í þjóðlífinu. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það er von mín að þjóðin fari að hugsa um þessi mál í alvöru og allir taki höndum saman um að leysa þau á farsælan hátt, til blessunar fyrir börnin okkar, unglingana og alla þjóðina. Guð gefi okkur vilja og kraft til þess. Kristur hefur kveikt ljós vonarinn- ar. Ef við ekki hugsum og störfum í birtu þess ljóss er ekkert framund- an nema vonleysi og myrkur. FINNBOGI G. LÁRUSSON Laugarbrekku Hellnum Snæfellsnesi LEIÐRÉTTING Kveikur með 8,25 í HESTAÞÆTTI í blaðinu í gær féllu niður einkunnir Kveiks frá Miðsitju en hann kom fram á sýn- ingu stóðhestastöðvar BÍ um helg- ina. Kveikur var dæmdur fyrr í vikunni og fékk hann þá fyrir byggingu 8,05 og 8,49 fyrir hæfileika. Samanlagt gerir þetta 8,25 í aðaleinkunn' og er talið að þessi árangur Kveiks muni fleyta móður hans, Perlu 4119 frá Reykjum, í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi en hún hefur áður hlotið fyrstu verðlaun. Allnokkrar umræður hafa orðið meðal hestamanna um slaka út- komu Goða frá Sauðárkróki í dóm- um í síðustu viku og hafa menn velt vöngum yfir því hvers vegna hann kom ekki fram á sýningu stöðvarinnar um helgina. í samtali við Þórð Þorgeirsson tamningamann á stöðinni kom fram að Goði hafi ekki gengið heill til skógar þegar honum var riðið til dóms og skýri það hæfileikaeinkunnina 7,64. Af þessum sökum þótti ekki ástæða til að sýna hann á iaugardeginum. Sagði Þórður að urh væri að ræða eymsli í bóg sem lýsti sér í því að þegar eitthvað er lagt að hestinum kæmi fram skjálfti í bógnum og greinilegt væri að hann beitti sér ekki að fullu. Reynt verður að sýna hestinn síðar í vor ef hann nær bata. Þá féll annar hestur, Galdur frá Sauðárkróki, úr dómi vegna helti en hann var hins vegar bygg- ingardæmdur og hlaut 7,88 fyrir byggingu. Sömu hraðatakmörk gilda fyrir bifhjól og bifreiðir. En bifhjól eru að minnsta kosti fimm sinnum hættulegri ökutæki. Mjög reynir á gagnkvæman skilning bifhjólamanna og annarra ökumanna. Stillum hraða í hóf. Komum heil heim! Trúarhópar 1917-1992 75 VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS Morgunverðarfundur föstudaginn 8. maí 1992 í hliðarsal Súlnasalar, Hótel Sögu kl.08.00 - 09.30 - gengið inn gegnum gestamóttöku hótelsins Frumvarp til samkeppnislaga VIRK SAMKEPPNI í VIÐSKIPTUM Samkeppnislögum er ætlaB aB koma í staBinn fyrir gildandi lög um verBlags- og samkeppniseftirlit. Ætlunin er aB skerpa samkeppnisreglur, auka upplýs- ingamiBlun og draga úr opinberum samkeppnishömlum. Auk jbess að treysta samkeppnishæfni tslenskra viBskipta meB samræmingu viB gildandi reglur annars staBar í Evrópu. Framsögumenn veróa Björn Friðfínnsson ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðsins. Ásamt þeim situr síðan fyrir svörum Georg Ólafsson verðlagsstjóri. Fundarstjóri vérður Einar Sveinsson, formaður VI. Aðgangur kr. 1000 (morgunverBur af hlaBborBi innifalinn). Þátttaka er opin en mjög áríBandi er aB tilkynna hana fyrirfram í síma VerslunarráBsins, 676666 (svaraB kl. 8 - 16). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS SIEMENS Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útiit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.