Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C
114. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bosnía-Herzegovína:
Tæp milljón manna
hefur flúið stríðið
Árás á friðargæsluliða sem reyndu
að bjarga flóttamönnum í gíslingu
Reuter
Serbneskir flóttamenn frá Bosníu sitja á vörubíl á leiðinni til Serbíu. Tæp milljón manna hefur flúið
heimili sín í Bosníu, þar af 580.000 til Króatíu, Serbíu og annarra landa.
Belgrad, Sarrýevo. Reuter.
VOPNAÐIR Serbar héldu í gær um 7.000 flóttamönnum, aðallega
konum og börnum, í gíslingu í Sarajevo, höfuðborg
Bosníu-Herzegovínu. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna reyndu
að koma flóttafólkinu til hjálpar en urðu fyrir sprengjuvörpuárás.
Enginn þeirra særðist. Heilbrigðisyfirvöld í Bosníu skýrðu frá því
að stríðið í landinu hefði kostað 2.225 manns lífið, auk þess sem
930.000 manns hefðu flúið heimili sín.
Hajrudin Somun, einn af helstu
ráðgjöfum Alija Izetbegovics, for-
seta Bosníu, sagði að hafnar væru
samningaviðræður um fólkið, sem
reyndi að flýja bardagana í
Sarajevo í bílalest. Herinn og Serb-
arnir segðu að fólkinu yrði ekki
sleppt nema umsátri Króata og
múslima um búðir hersins í mið-
borg Sarajevo yrði hætt. Auk her-
Dagblöð í íran um stríðið í Nagorno-Karabak:
Ríki múslima hvött til að
sameinast gegn Armeníu
Forseti Tyrklands vill senda her til azerska héraðsins Nakhítsjevan
Nikósíu, Jerevan, Sadarak. Reuter.
DAGBLÖÐ í Íran sögðu í gær, að „yfirgangur" Armena við Azera í
Nagorno-Karabak gæti snúist upp í styijöld og skoruðu á íslömsk
ríki að sameinast gegn þeim. Þá sagði tyrkneskt blað í gær og hafði
eftir Turgut Ozal, forseta Tyrklands, að strax ætti að senda tyrknesk-
ar hersveitir til Nakhítsjevan, azersks héraðs við tyrknesku landamær-
in, en þar eru einnig átök á milli Armena og Azera.
írönsk dagblöð, meðal annarra
Abrar og Jomhuri Eslami, sem er
málgagn harðlínumanna, fóru í gær
hörðum orðum um árásir kristinna
Armena á Azerbajdzhan og ísl-
amska íbúa þess og sögðu, að öll
íslömsk ríki yrðu að sameinast um
„viðeigandi ráðstafanir" til að
stöðva þær. Voru Tyrkir einnig sak-
aðir um að bera ábyrgð á valdabar-
áttunni í Azerbajdzhan, sem hefði
gefið Armenum tækifæri til að
treysta tök sín á Nagomo-Karabak
en það tilheyrir Azerbajdzhan þótt
það sé byggt Armenum.
Tyrkneska blaðið Hurriyet hafði
í gær eftir forseta landsins, Turgut
Ozal, sem er að jafna sig eftir
skurðaðgerð í Bandaríkjunum, að
senda ætti tyrkneskt herlið til að-
stoðar Azerum í Nakhítsjevan án
tafar og Mesut Yilmaz, formaður
Föðurlandsflokksins, stærsta
stjórnarandstöðuflokksins, og fyrr-
um forsætisráðherra, hét stuðningi
sínum og flokksins við slíka ákvörð-
un.
Suleyman Demirel, forsætisráð-
herra Tyrklands, hefur verið tregur
til beinna afskipta af málefnum
Azera en krafan um aðstoð við þá
og múslima í Bosníu-Herzegovínu
verður æ háværari. Tyrkir eru hins
vegar í Atlantshafsbandalaginu og
hernaðaraðstoð við múslima í öðr-
um ríkjum gæti kynt undir því, sem
margir óttast, að upp sé að koma
ný víglína í alþjóðamálum, milli
múslima og kristinna manna.
að komið yrði upp hlutlausu ör-
yggissvæði við landamæri Armeníu
og Nakhítsjevan.
manna hafa fjölskyldur þeirra leit-
að hælis í búðunum. Somun sagði
að stjórn Bosníu hefði fallist á kröf-
una en bætti við að herinn væri
alltaf að setja ný skilyrði fyrir frels-
un gíslanna.
Ráðgjafinn sagði að Alija Izet-
begovic forseti myndi ekki taka
þátt í friðarviðræðum á vegum
Evrópubandalagsins sem hófust í
Lissabon í gær. Hann sagði að
hvorki bandalagið né júgóslavneski
herinn gæti tryggt að forsetinn
kæmist frá Sarajevo án þess að
ráðist yrði á hann eða honum rænt.
Serbar héldu Izetbegovic föngnum
í tvo daga fyrr í mánuðinum þegar
hann sneri heim eftir friðarviðræð-
ur á vegum Evrópubandalagsins.
Heilbrigðisyfirvöld í Bosníu
sögðu að 930.000 manns hefðu flú-
ið heimili sín í landinu, þar af
580.000 til Króatíu, Serbíu og ann-
arra landa, en 350.000 væru í
Bosníu. 7.660 hefðu særst í stríð-
inu, þar af væru 40% örkumla.
Alls eru 250.000 alvarlega sjúkir
Bosníumenn á sjúkrahúsum og
margir eru í hættu vegna mikils
skorts á lyfjum.
Vaxandi áhyggjur
af útbreiðslu berkla
Florída. Frá Atla Steinarssvni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa vaxandi áhyggj-
ur af útbreiðslu berkla í Bandaríkjunum og raunar víðs vegar
um heim á síðustu árum. Nú er vitað um rösklega 20 milljónir
berklasjúklinga víða um heim og berklatilfellum hefur fjölgað
um átta milljónir á ári undanfarin tvö ár.
Sérfræðingar bandarísku sjúk- fíkniefnasjúklinga.
dómagreiningarstöðvarinnar í
Atlanta óttast að þessi nýi berkla-
faraldur eigi eftir að valda meiri
usla og fleiri dauðsföllum í heim-
inum en sá faraldur sem gekk
yfir á fyrstu áratugum þessarar
aldar. Segja þeir ástæðu óttans
vera þá að eldri lyf dugi ekki leng-
ur gegn berklaveikinni vegna
áhrifa frá meðferð ónæmis- og
Samkvæmt skýrslum sjúk-
dómagreiningarstöðvarinnar hef-
ur berklaveikitilfellum farið íjölg-
andi síðastliðin þijú ár en í 30 ár
þar á undan var berklaveikin á
undanhaldi í Bandaríkjunum. Á
sl. ári voru skráð 26 þúsund ný
tilfelli í Bandaríkjunum og er tíðni
sjúkdómsins nú 10,4 miðað við
hverja 100.000 .Bandaríkjamenn.
Azerska héraðið Nakhítsjevan er
aðskilið frá Azerbajdzhan og
umlukt Tyrklandi, Armeníu og Iran.
Segjast Armenar hafa ráðist inn í
landið á einum stað til að þagga
niður í stórskotaliði Azera, sem
hafi skotið á armenskar byggðir.
Hart var barist með flugskeytum
og stórskotavopnum um bæinn Sad-
arak í Nakhítsjevan í gærkvöldi.
Tugir manna hafa fallið í bardagan-
um um bæinn undanfarna þijá
daga.
Geidar Alíjev, leiðtogi Nakhítsje-
van, skoraði í gær á Levon Ter-Pet-
rosjan, forseta Armeníu, að binda
enda á árásir Armena á héraðið og
semja um vopnahlé. Ter-Petrosjan
neitaði því hins vegar að Armenar
hefðu gert stórskotaárásir á Nakhí-
tsjevan. Hann kvað ásakanir um
slíkt hafa komið frá „þriðja aflinu",
sem vildi finna tylliástæðu til að
senda hersveitir á vettvang og vís-
aði hann þar til Tyrklands. Arm-
enski forsetinn lagði hins vegar til
Reuter
Krefjast sjálfstæðis Krímar
Þingið á Krím fjallaði í gær um sjálfstæðisyfirlýsinguna sem það sam-
þykkti í síðasta mánuði og svo virðist sem allt sé komið í hnút. Þingið
samþykkti fyrst nokkur atriði ályktunartillögu um að ómerkja sjálfstæðis-
yfirlýsinguna. I atkvæðagreiðslu um tillöguna i heild var hún hins vegar
felld. Myndin var tekin fyrir utan þinghúsið þar sem tugir Krímbúa,
rússneskumælandi þjóðernissinnar, kröfðust viðskilnaðar við Ukraínu.