Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 45 ’LACTACYD HARSAPA jyrirviðkvœman hársvörð Lactacyd harsápan verndar hársvörðinn og ver hann þurrki, jafnframt því sem hún vinnur gegn ■ HB ertingu og flösumyndun ■ Lactacyd hársápan er mild og hefur hina góðu eiginleika Lacta- cyd léttsápunnar og inniheldur __ auk þess hárnæringu sem mýkir hárið og viðheldur raka þess ■ Lactaeyd hársápan fæst ineð og án ilmefna í helstu stórmörk- _ uðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki ■ Tjaldvagnar: Eitt handtak og sumarhús á hjólum rís. Opnast á 2 mín. m/fortjaldi. Einnig nokkrir lítið notaðir frá '91. Verð frá kr. 320.000-450.000. gengt Umferðarmiðstöðinni, símar 19800 og 13072. BYRJAR LAUGARDAGINN 6.JUNI! KVIKMYNDIR Fáar myndir jafn umtalaðar seinni árin Um þessar mundir eru að hefj- ast sýningar á afar umtalaðri spennumynd frá kvikmyndaborg- inni Hollywood. Hún heitir á á frummálinu „Basic Instinct“j en hefur verið skýrð á íslensku Ogn- areðli“. Hollywoodgoðið Michael Douglas leikur aðalkarlhlutverkið, en áður lítt þekkt leikkona, Sharon Stone, fer með aðalkvenhlutverkið og þykir gera það af slíkum krafti að á skömmum tíma er hún orðin ein af eftirsóttustu leikkonunum þar vestra auk þess að skáka helstu kynbombunum. Myndin er umtöluð. Samtök samkynhneigðra í Bandaríkjunum eru æf vegna þess að meintur morðingi sögunnar er tvíkyn- hneigð kona sem ungfrú Stone leikur. Hafa samkynhneigðir hvatt fólk til að sniðganga myndina, en eins og oft vill verða, þá hafa slík- ar þreifingar þveröfug áhrif. Engu að síður hefur það sett mark sitt á sýningar myndarinn beggja vegna Atlantsála að mótmæla- stöður hafa verið hafðar í frammi. Það kemur á óvart að óþekkt leikkona skuli leika svo stórt hlut- verk í svo stórri mynd á móti svo „stórum“ leikara sem Douglas er talin þótt hann sé í raun lágvax- inn. Satt mun vera, að lengi hafi verið leitað að hæfri leikkonu í hlutverkið, enda mjög krefjandi. Því veldur meðal annars óvenju- lega djarfar kynlífssenur, svo djarfar að leikstjórinn, Hollending- urinn Verhooven, þurfti að leggja myndina sjö sjnnum fyrir banda- ríska kvikmyndaeftirlitið áður en myndin fékkst samþykkt. í Evr- ópu, þar með talið á íslandi, fá menn hins vegar að sjá uppruna- lega eintakið. Því var óspart fleygt er leit stóð yfir að mótleikara fyr- ir Douglas, að hver þekkta leik- konan af annarri hafnaði hlutverk- inu. Bæði vegna kynlífssenanna og ekki síst vegna þess að Douglas er ekkert allt of vinsæll ineðal margra kollega sinna. Sagt var að bæði Kim Basinger og Michelle Pfeiffer hefðu sagt þvert nei. Aðr- ar raddir sögðu að Douglas sjálfur hefði hafnað þessum leikkonum þar eð hann hafi verið að leita að ákveðinni „týpu“ sem væri hörku- legri en þær Basinger og Pfeiffer án þess þó að eftir væri gefið í kynþokka. Auk þess væri mikil nekt nauðsynleg í myndinni og þær stöllurnar hafa sárasjaldan flett sig klæðum á hvíta tjaldinu og Basinger raunar oftar en einu sinni fengið staðgengil til að leysa sig af í nektarsenum. Þá hafði Sharon Stone uppi. hörð orð um þá Douglas og Ver- hooven eftir samvinnuna, sagði að sér hefði aldrei verið sögð öll sag- an um til hvers var ætlast af henni. „Það var meiri nekt og meira kyn- líf en látið var uppi um og mér hreinlega stillt upp að vegg á krít- ískum augnablikum. Ég þurfti að ákveða á sekúndubroti í miðri hringiðunni hvort ég gerði upp- Douglas og Jeanne Tripplehorn, sem leikur stórt hlutverk í myndinni. Douglas og Stone í eldheitri senu í Ógnareðli. steit eða léti til leiðast. Ég gerði það raunar, en sé eftir sumu af því,“ segir Stone. Hún segir sem dæmi, að Verhooven hafi í einni kynlífstökunni sagt allt í einu að hún yrði að fara úr nærbuxunum af því að þær vörpuðu óeðlilegum skugga á hluta myndrammans. Áður hafði henni verið lofað að hún þyrfti aldrei að fækka fötum svo gersamlega. En þarna hafi komið upp erfitt augnablik og í stað þess að standa uppi í hárinu á leikstjóranum og skemma vinnu- móralinn hafi hún gefið þetta eftir. Þrátt fyrir að ungfrú Stone telji sig hafa verið misnotaða í mynd- inni, stendur hún eftir með pálm- ann í höndunum. Áhorfendur hafa hrifist af leikhæfileikum hennar og fegurð. í Bandaríkjunum hefur myndin verið í efsta sæti aðsókn- arlistans síðan hún var frumsýnd þar. I Cannes var myndin frum- sýnd 8. maí og mynduðust langar biðraðir á hveija sýningu. Fyrstu sýningarhelgina í Frakklandi sáu myndina 250.000 manns, sem er fáheyrt. I Meira en þú geturímyndað þér! ÞETTA RÖR ER NÍÐSTERKT, TÆRIST EKKI OG RYÐGAR EKKI REYKJALUNDUR - MEÐ VATNIÐ Á HREINU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.