Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 29
28 b. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 29 JRtffgiuitMitfri Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Störf Alþingis Fundum Alþingis var frestað í fyrrinótt og hefur það verið kvatt saman til funda á ný 17. ágúst næstkomandi. Að venju voru haldnir fundir dag og nótt síðustu sólarhringana og virðist gjörsamlega útilokað að koma í veg fyrir, að þing- störfrn fari í hnút í lokin, þótt skipulagi og starfsháttum hafi verið breytt. Alþingi starfar nú í einni málstofu í stað þriggja áður og samkvæmt nýjum þing- skaparlögum. Tilgangur breyt- inganna var að gera starf Al- þingis einfaldara í sniðum og skilvirkara — færa það nær kröfum nútímans. Fyrsta starfs- ári Alþingis með nýju skipulagi starfshátta er nú lokið og það verður að segjast eins og er, að reynslan lofar ekki sérlega góðu. Meginviðfangsefni Alþingis er að setja landsmönnum lög, veita framkvæmdavaldinu að- hald, en jafnframt að vera vett- vangur pólitískrar umræðu. Hjá því verður ekki komizt og það verður að teljast eðlilegt, að þingmenn viðri skoðanir sínar á helztu dægurmálum, sem upp koma á stjómmálasviðinu. En það verður jafnframt að gera þá kröfu til þingmanna, að þeir haldi sig við málefnin hveiju sinni, en noti ekki hvert tilefni sem gefst til að auglýsa sjálfa sig eða flokka sína, að ekki sé talað um að nota málfrelsið til að tefja framgang mála. Slík framkoma er að sjálfsögðu óþol- andi. Á því hefur þó ítrekað borið nú í vetur og þingmenn krafizt umræðu utan dagskrár eða um þingsköp án brýnna til- efna. Þegar þingmenn bijóta svona gegn tilgangi þingskapar- laga, hvemig geta þeir búizt við því, að almennir borgarar taki störf þeirra eins hátíðlega og ástæða væri til? Uppákomurnar í þingsölum nú í vetur hafa leitt til þess, að forsætisráðherrann hefur sakað ákveðna þingmenn um enda- laust málæði og það af litlu viti. Ummæli forsætisráðherrans verður að taka alvarlega og það er rétt, að forsætisnefnd Alþing- is og þingflokkarnir ij'alli um það í sumar, hvort breytingar era nauðsynlegar á þingskaparlög- unum i ljósi- reynslunnar. Þar verður að sjálfsögðu að hafa í huga, að málfrelsi þingmanna sé tryggt og taka verður undir fyrirvara Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, í þeim efnum. Hitt er ljóst, að stjórnarandstöðu á ekki að haldast uppi að hindra framgang stefnumála ríkis- stjórnar með málþófí eða mis- beitingu á heimildum þingskap- arlaga. Þingmönnum er hollt að muna, að þeir skiptast á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu. Fyrsta starfsár Alþingis í einni málstofu fór saman við fyrsta starfsár nýrrar ríkis- stjórnar. Það hefur vafalaust sett svip sinn á störf þingsins í vetur og rétt er að hafa það í huga við mat á störfum Alþing- is. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur þurft að kljást við mikinn vanda allt frá því hún tók við völdum. Vandinn í ríkisfjármálum er miklu meiri en nokkurn óraði fyrir. Allt rík- iskerfið hefur verið rekið á lán- tökum innanlands og utan og með gífurlegum halla á ríkis- sjóði, sem er ekkert annað en lántaka. Meginverkefni ríkis- stjómarinnar í vetur hefur verið að snúa hér við blaðinu, sníða útgjöldin að tekjunum og verður svo næstu misseri. Það er engin furða þótt þessara umskipta sjái stað í sölum Alþingis. Þing- menn, sem hafa leyft sér að eyða og spenna árum saman, standa allt í einu frammi iyrir því að þurfa að skera niður út- gjöld. Það tekur þá einhvern tíma að átta sig á, að það er komið að skuldadögum, vandan- um er ekki lengur hægt að ýta á undan sér. íslenzkt þjóðfélag á nú í erfið- leikum vegna niðurskurðar á aflaheimildum fískveiðiflotans. Sjávarútvegurinn stendur höll- um fæti vegna þessa og áhrifin síast út um allt atvinnulífið. Alvarlegast er versnandi at- vinnuástand sem af þessu leiðir. Þar þarf ríkisstjórnin að taka til hendinni, eins og raunar var samið um í heildarkjarasamn- ingunum. Höfuðverkefni ríkisstjórnar- innar og Alþingis á næstunni verður að hleypa nýju lífi í efna- hags- og atvinnulíf landsmanna, skapa fyrirtækjum og einstak- lingum tækifæri til nýsköpunar. Þar ber hæst þá víðtæku mögu- leika, sem samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði mun veita íslendingum til að bæta stöðu atvinnuveganna, fyrst og fremst sjávarútvegs, iðnaðar og þjónustugreina. Alþingi mun koma saman í ágústmánuði til að fjalla um EES-samninginn. Vonandi bera alþingismenn gæfu til þess að afgreiða málið fljótt og vel og án þess að drepa því á dreif með upphlaupum, þannig að almenningur missi sjónar á mikilvægi hans fyrir framþróun íslenzkt efnahagslífs. Skiptar skoðanir þing- manna um eina málstofu HLÉ VAR gert á störfum Alþingis í fyrrinótt og er áætlað að þingið komi næst saman 18. ágúst til viðræðna um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Morgunblaðið ræddi í gær við nokkra þingmenn um störf þingsins í vetur og spurði þá meðal annars hvort þeir teldu að sameining efri og neðri deildar í eina málstofu hafi verið til bóta. Morgunblaðið/Sverrir Þingmenn voru kampakátir við lok þingsins í fyrrinótt. Geir H. Haarde: „Ríkisstjórnin unir vel við þinglokin" Geir H. Haarde, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, segist telja að ríkisstjórnin geti unað vel við þinglokin þar sem hún hafi komið fram öllu sem hún ætlaði sér að undanskildum þremur málum. „Allt sem varðaði fjárlögin og öll stærri má! fór í gegnum þingið nú í vor eða fyrr. Að því leyti erum við ánægðir,“ segir Geir. Hann segir að reynslan af einni málstofu sé góð. Þingið vinni að mörgu leyti markvissara en áður, einkum fastanefndir þess sem séu sjálfstæðari og öflugri en þær voru og hafi því getað farið vandlega í saumana á málum. Almennt segist hann telja að þing- störfin geti gengið greiðlegar í nýja kerfinu heldur en áður var. Aftur á móti hafi komið í ljós hnökrar á þing- skaparlögunum sem nauðsynlegt sé að fjalla um. „Það er allt of mikið svigrúm til svokallaðra þingskap- aumræðna án þess að verið sé að ræða sjálft fyrirkomulag funda- halda. í því þyrftu að mínum dómi að vera þrengri skorður," segir Geir. Þá segir hann að í einni málstofu sé mjög erfitt að samræma ótak- markaðan ræðutíma, eins og nú sé, takmörkuðum fundartíma. „Menn mega tala eins og þeir vilja en fund- artíminn er hins vegar takmarkaður. Þetta rekst á og þarna verður að finna betra jafnvægi. Vissulega er þetta fyrsta þingið í þessu kerfi og margt á eftir að slíp- ast en mjög margt hefur reynst afar vel af þeim nýmælum sem þarna eru. Þar má nefna andsvörin við ræðum manna sem hafa gert um- ræður markvissari. Einnig hafa óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra gefist vel svo og formlegt samstarf formanna þingflokka," segir Geir. Ólafur Ragnar Grímsson: „Mikið um ilia undirbúin stjórnarfrumvörp" Ólafur Ragnar Grímsson segir að nefndastörfin hafi batnað mikið og orðið enn sterkari þáttur í þingstarf- inu í vetur en áður. Þetta segir hann að sjáist best á því að margar nefnd- ir hafi nánast unnið upp viðamikla lagabálka sem komið hafi frekar ófullgerðir frá ráðherrunum og ríkis- stjórninni. „Nefndirnar unnu oft .viðamiklar breytingartillögur við frumvörp og þá án tillits til þess hvort um stjórn- arþingmenn eða stjórnarandstæð- inga var að ræða,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segist hins vegar telja at- hyglisvert að óvenju mikið af frum- vörpum, sem ekki hafi verið nægi- lega vel undirbúin, hafi komið frá ríkisstjóminni og þess vegna annað hvort dagað uppi í þinginu eða nán- ast verið umskrifuð af þingnefndum. Þetta segir hann að stafi af því að áður en frumvörpin komi inn í þing- ið hafi á vettvangi ríkisstjórnarinnar verið vanrækt að hafa samráð við hagsmuna- og kunnáttuaðila utan stjórnarráðsins. „Ég get nefnt sem dæmi um hið fyrrnefnda fjölmörg frumvörp um einkavæðingu sem strönduðu vegna þess að á þeim voru alvarlegir gallar og frumvarpið um málefni fatlaðra er ágætt dæmi um hið síðarnefnda en við það komu fram yfir 80 breytingatillögur," segir Ólafur Ragnar. „Þetta þing hefur einnig verið mikið átakaþing en það er ósköp eðlilegt að þegar hér kemur ný ríkis- stjórn með jafn afdrifaríka hægri stefnu og þessi ríkisstjórn þá leiði það til meiri hörku á vettvangi þings- ins heldur en áður,“ segir hann. Varðandi sameiningu deildanna í eina málstofu segist hann telja að spara hefði mátt mikinn tíma í sam- einuðu þingi með því að halda opna nefndafundi hjá þeim nefndum sem væru að fjalla um stór mál í gamla efri deildar salnum. Halldór Ásgrímsson: „Nefndirnar gætu starfað betur“ Halldór Ásgrímsson segist hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með störf þingsins í einni málstofu. Hann segist telja að nefndirnar gætu starf- að miklu betur en þær geri og margt af því sem fram fari í þinginu ætti að fara fram innan þeirra. „Það hefur verið mikið álag á ræðustólnum í þinginu í vetur. Á meðan þingið starfaði í tveimur deildum var talað á tveimur stöðum og hugmyndin með breytingunni í eina málstofu var að stórauka nefnd- astörfin. Það hefur ekki gerst,“ seg- ir Halldór. „Síðan hefur sú staðreynd Juri Pucnik, varaforseti Slóveníu, sagði Slóvena gera sér grein -fyrir að það myndi taka langan tíma fyrir þá að aðlaga sig að ríkjum í vesturhluta Evrópu og krefjast mikilla fórna, fyrst og fretnst af þeirra eigin hálfu. Eins og stæði væri ríkið ekki í stakk búið að keppa við ríki Vesturlanda á við- skiptasviðinu en eftir. einhvem að- lögunartíma gæti Slóvenía vonandi orðið fullgildur aðili að þessum hóp. Georg Reisch, framkvæmdastjóri EFTA, var spurður hvort að bandalag- ið væri byijað að reyna að afia nýrra aðildarríkja þar sem flest núverandi aðildarríki hygðust sækja um aðild að EB. Hann sagði svo ekki vera en sú staða gæti komð upp að ríki, sem Meðal verkefna ráðherrarfundar EFTA í Reykjavík var að móta fram- tíðarhlutverk þingmannanefndarinn- ar. I gær var komist að samkomulagi þar að lútandi og segir Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, að tillögur hennar hafi náð fram að ganga að langmestu leyti. Gert sé ráð fyrir að nefndin hafi með höndum ráðgjöf varðandi framtíðarþróun inn- an Evrópska efnahagssvæðisins, ann- ist tengsl EFTA og þjóðþinga aðildar- ríkjanna og komi fram fyrir hönd að stjórnarandstaðan kemur ekkert að stjóm þingsins haft veruleg áhrif á svip Alþingis og því hafa átök oft verið meiri en þurft hefði að vera.“ Hann segir að þingstörfin hafi að öðm leyti gengið sinn vanagang og umræðan oft verið lífleg. „Ríkis- stjórnin hefur verið að koma fram með miklar breytingar á ýmsum málum en slíkt hlýturað kalla á sterk viðbrögð og miklar umræður. Mér finnst eins og sumir haldi að málin eigi að renna í gegn á þess að um þau sé rætt. Það vona ég að gerist aldrei," segir hann. Anna Ólafsdóttir Björnsson: „Ekki ríkt samstarfsvilji meðal s1jórnarliða“ Anna Ólafsdóttir Björnsson segir að stóran hluta þeirra erfiðleika sem komið hafi upp í störfum þingsins í vetur megi rekja til þess að þeir sem nú haldi um stjórnartaumana hafi ekki sýnt þann samstarfsvilja sem tíðkast hafi undanfarin ár í sam- skiptum stjórnar og stjórnarand- stöðu. Hún segir að í megindráttum finnist henni umræður um mál á þinginu ekki hafa verið of langar í vetur. „í vetur hefur mjög oft verið neytt aflsmunar á þinginu. Þetta hefur sett sitt mark á þingstörfín og kom til dæmis skýrt fram í kosningum væru að aðlaga sig að Evrópubanda- laginu, teldu sér hagstætt að taka upp stofnanaleg tengsl við EFTA fyrst. Hingað til hefðu einungis borist mjög almennar fyrirspurnir frá ríkjum um aðild en EFTA væri ekki lokaður hóp- ur. Meðal þess sem helst er rætt á ráðherrafundinum eru þær stofnanir sem settar verða á laggirnar í tengsl- um við Evrópska efnahagshagssvæð- ið. Er þar fyrst og fremst um að ræða Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólinn. Hlutverk Eftirlits- stofnunarinnar er að tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar í tengslum við EES-samninginn, hafa eftirlit með hvernig aðrir EFTA gagnvart Evrópuþinginu. Varð- andi síðasta atriðið verði aukin áhersla lögð á bæði formleg og óformleg tengsl milli þingmanna EFTA-ríkj- anna og þeirra sem sæti eiga á Evr- ópuþinginu. Samkvæmt samkomulaginu munu sitja í þingmannanefnd EFTA 6 full- trúar frá Austurríki, Svíþjóð og Sviss, 5 fulltrúar frá Finnlandi og Noregi, þrír frá Islandi og tveir frá Lichten- stein. forseta Alþingis í haust og ekki síð- ur hefur þetta gerst í samningum um einstök mál,“ segir Anna. Hún segir það álit flestra þeirra sem til þekkja að aldrei hafi verið eins lítið um að samið hafi verið um gang mála, sé miðað við undanfarin ár. Margt af því sem beint megi rekja til þess að þingið starfi nú í einni málstofu segir hún hins vegar að sé mjög jákvætt. Til dæmis hafi gefist mjög vel að hafa tækifæri til and- svara. „Umræðurnar eru mikið skemmtiíegri og markvissari og ég er viss um að þrátt fyrir allt hefur þetta gert umræður bæði styttri og hnitmiðaðri," segir Anna. samningsaðilar uppfylla samninginn og tryggja framkvæmd samkeppnis- reglna samkvæmt samningnum. EFTA-dómstóllinn aftur á móti dæm- ir í deilumálum á milli EFTA-ríkja sem varða túlkun eða beitingu samnings- ins og í málum er varða eftirlit í EFTA-ríkjunum. I desember var ákveðið að Eftirlits- stofnunin yrði með höfuðstöðvar í Genf og útibú í Brussel. Á fundinum í Reykjavík er nú rætt um hvar dóm- stóllinn verður staðsettur en líklegast er talið að hann verði í Genf. Eitt helsta ágreiningsmálið á fund- inum er hins vegar hvernig skipta eigi þeim aukna kostnaði sem fylgir EES á milli aðildarríkjanna. Eins og komið hefur fram er áætlað að út- gjöld EFTA á árinu 1993 verði 700 milljónir svissneskra franka (tæplega 28 milljarðar ÍSK) en það er margföld- un útgjalda frá því sem nú er. íslend- ingar hafa lagt til að aðildarríki greiði ákveðið hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu, 0,7%, til EFTA. Ekki náðist samkomulag um kostnaðarskipting- una í gær og sagði einn ráðherranna mikillar „stífni" gæta hjá sumum þjóð- um í þessu máli. Sú ákvörðun Svisslendinga, sem tilkynnt var um á mánudag, að þeir hygðust sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu hefur einnig verið mikið til umræðu á fundinum. Svisslending- ar boðuðu í gær að þeir hyggðust eftir „nokkra daga“ Ieggja inn um- sókn, þar sem óskað verður eftir aðild- aiviðræðum við EB. Óvíst er hvaða áhrif þetta mun hafa á almenningsá- lit gagnvart EES í Sviss en nokkrir ráðherrar hafa opinberlega látið í ljóst ótta um að andstæðingar EB-aðiIdar kunni nú að snúast gegn samningnum um EES. Halda verður þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn og staðfestu Svisslendingar í gær að þeir stefndu að því að halda hana þann 6. desember. Það er heldur ekki enn ljóst hvaða áhrif umsókn Svisslendinga kemur til með að hafa á afgreiðslu aðildar- umsókna annarra EFTA-ríkja sem þegar liggja fyrir. Ekki síst Svíum er Hún segist telja að umræður á Alþingi í vetur hafi ekki verið of langar. „Það er búið að taka fyrir feikilega mörg mikilvæg mál svo það hefur verið ærinn efniviður í umræð- ur og ekki nema mjög eðlilegt að þær séu ítarlegar. Jafnframt er það mjög eðlilegt að stjórnarandstaðan nýti sinn ýtrasta rétt eins lengi og hún getur til að hafa áhrif á ríkisstjórnina. í lána- sjóðsmálinu sáum við árangur af því en vonbrigðin urðu óskaplega mikil þegar það var fullreynt að ekki væri hægt að ná fleiri endurbótum á því vonda frumvarpi,“ segir Anna. mikið í mun að aðildarviðræður þeirra heijist á næsta ári og að þeim verði lokið 1994 þannig að þeir geti orðið fullgildir aðilar að EB þann 1. janúar 1995. Er það ekki síst vegna þess að bera á aðildina undir þjóðaratkvæði þegar næst verður kosið til þings, það er árið 1994. Ulf Dinkelspiel, Evrópuráðherra Svíþjóðar, segist ekki sjá neina ástæðu til að ætla að breyta verði þessari tímaáætlun vegna boðaðrar umsóknar Svisslendinga. Aðspurður um efa- semdir margra innan Evrópubanda- lagsins um að raunhæft sé að gera ráð fyrir aðild þegar 1995 sagði Din- kelspiel að í tengslum við EES- samninginn hefði mátt heyra svipaðar úrtöluraddir um tímasetningar og jafnvel að aldrei yrði af samningnum. Hann hefði hins vegar verið gerður og tæki gildi á þeim tíma sem upphaf- lega stóð til. Skoðanakannanir í Svíþjóð undan- farnar vikur hafa bent til að andstæð- ingum EB-aðildar fjölgi. Dinkelspiel segir þetta hafa verið viðbúið og væri það sama og hafi gerst í öðrum ríkjum þegar aðild kom á dagskrá. „Fyrst fyllast menn hrifningu en síðan kemur tímabil þar sem andstæðingar aðildar fara ofan í skotgrafirnar og fylgis- menn aðildar draga sig til baka. Þetta er ekki síst vegna þess að ij'ölmiðlar fara í auknum mæli að leggja áherslu á neikvæðu hliðar málsins. Mér finnst þetta í sjálfu sér jákvætt því að það gerir það að verkum að viðj'áum ítar- lega umræðu um málið. Ég er hins vegar sannfærður um að þegar upp er staðið muni skýr meirihluti þjóðar- innar styðja aðild,“ sagði Dinkelspiel. Hann bætti því við að það væri athyglisvert að nú hefðu allar ríkis- stjórnir EFTA-ríkja, nema ríkisstjóm íslands, komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum landsins væri best borgið innan EB. Frans Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar EBj kom til landsins síðdegis í gær. í dag mun hann eiga fund með ráðherrum EFTA- ríkjanna. Ráðherrafundur EFTA í Reykjavík: Rætt var um skiptingu kostn- aðar og staðsetningu stofnana RÁÐHERRAR frá EFTA-ríkjunum funduðu í Reykjavík í gær. Síðdegis var undirrituð yfirlýsing um aukið samstarf EFTA og Slóveníu. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sem nú fer með formennskuna innan EFTA, sagði þetta fyrsta samkomulagið af þess'u tagi sem gert væri af hinu unga ríki Sióveníu. Væri markmiðið að smám saman myndi samkomulagið, sem almennt kveður á um aukin samskipti ríkjanna á viðskiptasviðinu, þróast í fullgildan fríverslunarsamning. Hann sagði vera í athugun að gera svipað samkomulag við Króatíu. Samkomulag um framtíð þingmannanefndar EFTA SAMKOMULAG um framtíðarhlutverk þingmannanefndar EFTA var undirritað á ráðherrafundi samtakanna í gær. Samkvæmt samkomulag- inu mun nefndin hafa ineð höndum ráðgjafarhlutverk varðandi almenna þróun innan Evrópska efnahagssvæðisins auk þess sem hún mun annast, tengsl við Evrópuþingið fyrir hönd samtakanna. Greinargerð um breytingar á tekju- og eignarsköttum: Núverandi skattkerfí fjarri því að vera gott og réttlátt NÚVERANDI skattakerfi er fjarri því að uppfylla þær kröfur sem gerða verður til góðrar skattlagningar. Þegnum þjóðfélagsins er mismunað, þeir búa ekki við jafnræði í skattlagningu og skattkerfið hlutast til um ákvarðanir sem það á ekki að hafa afskipti af. Þetta segir í greinargerð með frumvarpi um breytingu á tekju- og eignar- skatti en það var samið af nefnd sem fjármálaráðherra skipaði til að samræma skattlagningu eigna og eignatekna. í greinargerðinni eru markmið ur að hluta eða tvískattaður, tekjur skattheimtu sögð vera þau að færa íjármuni úr höndum einstaklinga í hendur opinberra aðila til verkefna sem lög kveða á um og Alþingi veit- ir fé til. í öðru lagi eigi skattkerfíð að dreifa kostnaði af opinberri starf- semi á þann hátt milli þegnanna, að viðunandi sé með tilliti til þeirra velferðarsjónarmiða sem ríkjandi séu. í þriðja lagi eigi skattkerfið að sinna þessum verkefnum þannig að stuðlað verði að hagvexti, stöðug- leika og skilvirkni efnahagslífsins. í fjórða lagi sé skattkerfinu ætlað að auka tekjujöfnuð í þjóðfélaginu. Til að þjóna þessum markmiðum þurfi skattlagning að uppfylla nokk- ur skilyrði. Þau helstu séu að tryggt sé jafnræði þegnanna þannig að einstaklingar sem eins sé ástatt fyr- ir verði skattlagðir með sama hætti. Og að skattkerfið sé sem hlut- lausast með tilliti til ákvarðana "ein- staklinga og fyrirtækja um fram- leiðslu, neyslu og fjárfestingar. í greinargerðinni segir að núver- andi fyrirkomulag tekjuskattlagn- ingar einstaklinga uppfylli ekki þessi skilyrði. Þótt með staðgreiðslu skatta hafi náðst verulegur árangur í því efni að skapa heilsteypt tekju- skattkerfi séu enn við lýði nokkur frávik. Enn séu liðir undanþegnir skattskyldu einstaklinga, flestir tengdir eignum og eignatekjum og þeir geri það að verkum, að mis- ræmi skapist milli eigna og eigna- tekna og eignatekjur séu meðhöndl- aðar með mismunandi hætti. Vaxta- tekjur séu skattfijálsar, arður af hlutafé ýmist skattftjáls, skattlagð- af fasteignum séu skattlagðar og einnig rekstrarhagnaður sem sé í eðli sínu eignatekjur. Á sama hátt sé misræmi í skatt- lagningu eigna. Fasteignir og lausafé séu skattskyldar eignir, eignarhluti í fyrirtækjum sé skatt- skyldur nema hlutabréf og stofn- sjóðseignir. En almennar innistæður í innlánsstofnunum séu skattfijáls- ar, ríkisverðbréf eignarskattfrjáls en aðrar peningalegar eignir séu skattskyldar til eignarskatts. „Af þessu leiðir að skattkerfið getur ekki sinnt þeim markmiðum sem að framan greinir. Það dreifír ekki byrðum, af samfélagslegri starfsemi með viðunandi hætti. Það hlutast til um efnahagsstarfsemi með óljósum og óskilvirkum hætti. Einn hluti þess vinnur gegn þeim tekjujöfnunai-markmiðum sem öðr- um hlutum þess er ætlað að sinna,“ segir í greinargerðinni. í nefndinni sem samdi frumvarpið sitja Baldur Guðlaugsson hæstarétt- arlögmaður, Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláks- son skrifstofustjóri og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. Bragi Gunnarsson lögfræðingur var ritari nefndarinnar. Skattur á fjármagnstekjur: Olíklegt að vextir hækki eða sparnaður minnki MARGT bendir til þess að skattur á fjármagnstekjur verði ekki til þess að vextir hækki svo neinu nemi eða leiði til minni sparnaðar, þótt ýmislegt sé þar óráðið. Þetta kemur fram í athugasemdum við lagafrumvarp um breytingu á tekju- og eignaskatti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að vaxtatekjur verði skattlagðar. í greinargerðinni segir að vextir á markaði ráðist ekki eingöngu af framboði á lánsfé heldur ekki síður af eftirspurn eftir því. Stór þáttur sé eftirspurn ríkisins og auknar tekjur ríkissjóðs geti leitt til minni lánsfjárþarfar og þar með lægri vaxta. Þá er bent á að opnari fjár- magnsmarkaður gagnvart útlönd- um muni leiða til þess, að erfitt verði að halda vaxtastigi hér á landi langtum hærra en í nágrannalönd- um okkar. Frítekjumark kemur í staðinn fyrir ívilnanir Frítekjumark kemur í stað sérstakra ívilnana frá tekjuskatti sam- kvæmt nýju frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Samkvæmt núgildandi lögum fá menn heimild til frádráttar frá tekj- um vegna fjárfestingar í atvinnu- rekstri og afslátt af skatti vegna innleggs á húsnæðissparnaðarreikn- inga. Einnig er talið, að líta megi á heimild til að draga móttekinn arð að vissu marki frá skattskyldum tekj- um sem sérstakan sparnaðarhvata og einnig skattfrelsi söluhagnaðar af hlutabréfum sem keypt hafa verið á árinu 1990 og síðar. f nýja frumvarpinu er lagt til að þessar sértæku ívilnanir verði leystar af hólmi með almennu frítekjumarki þannig að eignatekjur af tiltekinni fjárhæð verði undanþegnar skatti. Skipti þá engu máli hvort um er að ræða tekjur af peningalegri eign, hlutafé, leigu, söluhagnað eigna o.s.frv. Er talið að þetta frítekjumark geti orðið almennari og virkari hvati til sparnaðar en ivilnanirnar sem nú eru heimilar. Lagt er til að fjárhæð fríeignatekj- umarksins verði 126 þúsund krónur á einstakling og 252 þúsund krónur á hjón, eða um það bil sú hámarksfi- árhæð móttekins arðs af hlutafé sem nú er heimilt að draga frá tekjum. Ef miðað er við meðalávöxtun peningalegrar eignar heimilanna eins og hún var áætluð 1990, er frítekju- markið talið svara til rúmlega 3 millj- óna peningalegrar eignar einstakl- ings. Gert er ráð fyrir að þessi breyting verði á þremur árum eftir að frum- varpið verður að lögum, að því er varðar fjárfestingu í atvinnulífi og innlegg á húsnæðissparnaðarreikn- inga. Er það með tilliti til áhrifa á þá sem hafa nýtt sér ívilnanir, og hugsanlegra áhrifa á hlutabréfa- markað. Samkvæmt frumvarpinu verður hámarksfrádráttur frá tekjum vegna hlutabréfakaupa 75 þúsund krónur fyrir einstakling og 150 þús- und fyrir hjón árið 1993. Árið eftir lækkar hámarksfrádráttur í 50 þús- und og 100 þúsund, og árið 1995 verður hámarksfrádráttur 25 þúsund og 50 þúsund en fellur alveg niður árið 1996. í þriðja lagi er bent á, að sú skattlagning, sem um ræði í frum- varpinu, nái til svo takmarkaðs hluta af sparifé, að ólíklegt sé að áhrifin verði stórfelld. Peningalegur sparnaður í árslok 1990 hafi verið talinn 360 milljarðar króna, þar af yrðu um 146 hugsanlega fyrir skattlagningu. Af þeim séu líklega um 30% hjá einstaklingum, sem ekki yrðu skattlagðir vegna frítekj- umarks, og einhver hluti til viðbótar sé neðan þess marks hjá öðrum svo og neðan almennra skattleysis- marka. Þvi megi gera ráð fyrir að skatturinn taki einungis til 70-90 milljarða króna. í fjórða lagi er bent á að áætlað- ar tekjur ríkisins af eignatekju- skattinum séu um 1,5 milljarðar króna, miðað við árið 1990. Ávöxt- un peningalegs sparnaðar þyrfti að hækka um 0,4% til að skila skattin- um, ef miðað er við að byrði af honum lendi að fullu á lántakend- um, en minna ef hún skiptist á milli þeirra og fjármagnseigenda, sem líklegt verði að teljast. Að lokum er bent á að skattlagn- ing vaxtatekna hafi verið árum saman við lýði í nágrannalöndunum og sé víða mun þyngri en lagt sé til í frumvarpinu. Ekki verði séð að það hafi leitt til hærra vaxtastigs eða minni sparnaðar en nú er hér á landi. Eldri ríkisverðbréf ekki undanþegin skattskyldu ELDRI ríkisverðbréf verða ekki undanþegin skattskyldu, samkvæmt frumvarpi um samræmda skattlagningu eigna og eignaskatta. Nefndin sem frumvarpið samdi telur að slikt hefði í för með sér mikla örðug- Ieika í frainkvæmd, kynni að skapa óvissu á verðbréfamarkaði og stríði gegn þeim sjónarmiðum sem liggi til grundvallar skatta á eignatekjur. í frumvarpinu er bráðabirgða- ákvæði um að til skattskyldra tekna teljist vextir af bréfum og kröfum sem gefin voru út eða stofnað var til fyrir 1. janúar 1993 og gjaldfalla eftir þann tíma. Skattskyldir vextir af spariskírteinum ríkissjóðs og öðr- um verðbréfum sem skráð eru á Verðbréfaþingi verða miðaðir við síð- asta skráð gengi skírteinanna eða verðbréfanna í árslok 1992. Nefndin telur, að rétt kunni að þykja að gera ráðstafanir til að milda eða draga úr áhrifum skattlagningar eldri bréfa, m.a. svo að staða eigenda ríkisverðbréfa verði ekki önnur og verri en þeirra sem eigi fé á innláns- reikningum, eða í öðru óbundnu forrni. Ríkisverðbréf eru bundin ávöxtunarskilmálum til innlausnar- dags, en eigendur almenns sparifjár myndu njóta almennrar hækkunar á vöxtum ef skattlagning leiddi til hennar. Stungið er upp á nokkrum möguleikum, svo sem rétti til að skipta út eldri ríkisverðbréfum, eink- um spariskírteinum, fyrir ríkisverð- bréf sem gefin yrðu út eftir skatt- lagningu og væru með þeim kjörum sem þá gilda almennt um þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.