Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992
25
Bæjarstjórn Akureyrar:
Skólastígnr 5 keyptur
fyrir sambýli aldraðra
BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkt á fundi sínum í gær að kaupa
húseignina Skólastíg 5 sem ætlað er til nota fyrir sambýli aldraðra.
Kaupverðið er 12 milljónir króna.
Sigfríður Þorsteinsdóttir (B) var
mótfallin kaupunum og sagði hún
á fundinum að það hefði komið
sér á óvart að sjá að bæjarráð
hefði samþykkt að kaupa húsið,
en ástæða hefði verið til að skoða
fleiri möguleika áður en ákvörðun
yrði tekin. Benti hún á að gera
þyrfti umtalsverðar breytingar á
húsinu og samkvæmt drögum að
kostnaðaráætlun mætti gera ráð
fyrir að heildarkostnaður við kaup-
in ásamt breytingum og endurbót-
um gæti verið á bilinu 21 til 22
milljónir króna. Kostnaður við
breytingarnar gætu orðið allt að
70 þúsund krónur á fermetra, en
kostnaður við hvern fermetra ný-
byggingar sem hún tók dæmi af
væru á bilinu 74 til 78 þúsund
krónur.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir (G)
formaður félagsmálaráðs sagðist
algerlega ósammála Sigfríði, fylli-
lega rétt hefði verið að öllum
málum staðið og þessi húseign
hefði áður verið í umræðunni hjá
félagsmálaráði vegna kaupa á
sambýli fyrir aldraða. Vissulega
þyrfti að gera á húsinu ákveðnar
breytingar í kjölfar breyttrar
starfsemi í því, en hún teldi að
um góðan samning væri að ræða,
því brunabótamat hússins væri
tæpar 20 milljónir króna og fast-
eignamat tæpar 14 milljónir
króna.
Vinnumiðlunarskrifstofan:
Atvinnulausiim hefur
fækkað niilli mánaða
Frá afhendingunni: Hildigunnur Svavarsdóttir, Astrid Magnúsdóttir,
Svava Aradóttir, Anný Larsdóttir, Helga Steindórsdóttir, Hrafnhild-
ur Stefánsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og
Haraldur Bessason.
Zontaklúbburinn Þórunn hyrna:
Bókasafni Háskólans
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Nægur snjór til fjalla
Þó Ólafsfirðingar hafí ekki þurft að kvarta yfir snjóþyngslum í bænum
í vetur, er nægur snjór upp til fjalla. Það hafa skíðagöngumenn not-
fært sér og á dögunum brá Ijósmyndari blaðsins í Ólafsfirði sér upp
í Ytri-Árdal, þar sem eru margar góðar gönguleiðir; m.a. leiðin yfir
Rauðskörð yfir til Héðinsfjarðar. I baksýn sést yfir í Ólafsfjarðarmúla.
Mikill erill við skráningu í unglingavinnuna
FÆKKAÐ Iiefur um 40 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri á
milli mánaða, en í lok síðasta mánaðar voru 279 á skrá á móti 320
manns í lok mars. Það eru einkum félagsmenn í Verkalýðsfélaginu
Einingu sem horfið hafa af skránni. í byijun vikunnar hófst á Vinnu-
miðlunarskrifstofunni skráning í unglingavinnu á vegum Akureyrar-
bæjar og hefur mikill erill verið við skráninguna.
Skráðir atvinnuleysisdagar voru á atvinnuleysisskrá og hefur því
í síðasta mánuði 6.680, en voru í töluverð fækkun orðið á skránni
mars 7.248. í lok apríl voru 279 því um mánaðamótin á undan voru
Söngdeild Tónlistarskólans:
Þættir úr tveimur
óperum fluttir
gefinn gagnadiskur
Zontaklúbburinn Þórunn hyrna hefur afhent bókasafni Háskólans
á Akureyri að gjöf áskrift að geisladiskinum Cinahl og er þetta í
annað sinn sem klúbburinn gefur bókasafninu þessa áskrift.
Kennarar og nemendur við
Söngdeild Tónlistarskólans á
Akureyri munu flytja lokakafla
Hótel Stef-
anía verður
Hótel Harpa
Akveðið hefur verið að gefa fyrr-
um Hótel Stefaníu nafnið Hótel
Harpa.
Nýir eigendur, þ.e. eigendur Baut-
ans hf. á Akureyri, Guðmundur Árn-
ason, Þorvaldur Ingi Jónsson og
Valdimar Hergeirsson, skrifuðu und-
ir kaupsamning í síðustu viku, en
Ferðamálasjóður og Byggðastofnun
áttu hótelið til skamms tíma, eða
eftir að Hótel Stefanía var lýst gjald-
þrota á síðasta ári.
Hótel Harpa verður opnað um
miðjan maí, en fram að þeim tíma
er ráðgert að mála hótelið og fleira,
en engar meiriháttar breytingar
verða gerðar á húsakynnum.
úr tveimum óperum í Samkomu-
húsinu í kvöld, miðvikudags-
kvöldið 6. maí, og fimmtudags-
kvöldið 7. maí kl. 20.30.
Kaflarnir sem fluttir verða á tón-
leikunum eru úr óperunum Anna
Bolena eftir Donizetti og Töfra-
flautunni eftir W.A. Mozart.
Stjórnandi tónlistar er Gordon
J. Jack, píanóleikari Richard Simm
og leikstjóri og kynnir er Sigurður
Hallmarsson.
Nokkrir nemendur og kennarar
Söngdeildar fluttu á vortónleikum
síðasta árs þætti úr nokkrum óper-
um eftir Mozart undir handleiðslu
Þórunnar Guðmundsdóttur og í vet-
ur hefur þeirri vinnu sem þá hófst
verið haldið áfram. Það hefur lengi
verið draumur sör^gdeildarfólksins
að spreyta sig á þessu sviði, en það
segir að fyrst og fremst beri að líta
þessa sýningu sem skólasýningu og
frumraun Söngdeildar sem setji
markið hátt, en takmarkið sé að
innan fárra ára verði hér árlega
sýndar óperur.
320 manns skráðir atvinnulausir
á Akureyri. Nú er 171 karl á at-
vinnuleysisskrá og 108 konur, en
í marslok voru 205 karlar á
skránni og 105 konur. Það eru því
einkum karlar sem horfið hafa af
skránni í aprílmánuði.
Um mánaðamótin mars og apríl
voru 134 félagsmenn í Einingu á
atvinnuleysisskrá, 85 karlar og 49
konur, en nú eru 115 Einingar-
félagar á skrá, 70 karlar og 45
konur. Lítil hreyfing hefur orðið á
hvað varðar félagsmenn í Iðju,
félagi verksmiðjufólks, en í mars-
lok voru 40 Iðjufélagar skráðir
atvinnulausir, 18 karlar og 22
konur, og nú eru 39 félagsmenn
í Iðju á skránni, 18 karlar og 21
kona.
Þá hefur einnig orðið fremur
lítil breyting á hvað varðar Félag
verslunar- og skrifstofufólks, en
58 voru án atvinnu í lok mars, 20
karlar og 38 konur. Nú eru 16
karlar í því félagi skráðir atvinnu-
lausir og 38 konur, eða samtals
54. Þá eru 10 sjómenn skráðir án
atvinnu á móti 16 í mars og 9
járniðnaðarmenn, en þeirvoru 11.
Bílstjórum á skránni hefur fjölgað
um 2, þeir voru 18 en eru 20 nú.
Skráning í unglingavinnu á veg-
um Akureyrarbæjar hófst á mánu-
dag og hefur nánast verið stans-
laus straumur þangað frá þeim
tíma. Skráningunni lýkur 15. maí
næstkomandi. Unglingar fæddir
árin 1977 og 1978 fá vinnu hjá
bænum hálfan daginn í 7 vikur í
sumar, þeir sem fæddir eru 1977,
eða 16 ára unglingar fá vinnu all-
an daginn í 6 vikur. Miðað er við
að ráðnir verði allt að 80 ungling-
ar í elsta hópnum í vinnu í sumar.
Um er að ræða gagnasafn, sem
fyrst og fremst er ætlað hjúkr-
unarfræðingum, en kemur öðru
starfsfólki við heilsugæslu, auk
bókavarða á bókasöfnum sem sem
starfa á heilbrigðissviði einnig að
góðum notum.
Efni úr 300 tímaritum er skráð
regluléga, þar með eru nánast öll
hjúkrunarfræðitímarit á enskri
tungu, auk fjölmargra tímarita í
tengdum greinum, s.s. í iðjuþjálf-
un, sjúkraþjálfum, meinatækni og
röntgentækni. I gagnasafninu eru
upplýsingar um fleiri hundruð
bækur frá 30 helstu útgefendum
bóka á sviði heilbrigðismála í
Bandaríkjunum.
Gildi geisladisksins hefur ótví-
rætt komið í ljós, en bæði nemend-
ur og kennarar hafa getað leitað
nýjustu upplýsinga vegna náms,
rannsókna og kennslu á fljótlegan
og einfaldan hátt. Auðvelt er að
leita upplýsinga á diskunum og
er öllum notendum bókasafns
Háskólans heimilt að nota þá á
eigin spýtur sér að kostnaðar-
lausu.
Zontaklúbburinn Þórunn hyrna
veitir verðlaun við brautskráningu
á hveiju ári til þess nemanda í
heilbrigðisdeild sem sýnt hefur
bestan árangur í námi, en einnig
er fyrirhugað að klúbburinn færi
bókasafni skólans gjafir í upphafi
hvers árs.
Sölufulltrúi IMorðurlands
Traust framleiðslufyrirtæki á matvörumarkaðnum óskar
eftir að ráða sölumann með aðsetur á Akureyri.
Starfið felst í sölueftirliti, framstillingu og reglubundnum
heimsóknum til viðskiptavina á sölusvæðinu.
Leitum að starfsmanni með reynslu í sölumennsku, sem
er tilbúinn að takast á við sjálfstætt, krefjandi starf á
hörðum samkeppnismarkaði. Viðkomandi þarf að vera
metnaðarfullur, heiðarlegur og lipur í mannlegum sam-
skiptum.
í boði er fjölbreytt framtíðarstarf hjá öflugu fyrirtæki.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um reynslu og fyrri störf
sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. maí, merktar:
„H - 3462“.