Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 Björn F. Guðnason Sauðárkróki - Kveðja Vinur minn Bubbi Guðna er lát- inn, langt um aldur fram. Sérstæð- ur mannkostamaður er genginn. Kynni okkar hófust fyrir 45 árum. Foreldrar mínir og ég fluttum vorið 1947 í „Vonina“, Freyjugötu 34. Mikið og myndarlegt hús á þeim tíma. Ungur og gerðarlegur piltur utan úr Hofsósi, falaðist eftir herbergi og flutti þá síðsumars í herbergið á norðurloftinu, og hugðist vera þar a.m.k. fram á væsta vor. Það teygð- ist úr dvölinni, og árin urðu sex í „Voninni". Mér er minnisstæður dagurinn þegar Bubbi flutti til okk- ar. Það héldu mér engin bönd, og þrátt fyrir áminningar móður minnar fór ég strax í heimsókn á norðurloftið og allt frá fyrstu stundu var ég þar velkominn. Fyrr en varði eignaðist ég vin og leið- beinanda í Bubba, sem ég leit gríð- arlega mikið upp til. Það var vand- ratað meðalhófið, að ganga ekki um of á vináttuna við hann, ég ekki nema fjögurra ára þegar kynni okkar hófust, en Bubbi fljótt vin- sæll og vinmargur. Vinátta okkar óx frá ári til árs. Samfélagið á norð- urloftinu sífelldur viskubrunnur og athvarf. Stundum spilað á handsnú- inn grammófón, lög sem vour „allt önnur“ og „betri“ en á gömlu Guf- unni. Bubbi tók þátt í og skipulagði með mér lífsbaráttuna og framtíð- ina. Ég hafði séð tindáta hjá strák, sem voru glæsilegri og litskrúðugri . en dæmi voru um í bænum á þeirri tíð. Við vinimir vorum sammála um að slíka kjörgripi væri nánast von- laust að eignast. En hvað gerðist? Á næstu jólum fékk ég þessa for- láta tindáta frá Bubba, vini mínum. Gleði mín var mikil, og lengi voru þessir kjörgripir til á heimilinu, gengu í erfðir til bræðra minna. Árið 1951 var Skugga-Sveinn sýndur í „gömlu“ Bifröst. Það kost- aði 5 krónur fyrir börn á sýning- una, og þótti dýrt. Skugga-Sveinn var mikil leiksýning á þessum tíma. Ákveðin var sérstök aukasýning fyrir börn, aðsóknin var svo mikil. Það var mér ofviða, þó aðgangseyr- ir væri kominn niður í tvær krón- ur. Þetta voru atvinnuleysisár og lítið um aura í bænum undir Nöf- um. Við ræddum það vinirnir, að það væri afleitt fyrir mig að kom- ast ekki aftur á þessa snilldarsýn- ingu. Hver biður mig þá að koma sem snöggvast, upp á norðurloft, nema vinur minn, gefur mér spánnýjan túkall, og segir mér að drífa mig á Skugga-Svein, því ég sjái mikið og lengi eftir því ef ég missi af sýningunni. Það komu margar guðsgjafirnar ofan af norð- urloftinu. Þessar leifturmyndir frá löngu liðnum tíma eru talandi dæmi um þann kærleika og manngæsku sem Bubbi sýndi öllu sínu samferða- fólki. Hann var alla tíð næmur á líðan samferðamanna sinna, sígef- andi af sjálfum sér, ekkert of gott fyrir vinina, stöðugt veitandi. Bræð- ur mínir nutu þess sama og fjöl- skyldan mín öll. Vináttan var til lífstíðar, það bar aldrei skugga á, sem sjaldgæft er í mannlegum sam- skiptum. Bubbi kynntist konuefni sínu í „Voninni". Magga leigði herbergi eins og hann. Eitt sinn spurði hann mig, hvernig mér litist á Möggu sem konuefni fyrir sig? Ég varð strax spenntur, og sagði að Magga væri besta stelpan sem hann gæti feng- ið. Þótt ungur væri, fann ég straum- ana milli þessara góðu vina minna. Þótt Magga væri, að sumu leyti, að taka frá mér minn traustasta vin, náði afbrýðisemin ekki teljandi tökum á mér. Því vinátta mín við þau minnkaði síst við samdrátt þeirra. Magga og Bubbi fluttu úr „Von“ á vordögum 1953, og stofnsettu sitt eigið heimili. Fyrst í því forn- fræga húsi, sem kennt var við Krist- ján Gíslason „borgara. Síðan lá leið- in til Valda Bergs á Ægisstígnum, þá að Freyjugötu lOb og síðan að Hólavegi 22, þar sem Bubbi hafði reist ljölskyldu sinni veglegt hús. Það varð heimili þeirra upp frá því, allt fram á þennan dag. Samlíf Bubba og Möggu varð farsælt og hamingjuríkt, mikið jafnræði með þeim hjónum og barnalán mikið. Fyrirmyndarhjónaband, eins og þau gerast best. Heimili þeirra alla tíð mannmargt, opið og notalegt kær- leiksheimili. Börn Bubba og Möggu eru Óskar Guðvin, f. 7. júlí 1957, tvíburárnir Lovísa Bima og Guðni Ragnar, f. 29 júní 1959. Yngstur er Björn Jóhann, f. 20 maí 1967. Barnabörn- in eru orðin sjö. Óskar og Lovísa búa með fjölskyldum sínum hér á Sauðárkróki, en bræðurnir Guðni og Björn dvelja í Reykjavík. Bubbi hafði mannkosti sína að veganesti, veraldlegan auð engan, þegar hann kom á Krókinn til náms í húsasmíði hjá Sigurði Sigfússyni. Það voru umbyltingatímar, hafnar miklar framkvæmdir í sveitum, sem náðu fyrr en varði hingað til Sauð- árkróks, bæjarins undir Nöfum. Mikil athafnasemi og áræði fylgdu Sigga Siff. og það safnaðist að honum mikið mannval. Bubbi var í þeirra hópi. Krókurinn var ekki nægt olnbogarými fyrir Sigga Siff., en lærisveinar hans urðu eftir og stofnuðu m.a. tvö fyrirtæki: Litlu trésmiðjuna, forvera Trésmiðjunnar Borgar, og Byggingafélagið Hlyn. Bæði urðu þessi fyrirtæki afar t Fósturbróðir minn, JÓN GUÐNI LÚÐVÍKSSON, Safamýri 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. maí kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Guðrún Þórðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HERMANN EGILSSON fyrrum bóndi á Galtalæk í Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 23. maí kl. 14.00. Jarðsett verður í Bræöratungukirkjugarði. Jensina Jónatansdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ÓLASON fv. brunavörður, Dalbraut 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 21. maí, kl. 15.00. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Hjörvar Sævaldsson, Kristinn Ó. Kristinsson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Einar Á. Kristinsson, Rebekka Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN EINARSSON blikksmíðameistari, Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 22. maí kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á Hjartavernd. Jenný Sigf úsdóttir, Helga S. Jóhannsdóttir, Guðfinna Jóhannsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir Furuvik, Einar I. Jóhannsson, ísak V. Jóhannsson, Sigrún Einarsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Aldis Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Guðjón Helgason, Henk Hoogland, Ingmar Furuvik, Helga Eiðsdóttir, Inga Sigurjónsdóttir, Pálmi Magnússon, Kaj Fryestam, + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁSGEIRSSON, Hvassaleiti 97, Reykjavik, lést mánudaginn 18. maí. Edda Kristjánsdóttir, Kristján Sigurmundsson, Helga Sigurmundsdóttir, Anna Sigurmundsdóttir, Jón Sigurmundsson, Friðrik Sigurmundsson, Einar Sigurmundsson og langafabörnin. Sigurmundur Jónsson, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Helgi Tómasson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Vigdís Klemenzdóttir, + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HERMANN SNORRI JAKOBSSON frá Látrum í Aðalvik, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu föstudaginn 22. maí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna, Guðmunda Þorbergsdóttir, Trausti Hermannsson, Sólveig Ólafsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Jóhanna Hermannsdóttir, Jónas Guðmundsson, Snorri Hermannsson, Auður H. Hagalin. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR, Skeiðarvogi 89, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. maí kl 15.00. Jón Kristinn Arason, Þórhallur Arason, Sveinn Arason, Arnþór Óli Arason, Atli Arason, Anna Björg Aradóttir, Halldór Arason, Nanna Huld Aradóttir, og barnabörn. Sigrún Kristinsdóttir, Rannveig Tómasdóttir, Jóna Möller, Guðný Eiríksdóttir, Þorleifur Magnússon, Helga Ólafsdóttir, Pétur Ingólfsson + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNASAR BERGMANNS HALLGRÍMSSONAR, Helgavatni. Sigurlaug H. Maronsdóttir, Maron Bergmann, Þorbjörg Otta, Kristín Helga, Þorbj'örg Jónasdóttir, Hallgrimur Eðvarðsson, Kristin Bjarnadóttir, Maron Pétursson, Kristín Hallgrímsdóttir, Gert Grassl, Eðvarð Hallgrímsson, Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Oddný S. Jónsdóttir. öflug, á skagfirskan mælikvarða, raunar á landsvísu. Buhbi stofnaði Byggingafélagið Hlyn, árið 1954, ásamt Braga Jósafatssyni, Reyni Ragnarssyni, ísak Árnasyni og Kára Hermannssyni. Fyrirtæki óx og dafnaði og tókst á við fjöldann allan af stórverkum. Bubbi varð yfirsmiður við byggingu Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárhæðum, und- ir stjórn Sveins Ásmundssonar frá Ásbúðum. Við það verk hlaut Bubbi þá eldskírn, sem gerði hann að for- ystumanni, allt til æviloka. Hann hafði yfirumsjón með byggingu heilsugæslustöðvarinnar við „Sjúkrahúsið“, og síðan öldrunar- heimilið, og við fráfall hans standa þessar byggingar allar fullbyggðar. Þau verða ekki talin frekar, öll þau mannvirki í héraði og bæ sem Bubbi hafði umsjón með, eða lagði hönd að. Öldin hefur senn runnið sitt skeið. Enginn einn maður hefur komið jafn mikið að byggingum hér á Sauðárkróki og Björn Guðnason. Gróskumikið vaxtarskeið bæjarins fylgdi starfsævi hans. Síðasta stór- virkið sem hann tókst á hendur, með félögum sínum, var bygging bóknámshúss Fjölbrautaskólans en þar stendur nú fullbúinn grunnur, mikið verk, sem bíður framhaldsins. Að sjálfsögðu byggði hann hús mitt á Smáragrundinni, hver annar? Ýmsar mannabreytingar urðu hjá Hlyni í gegnum tíðina, en alla tíð var Bubbi hjarta fyrirtækisins. Því miður hallaði mjög undan fæti hjá Hlyni, síðustu misseri, sem auðveld- aði vini mínum ekki baráttuna við hinn erfíða sjúkdóm. Hin hörðu gildi, vaxandi samkeppni og pen- ingahyggja, og afleiðingar þeirrar samfélagsþróunar, urðu vini mínum mikill baggi, enda honum anddrægt að fjarlægjast hin mildari mannlegu gildi. Mikið mannval hefur lengst- um verið hjá Hlyni og naut Bubbi mikils trausts sem einn af stjórn- endum fyrirtækisins og hnýtti vin- áttubönd við samstarfsmenn sína, eins og alla aðra á lífsleiðinni. Bubbi var fyrst og fremst maður verksins og framkvæmda, sívinnandi um- fram það sem skynsamlegt var. Fjármálamaður var hann ekki að eðlisfari, en rekstrarmál annaðist hann engu að síður en önnur verk. Vinsældir Bubba, vinar míns, voru með ólíkindum miklar, eins hlédrægur maður og hann var. Hann lét eitt sinn tilleiðast að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórakosningar. Hann stóð uppi sem lang vinsælasti mað- ur flokksins, sem kom honum alveg í opna skjöldu, en velvildarmönnum hans var það ekkert undrunarefni. Að hugsuðu máli var Bubbi ekki tilbúinn að taka að sér pólitíska forystu, og hafnaði vegsemdum og sigldi lygnan sjó með flokki sínum. I raun var Bubbi vinur minn þeirrar gerðar, að pólitísk störf hlutu að vera íjarlæg honum. Mannkostir hans voru hafnir yfir alla flokka- drætti. Aðfaranótt 11. maí, ók ég norður yfir heiðar, og heim, móti silfur- tærri vomóttinni, með sólareld við hafsbrún. Það var svalt en fagurt. Að kvöldi þessa dags höfðu tveir vinir mínir kvatt þetta líf, Bubbi og Ýtu Keli (Þorkell Halldórsson), hinum megin götunnar. Leiðir okk- ar lágu oft saman á Sæmundargöt- unni. Bubbi að huga að fyrirtæki sínu, ég við verslun rnína. Samfé- lagið í götunni er fátækara. Það er ekki samt. Björn Guðnason var mikil mann- kostamaður, með ljúfustu mönnum sem þetta hérað hefur alið á þess- ari öld, umburðarlyndur drengskap- armaður. Gjörvilegir afkomendur hans munu minna á forföður sinn. Ég kveð nú minn gamla góða vin. Fjölskylda mín þakkar órofa tryggð í áratugi. Það er söknuður í hjarta, það eiga margir um sárt að binda. Eiginkona, börn og barnabörn, tengdafólk, systur, frændfólk og vinir. Tengdamóðir sem sér baki miklum vini, Slíkir menn sem Björn Guðnason verða ætíð fátíðir, en verðmætir hverju því samfélagi sem þeir fæðast í. Það er bjart yfír minningunni um Björn Guðnason, manngæskumann sem genginn er. Hans verður minnst langt inn í framtíðina. Hörður Ingimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.