Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
Minning:
Kristínn Ólason
Fæddur 28. janúar 1910
Dáinn 14. maí 1992
Alltaf var ég sannfærður um að
hann tengdapabbi yrði a.m.k. ní-
ræður og trúlega nokkrum árum
betur. Svo fór þó ekki, því hann
lést í Landspítalanum aðfaranótt
14. maí, eftir stutta legu.
Kristinn Ólason eða Kiddi Óla,
eins og hann var jafnan kallaður,
fæddist í Reykjavík 28. janúar
1910. Foreldrar hans voru Sigríður
Vilhjálmsdóttir og Óli Ásmundsson
Hall, múrarameistari. Sjötugur að
aldri átti hann báða foreldra á lífi,
en þau dóu á tíræðisaldri í byrjun
áratugarins.
Hann ólst upp hjá móður sinni
og stjúpa, Guðmundi Guðmunds-
syni, sem hann taldi öðrum mönn-
um fremri að manngæsku og kær-
leika. Hann átti átta yngri hálf-
systkini, sem öll eru á lífi. Þau eru
Hulda Guðmundsdóttir, Jón Guð-
mundsson, Ragna Guðmundsdóttir,
Kristjana Vilhelmína Guðmunds-
dóttir, Guðmundur R. Guðmunds-
son, Ásmundur Ólason, Hörður Óla-
son og Kristján Ólason.
Hann sagði oft þá sögu og hafði
gaman af, að eitt sinn er hann kom
í stutta heimsókn til Mínu systur
sinnar á Eyrarbakka, fór honum
að lengja biðin eftir kaffinu. Að því
kom að hann gat ekki orða bundist
lengur og spurði hvemig það væri,
hvort hún ætlaði ekki að fara að
koma með kaffið. Mína svaraði þá
að bragði að það ætlaði hún að
draga í lengstu lög, því af fyrri
reynslu vissi hún að um leið og
hann hefði lokið kaffinu væri hann
rokinn. Þetta þótti honum bráð-
snjallt og hló mikið að.
Kiddi var þrígiftur. Fyrsta eigin-
kona hans var Sveinbjörg Helga-
dóttir og er dóttir þeirra Hrafnhild-
ur Kristinsdóttir, gift Hjörvari Sæ-
valdssyni. Önnur eiginkona hans
var Anna Einarsdóttir og eru synir
þeirra Kristinn Óli Kristinsson, en
sambýliskona hans er Hrafnhildur
Þórarinsdóttir, og Einar Ágúst
Kristinsson, giftur Rebekku Ing-
varsdóttur.
Stígid gæfuríkt spor tíl fulls,
í bruðarskóm frá okkur!
5% STAÐGREIÐSLU
AFSLÁTTUR.
SAMDÆGURS
f PÓSTKRÖFU! 1
SKÆÐI
KRINGLUNNI8-12 S. 689345
LAUGAVEGI 61-63 S. 10655
Árið 1962 kvæntist hann Svövu
Ingvarsdóttur, fyrrum kaupkonu og
eiganda verslunarinnar Gimli, en
hún lést árið 1988. Saman áttu þau
góða daga. Þau bjuggu lengst af í
Bólstaðarhlíð 11 og áttu þar glæsi-
legt heimili. Þangað var ævinlega
gott að koma og móttökur höfðing-
legar. Síðustu árin bjó hann á Dal-
braut 20.
Ungur að árum hóf hann störf
við akstur leigubifreiða, fyrst hjá
Magnúsi Skaftfjeld á Bæjarbílstöð-
inni og síðar hjá Steindóri, þar sem
hann var einnig við rútuakstur.
Fyrsta bílinn sinh, R-941, eignaðist
hann um 1935 og í stríðsbyijun
átti hann De Soto-bifreið, sem þá
var einn fallegasti bíllinn í Reykja-
vík. Þegar hann seldi þann bíl dugði
andvirði hans fyrir tveggja her-
bergja íbúð. Margar bifreiðar átti
hann eftir þetta og var alltaf til
þess tekið hversu vel hann hugsaði
um þær og hélt þeim glansandi og
fínum, enda snyrtimennska honum
í blóð borin.
Kiddi Óla hóf störf hjá Slökkvilið-
inu í Reykjavík árið 1943. Þegar
hann lét af störfum sökum aldurs
átti hann að baki áratuga farsælt
starf. Hann hélt ávallt mikilli tryggð
við sinn gamla vinnustað og sína
gömlu félaga á stöðinni. Starfið var
aldrei fjarri huga hans. Mér er
minnisstætt þegar hann heimsótti
okkur Einar stuttu eftir að við gift-
um okkur og byijaði orðalaust að
tína allar kristalsgjafirnar úr stofu-
glugganum. Mér leist ekki á blikuna
fyrr en hann gaf þá skýringu að
sólargeislar gætu framkallað ljós-
brot í kristal og þannig skapað eld-
hættu.
Kiddi var gleðimaður, sem kunni
að meta lífsins gæði. Hann var
húmoristi hinn mesti og sagði ákaf-
lega skemmtilega frá. Hann hafði
skömm og gaman af stríðni, og oft
brá fyrir glettni í bláu augunum
hans, þegar slíkt bar á góma. Hest-
amennska átti hug hans allan og
ekki leið dagur án þess að hann
heimsótti hann Skírni sinn. Hann
þurfti ekki annað en kalla, þá kom
hesturinn stormandi og fékk rúg-
brauðið sitt.
Hann ferðaðist mikið um ævina.
Þau Svava fóru margar eftirminni-
legar ferðir, bæði innanlands og
erlendis. Eftir að hún dó fór hann
tvisvar í rútuferðir um Evrópu með
öldruðum og ferðaðist til Spánar
að vetrarlagi. Þegar hann dó kom
í ljós að hann hafði ætlað í ferðalag
síðar í þessum mánuði.
Langri og viðburðaríkri ævi er
lokið. Tengdaföður mínum þakka
ég samverustundirnar í gegnum tíð-
ina. Með söknuði kveðjum við hann
í hinsta sinn, en minningin um góð-
an mann lifir áfram í hugum okk-
ar, sem vorum svo lánsöm að kynn-
ast honum.
Blessuð sé minning hans.
Rebekka.
Guðmundur Jóns-
son - Minning
Fæddur 12. október 1941
Dáinn 13. maí 1992
Okkur langar að minnast örfáum
orðum elsku bróður míns, Guð-
mundar. Okkur setti hljóð þegar
mágkona mín hringdi í mig 13. maí
sl. og sagði mér að Gummi bróðir
minn, eins og hann var alltaf kallað-
ur af vinum og vandamönnum,
væri dáinn. Hann var lengi búinn
að stríða við mikil veikindi, svo það
mátti alltaf búast við þessari sorg-
arfrétt. Þó verður andlátsfrétt náins
ættingja alltaf erfið. Það var alltaf
gaman að fá Gumma og Bimu í
heimsókn. Gummi gat sagt manni
svo margt, þvi hann var svo víðles-
inn og skemmtilegur. Það var alltaf
gaman að heimsækja Birnu og
Gumma á þeirra fallega og hlýja
heimili. Þau voru búin að koma sér
upp fallegu einbýlishúsi. Gummi
hafði svo gaman af að vinna við
garðinn þeirra og gróðursetja alls
konar plöntur. Þau ætluðu að gera
garðinn sinn fallegan í sumar.
Elsku Birna mín! Við sendum þér
okkar dýpstu samúð í þinni miklu
sorg, og bestu þakkir hvað þú stóðst
vel með manninum þínum í hans
veikindum, þú varst vakandi yfir
heilsu hans bæði nótt sem dag, þú
fórst alltaf með honum þegar hann
þurfti utan til lækninga til að vera
honum stoð og styrkur.
Nú er Gummi okkar laus við
verkina. Ég trúi því að guð hafi
tekið á móti honum og hann hafi
fengið að hitta foreldra sína sem
voru farnir á undan.
Blessuð sé minning Gumma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum,
þér síðar fylgja í friðárskaut.
(V. Briem.)
Olla systir, Guðjón; Sigga,
Guðjón Bjarni og Iris.
Mig langar að minnast í nokkrum
orðum kærs frænda míns og vinar,
Guðmundar Jónssonar, sem jarð-
settur var í gær, 21. maí.
Hann háði langa baráttu við veik-
indi sín en við dyggan stuðning
elskulegrar og eftirlifandi eigin-
konu sinnar, Birnu Ágústsdóttur,
sem var honum allt.
Gummi fæddist á Neskaupstað
en flutti ungur til Reykjavíkur með
Ný símaimmer hjá Glitni hf.
Aðalnúmer Glitnis hf. 60 88 00
Beinar línur:
Innheimta 60 88 30
Markaðsdeild, ráðgjafar 60 88 20
Yeltufj ármögnun 60 88 50
Myndsendir 60 88 10
Glitnirhf
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA