Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 Guðrún Helgadóttir fær Norrænu barnabókaverðlaunin: „Segir að ég fari heldur skánandi“ GUÐRÚN Helgadóttir, rithöfundur, hlýtur Norrænu barna- bókaverðlaunin 1992 fyrir barnabókina Undan illgresinu. Út- nefningin var tilkynnt á þriðjudag. Formleg verðlaunaafhend- ing fer hins vegar fram á bókasýningu í Gautaborg síðsum- ars. fslendingur hefur ekki áður hlotið verðlaunin. Guðnín sagði að verðlaunin gleddu sig mjög. „Og sérstaklega vegna þess að ég fékk þau fyrir síðustu bók mína. Mér finnst það segja mér að ég fari heldur skán- andi en hitt,“ sagði hún eftir útnefninguna en þegar spurst var fyrir um þýðingu verðlaun- anna sagði hún að þau hefðu fyrst og fremst þau áhrif að bókin yrði gefin út víðar og fyrr en ella. Hún hefði til dæmis þeg- ar fengið viðbrögð frá útgefend- um í Bretlandi en bókin var lögð fyrir á ensku. Guðrún segir að í verðlauna- bókinni fáist hún meðal annars við að betra sé að tala um hlut- ina en að bera óttann við að horfast í augu við þá í brjósti sér. Ennfremur fjalli bókin um það að börn láti ekki plata sig jafnvel þó fullorðnir telji sér stundum trú um annað. Annars segir Guðrún að hér sé á ferð- inni spennusaga með dularfull- um atburðum. Hún hrósar þýðingunni. „Sag- an er þýdd af Maureen Thomas, kennara í norrænum fræðum við háskólann í London, en hún hef- ur þýtt verk fleiri íslenskra höf- Guðrún tekur á móti heillaósk- um eftir útnefninguna í gær. unda, meðal annars Svövu Jak- obsdóttur. Mér finnst henni hafa tekist afskapleg vel til,“ segir Guðrún sem fortekur ekki að ný bók verði til í sumar. Hún sé langt gengin með nýja hugmynd. Sjá einnig grein á bls. 10. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 6. MAI YFIRLIT: Skammt norðaustur af Langanesi er 985 mb lægö sem hreyf- ist norðaustur og dýpkar. Frá henni liggur minnkandi lægðardrag um Vestfirði vestur á Grænlandshaf. SPÁ:Norðvestlæg átt, strekkingur og él norðan og norðaustanlands en annars hægari og þurrt. Hiti frá 4-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðlæg átt, víðast kaldi eða stinningskaldi og kalt. Él um norðanvert landið en þurrt og viöast léttskýjað syðra. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r r r r r r Rigning * r * * r r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma AlSkýjað . * * V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig._ 10° Hitastig V Súld . = Þoka FÆRÐA VEGUM: <Ki.i7.30íg»r) Góð færð er á vegum á Suður- og Vesturlandi, og þrátt fyrir éljagang eru vegir yfirleitt hálkulausir, þó er skafrenningur á Bröttubrekku og þar þungfært. Á Vestfjörðum eru vegir almennt færir nema Steingrímsfjarð- arheiði er þungfær og heiðar eins og Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Þorskafjaröarheiði eru ófærar. Hálka er á Holtavöröu- og Öxnadals- heiðum en færð yfirleitt góð á vegum á Norður- og Austurlandi. Veður- stofan gerir ráð fyrir kólnandi veðri og má þá búst við hálku víða á Suöur- og Vesturlandi. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær Akureyri Reykjavík hiti 6 1 UM HEIM að ísl. tíma veður urkoma ígrennd snjóél á s. klst. Bergen 6 rigning Helsinki 15 léttskýjað Kaupmannahöfn 15 skýjað Narssarssuaq +9 heiðskírt Nuuk +8 snjóél á s. klst. Ósló 13 skýjað Stokkhólmur 16 skýjað Algarve 22 skýjað Amsterdam 17 mistur Barcelona 19 léttskýjað Berlín 15 léttskýjað Chicago 4 skýjað Feneyjar 22 heiðskírt Frankfurt 18 léttskýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 16 léttskýjað London 12 súld Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 21 skýjað Malaga 23 hálfskýjað Mallorca 23 léttskýjað Montreal 5 úrkomaigrennd New York 9 alskýjað Orlando 18 alskýjað Parls 18 hálfskýjað Madeira 18 skýjað Róm 22 skýjað Vín 17 léttskýjað Washlngton 11 súld á s. klst Winnipeg 6 skýjað ÍDAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa l'stands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) Sauðfjárbændum gert tilboð um kaup á fullvirðisrétti RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að veita Halldóri Blöndal landbún- aðarráðherra heimild til að gera sauðfjárbændum tilboð um kaup á framleiðslurétti þeirra sem hyggjast hætta sauðfjárbúskap. Að sögn Halldórs verður tilboð þetta kynnt bændum á næstu dögum. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að með þessu væri verið að reyna að draga úr þeirri almennu flötu skerðingu fullvirðisréttarins sem við blasir næsta haust. Halldór sagði að tilboðið til bænda yrði ívið lakara en það tilboð sem þeim var gert í fyrra, en þá fengu þeir greidd- ar 600 kr. á kíló, en hann vildi ekki nefna neinar tölur þar sem hann ætti eftir að kynna tilboðið fyrir bændum. Flötum niðurskurði var beitt á 13 búmarkssvæðum í fyrra og var þá skorið niður um tæplega 6.700 ær- gildi. Kaup ríkisins á fullvirðisrétti námu þá samtals um 61 þúsund ærgildum. Halldór Blöndal sagði að rennt væri blint í sjóinn með það hversu mikinn fullvirðisrétt bændur væru tilbúnir að selja samkvæmt væntanlegu tilboði um uppkaup. „Það er mat manna að bændur muni almennt doka við, og það sé tilhneiging hjá þeim að selja innan héraðs eftir að skerðingin hefur ver- ið ákveðin á hausti komanda. Með þessu tilboði er verið að reyna að draga úr flötu skerðingunni en við blasir að hún ásamt niðurfærslunni síðastliðið haust gæti orðið um 20%,“ sagði ráðherrann. Þorgeir Pálsson skip- aður flugmálasljóri SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað Þorgeir Pálsson flugverk- fræðing og prófessor í stöðu flugniálastjóra frá 1. júní næst- komandi. Hann tekur til starfa 1. júlí. Pétur Einarsson lætur þá af störfum og fer að vinna að sérverkefnum í samgönguráðu- neytinu. Níu menn sóttu um stöð- una. Meirihluti flugráðs mælti með Þorgeiri en minnihlutinn með Hauki Haukssyni varaflug- málastjóra. „Ég er mjög ánægður með það traust sem mér er sýnt og hlakka til að starfa að framgangi íslenskra flugmála með því ágæta fólki sem starfar hjá Flugmálastjórn," sagði Þorgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist lengi hafa ver- ið í tengslum við Flugmálastjórn í störfum sínum í Háskóla íslands. Á kerfisverkfræðistofunni hefði verið unnið undir hans stjórn að ýmsum þróunar- og rannsóknaverkefnum fyrir Flugmálastjórn. Aðspurður um hvort breytinga væri að vænta á starfsemi Flugmálastjórnar með nýjum yfirmanni sagðj Þorgeir að hann hefði vissulega ýmsar hug- myndir en hann þyrfti að kynna sér starfið á breiðum grundvelli áður en hann færi að tala um breytingar. Þorgeir er fimmtugur, fæddur í Reykjavík 19. maí 1941, sonur hjónanna Páls Þorgeirssonar stór- kaupmanns og Elísabetar Sigurðar- dóttur. Hann lauk BS-prófi í flug- verkfræði frá MIT Cambridge í Bandaríkjunum árið 1966, MS-prófi 1967 og doktorsprófi 1971. Þorgeir var við rannsóknarstörf og aðstoð- arkennslu við MIT, Hann var verk- fræðingur í reiknistofu Raunvís- indastofnunar Háskóla íslands og Þorgeir Pálsson stundakennari við HÍ 1971-72 og vann síðan við verkfræðistörf í Bandaríkjunum um íjögurra ára skeið. Hann varð dósent í kerfis- verkfræði við verkfræði- og raun- vísindadeild HÍ 1976 og prófessor í kerfisverkfræði frá 1986. Þorgeir tók þátt í uppbyggingu kerfisverk- fræðistofu Verkfræðistofnunar um 1980 og hefur verið forstöðumaður hennar frá upphafi. Þorgeir hefur tekið að sér ráð- gjafarstörf fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, meðal annars flugfélög. Hann hefur verið ráðgjafi Flugmál- astjórnar frá árinu 1976, Þorgeir sat í flugráði í fjögur ár og var í flugmálanefnd sem vann að tíu ára áætlun i uppbyggingu flugmála á íslandi. Kona Þorgeirs er Anna Snjólaug Haraldsdóttir og eiga þau þijár dætur. Heilsufélagið fær 4 milljóna styrk BORGARRÁÐ samþykkti í gær erindi atvinnumálanefndar Reykja- víkur um að veita Islenska heilsufélaginu hf. styrk að fjárhæð 4 milljónir króna til greiðslu hluta kostnaðar af hagkvæmniathugun og frumhönnun heilsumiðstöðvar í Reykjavík. Breytingartillaga Kristínar Á. Ól- afsdóttur um að borgarráð tæki þátt í hagkvæmnisathuguninni með því að leggja féð fram í formi hlutafjár í stað styrks, hlaut ekki stuðning. Hugmyndin um heilsumiðstöðina er á þá leið að sett yrði á stofn fjöl- þætt þjónustustarfsemi þar sem heilsuvernd, vellíðan og endurhæf- ing yrði í brennidepli. Þau markaðs- svæði sem horft yrði til erlendis eru þýskumælandi lönd Evrópu, Frakk- iand og Japan. íslenska heilsufélagið hf. var stofnað fyrir ári. Tilgangur félagsins er hvers konar kynning, markaðs- setning og sala á heilbrigðisþjónustu til útlendinga og íslendinga ásamt nauðsynlegri stoðþjónustu og vöru- þróun. Helstu hluthafar eru Máttur hf., Sjóvá/Almennar hf., Flugleiðir hf., og Vífilfell hf. auk nokkurra ein- staklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.