Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992
Sigurður Líndal um stjórn búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan íslands:
Alþingi veldur tæplega því hlut-
verki að setja landsmönnum lög
SIGURÐUR Líndal lagaprófessor telur að ðll framkvæmd varð-
andi gerð nýja búvörusamningsins frá 11. mars 1991 sé eins röng
og frekast megi vera með tilliti til stjórnskipunarréttar. „Það er
byijað á því að gera búvörusamning, síðan er sett reglugerð, en
hún er sögð á grundvelli laganna frá 1985 sem öll eru galopin. I
reglugerðinni er svo vísað í búvörusamninginn, þannig að hann
er nánast lagður að jöfnu við Iög. Þegar þetta hefur verið gert
er Alþingi látið breyta lögunum. Að Alþingi skuli láta bjóða sér
þetta er óskiljanlegt. Ef Alþingi sinnir verkefni sínu þá á það
auðvitað sjálft að byija á því að breyta lögunum og marka stefn-
una, og síðan á að setja reglugerðina eða gera búvörusamning-
inn. Það að setja lögin síðast er eins röng aðferð og frekast má
vera, og þarna eru stjórnskipunarmálin komin út og suður,“ sagði
Sigurður í samtali við Morgunblaðið um ritgerð eftir hann sem
fjallar um stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan ís-
lands. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessi málsmeðferð
sýni að Alþingi valdi tæplega mikilvægasta hlutverki sínu, að setja
landsmönnum lög, með því að framselja vald langt umfram það
sem stjórnlög heimili. Ritgerðin hefur verið gefin út sem fylgirit
með Úlfljóti, tímariti laganema, í samvinnu við Röst, samtök um
eflingu landbúnaðar og byggða í landinu.
„Fyrstu lögin um framleiðslu-
stýringu í landbúnaði voru sett
1979. Þau einkennast af svo al-
mennt orðuðum, merkingarvíðum
og teygjanlegum texta, að í reynd
segja þau ekki neítt. Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins, hagsmuna-
samtök bænda, mótaði síðan alla
framkvæmd og ákvarðaði meðal
annars framleiðslurétt hverrar
jarðar. Ákveðin var viðmiðunar-
tala fyrir hveija jörð, eins konar
þak á framleiðslu hennar, sem
kölluð var búmark. Síðan skyldi
koma kvóti innan þess á þá fram-
leiðslu sem fullt verð kæmi fyrir.
Við ákvörðun búmarks var miðað
við meðaltal framleiðslu 1976-
1978. Síðan var búmarkið fest í
reglugerð árið 1983, sem leysti
af hólmi reglugerð frá 1979 sem
lítt tók á málum. Ég tel mjög óeðli-
lega að þessu staðið þótt starfs-
menn Framleiðsluráðs hafi að mín-
um dómi staðið vel að verki í upp-
hafi. Löggjafinn tók ekkert á mál-
um, en lét hagsmunasamtök
bænda um alla framkvæmd,"
sagði Sigurður.
Alþingi framselur vald
Ríkissjóður ábyrgðist útflutn-
ingsverð búvara að vissu marki
með lögum frá 1960, en með lög-
unum frá 1979 var verðbótaréttur
þessi takmarkaður. í ritgerðinni
veltir Sigurður þeirri spurningu
fyrir sér hvort þessar ráðstafanir
samrýmist stjórnlögum. Hann
bendir á að takmarkanir á eignar-
rétti og atvinnufrelsi eigi að gera
með lögum, en það geri Alþingi
ekki í þessu tilfelli þar sem áður-
nefnd lög segi í raun og veru ekki
neitt. Þá hafi úrskurðarvald verið
framselt með lögunum út fyrir
stjómkerfi ríkisins, og álitamál sé
hvort það standist. Þá segir hann
að með lögunum frá 1960 hafi
verið lagður grundvöllur að at-
vinnuréttindum sem njóti verndar
67. greinar stjórnarskrárinnar.
Takmörkun á fyrirheitum um
verðábyrgð beri að gera með lög-
um á þann hátt að meginreglur
réttarríkis séu í heiðri hafðar.
Þessum áskilnaði sé hins vegar
ekki fullnægt þar sem löggjafinn
hafi með lögunum frá 1979 ekki
tekið á málum, heldur framselt til
stjómvalda og hagsmunasamtaka
vald til að ákvarða búmark sem
fylgir jörðum og ræður úrslitum
um verðmæti þeirra, einnig vald
til að skylda eigendur eyðijarða
til að nýta þær að viðlögðum missi
búmarks og þeirri eignaskerðingu
sem þá fylgi, og vald til að tak-
marka sérstaklega atvinnuréttindi
bænda og annarra búvörufram-
leiðenda.
„Það er viðurkennt að setja má
eignarréttinum almenn málefna-
leg takmörk, en það verður að
gera með lögum og á þann hátt
að lögin fullnægi því sem áskilja
verður í réttarríki um lög. Þessum
áskilnaði tel ég að sé eftki full-
nægt þar sem löggjafinn hefur
með lögunum frá 1979 ekki tekið
á málunum, heldur framselt vald
til stjórnvalda og hagsmunasam-
taka til að taka ákvarðanir sem
hafa áhrif á verð eignanna og
ræður jafnvel úrslitum, skyldar til
nýtingar þeirra, og að auki sviptir
menn rétti tii að stunda þá atvinnu
sem þeir hafa stundað alla ævi.
Grundvallaratriðið í 67. grein
stjórnarskrárinnar er að tryggja
réttaröryggi í þjóðfélaginu og
eignarrétturinn er auðvitað þáttur
í réttaröryggi. Þessum tílgangi
verður hins vegar ekki náð ef lög-
gjafinn hefur það í hendi sér að
ákveða ótímabundið að tryggja
lágmarksafkomu í tiltekinni at-
vinnugrein en hlaupa síðan frá
skuldbindingunum með þeim af-
leiðingum að eignir manna rýrni
í verði eða verði verðlausar og lífs-
afkomu eigenda þeirra ógnað.
Meginmeinið í þessu er að Alþingi
hefur ekki gegnt þeirri skyldu að
taka á málum með löggjöf eins
og stjórnlög áskilja, og má segja
að það sé rauður þráður í niður-
stöðu minni,“ sagði Sigurður.
í ritgerðinni eru rakin ummæli
alþingismanna um stjórnlagagildi
laganna frá 1979 og síðan bráða-
birgðalaga sem rýmkuðu nokkuð
kvótakerfið í búvöruframleiðsl-
unni. Finnst Sigurði athyglisvert
að þeir minnast ekkert á stjórnlög-
in líkt og þau væru ekki til, og
svo virtist sem enginn þeirra hafi
leitt hugann að því hvort eitthvað
sé athugavert við það að framselja
áðurnefnt vald til hagsmunasam-
taka. Þá spyr Sigurður hvort bú-
marksákvörðunin standist, og
kemst hann að þeirri niðurstöðu
að þar sem búmarkið hafi verið
ákvarðað með víðtæku samráði við
bændur verði að telja það standast
þrátt fyrir ótraustan lagagrund-
völl.
Lögin hindra ekki spillingu
Með lagasetningunni 1979 var
Framleiðsluráði heimilað að
fengnu samþykki fulltrúafundar
Stéttarsambands bænda og stað-
festingu landbúnaðarráðherra að
ákveða mismunandi verð fyrir bú-
vöru til framleiðenda. Fullt grund-
vallarverð fyrir ákveðinn hluta en
útflutningsverð fyrir það sem
umfram færi. Markmiðið var að
draga saman framleiðsluna, en
þrátt fyrir það jókst búmarkið á
tímabilinu 1980-1985 um 10,5%,
eða sem svarar til 422 grundvall-
arbúa.
„Ég er fyrst og fremst með lög-
fræðilega skýringu í ritgerðinni
en leiði stjórnmál hjá mér. At-
hygli vekur að aukning búmarks-
ins verður á tímabili sem draga á
saman framleiðsluna, og ýmsar
sögur ganga af framkvæmd mála.
Á það legg ég engan dóm, en það
sem ég hef séð af reglum sýnist
mér frekar vera á þeim nótum að
stofnanir sem höfðu með höndum
framkvæmd hafi ekki unnið sam-
an. Meginmálið er að lög og regl-
ur tryggja ekki tilhlýðilega fram-
kvæmd. Það er ekkert hald í þeim
og þess vegna hægt að gera nán-
ast hvað sem er,“ sagði Sigurður.
Óskiljanlegar reglugerðir
„Nú sjá menn að þetta er allt
komið úr böndunum, og með bú-
vörulögunum 1985 er kúvent úr
búmarkinu í fullvirðisréttinn. í
þeim lögum er ekkert tekið á
málum fremur en í þeim fyrri og
nú hefst gífurlegur straumur
reglugerða, gríðarlegt kraðak. Það
sama gerist, þessi lög segja ekki
neitt og allt er galopið. í kjölfarið
fylgir síðan sem er á köflum ill-
skiljanlegt. Ég rek þetta eftir
bestu getu í ritgerðinni, en ég
skil þetta ekki til fulls og veit
ekki hvaða veruleiki er þarna á
bakvið, og mér vitanlega veit það
enginn,“ sagði Sigurður.
„Það getur vel verið að ég hafi
eitthvað misskilið, enda tek ég
fram í formála ritgerðarinnar að
mikið megi vera að þrátt fyrir
fullan vilja og veitta aðstoð hafi
ég komist klakklaust í gegnum
Sigurður Líndal.
allt það laga- og reglugerðakraðak
sem sé til umfjöllunar. Ég leyfi
mér þó að vona að missagna gæti
ekki mikið, en þær sem kunni að
leynast séu ekki svo meinlegar að
þær raski þeirri meginniðurstöðu
að Alþingi valdi tæplega mikil-
vægasta hlutverki sínu, að setja
landsmönnum lög. Það er helsta
niðurstaða mín. Til hvers er ann-
ars verið að kjósa alþingismenn
ef ekki til þess að setja lög og
reglur? Ég er ekkert að ræða um
það hvaða stefnu eigi að taka í
landbúnaðarmálum, svo sem hvort
miðstýra eigi landbúnaði eða vald-
dreifa honum eða koma á mark-
aðsbúskap; það er ekki lögfræðileg
spurning. Ég segi hins vegar: Ef
þið miðstýrið honum þá eigið þið
að taka á því. Ef þið valddreifið
honum þá eigið þið að taka á því
og sama gildir ef markaðskerfi er
komið á. Alþingismennirnir fram-
selja hins vegar valdið tii hags-
munasamtakanna sem eru utan
stjórnkerfisins, en spurningin er
hvort hagsmunasamtök eigi að
ráðskast með allan landbúnað í
landinu? Stjóm búvöruframleiðsl-
unnar er engu að síður mál neyt-
enda og skattgreiðenda, og hún
varðar byggð og búsetu í landinu,
meðferð þess og nýtingu. Stjórn
búvöruframleiðslunnar varðar í
reynd alia þjóðina og telst þannig
til þjóðmála í bókstaflegri merk-
ingu þess orðs. Alþingismenn hafa
boðið sig fram til að ráða slíkum
málum til lykta og verið til þess
kjörnir. Eðli málsins samkvæmt
geta þeir ekki vikist undan þeirri
skyldu með því að vísa þeim til
hagsmunasamtaka einnar stéttar
sem hlut á að máli.“
Krían er
komin á
Bakkann
Eyrarbakka.
ÞAÐ FER ekki á milli mála að
krían, sá litli fiðraði vargur, er
komin. Nokkuð fyrr á ferðinni
en vant er. Spölkorn frá eldhús-
glugganum mínum er töluvert
kríuvarp, sem við nágrannarnir
verjum dyggilega á hverju
sumri.
Undanfama daga hefur verið
stór hópur hettumáva í kríubyggð-
inni, að manni sýnist til að para
sig og þjóna eðli sínu. En nú er
friðurinn úti hjá þessum ástföngnu
pörum því kríustóð hefur hvað
eftir annað steypt sér niður að
þeim. Ekki þó enn séð hvort máv-
amir láti undan síga.
En það er engu líkarar en kjó-
inn hafi beðið eftir þessu því hann
hefur verið að renna sér í lágflugi
yfir svæðið, árans kjóinn sá arna.
- Óskar.
Norræna ráðherranefndin:
Islendingur ráðinn
deildarsérfræðingur
Gunnar M. Sandholt
framhaldsnámi
frá Stokkhólmi
1981. Hann
starfaði sem
félagsráðgjafí
við Kleppsspít-
ala 1975-1978
og sem for-
stöðumaður
hverfisskrif-
stofu Félags-
málastofnunar
Reykjavíkurborgar 1978-1985.
Frá því 1985 hefur hann verið for-
stöðumaður íjölskyldudeildar,
þ.m.t. framkvæmdastjóri Barna-
verndarnefndar Reykjavíkur.
Hjá Norrænu ráðherranefndinni
starfa nú sjö íslendingar auk Gunn-
ars M. Sandholt, þeir Olafur Kvaran
deildarsérfræðingur, Tryggvi Felix-
son deildarsérfræðingur, Erla Sig-
urðardóttir ritari, Ingimar Einars-
son deildarsérfræðingur, Davíð
Stefánsson deildarritari, Hróbjartur
Einarsson deildarsérfræðingur og
Kristján Gjoe ritari.
GUNNAR M. Sandholt félagsráð-
gjafi hefur verið ráðinn deildar-
sérfræðingur hjá Skrifstofu Nor-
rænu ráðherranefndarinnar í
Kaupmannahöfn. Starfssvið
Gunnars verður á sviði heilbrigð-
is- og félagsmála og mun hann
hefja störf í Kaupmannahöfn í
byrjun ágúst nk.
Gunnar M. Sandholt lauk félags-
fræðinámi frá Noregi 1975 óg
Lánasjóðsfrumvarpi verði breytt
Fulltrúar námsmannahreyfing-
anna afhentu forseta Alþingis,
tveimur ráðherrum og nokkrum
alþingismönnum, áskoranir
varðandi nýtt frumvarp um
Lánasjóð íslenskra námsmanna í
Alþingishúsinu á mánudag.
Annars vegar er um að ræða
áskorun frá heildarsamtökum
námsmanna um að taka frumvarpið
til endurskoðunar en hins vegar
undirskriftir 8.000 íslendinga sem
skora á alþingismenn að taka undir
hugmyndir námsmanna um breyt-
ingar á lánasjóðnum. Skorað er á
þingmenn að samþykkja ekki það
frumvarp sem nú liggur fyrir Al-
þingi og muni koma í veg fyrir að
á Islandi ríki jafnrétti til náms.
Nokkrum stjórnarþingmönnum
voru sérstaklega afhentar áskor-
anirnar. Pétur Þ. Óskarsson, for-
maður Stúdentaráðs, sagði að litið
væri til þeirra með þá von í huga
að þeir beittu sér fyrir því innan
stjórnarliðsins að frumvarpinu yrði
breytt áður en það færi í gegn.
Vonandi yrðu þeir við þeirri bón.
Að ofan má sjá hvar Matthías
Bjarnason, alþingismaður, gluggar
í undirskriftalista sem honum voru
afhentir. Pétur Þ. Óskarsson er
lengst til hægri á myndinni.