Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 35
Það á að vera gaman að fara í búð
Nokkur orð um menntunarleysið innan smásöluverslunarimiar
eftir Bjarna Finnsson
Þegar talað er um góða menntun
íslendinga í flestum atvinnugrein-
um, muna menn það sjaldnast að í
einum atvinnuvega okkar, smásölu-
versluninni, hefur oftar en ekki
verið látið undir höfuð leggjast að
mennta fólk til starfa í greininni, —
það er pottur brotinn í menntun
verslunarfólks, búðarþjóna, sem ég
kýs að kalla svo, — og oft og tíðum
kaupmanna sjálfra. Þetta er furðu-
legt, og ekki síst þar sem allar
okkar viðskiptaþjóðir hafa talið
menntun þessarar stéttar bráð-
nauðsynlega um langan aldur. Allir
hljóta að sjá að það er sérstakt fag
að þjóna viðskiptavinum og að
vinna að innri verkefnum verslunar-
innar.
Líklega eru Islendingar sér ekki
fyllilega meðvitaðir um menntunar-
leysið í smásöluversluninni, þegar
þeir fara í búðir og gera innkaup
sín. í búðunum fara fram mikil við-
skipti, peningar skipta um hendur,
um þær fer stærstur partur einka-
neyslu fólks. Það er því margs að
gæta. Það er rétt hjá Jóhannesi
Jónssyni, kaupmanni í Bónusi, í
ágætri blaðagrein hans fyrir
nokkru, þar sem hann bendir á fjöl-
marga kosti þess að mennta starfs-
fólk og eigendur verslana. Hagræð-
ið er augljóst — fyrir kaupmennina,
starfsfólkið — og viðskiptavinina.
Veitingaþjónn — búðarþjónn
Það er sama hvar borið er niður
í samfélaginu í dag, nánast alls
staðar er krafist menntunar og er
það vissulega vel. Veitingaþjónn
þarf t.d. fjögurra ára menntun, —
búðarþjónninn þarf enga menntun.
Staðgóð menntun tryggir gæði
þjónustunnar. Hún gerir starfsfólk
að öllu jöfnu mun hæfara til starfa
og gerir starfið ánægjulegra en ella.
Hæft starsfólk nýtur ennfremur
betri Iauna. Vinnuveitandinn nýtur
menntunarinnar með skilvirkari og
betri vinnubrögðum. Og viðskipta-
vinurinn fær betri þjónustu í verslun
sem er mönnuð vel skóluðu liði með
öll grandvallaratriðin á hreinu.
Kaupmannastéttin á Islandi á sér
sameiginlegan félagsskap, Kaup-
mannasamtök íslands. Samtökin
eru rúmlega 40 ára gömul. Saga
þeirra speglar í raun þá raunasögu
sem verslunarsagan var lengst af.
Samtök kaupmanna þurftu áratug-
um saman að beijast við vindmyllur
í líki opinberra afskipta hverskonar,
skömmtun, verðlagsákvæði, verð-
bólgu og önnur efnahagsmál. Þessi
tími er að baki, og senn heyra verð-
lagsákvæði vonandi sögunni til á
öllum sviðum. Kaupmannasamtökin
geta því tekið til við að sinna öðrum
málum, sem ekki síður brenna á
stéttinni, — meðal þeirra era hag-
ræðingar- og menntunarmál og hin
nýja tölvutækni sem haldið hefur
innreið sína í verslanirnar.
Ekki svo að skilja að menntunar-
mál hafi ekki verið rædd í hópi
kaupmanna. Alla tíð hefur verið
ríkjandi skilningur á mikilvægi
góðrar menntunar fyrir búðarþjóna
og kaupmenn. Kaupmenn hafa
kynnt sér þessi mál erlendis og
fengið til liðs við sig hæfustu fyrir-
lesara og kennara í þessum efnum.
Þó hefur ekki verið gengið nógu
langt á þessári braut. Efnt hefur
verið til stuttra námskeiða á ýmsum
sérsviðum og þar við látið sitja.
Þetta nægir engan veginn.
Reynsluleysið og ringulreiðin
í stétt búðarþjóna og raunar
kaupmanna einnig, hefur verið tals-
vert umrót um langt árabil. Fólk
hefur ekki staðið lengi við í störfum
í búðunum, komið reynslulaust og
horfið á braut með svolitla þekkingu
til annarra starfa. Þó era þar nokkr-
ar undantekningar frá reglunni. Til
er fólk sem valið hefur sér verslun-
arstarfið að ævistarfi og oft og tíð-
um helgað sig starfinu og reynt að
læra það innan frá ef svo mætti
segja, oft með undragóðum árangri.
Oft hefur hins vegar mátt líta ný-
liða í búðunum komna á búðar-
kassa. Fólk með enga undirstöðu
aðra en þá að kunna að bjóða við-
skiptavininum góðan daginn, er
farið að halda utan um innkomu
verslunarinnar, oft milljóna veltu.
Þetta hefur oft skapað villur og
ótrúlegustu ringulreið, enda vanda-
málin sem geta komið upp í einni
smásöluverslun nánast óteljandi.
Verslunargreinarnar í smásölu-
verslun eru margar. Á meðan einn
kaupmaður býður matvöra, er ann-
ar einungis með skófatnað, og sá
þriðji með heimilistæki og svo fram-
vegis. í þessum verslunum þarf
starfsfólk að búa að mismunandi
þekkingu á söluvörunni. Oftast
nær, ekki þó alltaf, hafa kaupmenn
gott vit á því sem þeir eru að selja.
Kaupmenn hafa margir reynt að
fræða sitt fólk eftir föngum. Þeir
eru misgóðir kennarar ens og geng-
ur, — og það sem verst er, starfs-
fólkið hefur aldrei fengið þá grunn-
menntun, sem talin er nauðsynleg
í þessari grein meðal annarra þjóða.
Kaupmenn tilbúnir til
samstarfs
Kaupmannasamtökin hafa lengi
haft það á stefnuskrá sinni að kom-
ið verði á fót staðgóðri kaupmanna-
og búðarþjónafræðslu. Nú, þegar
rótleysinu virðist að linna í starfs-
mannahaldi búðanna, er einmitt lag
að raunverulegi'i menntun starfs-
fólks smásöluverslana verði ýtt úr
vör. Menntamálaráðuneytið og
Vinnuveitendasambandið hafa sýnt
gott frumkvæði í þessu efni með
ráðtefnu sem nýlega var haldin um
menntun starfsmanna smásölu-
verslunarinnar. Vonandi hefur ísinn
verið brotinn. Kaupmannasamtök
íslands eru tilbúin til samstarfs og
vonandi stéttarfélög verslunarfólks
sömuleiðis. Hér er um að ræða stórt
og merkilegt framfaramál allra að-
ila sem málið varðar. Nú verður að
láta til skarar skríða og heíja skipu-
lagða menntun þeirra stétta sem
skipta svo miklu í öllu daglegu lífi
almennings í landinu..
Það er spá mín að þegar fræðslu-
starf innan smásöluverslunarinnar
Bjarni Finnsson
„Nú verður að láta til
skarar skríða og hefja
skipulagða menntun
þeirra stétta sem skipta
svo miklu í öllu daglegu
lífi almennings í land-
inu.“
hefst muni nýir tímar renna upp í
verslunum þessa lands. Mun ánægj-
ulegri tímar fyrir alla aðila. Það á
að vera gaman að koma í smásölu-
verslun, og sú ánægja á að vera
gagnkvæm hjá þeim sem þjónar og
þjónað er.
Höfundur er formaður
Kaupmannasamtaka íslands.
Hveragerði:
Staða bæjarsjóðs hefur batnað
SAMKVÆMT ársreikningum Hveragerðisbæjar fyrir árið 1992 hefur
fjárhagur bæjarsjóðs batnað á síðustu misserum. Vanskil bæjarins
voru greidd með skuldbreytingalánum árið 1990 og síðan hefur
verið unnið að breytingum á rekstri, sem hafa verið að skila árangri,
segir í frétt frá bæjarstjóra.
Læknishúsið á Hjaltastað á Héraði.
Hjaltastaður - bú-
staður Atthagasam-
taka Héraðsbúa
ÁTTHAGASAMTOK Héraðs-
manna voru stofnuð í Reykjavík
árið 1972. Að samtökunum stóðu
brottfluttir Héraðsmenn úr 10
hreppum á Fljótsdalshéraði. Frá
því að Átthagasamtökin voru
stofnuð hefur verið haldið uppi
með ýmsum hætti lifandi starfi
meðal félagsmanna. Stærsta
verkefni sem ráðist hefur verið
í er að endurreisa íbúðarhús að
Hjaltastað á Úthéraði sem félag-
ið fékk til umráða 1981.
Húsið er fyrrverandi læknisbú-
staður, reist árið 1926 og teiknað
af Guðjóni Samúelssyni húsameist-
ara ríkisins. Félagsmenn hafa lagt
ómælda vinnu og fjármuni í endur-
bætur á húsinu og umhverfi þess,
sem lauk með stórátaki er leitt var
rafmagn í húsið á síðastliðnu sumri.
Þar með er komið fullkomin aðstaða
til dvalar að Hjaltastað, allan ársins
hring. Er það stolt samtakanna að
hafa endurreist liúsið og forðað því
frá eyðileggingu.
Dvöl að Hjaltastað býður upp á
marga möguleika til styttri ferða
um nágrennið. Hægt er að fara
dagsferðir.t.d. í Hallormsstaðaskóg,
niður á firði, stutt er í alla þjónustu
til Egilsstaða og svo mætti Iengi
telja.
Hjaltastaður er opinn til lengri
eða skemmri dvalar og gefur Þór-
unn Jónsdóttir á Hjaltastað upplýs-
ingar. Formaður Átthagasamtaka
Héraðsmanna er Þorvaldur Jónsson
frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð.
(Fréttatilkynning)
Fram kemur að Hveragerðisbær
hafi átt við umtalsverða fjárhags-
örðugleika að stríða. Þegar verst lét
námu heildarskuldir bæjarsjóðs
rúmlega 240% af heildartekjum.
Veltuhlutfall bæjarins hefur verið
slæmt eða um 0,75 allt frá árinu
1987. Vanskil bæjarins hafa því
verið mikil og upp úr miðju ári
1990 námu vanskil lána og viðskipt-
askuldir um 120 milljónum króna á
verðlagi þess árs með tilheyrandi
fjármagnskostnaði. Veltufjárstaða
bæjarins batnaði verulega á árinu
1991 og í árslok var hún komin i
2,04.
Vanskil bæjarins voru greidd
með skuldbreytingalánum árið
1990 og hefur síðan verið unnið að
breytingum á rekstri bæjarins. í
árslok 1991 var afkoma bæjarins
35 milljónir króna og nettóskuldir
komnar í 35% af heildartekjum.
„Hveragerðisbær hefur ekki haft
aðstöðu til að leysa fjárhagsvanda
sinn með sölu eigna og hefur því
þurft að treysta á rekstrarbreyting-
ar og skuldbreytingu lána. Bæjaryf-
Fimm listamemi sýna
hjá Listmunahúsinu
LISTMUNAHUSIÐ opnaði á ný
sýningarsal í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu 9. maí sl. Húsið
opnaði með sýningu listamann-
anna Jóns Gunnars heitins Arna-
sonar, Brynhildar Þorgeirsdótt-
ur og Daníels Þ. Magnússonar. Á
sýningunni eru skúlptúrar eftir
Jón Gunnar og Brynhildi en
Daníel sýnir lágmyndir á veggj-
um salarins.
Verk Jóns Gunnars era unnin í
stál, ál, járn, svamp og fleiru. Þau
eru frá árunum 1969-1970 og vora
síðast til sýnis í Gallery Fodor í
Amsterdam og Galleríi Súm í
irvöld vinna að langtímastefnumót-
un í rekstri og framkvæmdum en
samkvæmt henni er ætlunin að
miða framkvæmdir við fjánnögnun
úr eigin sjóðum fremur en lánsfjár-
mögnun. Þótt fjárhagur Hveragerð-
isbæjar sé nú í góðu meðallagi þarf
að lækka greiðslubyrði lána enn
frekar, svo að unnt sé að fram-
kvæma fyrir eigið fé. Því er stefnt
að enn frekari hagræðingu í rekstri
en jafnramt stiglækkandi álagningu
opinberra gjalda. Að öðra óbreyttu
er ætlað að framkvæmdafé bæjar-
sjóðs nemi ekki lægri upphæð en
240 milljónum til aldamóta. Óska-
listinn er hins vegar að minnsta
kosti þrefaldur og því er mikilvægt
að sníða sér stakk eftir vexti.“
Reykjavík.
Verk Brynhildar eru frá þessu
ári og eru unnin úr steinsteypu,
marin text og gleri.
Daníel sýnir lágmyndir sem unn-
ar eru úr kartoni, við, eldhúsfíla-
beini, línólíum og fleira.
1 öðrum sal Listmunahússins eru
til sýnis keramikvasar eftir Kol-
brúnu Björgólfsdóttur og brons-
styttur eftir Gerði Helgadóttur og
Magnús Kjartansson.
Listmunahúsið er opið þriðjudaga
til föstudaga frá kl. 12-18 og um
helgar frá kl. 14-18. Húsið er lok-
að á mánudögum.
I kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma i Þríbúðum, Hverfisgötu
42. Mikill söngur og vitnisburðir.
Orð hefur séra Hjalti Guð-
mundsson.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænavika
Bænastund í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræfi 2
kvöld fimmtudag kl. 20.30:
Kvöldvaka í umsjá starfsfólksins
á Bjargi. Happdrætti ogveitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ath. gengiö inn frá Suðurgötu/
Túngötu.
>ingar
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
_ ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Verið velkomin á nýju
skrifstofuna, Mörkinni 6.
Opið alla virka daga frá
kl. 09-17
Helgarferðir 22.-24. maí.
1. Eyjafjallajökull - Seljavalla-
laug. Gist í Þórsmörkinni. Geng-
ið yfir jökulinn á laugardeginum.
2. Þórsmörk - Langidalur. Góð
gisting í Skagfjörðsskála. Nú
hefjast Þórsmerkurferðirnar af
fullum krafti. Munið sumardvöl
í Þórsmörk. Miðvikudagsferðir
hefjast um miðjan júní.
Upphafsgöngur raðgöngunnar
verða endurteknar laugardag-
inn 23. maí kl. 10.30. Esja -
Kerhólakambur og strand-
ganga. Nánar auglýst síðar.
Upplýs. og farmiðar á skrifst.
Mörkinni 6, ný númer:
Sími 682533, fax 682535.