Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1992 13 Bravó fyrir unglingunum Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Leiklistarklúbbur Tónabæjar, Slúðrið. Höfundur: Flosi Ólafs- son. Leikstjórn: María I. Reyn- dal. Hljódmaður: Guðmundur Björnsson. Ljósamaður: Mar- grét Sigfúsdóttir. Leikendur: Arnþrúður Ingólfsdóttir, Gunn- ar Þorri Pétursson, Dagbjört Jónsdóttir, Æsa Bjarnadóttir, Arnrún Halla Arnórsdóttir, Ingigerður Guðnadóttir, Alda Berglind Egilsdóttir, Svanhild- ur Þorvaldsdóttir, Björn Thors, Viktor Már Bjarnason. Þessa dagana er sýnir Leiklist- arklúbbur Tónabæjar alvörugam- anleikinn Slúðrið í Tónabæ. í hópnum eru unglingar á grunn- skólaaldri og leiðbeinandi þeirra, María I. Reyndal, er sjálf nýút- skrifuð úr Menntaskóla. Sýningin er sett upp að frumkvæði krakk- anna, sem ekki hafa áður tekið þátt í opinberum leiksýningum. Eins og marga — sem eru komnir fast að miðjum aldri og þar yfir — rekur eflaust minni til, fjallar þetta verk Flosa um það hvernig slúður verður til, vex og dafnar í munni þeirra sem með það fara og er í rauninni stór- hættulegt þeim sem fyrir því verð- ur. Sagan hefst á því að ein hæna missir fjöður og hinar hænurnar í kofanum, sem öfurida hana af einhveiju, bera það út að hún hafi reytt af sér fjaðrir til að ganga í augun á hananum. Þær eru jú all- ar að berjast um athygli eins ein- asta hana. Sagan fær vængi og berst út fyrir hænsnakofann, milli húsa, um bæinn, í fjölmiðla og hver og einn bætir sínu kryddi við hana, þar til útgáfan er orðin fjári kræsileg: Fimm hænur dauðar; reyttu af sér fjaðrirnar til að ganga í augun á hananum og einhver drap þær — og nú er orðið fremur óljóst hvort þetta gerðist í hænsna- húsi eða pútnahúsi. Hænurnar eru ýmist hænur eða konur eða bara óttalega pútur. Alltént ríkir ófremdarástand í bæjarfélaginu og vegna öryggis þeirra sem eftir lifa og bæta stöð- ugt við söguna, er þess krafist að morðinginn verði fundinn. Sér- fræðingar á sviði glæpa og refs- inga eru kallaðir til, en ekkert gengur. Mannskapurinn er að ærast og heimtar sökudólg, söku- dólg, sökudólg — og á endanutn er ein lítil sveitastúlka gripin og dæmd, aðallega vegna þess að hún tók ekki þátt í leiknum. Hún kunni það ekki, vegna þess að hún skilur ■ SAMTÖK kvenna á vinnu- markaðinum hafa samþykkt eftir- farandi ályktun: „Útifundur Sam- taka kvenna á vinnumarkaðinum haldinn 1. maí 1992 skorar á allt launafólk að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og krefjast samn- inga um bætt kjör og verðtryggingu launa. Með því að hafna miðlunartil- lögunni lýsum við andstöðu gegn niðurskurðarstefnu stjórnvalda og hótunum um réttindamissi. Launa- fólk, stöndum saman gegn áfram- haldandi kjaraskerðingu." VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI £B Þ.Þ0RGRIMSS0N & CO Ármúla 29 - Reykjavík - simi 38640 manneskjuna út frá lögmálum búfénaðar, sem ekki drepur sína tegund — allra síst mannorð henn- ar. Það er ansi hreint djarft af ný- græðingum að setja upp leikrit í fullri lengd, sérstaklega þar sem hver og einn verður að leika fleiri en eitt hlutverk. En krakkarnir stóðu' sig með einstakri prýði — og ekki miðað við aldur eða reynsluleysi, heldur miðað við það að þau héldu athygiinni áreynslu- laust, framsögn var mjög skýr og sviðshreyfingar ftjálslegar og hik- lausar. Svipbrigði og blæbrigði raddar voru sterk og leikandi, en punkturinn yfir i-ið var tvímæla- laust hvernig þau léku á áhorfend- ur; sneru sér hiklaust að þeim, blönduðu þeim í sýninguna og réðu við hvaða viðbrögð sem þau fengu. Sýning Leiklistarklúbbs Tóna- bæjar er framúrskarandi skemmti- leg og mjög vel unnin. Hún er ekki síst áminning til okkar um að vera vakandi fyrir þeim mögu- leikum sem í unglingum búa; áminning um að horfa og hlusta á þá tjá sig á síiium eigin forsend- um og reyna að læra eitthvað af þeim, í stað þess að dæma þá alla vegna stöðugra frétta af eirðar- leysi þeirra og stefnuleysi í mið- borginni. Sýningin er líka glöggt dæmi um hversu alvarlega ungl- ingar taka starfsemi félagsmið- stöðva sinna og hversu vel þeim peningum er varið sem þangað renna. Slefberarnir, Bína slúðurkerling, Abba slúðurkerling, Júlíana Hop- man, krímínólóg, Ebba slúðurkerling, Helga forstöðukona í heilsu- ræktinni og GuIIa Malla, sveitastúlka (Arnrún Halla Arnórsdóttir, Alda Berglind Egilsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Svanhildur Þorvalds- dóttir, Æsa Bjarnadóttir og Arnþrúður Ingólfsdóttir). Vrr> ÞÁTTTAKA ÞÍN STUÐLAR AÐ BJÖRGUN MANNSLÍFA ! ÁTT Hl MIDA ? SlyssuaiHiafélags Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.