Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992
ftorfmtt.MfiMí
Útgeíandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsia: Kringlan 1, símr691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
A
Otraust samstaða í
Afganistan
Samkomulag í sjömannanefnd um hagræðingartillögur i mjólkurframleiðslu:
Mjólkurbúum verði fækkað
og verkaskipting þeirra aukin
Grundvallarverð til bænda lækki samtals um 6% næstu þrjú ár
SJÖMANNANEFND skilaði tillögum sínum um úrbætur í mjólk-
urframleiðsu til landbúnaðarráðherra síðdegis í gær, en þá hafði
Ioks náðst samkomulag um þær I nefndinni. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins gera tillögurnar meðal annars ráð fyrir að mjólk-
urbúum verði fækkað og verkaskipting milli þeirra verði aukin. Þá
verði fullvirðisréttur allra mjólkurframleiðenda færður niður um
4,3% gegn bótum samtals að hámarki 250 milljónir, og til ársloka
1994 verði grundvallarverð til bænda lækkað í áföngum um 6%.
Einnig er gert ráð fyrir að vinnslu- og heildsölukostnaður mjólkur
lækki samsvarandi að raunvirði á sama tímabili.
TJlftir nánast lirinulausa bardaga
j og blóðfórnir í tæp 14 ár hafa
trelsissveitir múhameðstrúarmanna
náð völdum í Afganistan. Kommún-
istastjórnin, sem Sovétmenn komu til
valda á sínum tíma, hrökklaðist frá
í síðustu viku en ráð skæruliða mun
ríkja næstu tvo mánuði eða þar til
tekist hefur að mynda nýja ríkis-
stjóm. Fylgismenn Spámannsins,
frelsissveitirnar, sameinuðust um að
koma kommúnistunum guðlausu frá
völdum en óvíst er hversu lengi sú
samstaða mun duga. í Afganistan
líkt og víðar ríkir mikil spenna í sam-
skiptum trúarhópa og þjóðarbrota og
umburðarlyndi á stjórnmálasviðinu
er takmarkað enda lýðræðishefðin
lítil sem engin.
Konungi Afganistan, Muhammad
Zahir Shah, var steypt af stóli árið
1973. Fyrrum forsætisráðherra
landsins, Daud hershöfðingi, varð
forseti Afganistan jafnframt því sem
hann gegndi embætti forsætis-, utan-
ríkis- og varnarmálaráðherra. Daud
var steypt af stóli í aprílmánuði 1978
1 „Saur-byltingunni“ svonefndu, sem
kennd var við samnefndan mánuð og
eitt fyrsta verk hinna nýju valdhafa
var að nema stjórnarskrá landsins
úr gildi. Flokki kommúnista var ein-
um heimilað að starfa og ríkið var
nefnt „Alþýðulýðveldið Afganistan",
Hinir ýmsu hópar múhameðstrúar-
manna, sem gengið hafa undir sam-
heitinu „Mujaheddin", risu upp gegn
ýaldhöfunum nýju og gífurlegur fjöldi
fólks flúði á næstu árum tii nágranna-
ríkjanna írans og Pakistans. Stjórn-
arherinn átti undir högg að sækja,
kommúnisminn höfðaði lítt tii alþýðu
manna og stöðug valdabarátta geis-
aði. Svo fór að lokum að Sovétmenn
sendu um 80.000 manna herlið til
landsins í desember 1979 og komu
jafnframt skósveini sínum, Barbrak
Karmal, til valda. í maírhánuði 1986
tók Najibullah Ahmadzai, þáverandi
yfirmaður afgönsku leyniþjónustunn-
ar, við embætti forsætisráðherra og
hann varð síðar forseti landsins.
Hann dvelst nú í byggingu Samein-
uðu þjóðanna í Kabúl, höfuðborg
Afganistans, og bíður þess sem verða
vill.
Afganistan varð bitbein risaveld-
anna. Vopn frá Bandaríkjunum
styrktu mjög vígstöðu frelsissveit-
ánna og sovéski herinn fékk að kynn-
ást því, líkt og Bandaríkjamenn forð-
öm í Víetnam, að yfirburðir á hernað-
ársviðinu duga skammt í stríði við
þaráttuglaðar og skipulagðar sveitir
skæruliða við erfiðar aðstæður. Eins
og í Víetnam breyttist hemaðaríhlut-
unin í martröð. Svo fór að iokum að
þeraflinn var kallaður heim og stór-
ýeldin sömdu síðar um að hætta
vopnasendingum til stríðandi fylk-
ínga í landinu. Þá varð ljóst að dagar
Kabúl-stjórnarinnar yrðu senn taldir,
þótt hún hafi haldið lengur út en
búizt var við þá.
Tvennt mun einkum ráða úrsiitum
í Afganistan á næstunni. í fyrsta
lagi að samstaða myndist um hvert
afgönsku þjóðinni beri að stefna og
hvaða afstaða verður mörkuð í sam-
skiptum við umheiminn. I annan stað
mun athyglin mjög beinast að hreyf-
ingu bókstafstrúarmanna og afstöðu
leiðtoga hennar, Gullbudins Hekm-
atyars. Hann stjórnar vígreifum
flokki vel vopnaðara múhameðstrúar-
manna og fátt bendir til þess að
breyting verði á þeim ósveigjanleika
sem einkennt hefur framgöngu hans.
Líkt og í Líbánon forðum, þar sem
17 hreyfingar kristinna og múha-
meðstrúarmanna börðust um vöidin,
er hætta á því að hinir ýmsu trúar-
hópar og þjóðabrot í Afganistan geri
út um ágreiningsefni sín með vopna-
valdi. Sagan sýnir að ólíkir hópar
geta sameinast um tíma í þjóðfrelsis-
baráttu í þeim tilgangi að sigra óvin-
inn eina og sanna. Sagan geymir
einnig mörg dæmi þess að harmleikn-
um sé hvergi nærri lokið þótt óvinur-
inn heyri sögunni til. Þetta kann að
sannast enn á ný í Afganistan.
Stuðningur Bandaríkjamanna við
skæruliða Mujaheddin mótaðist af
þeirri afstöðu að beijast bæri gegn
útþenslustefnu sovéska heimskomm-
únismans. Við þær aðstæður er ríktu
á dögum kalda stríðsins var ef til
vill eðlilegt að lítt væri hugað að
hugmyndafræðilegum grundvelli
þjóðfrelsisbaráttu afganskra skæru-
liða. Raunar lá hann ekki fyllilega
ljós fyrir og enn er óvíst hversu fast-
heldnir hinir nýju ráðamenn ætla, að
vera á lögmál Kóransins. SagaAfg-
anistans gefur ekki tilefni til að ætla
að lýðræðislegir stjórnarhættir verði
í heiðri hafðir. Zahir konungur ríkti
í 40 ár og þrátt fyrir að áhrifa frá
Vesturlöndum gætti í nýrri stjórnar-
skrá landsins, sem leidd var í lög
1963, hvarflaði aldrei að konungi að
heimila starfsemi stjórnarmála-
flokka. Eftir byltinguna 1973 var
stjórnarskrá landsins enn breytt en
kveðið var á um að einungis einn
flokkur mætti starfa. Þar varð engin
breyting á er kommúnistar komust
til valda. Lýðræðishefð er því í raun
engin í þessu landi og „stjórnmálalíf"
hefur fyrst og fremst einkennst af
mismunandi - og oftar en ekki svæð-
isbundnum - herstyrk leiðtoga þjóð-
arbrota og ættbálka.
Afganistan hefur löngum verið
talið mikilvægt ríki í hernaðarlegu
og pólitísku tilliti. í þessum heims-
hluta hafa aðstæður allar breyst með
hruni Sovétríkjanna en í norðri frá
Afganistan er að fínna nokkur ríki
er byggð eru múslimum að mestu og
tilheyra nú hinu svonefnda Samveldi
sjálfstæðra ríkja. Nálægð Afganist-
ans við ríki þessi mun ekki síst verða
til þess að önnur ríki í þessum heims-
hluta freisti þess að tryggja vinsam-
leg samskipti við hina nýju ráðamenn
í Kabúl. Vafalítið munu menn fylgj-
ast grannt með viðbrögðum klerka-
stjórnarinnar í íran sem vill að fylgis-
menn Spámannsins sameinist í nýju
efnahagsbandalagi. Þótt sunni-
múslimar séu í meirihluta í Afganist-
an er skyldleikinn engu að síður til
staðar. Þannig talar mikill fjöldi Afg-
ana Dari sem er persnesk mállýska.
Fjórtán ára stríði í nafni þjóðfrels-
is er lokið í Afganistan. í stað þess
að ná fram sigrum á vígvöllunum
verður verkefni hinna ólíku hópa sem
að bráðabirgðastjórninni standa að
tryggja friðinn. Framtíð landsins mun
velta á því að það takist. Þá fyrst
getur endurreisnarstarfið hafist.
Tillögur sjömannanefndar miða
annars vegar að því að aðlaga
mjólkurframleiðsluna að þörfum
innanlandsmarkaðar og draga úr
útgjöldum ríkissjóðs, og hins vegar
að því að lækka verð á mjólkuraf-
urðum og styrkja þar með stöðu
þeirra á markaði, meðal annars
vegna væntanlegrar samkeppni er-
lendis frá.
I búvörusamningnum frá 11.
mars 1991 er gert ráð fyrir að heild-
arframleiðsluréttur í mjólkurfram-
leiðslu verði grundvallaður á innan-
landsmarkaði, og útflutningur
mjólkur og kostnaður við hann verði
á ábyrgð bænda og vinnslustöðva
frá 1. september næstkomandi. Af
þessum sökum þarf að færa virkan
fullvirðisrétt niður úr 104,5 milljón-
um lítra næsta haust í 100 milljón-
ir lítra, og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins leggur sjömanna-
nefnd til að fullvirðisréttur allra
mjólkurframleiðenda verði færður
niður hLutfallslega að þessu marki.
í ljósi þeirrar 6% framleiðnikröfu
sem gerð er ineð lækkun grundvall-
ai’verðs til bænda til ársloka 1994
leggur nefndin til að greiddar verði
50 krónur til bænda fyrir hvern lítra
sem fullvirðisrétturinn verður færð-
ur niður um, þó að hámarki 250
milljónir króna samtals, og komi
greiðslur þessar úr verðmiðlunar-
sjóði mjólkur.
Sjömannanefnd telur forsendu
þess að aukin framleiðni náist í
mjólkuriðnaði að mjólkurbúum verði
fækkað, og verkaskipting þeirra á
milli aukin. Þannig fái þau bú sem
eftir standi meira magn mjólkur til
úrvinnslu og verði sérhæfðari. Þéss-
ari þróun telur nefndin að þurfi að
hraða, og að veita eigi fé úr verðm-
iðlunarsjóði til einstakra búa svo
þetta verði unnt á sem skemmstum
tíma. Nefndin gerir hins vegar ekki
neinar tillögur um það hvaða mjólk-
urbú hætti rekstri, heldur ætlast
hún til þess að hvert einstakt bú
meti stöðu sína með tilliti til vænt-
anlegra rekstrarskilyrða.
Gert er ráð fyrir því í tillögum
sjömannanefndar að núverandi
verðlagningarkerfi mjólkurafurða
verði viðhaldið til ársloka 1994, en
fyrir árslok þá verði verðlagskerfið
endurmetið með hliðsjón af fenginni
reynslu og áhrifum á afkomu bænda
og afurðastöðva. Verði meginá-
herslan lögð á að verðlagskerfið
styrki samkeppnisforsendur mjólk-
urframleiðslunnar og möguleikana
á því að innlend framleiðsla hafi sem
mesta mögulega hlutdeild á mark-
aði.
Þær kröfur sem sjömannanefnd
telur að gera verði til bænda um
aukna framleiðni felast í því að í
ár verði gerð krafa um 1% fram-
leiðni og á árunum 1993 og 1994
verði núgildandi verðlagsgrundvöll-
ur framreiknaður færður niður um
2,5% hvort ár. Þetta verði fram-
kvæmt þannig að ekki komi til verð-
hækkunar fyrr en framleiðnikröfu
ársins sé náð, og því aðeins að til-
efni sé til að minnsta kosti 0,3%
hækkunar. Nefndin treystir sér ekki
til að fastsetja tölur um raunlækkun
verðlags mjólkur fyrir lengra tíma-
bil en út árið 1994, en leggur
áherslu á að áfram verði stefnt að
aukinni framleiðni.
Hvað ákvörðun afurðaverðs ‘ og
markaðsmál mjólkuriðnaðarins
varðar telur sjömannanefnd að
fimmmannanefnd eigi að starfa
áfram, en hún ákveður heildsölu-
og smásöluverð nokkurra búvara.
Verð á neyslumjólk verði það sama
um land allt og fari það eftir ákvörð-
unum fimmmannanefndar. Til þess
að ná þessu markmiði verði heimilt
að leggja á sérstakt flutningsjöfn-
unargjald, sem tekið verði upp um
næstu áramót, en frá sama tíma
falli verðmiðlun samkvæmt gildandi
lögum niður. Verði flutningsjöfnun-
Haft var eftir Halldóri Sigurðs-
syni, framkvæmdastjóra Atlants-
flugs, í frétt Morgunblaðsins í gær,
að Sólarflug hefði skuldað Atlants-
flugi 34 milljónir króna þegar samn-
ingi við ferðaskrifstofuna var rift.
„Eg svara þessu aðeins með því að
benda á að yfirlýsingar Halldórs
stangast á. í bréfi til Morgunblaðs-
ins óskaði hann eftir að leiðrétting
væri birt í blaðinu, þar sem kæmi
fram, að ranglega væri eftir honum
haft að Sólarflug hefði ekki staðið
við skuldbindingar sínar,“ sagði
Guðni. „Núna talar hann allt í einu
um 34 milljóna króna skuld, en ég
veit ekki hvað hefur breyst á þessum
tíma. Ekki höfum við átt nein við-
Eyþór Þorláksson hljómlistar-
maður hefur útsett alla tónlistina
en auk sönglaganna átta frumflutt
fjögur önnur verk þ.á.m. nýtt lag
„Hafnarfjörður“ sem sameiginlegur
kór Tónlistarskólans og grunnskól-
anna flytur. Þá hefur Hlín Arnadótt-
ir samið dansa við nokkur tónverk-
anna en um eitt hundruð börn koma
argjaldið innheimt af heildsöluverði
allra mjólkurafurða, og verði að
hámarki 1% af heildarandvirði
þeirra. Nefndin telur að landið allt
eigi að vera eitt sölusvæði og mjólk-
urbúum verði í sjálfsvald sett hvort
þau starfi sjálfstætt, taki upp sam-
vinnu sín á milli eða sameinist.
Einkaréttur mjólkurbús til að selja
dagvörur úr mjólk og skylda þess
til að sjá um að framboð þeirra sé
nægt hveiju sinni innan sölusvæðis-
ins fellur þar með niður.
Hvað stuðning við mjólkurfram-
leiðsluna varðar leggur sjömanna-
nefnd til að niðurgreiðslum á heild-
sölustigi verði hætt 1. janúar næst-
komandi, en í stað þeirra komi bein-
greiðslur til bænda. Hlutfallslega
haldist sami stuðningur og nú er
miðað við sölu mjólkurafurða innan-
lands og verð til framleiðenda eins
og gert er ráð fyrir í búvörusamn-
ingnum sem gildi tekur næsta
haust.
skipti við Atlantsflug frá því að
hann birti þessa yfirlýsingu. Sann-
leikurinn er sá, að við skuldum ekki
krónu, en Atlantsflug skuldar okkur
hins vegar frá því á síðasta ári. Þá
greiddum við flugið í samræmi við
ákveðið olíuverð, sem síðan lækkaði
um 30% frá gerð samnings fyrir-
tækjanna. Þennan mismun eigum
við eftir að fá greiddan."
Guðni sagði að í lok vikunnar
skýrðist við hvaða flugfélag Sólar-
flug myndi skipta í sumar. „Við
höfum fengið mörg tilboð og hag-
stæð, enda eru um 1.300 farþega-
þotur ónotaðar í Bandaríkjunum og
Evrópu vegna samdráttar í flugi.“
fram á tónleikunum sem eru fram-
lag Hafnarfjarðar til árs söngsins.
A sama tíma verður opnuð í Hafnar-
borg verkefnasýning frá öllum
grunnskólum Hafnarfjarðar. For-
stöðumaður Hafnarborgar er Pétr-
ún Pétursdóttir. Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis.
íslandsmót í samkvæmisdönsum:
Mikil þátttaka o g
vaxandi áhugi
TÆPLEGA 600 manns tóku þátt
í Islandsmeistaramóti í sam-
kvæmisdönsum sem fram fór
Ásgarði í Garðabæ um helgina.
Þátttakendur voru á öllum aldri.
Þeir yngstu 5 ára en elstu kepp-
endurnir voru 76 ára.
Keppt var í tveimur greinum: lat-
in og standard. Keppendur voru frá
tíu skólum á höfuðborgarsvæðinu,
Akranesi og Akureyri.
Helstu sigurvegarar urðu: 7 ára
o g yngri, báðar greinar: Árni
Traustason og Helga Sigurðardóttir.
8 og 9 ára standard: Eðvarð Gísla-
son og Sólrún Björnsdóttir. Latin:
ísak Nguen og Stefanía Miljevic.
10 og 11 ára latin: Brynjar Þorleifs-
son og Sesselja Sigurðardóttir. 12
og 13 ára, báðar greinar: Davíð
Einarsson og Jóhanna Jónsdóttir.
14 til 16 ára, báðar greinar: Victor
Victorsson og Drífa Þrastardóttir.
í flokki 16 til 24 ára standard,
sigruðu Edgar Gapuray og Rakel
Isaksen. í latin sigruðu Ólafur
Guðnason og íris Steinarrsdóttir.
25 til 34 ára standard: Úlfar Orm-
arsson og Sóley Möller. Latin: Reyn-
ir Arngrímsson og Ingibjörg Hann-
esdóttir. 35 til 49 ára báðar grein-
ar: Jón Hilmarsson og Berglind
Ákveðnin skín úr augum kepp-
enda á Islandsmeistaramótinu.
Freymóðsdóttir. í flokki 50 ára
og eldri standard: Árni og Anna
Norðljörð. Latin: Hafsteinn
Sigurðsson og Ágústa Hjálmtýs-
dóttir. I flokki atvinnumanna,
latin, sigruðu: Jón Ólafsson og
Petrea Guðmundsdóttir.
Skuldum Atlants-
flugi ekki krónu
- segir Guðni Þórðarson hjá Sólarflugi
„MÉR ÞYKIR sérkennilegt að framkvæmdastjóri Atlantsflugs skuli
nú halda því fram að Flugferðir-Sólarflug skuldi fyrirtæki hans 34
milljónir, því þessi sami framkvæmdastjóri fékk birta athugasemd í
Morgunblaðinu 29. apríl, þar sem hann segir að það hafi verið rang-
lega eftir honum haft að fyrirtæki mitt hafi ekki staðið við greiðslu-
legar skuldbindingar varðandi samninga um flug fyrir sumarið 1992,“
sagði Guðni Þórðarson, hjá Flugferðum-Sólarflugi, í samtali við
Morgunblaðið.
Tónverkið Tðfratónar
frumflutt í Hafnarborg
TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðar frumflytja tónverkið Töfratónar
eftir Ólaf B. Ólafsson dagana 6. og 7. maí nk. Á tónleikunum, sem
hefjast kl. 20.00 bæði kvöldin, mun kór Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur og Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur
flyfja átta sönglög um árstíðirnar við undirleik hljómsveitar, sem
Gunnar Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans stjórnar.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992
21
Ólafur B. Ólafsson
Vilja stóraukn-
ar aðgerðir
gegn vímuefnum
Borana í suðurhluta Eþíópíu:
Helgi Hróbjartsson kristniboði.
að koma í dauðan bæ. Börnin
léku sér ekki, menn voru lengi
að koma út úr húsum og tala við
okkur og mikið af sjúku fóiki.
Utan við bæinn var mikið af dýra-
hræjum. Þetta er eitt af því versta
sem ég hef séð síðan ég kom hing-
að,“ segir Helgi.
Hann bendir á að ástandið sé
víða slæmt í Afríku. En áhugi
umheimsins á Afríku hafi rninnk-
að á síðustu árum eftir umbylting-
arnar í Austur-Evrópu. „Menn
eru lengur að taka við sér nú en
áður og það verður sífellt erfiðara
að fá aðstoð í tæka tíð,“ segir
hann.
Helgi segir að brýnast sé að
fá mat núna. En síðan verður að
koma til víðtækari hjálp og reyna
að byggja upp bústofninn. „En
fyrst verðum við að vekja athygli
umheimsins á ástandinu," segir
Helgi Hróbjartsson.
OPINN fundur heilbrigðishóps BSRB, Landssambands lögreglu-
manna og Samtaka heilbrigðisstétta haldinn í Félagsmiðstöð BSRB,
Grettisgötu 89, 29. apríl 1992, ályktar eftirfarandi:
Fundurinn telur að ekki sé nægj-
anleg áhersla lögð á hlutverk fjöl-
skyldunnar þegar varnir gegn vímu-
efnum eru annars vegar. Brýnt er
að búa þesari grunneiningu þjóðfé-
lagsins þau skilyrði að hún geti leyst
uppeldis- og umönnunarhlutverk
sitt vel af hendi. Um leið og hlut-
verk fjölskyldunnar með tilliti til
forvarna er skoðað og styrkt, þarf
að gera skólayfirvöldum og kennur-
urn kleift að tileinka sér allar nýj-
ungar og upplýsingar sem að gagni
mega koma fyrir skólann til að
halda uppi fræðslu meðal nemenda
í þeim tilgangi að vekja athygli á
þeirri ógæfu sem neyslu fíkniefna
fylgir.“
„Aldrei séð ann-
að eins ástandu
að 500 unglingar, 13 til 19 ára,
djúpt sokknir í fíkniefnaneyslu og
hefur ástandið farið mjög versnandi
á undanförnum árum.
Fundurinn leggur áherslu á stór-
auknar varnir gegn vímuefnum og
skorar á Alþingi að staðfesta samn'-
ing Sameinuðu þjóðanna um fíkni-
efni og skynvilluefni sem 26 ríki eru
þegar orðin aðilar að, en í samn-
ingnum felst skuldbinding um laga-
setningu og aðrar framkvæmdir
sem miða að auknum vörnum.
Fundurinn styður framkomna
þingsályktunartillögu á Alþingi um
auknar vamir gegn vímuefnum en
í henni er m.a. lagt til að löggæsla
í þessum málaflokki hafa sjálfstæð-
an fjárhag og fari með rannsókn
fíkniefnamála á landinu öllu.
Skora á félaga að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, segir formaðurinn
- segir Helgi Hróbjartsson kristniboði
Dræm fundarsókn og
þungt hljóð í mönnum
teldi þessa tillögu mjög slæma og
hann hvatti alla til að kolfella
hana. Elías Sveinsson sagði að
eina leiðin til að laga kjör félags-
manna væri verkfall. Einar sagð-
ist efast um að dómgreind stjórn-
armanna í Dagsbrún væri í lagi
fyrst þeir mæltu með því að tillag-
an yrði samþykkt. „Ég held að
þessir menn séu búnir að missa
öll tengsl við raunveruleikann.
Sigurður Bessason sagði að menn
yrðu að hugsa sinn gang ef þeir
ætluðu sér að fella tillöguna. „Ef
þessi tillaga verður felld stendur
þetta félag eitt,“ sagði Sigurður.
„ÁSTANDIÐ er verra
nú en 1974-75 og
1984-85 þegar hung-
ursneyð ríkti og allra
augu beindust að Eþí-
ópíu,“ segir Helgi Hró-
bjartsson, kristniboði í
Borana í suðurhluta
Eþíópíu. Hann segir að
sífellt erfiðara sé að
vekja athygli á ástand-
inu í Afríku eftir um-
byltingarnar í Austur-
Evrópu en þörfin auk-
ist ár frá ári.
Þessi mynd er frá Eþíópíu um miðjan
síðasta áratug en Helgi Hróbjartsson
kristniboði segir að ástandið í landinu
sé enn verra nú.
Helgi hefur verið í
Borana, í suðurhluta
landsins, síðan í janúar,
á vegum Hjálparstofn-
unar kirkjunnar. Hann
starfaði þar einnig á
árunum 1974-75, þegar
mikil hungursileyð var á
þessum slóðum. Hann
segir að miklir þurrkar
hafi eyðilagt stóran
hluta uppskerunnar og að mikill
straumur flóttamanna frá stríðinu
í Sómalíu geri ástandið enn verra.
Að sögn hans eru 70.000 flótta-
menn í Borana, sem er á stærð
við ísland.
Að sögn Helga er erfitt að
nefna tölur varðandi ástandið, þar
sem erfitt er að sannreyna þær.
En Ijóst er að fleiri hundruð
manns hafa þegar látist. Talið er
að um 80 prósent búpenings í
Borana hafi þegar fallið.
„Fyrir skömmu kom ég í bæ
einn í Borana þar sem búa
700-800 manns. Það var eins og
„Fundurinn vekur athygli á ný-
legri skýrslu landlæknisembættis-
ins: Ungir fíkniefnaneytendur,
hvaðan koma þeir og hvert fara
þeir? Samkvæmt skýrslunni eru allt
Frá Dagsbrúnarfundinum í gær.
Félagsfundur Dagsbrúnar um miðlunartillögu ríkissáttasemjara:
DRÆM fundarsókn setti mark sitt á félagsfund Dagsbrúnar þar sem
miðlunartillaga ríkissáttasemjara var til umræðu, en rúmlega 100
manns sátu fundinn í Bíóborginni á mánudag. Það var þungt hljóð í
þeim mönnum sem tóku til máls á fundinum og meirihluti þeirra vildi
að tillagan yrðu felld. Hinsvegar hvetur sljórn Dagsbrúnar félags-
menn sína til að samþykkja tillöguna og Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar hvatti félaga þar að auki til að taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni. Samkvæmt iögum telst tillagan samþykkt ef innan
við 20% félagsmanna taka þátt hvernig sem niðurstöður eru.
Guðmundur J. Guðmundsson hóf
fundinn á því að ræða ítarlega um
aðdragandann að tillögunni og hvað
fælist í henni. í máli hans kom fram
að í þeirri stöðu sem nú er sé félag-
inu ekki fært annað en að sam-
þykkja tillöguna því ef hún yrði felld
í félaginu stæði það eitt áfram í
baráttunni. „Við verðum að gera
okkur það ljóst að við verðum nú
að mæta vaxandi atvinnuleysi og
baráttan við það er mikilvæg. Við
megum ekki láta þetta helvíti
kreppuáranna koma yfir okkur,“
sagði Guðmundur. „Það liggur fyrir
að stjórn Dagsbrúnar mælir með því
að tillagan sé samþykkt og ef við
fellum tillöguna er félagið umkringt,
ég sé ekki önnur félög sem munu
fella þessa tillögu. Og dettur nokkr-
um í hug að ana út í verkfall í þeirri
stöðu sem við stöndum í þessa stund-
ina.“
Af þeim átta mönnum sem tóku
til máls í kjöjfar Guðmundar var
aðeins einn sem mælti með því að
tillagan yrði samþykkt, og þá ekki
vegna þess hve góð hún væri heldur
þar sem ekki væri um annað að
ræða í stöðunni. Aðrir sem afstöðu
tóku vildu að tillagan yrði kolfelld.
Jóhannes Guðnason sagði að
tillagan væri rusl og að hann hefði
orðið fyrir verulegum vonbrigð-
um með vinnubrögð ASÍ og verka-
lýðsforystunnar í þessum samn-
ingum. „Þessir menn ættu að
skammast sín fyrir að leggja þetta
á borð fyrir okkur,“ sagði Jóhann-
es.
Gylfi Páll Hersir sagði að hann