Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992 Skýrsla Hagfræðistofn- unar um samanburð út- gjalda til heilbrigðismála Seinni grein eftir Guðmund Magnússon ogÞórólf Matthíasson Upplýsingar um heilbrigðisútgjöld hér á landi eru býsna gloppóttar. Það vekur til dæmis athygli að erf- itt er að henda reiður á grundvallar- atriðum, eins og því hvort útgjöld okkar til þessa málaflokks séu svip- uð, meiri eða minni en gengur og gerist hjá nágrannaþjóðunum. Al- hæfíngar af ýmsu tagi eru algeng- ar. T.d. hefur sú skoðun heyrst að þar sem föst mánaðarlaun séu al- mennt lág hér á landi hljóti heilbrigð- isútgjöld einnig að vera það, þar sem þau séu fyrst og fremst launakostn- aður. Umræða á þessum nótum er lítt fallin til að auka skilning á við- fangsefninu. Því varð að ráði að heilbrigðisráðherra fól Hagfræði- stofnun að bera saman heilbrigðisút- gjöld hér og hjá öðrum þjóðum. Hér verður gefið stutt yfirlit yfir efni skýrslu Hagfræðistofnunar um samanburð á heilbrigðisútgjöldum. Efnistök verða þau að fyrst verður greint frá þeirri aðferðarfræði sem beitt er og þeim gögnum sem notuð voru. Síðan verða merkustu niður- stöður raktar. í lokin eru nokkrar hugleiðingar um framboð á og eftir- spurn eftir heilbrigðisþjónustu al- mennt. Aðferðafræðin Fyrirvarar. Samanburður milli landa er ávallt erfiður. Framleiðsla og neysla mótast af náttúrugefnum aðstæðum jafnt sem félagslegum. Það sem þykir sjálfsagður þáttur í daglegu lífi á einum stað kann að þykja bruðl og óþarfi á öðrum stað. Af þessu hljótast ýmiss konar markavandamál. Hvað á að telja sem heilbrigðisútgjöld og hvað sem ann- ars konar útgjöld? Og ekki bætir úr skák að skipulag heilbrigðiskerfa er mismunandi eftir löndum, greiðslu- kerfi eru ólík og svo mætti lengi telja. Það mætti því ætla að alþjóð- legur samanburður heilbrigðistalna sé næsta gagnslítill. En svo þarf ekki að vera. Einn þeirra, sem hefur eytt starfsævi sinni í að athuga samanburð af þessu tagi, hefur látið svo um mælt að hann vissi engan hlut jafngóðan til að átta sig á agnú- um eigin heilbrigðiskerfis en þann að bera það saman við heilbrigði- skerfi annarra landa.' Engu að síður er ólíklegt að hægt sé að setja fram fullkomlega sam- bærilegar tölur um kostnað heil- brigðisþjónustu milli landa. Hið sama á reyndar við um kostnaðartöl- ur innan sama lands yfír • lengra tímabil. Hætta á ósamræmi talna eykst alla jafna eftir því sem smá- atriðin eru athuguð betur.2 Það er því sjálfsögð varúðarráðstöfun að byrja á að átta sig á þróun heilbrigð- isútgjaldanna í heild áður en reynt er að draga ályktanir af einstökum þáttum þeirra. Samanburðarlönd og samanburð- artími. í fyrri grein okkar gerðum við ýtarlega grein fyrir því hvernig samanburðarlöndin voru valin og verður sú greinargerð ekki endur- tekin hér, aðeins minnt á að þessi lönd eru Norðurlönd, Bretland, Þýskaland og Bandaríki Norður- Ameríku. Samanburðurinn nær frá 1978 og eins nálægt okkur í tíma og gögnin heimila. Gögnin. Alþjóðleg gögn um heil- brigðismál má fá úr tveimur áttum: frá OECD fyrir aðildarlönd þeirra samtaka og frá NOMESKO (sem er norræn nefnd um öflun og úrvinnslu talnaefnis á sviði heilbrigðismála) en þær upplýsingar ná fyrst og fremst til Norðurlandanna. Gögn OECD eru tímaraðir á ársgrunni sem gerðar hafa verið afar aðgengilegar. Gögn NOMESKO eru strjálli en OECD-gögnin og gefa því ekki eins góða hugmynd af þeirri undiröldu útgjaldaþenslu eða útgjaldasam- dráttar sem kann að leynast undir yfirborði talnanna. í skýrslunni reyndum við að nota þessa gagna- grunna saman eftir því sem kostur er. Mikilvægt er að undirstrika að þeim gögnum, sem notuð eru, hefur verið safnað og þau meðhöndluð með notkun af þessu tagi í huga. Tekið er nokkurt tillit til þekkts misræmis á flokkun einstakra þjóðlanda á út- gjöldum sínum. Hins vegar erum við, jafnt sem talnasafnarar OECD, varnarlaus gagnvart því ef kastað er til höndum í gagnavinnslunni í einstökum löndum. Þrátt fyrir það er óhætt að fullyrða að með því að styðjast við samræmdan, alþjóðleg- an gagnagrunn á borð við gagna- grunn OECD fást samanburðarhæf- ari tölur en væri stuðst við prentað- ar heimildir hvers lands fyrir sig. Tekið skal fram að flokkun út- gjalda í Danmörku er nokkuð frá- brugðin því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þetta er eðlilega bagalegt, en úrvinnsluaðferðir Hag- fræðistofnunar miða að því að skekkjur af þessu tagi hafí sem minnst áhrif, eins og bent er á í fyrri grein okkar. Verðlag og aldurssamsetning — mögulegir skekkjuvaldar. Flestir Is- lendingar vita að hægt er að kaupa meira fyrir dollar í Bandaríkjunum en fyrir 60 krónur hér á landi, þ.e.a.s. gengisskráning endurspegl- ar ekki fyllilega raunverulega kaup- mátt hverrar myntar fyrir sig. OECD hefur nú um hríð lagt mikla vinnu Guðmundur Magnússon Þórólfur Matthíasson „Niðurstaðan er því sú að það er sterkari undir- alda í vexti opinberra útgjalda til heilbrigðismála hér á landi en í samanburðarlöndunum. Ef ekkert verður aðhafst munu þessi útgjöld hér verða hærri en í nálægum löndum.“ í að auðvelda leiðréttingar vegna þessa kaupmáttarmunar. Við notuð- um bæði meðalgengi og kaupmáttar- leiðrétta gengisvísitölu til að fá fram samanburðargögn sem sýnd eru í skýrslunni. Hér hefði mátt ganga lengra og reyna að fá fram sambæri- legar tölur eftir tímaásnum með því að staðvirða þær. Að svo komnu treystum við okkur ekki til þess, enda höfðum við mestan áhuga á samanburði á íslandi við viðmiðun- arlöndin á sameiginlegum grunni. Aidur og sjúkdómar fara saman. Læknar hafa því lengi reiknað ald- ursleiðrétta sjúkdómatíðni. Slíkar leiðréttingar hafa hins vegar ekki verið látnar ná til kostnaðarþáttar- ins. Úr því reynum við að bæta í skýrslunni. Aldursleiðréttar kostn- aðartölur eru helsta nýmælið sem bryddað er upp á í þessum saman- burði.11 Það er rétt að undirstrika að þessar aldursleiðréttingar eru til- raunastarfsemi. Ákveðið hefur verið að vinna að frekari þróun þessara aðferða. En niðurstöðurnar frám að þessu eru mjög uppörvandi þar sem framkvæmd aldursleiðréttinga kall- ar fram margar, nýjar spurningar sem leita þarf svara við. Helstu niðurstöður Heildarútgjöld og opinber úlgjöld til heilbrigðismála hér og í öðrum OECD-löndum á árunum 1980 og 1990. Það er rétt að skoða útgjöld okkar til heilbrigðismála í sem víð- ustu samhengi til að byija með. Heildarútgjöld vegna heilbrigðis- þjónustu eru breiðasti mælikvarðinn sem setja má fram og nær til allra útgjalda, óháð greiðanda. Annar breiður mælikvarði er útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála. Þá er litið til þess hluta reikningsins sem greiddur er af opinberu fé. Eins og vikið verður að hér á eftir eru hag- fræðileg rök fyrir því að þróun þess- ara tveggja hluta heilbrigðisútgjald- anna jgeti stjórnast af ólíkum þátt- um. A 1. mynd er reynt að draga saman helstu upplýsingar sem má fá með einföldum samanburði milli OECD-landanna á árunum 1980 annars vegar og 1990 hins vegar. Til þess að hægt sé að bera tölurnar saman eru heilbrigðisútgjöld skoðuð sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu (VLF). Þessi mælikvarði er ekki gallalaus, eins og vikið verður að hér á eftir, en gefur nokkra hug- mynd urn hvort heilbrigðisþjónusta sé að verða fyrirferðarmeiri í verð- mætaráðstöfun þjóðarinnar. Mynd 1 sýnir að árið 1980 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF hæst í Svíþjóð, ríflega 9%, og Bandaríki Norður- Ameríku koma strax í kjölfarið. ís- land er í 17. sæti, hér var þá varið um það bil 6,5% af VLF til heilbrigð- ismála. Sé litið til opinbera þáttarins í útgjöldunum kemur í ljós að opin- ber útgjöld til heilbrigðismála hér nema ríflega 5,5% af VLF á árinu 1980. Þetta hlutfall er um 8,5% í Svíþjóð en um 8% í írlandi. ísland er Mynd 1 Mynd 2 í 10. efsta sæti listans þegar svona er raðað. Þegar litið er til ársins 1990 er ljóst að nokkrar breytingar hafa orðið. Heildarútgjöld til heilbrigðis- mála í Bandaríkjunum hafa aukist stórlega. Heildarútgjöld hér á landi hafa einnig aukist mikið, úr 6,5% á árinu 1980 upp í ríflega 8%. En á sama tíma hafa útgjöld, reiknuð á þennan hátt, verið stöðug eða jafn- vel iækkað í hinum löndunum. Takið eftir því að ísland hefur farið úr 17. sæti listans árið 1980 í það 5. á þessu 10 ára tímabili. Opinberu út- gjöldin hér eru orðin um 7,5% af VLF á árinu 1990 og hafa þannig aukið hlutdeild sína um heil 2 pró- sentustig á einum áratug. Opinberu útgjöldin í Svíþjóð nema nú tæpum 8% af VLF og hafa þannig tapað hlutdeild á þessum áratug sem til skoðunar er. Sé litið til Irlands kem- ur í ljós að opinberu útgjöldin hafa lækkað um tvö prósentustig á þeim sama áratug og samskonar útgjöld juku hlutdeild sína um 2 prósentu- stig hér á landi! Þá er einnig eftir- tektarvert að ísland er ekki lengur um miðbik listans þegar raðað er eftir hlutdeild opinberra heilbrigðis- útgjalda í VLF heldur í öðru sæti! Þessar tölur hlóta að vekja spurning- ar, sem erfítt er að víkja sér undan að reyna að svara.4 Heildarútgjöld á mann umreiknuð með gengisvisitölu og að teknu til- liti til aldursdreifingar. Það getur verið nokkuð villandi að skoða kostn- aðarþróun með því að skoða tölur sem hlutfall af VLF. Fyrir því eru a.m.k. tvær ástæður. Önnur er sú að stöðugt eða jafnvel lækkandi hlutfall fer saman við síhækkandi kostnað ef um hagvöxt er að ræða. Mælikvarðinn blekkir þannig. Hin ástæðan tengist því að heilbrigðisút- gjöld eru í eðli sínu lítt tengd hag- sveiflunni. Hagsveiflan skapar þann- ig sveiflu í hlutfalli heilbrigðisút- gjalda og VLF, sveiflu sem er í engu sambandi við kostnaðarþróun heil- brigðisútgjalda. Þetta er sýnu alvar- legast þegar um alþjóðlegan saman- burð er að ræða. Sámstiga þróun heilbrigðisútgjalda gæti við þær að- stæður komið fram sem stöðugt hlutfall heilbrigðisútgjalda af VLF í einu landinu, sem stígandi hlutfall í því næsta og sem fallandi hlutfall í því þriðja. Þennan mælikvarða þarf því að nota með mikilli gát í saman- burði milli landa. Þess vegna er grip- ið til þess ráðs að skoða útgjöld á mann í dollurum. En með því að nota dollaramælikvarðann köllum við yfir okkur nýjar hættur. Eins og áður var rakið bregðumst við við þeim með því að nota kaupmáttar- jafngengisvísitölur þær sem OECD hefur þróað til að leiðrétta fyrir kaupmáttarmun og gengissveiflur. Loks þarf að taka tillit til þess að aldursdreifíng milli landanna er ólík. Skv. niðurstöðum athugana OECD er hver einstaklingur, 65 ára og eldri, mun dýrari fyrir heilbrigðis- kerfin en yngri einstaklingar eru. Þannig kemur t.d. í ljós að hver Finni og Svíi, 65 ára og eldri, kostar heil- brigðiskerfið 5,5 sinnum meira en þeir sem yngri eru. Hver Dani úr eldri árgöngunum kostar danska' heilbrigðiskerfið 4,1 sinnum meira en þeir sem yngri eru. Rétt er að. taka fram að þessar kostnaðarsam-' anburðartölur fyrir aldurshópana kunna að afhjúpa tvennt: í fyrsta lagi raunverulega meiri notkun eldri aldurshópanna en gildir um þá yngri. í öðru lagi ólíka bókun útgjalda. Útgjöld tll hellbrlgSlsmála 1980 og 1990, hluHall af VLF □ HetkJarútgjöld 1980 □ HetkJanjtgjöld 1990 B ÚtajOW hira optntera 1960 B ÚtQjötd hins optnbera 1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.