Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ' 1992
23
mennum vinnumarkaði ætti til við-
bótar að gera mínussamninga hjá
ÍSAL, þar sem samþykkt miðlunar-
tillögunnar hefði þýtt að engar
greiðslur vegna hagræðingar kæmu
á samningstímanum. „Við metum
málið þannig að þessi tvö aðal
ágreiningsmál, verktakayfirlýsing-
in og vinnufyrirkomulagsmálin, séu
svo þýðingarmikil að það sé ástæða
til að setja ígildi eingreiðslunnar til
hliðar í bili,“ sagði Gylfi.
Lagt okkur fram við
að leysa málin
Hann sagði að starfsmenn hefðu
verið með lausnir á öðrum ágrein-
ingsmálum, þ.e. varðandi kaffitíma,
hagræðingu og útreikning jafnað-
arlauna vegna minni vinnuskyldu.
„Við höfum lagt okkur fram við að
leysa mál, en höfum ekki mætt
öðru en því að þeir yrðu að fá fram
sínar lausnir á öllum ágreiningsefn-
um. Það að standa frammi fyrir því
að semja um þetta eða hafa engan
samning er ekki að semja. Ég held
að eigendur þessa fyrirtækis þurfi
að gera þær kröfur til sinna stjórn-
enda að þeir fari að koma fram við
starfsmenn sem jafnréttháan við-
semjanda. Það er ekki hægt að una
því að standa í sífellu frammi fyrir
eilífum hótunum. Ef við eigum í
kjaraviðræðum kemur alltaf upp sú
sjiurning hvort eigi að loka ISAL.
Ég hef aldrei heyrt talað um það
þegar sjómenn eiga í kjaradeilum
að þeir ætli að leggja niður íslensk-
an sjávarútveg. Við erum ekki að
tala um að það eigi að loka þessu
fyrirtæki. Við viljum fá umræðu
um kjaramál okkar. Við viljum fyr-
irtækinu allt það besta en það verð-
ur að semja um hlutina og svona
hótanir eru stjórnendum fyrirtækis-
ins til vansa,“ sagði Gylfí.
Hann sagði að stjórnendur ÍSAL
og VSÍ hljóti að eiga næsta leik
eftir að hafa fellt miðlunartillöguna.
Þegar verkalýðsfélög afgreiði kjara-
samninga sé það alltaf gert með því
fororði að það hafi ekki verið hægt
að komast lengi-a. Þannig viti félags-
menn það mæta vel að með því að
fella samninginn séu þeir að kalla
eftir aðgerðum til að þiýsta á um
að frekari árangur náist í
samningaviðræðum. Starfsmenn
hafi samþykkt miðlunartillöguna en
viðsemjandinn, ÍSAL og VSÍ, fellt
hana og þeir hljóti því að hafa hugs-
að málið eitthvað lengra.
Hann sagði að starfsmenn fögn-
uðu því að sjálfsögðu að reist yrði
nýtt mötuneyti, en forstjóri ÍSAL
skýrði frá ákvörðun þar að lútandi
í viðtali við Morgunblaðið fyrir
skömmu. Þeir hefðu hins vegar
heyrt þetta lengi. Þetta mál hefði
verið komið mjög langt 1990 en
ekki orðið af framkvæmdum. Árið
1991 hefði verið taprekstur á fyrir-
tækinu og þá hefði verið sagt að
ekki væri ijármagn fyrir hendi til
þess að byggja mötuneyti. Eftir því
sem starfsmönnum væri sagt hefði
fyrirtækið tapað 200 milljónum það
sem af væri þessu ári. Það væri
sagt að vegna rekstrarstöðu fyrir-
tækisins væri ekki hægt að greiða
starfsmönnum ígildi eingreiðsln-
anna að sögn, sem væru á bilinu
20-30 milljónir. Það skyti því
skökku við að þeir ætluðu að reisa
nýtt mötuneyti af tómum velvilja
fyrir 120 milljónir, en núverandi
mötuneyti hefði verið byggt þegar
álverið var byggt og hefði verið á
undanþágu síðan.
HITASTYRITÆKI
HITASTÝRITÆKI
fyrir sturtu eða baðkar með
fullkomnu brunaöryggi
P
arma mk
Verð frá
aðeins kr.
9.980,-
Skeifunni 8, Reykjavík ÍT682466
Bænadagur kirkj-
unnar á sunnudag
HINN almenni bænadagur kirkj-
unnar, fimmti sunnudagur eftir
páska, er næstkomandi sunnu-
dag, 24. maí. Biskup íslands,
herra Olafur Skúlason, hefur
ákveðið að í ár skuli fjallað um
efnið: Sköpun Guðs og ábyrgð
manns. Hér á eftir fer hluti úr
bréfi biskups af þessu tilefni til
presta landsins:
„Guð fól manninum ráðmennsku
yfir jörðinni og þar með ábyrgð á
sköpuninni. í slíku felst verndun
náttúru og viðhald, með viðleitni til
þess að byggja upp en forðast að
eyða og spilla. Því miður sýnir sag-
an, að maðurinn hefur ekki risið
undir ábyrgð sinni og skaðvaldar
ná jafnvel upp í gufuhvolfið.
Biðjum því fyrirgefningar á eyði-
leggingu og skaðlegu athæfi.
Biðjum um það, að trú okkar
styrki trúmennsku okkar gagnvart
sköpun Guðs og öllu því, sem okkur
ber að skila eftirkomendum okkar
í hendur.
Biðjum um það, að viðleitni okk-
ar beri árangur í því að treysta líf-
ríkið.
Biðjum um kjark til þess að beij-
ast gegn mengun og spillingu og
djörfung til þess að breyta eftir
sannfæringu okkar.
Biðjum um það að augu opnist
fyrir opinberun Guðs í náttúrunni
og við lærum að þekkja hana í sköp-
un hans, svo að við megum greina,
hvernig unnt er að bæta það, sem
spillt hefur verið.
Biðjum um það, að allir menn
megi vinna ljóssins verk, svo að
kærleikur einkenni samfélag fólks
og þjóða.
Lofum Drottin fyrir náð hans.
Þökkum handleiðslu hans alla og
fyrirmæli. Metum dýrð sköpunnar
og hlutdeild okkar í henni.
Biðjum um það að lofgjörð okkar
fylgi fögnuður yfir lífinu og nálægð
Guðs í Heilögum anda í kirkjunni.
Þökkum frelsara manna, Jesú
Kristi, fyrir náðargjöf hans og fyrir-
heit Um eilíft líf.“
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra mun predika á bænadaginn
við guðsþjónustu í Árbæjarkirkju.
----—» » 4-------
Grindavík:
M-hátíð sett
Grindavík.
M-HÁTIÐ verður formlega sett
í Grindavík í kvöld, fimmtudag-
inn 21. maí, í félagsheimilinu
Festi. Þar með er búið að setja
hátíðina í öllum byggðarkjörnum
á Suðurnesjum.
Dagskráin hefst kl. 20.30 með
því að blásarasveit undir stjórn
Siguróla Geirssonar leikur og síðan
setur Eðvarð Júlíusson hátíðina.
Efnisskráin er fjölbreytt og má
nefna leiklestur Leikfélags Grinda-
víkur sem verður endurvakið og
verða flest atriði í höndum heima-
manna. Þá syngur Signý Sæmunds-
dóttir við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar. Kynnir á hátíðinni
verður Guðveig Sigurðardóttir.
Grindvíkingar eru hvattir til að
mæta og njóta Ijölbreyttrar dag-
skrár. Kaffiveitingar verða að lokn-
um dagskráratriðum.
Fréttatilkynning.
Námskeið í reikí I helgina
23. og 24. maf.
Bergur Björnsson,
reikimeistari,
sími 91-679677.
GÓÐ HÚSGÖGN
Á GÓÐU VERÐI
Reyrsett 2+1+1 + borð.
Verð frá kr. 35.000,- stgr.
Hornsófar alklæddir svörtu leðri,
stærð 200 cm x 250 cm.
Verð aðeins kr. 129.000,- stgr.
Sófasett 3+2+1 m/svörtu leðri á slitflötum.
Verð kr. 147.000,- stgr.
Sófasett 3+1+1 alklædd leðri.
Verð frá 165.000,- stgr.
Hvíidarstólar m/skemli, leður á slitflötum.
Verð frá kr. 30.00,- stgr.
Visa - Euro raðgreiðslur
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLA8, SÍMI 812275.
PÓSTKRÖFUSÍMI 91-3 09 80
HJÓLAÐU STRAX
AFSTAÐ
- vönduð reiðhjól af öllum stærðum
á frábæru verði.
HAGKAUP
- allt í einniferö