Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 Minning: Þórdís Unnur Stefáns- dóttir - Minning Fædd 2. maí 1975 Dáin 11. maí 1992 Ég vissi fullvel að ég ætti einhvem dag leið um þennan veg; en aldrei datt mér í hug að „einhvem dag“ yrði nú. (Arívara Naríhíra) Við félagarnir erum ábyggilega eins og aðrir unglingar. Okkur fínnst að við séum kannski ekki ódauðleg, en næstum því. Það er vor og allir eru að klára skólann. Dísa fer í bílatímann sinn glöð og hress og hún kemur ekki aftur. Missirinn er lamandi. Hvernig get- ur svona lagað gerst og sólin hald- ið áfram að skína eins og ekkert sé? Þetta er eins og að dreyma vondan draum og geta ekki vaknað aftur. Tilhugsunin um að sjá hana ekki oftar og geta ekki notið fleiri ánægjustunda með henni, skilur eftir tómarúm sem við kunnum ekki að fylla. Við höfum öll þekkst og tengst frá því við vorum knli. Dísa var lífsglöð og hress. Hún lét engan vaða yfir sig og oft var hún fremst í flokki ef henni fannst einhver beittur órétti. Hún kom ávallt hreint fram en gat samt verið stríð- in. Margar voru stundirnar sem við áttum að vera að læra en sátum og spjölluðum og grínuðum. Henn- ar hlátur hljómaði þá hátt og snjallt. Dísa var duglegur og metn- aðarfullur nemandi og stefndi hátt í lífinu. Þess vegna lét hún aldrei kjánalætin keyra úr hófi. Afrekaskráin er kannski ekki mjög löng þegar svona ung mann- eskja er kvödd. Enda finnst okkur flestum að afrekin séu framundan og nægur tími til stefnu að láta að sér kveða í heiminum. Þessar stundir sem við áttum saman voru bamæska og fyrstu unglingsárin, ár sem eiga að vera áhyggjulaus og glaðvær, gefa okkur grunn til þess að byggja framtíðina á. Þess- ari framtíð hefur nú eitt hörmulegt atvik, eitt gáleysis andartak, svipt hana og það verður aldrei aftur tekið. Við viljum þakka Þórdísi fyrir samveruna og votta Guðbjörgu, Stefáni og Massa ásamt öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úð og viparhug. Guð styrki ykkur á þessum erfíðu tímum. Bekkjarfélagar úr Fellaskóla. Opið alla daga frá kl. 9-22. VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERD ÞYZKIR GÆÐAVIN KLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ BBÞ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Hvernig stendur á því að hún Dísa var tekin burt svo fljótt? Sum- arið í nánd og svo margt skemmti- legt framundan. Hver hefði trúað því að dagurinn sem allir hlökkuðu svo til, síðasti prófdagurinn, myndi breytast í svo mikla sorg? Þegar bekkurinn hittist til að minnast Dísu kom fyrst upp í huga okkar allra hvernig þessari lífsg- löðu bekkjarsystur okkar tókst áð lífga upp á litlausan skóladaginn með litríkum sögum og innilegum hlátri. Þó leiðir okkar hafi einungis leg- ið saman þennan fyrsta vetur í Verzlunarskólanum hefur hópurinn náð vel saman. Það eigum við svo sannarlega Dísu að þakka, því hún var frumkvöðull félagslífs innan bekkjarins. Setningar eins og „get- um við hist heima hjá þér í kvöld“ eða „eigum við að koma á Myll- una“ var Dísa þekkt fyrir. Ótrúlegt er að svo mikil orka hafi búið í svo litlum líkama. Erfitt verður að ímynda sér Svanhildi án Dísu, því þar sem önnur þeirra var mátti einnig sjá hina. Gott dæmi um hversu innileg- ur vinskapur þeirra var er þegar Svanhildur söng 17 ára afmælisein- söng fyrir Dísu á miðnætti 2. maí. Enginn lifir svo lengi að hann eigi ekki einhveiju ólokið. Og sá sem ekki slapp við fæðingu sleppur ekki við dauðann. Minning okkar um þessa indælu og lífsglöðu stúlku mun lifa í hjört- um okkar allra um ókomna tíð. Við vottum aðstandendum Dísu okkar innilegustu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Bekkjarsystkinin úr VÍ. Á stundu sem þessari skortir okkur orð og maður sest niður og spyr sjálfan sig hver tilgangur lífs- ins sé. Dísa, eins og hún var köll- uð, var lífsglöð ung stúlka sem átti allt lífið framundan. Það var kraftur og ákefð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Henni gekk mjög vel í skóla. Hún var í Fellaskóla frá bamsaldo og átti hún þar góð- an vinahóp. Það var alltaf nóg um að vera og var gaman að fylgjast með svo heilbrigðum og skemmti- legum unglingum. Nú er stórt skarð rofið í þann hóp. Eftir Fellaskóla fór hún í Versl- unarskóla íslands og ætlaði sér langt í námi. Þórdís Unnur var yngra barn þeirra Stefáns Sigurðssonar og Guðbjörgu Maríasdóttur og var bróðir hennar Marías Kr. Stefáns- son. Mánudaginn 11. maí sl. var síð- asta prófið í Verslunarskólanum og var kátínan og léttirinn mikill yfir að langur og strangur próftími væri liðinn og nú var hægt að taka' sér smá frí. Dísa og Svanhildur æskuvinkona hennar, sem á nú um sárt að binda, BREMSU -DÆLUR —SLÖNGUR -SETT fóm saman í ökukennslu og var búin að vera mikil tilhlökkun að ná þeim stóra áfanga. Það var lengi búið að undirbúa að fá lánaða bíl- ana hjá mömmu, pabba og Massa. Dísa var alltaf sólargeislinn hans pabba síns og var borin á höndum mömmu sinnar, pabba, bróður og alarar fjölskyldunnar. Oft hringd- um við til Dísu og báðum hana að passa börnin kvöldstund fyrir okk- ur og var það auðsótt mál. Það var enginn velkomnari af frændsystk- inum sínum en Dísa frænka. Við svona sviplegt dauðsfall geta engin orð huggað, en við verðum að trúa því að þegar ungt og efni- legt fólk í blóma lífs síns er hrifið burt frá okkur á einu augnabliki sé einhver tilgangur með því. Elsku Gugga, Massi og Stebbi, megi Guð styrkja ykkur og okkur öll í þessari miklu sorg. Við vitum að það verður vel tekið á móti henni af afa hennar sem dó fyrir rúmu ári og mun hún nú hvíla við hlið hans. Við þökkum góðri frænku okkar fyrir þær dýrmætu stundir sem við höfum átt með henni og þótt hún sé farin mun minningin lifa í hjört- um okkar. Þá komin er kveðjustund okkar og kossinn ég síðasta fæ er minningin merlar og lokkar sú minning fer aldrei á glæ. Innst í hjarta sem gull ég þig geymi þú ert glóbjarta drottningin mín þó árin til eilífðar þau streymi fer aldrei burt minningin þín. (Þorvaldur Friðriksson) Fríða og Nanna Bára. Hún Þórdís, vinkona mín og skólasystir, er dáin. Það er erfitt að sætta sig við að fá aldrei að sjá hana aftur né heyra í henni hlátur- inn sem alltaf var stutt í. Dísa, Svanhildur og ég komum úr sama grunnskóla og lentum saman í bekk í Versló þar sem allir voru hálf- feimnir fyrstu dagana í nýjum skóla nema Dísa. Það var henni að þakka hvað bekkurinn hefur náð vel sam- an. Hún var alltaf tilbúin til að halda teiti fyrir skólaböll, síkát og hress. Daginn sem hún dó var hún í síðasta prófínu sínu og hafði hlakkað mjög til þessa dags. Nú var allt sumarið eftir og bílprófið á næsta leiti. Rétt áður en hún fór í bílatíma hringdi hún í mig til að athuga hvað stæði til að gera um kvöldið, hún ætlaði stðan að hringja aftur eftir tímann. Þá símhringingu fékk ég aldrei. Aðeins nokkrum dögum áður hafði Dísa átt afmæli og boðið nokkrum vinum til sín. Hveijum hefði þá dottið það I hug að þetta yrði í síðasta skipti sem við færum í boð til hennar Dísu okkar sem einmitt þá var að tala um að halda boð fyrir síðasta skóla- ballið? Helgina áður en hún dó komum við saman hjá Svanhildi sem átti afmæli. Þær vinkonurnar voru nú báðar orðnar sautján ára og voru byijaðar að læra saman á bíl og ætluðu sér að vinna saman í sumar. Það er svo margt sem mig langar til að segja um hana Þórdísi mína en kem ekki orðum að. Ég og fjölskylda mín sendum aðstandendum Dísu innilegar sam- úðarkveðjur. Ingunn Dögg Sindradóttir. í dag komum við saman til að kveðja yndislega stúlku, hana Dísu okkar. Dísu kynntist ég þegar hún var átta ára gömul er hún og dótt- ir okkar bundust vináttuböndum. Minningarnar leita á hugann. Ég sé þær fyrir mér sem litlar stúlkur í upphafi skólagöngu sinnar, stúlk- ur sem voru forvitnar og opnar fyrir öllu sem í kringum þær voru. En árin líða allt of hratt og fyrr en varði var æskan að baki og þær orðnar unglingar, ekki fullorðnar og ekki lengur böm. Á þessum árum eignuðust þær stóran og góð- an vinahóp, bekkjarfélaga sína í Fellaskóla. Þessi góði vinahópur hefur verið mikill stuðningur fyrir alla þá sem eiga um sárt að binda á þessum erfíðu tímum. Unglings- árin liðu við leik og störf og kom- ust þær vel í gegnum þessi ár. Þegar þær voru að fara á síðustu árshátíðina í Fellaskóla, uppá- klæddar, þá voru blendnar tilfínn- ingar sem bærðust í bijósti mér þegar ég horfði á þær og gerði mér grein fyrir því að þær voru áð verða fullorðnar. Mér er svo minnisstæður glettnishláturinn hennar Dísu og ákafínn í henni að komast af stað, því hún var svo full af fjöri og vildi drífa hlutina af. Ekki leið sá dagur að hún kæmi ekki í heimsókn og hringdi nokkr- um sinnum bara til að spjalla eða athuga hvað við værum að gera, og alltaf með þessum hressileika sem einkenndi hana svo mikið. Ég man hvað Dísa var glöð þegar hún heyrði síðastliðið sumar að þær stöllur myndu hittast á Benidorm og eiga þar saman tvær vikur. Þessar tvær vikur voru þeim ógleymanlegar og Dísa hafði svo gaman af að sýna okkur allt og vera með okkur. Síðastliðið haust byijuðu þær í Verslunarskólanum og var mikill spenningur samfara því. Dísa var hlæjandi þegar heim var komið þegar það kom í ljós að þær höfðu lent enn og aftur í sama bekk. í vetur þegar þær voru að læra, ef ekki heima hvor hjá ann- arri, var setið tímunum saman í símanum og lært þannig. í byijun mánaðarins áttu þær báðar afmæli og þá var komið að þeim áfanga sem lengi hafði verið beðið eftir, bílprófinu. En þá verður þetta hörmulega slys og Dísa mín er hrifin á brott frá okkur, Dísa sem okkur þótti svo vænt um og hafði lífgað allt svo upp í kringum sig með sinni líflegu og hressilegu framkomu og hnyttnu tilsvörum. Mikið á ég eftir að sakna þess að sjá hana ekki koma í heimsókn, bara til að athuga hvað við værum að gera og spjalla, eða allra símtal- anna til að segja halló og að hún kæmi á eftir. Elsku Díana mín, á þessum erfiðu stundum þegar þú kveður þína bestu vinkonu veit ég að hún er hjá þér og minningarnar um hana verða aldrei teknar frá þér. Elsku Gugga mín, Stebbi, Massi, Fanney og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Hví var þessi beður búinn, , bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sin. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Marta. Allt of oft lesum við og heyrum um banaslys ungs fólks og hjörtu okkar fyllast trega þegar ungt og efnilegt fólk sem á framtíðina fyrir sér er svo skyndilega kallað á brott. Enn einu sinni hefur ungmenni lát- ið lífíð í umferðarslysi og myrkur færist yfir huga okkar og hjörtun fyllast svo sárri sorg því nú var það hún Dísa sem kölluð var á brott, hún Dísa sem var alltaf svo góð og kát og aftur og aftur leitar á hugann spurningin „af hveiju?“ Dísa var náin vinkona dótturdóttur okkar og frænku, Svanhildar Dí- önu, og voru þær tíðir gestir á heim- ilum okkar. Við höfum fengið að fylgjast með þeim breytast úr litlum stúlkum sem léku sér í bamaleikjum í ungar stúlkur sem voru farnar að leggja drög að framtíðinni, svo full- ar metnaðar og svo efnilegar. Hún Disa var um margt sérstök, lítil, hnellin, ákaflega ræðin og örlítið stríðin. Hún var opinská og þegar hún kom á heimili okkar spjallaði hún alltaf svolítið við okkur og þeg- ar hún hringdi til að spyija eftir Díönu þá spjallaði hún eða gantað- ist alltaf smástund við þann sem svaraði í símann. Síðastliðið sumar hitti Dísa Díönu og frænkur hennar á Benidorm og gátu vinkonurnar eytt þar saman tveimur vikum, þeim báðum til mikillar gleði. Dísa gat ómögulega skilið hvernig frænk- urnar Díana og Svana gátu legið í sólbaði tímunum saman aðgerðar- lausar, því hún gat aldrei verið að- gerðarlaus og var alltaf á hlaupum, svo full atorku. Þá náði hún stund- um í Önnu Stellu, litlu frænku Dí- önu, og fór með hana í laugina, Önnu Stellu til ómældrar gleði því Svana og Díana voru ansi lítið fyr- ir svoleiðis buslugang og oft mátti ekki á milli sjá hvor skemmti sé betur, Dísa eða Anna Stella. Þannig var Dísa. Aldursmunur háði henni ekki hvort sem hún var að leika sér við lítið bam eða spjalla við gamalt fólk. Minningarnar hrannast upp, litlar stúlkur að fermast og ungar stúlkur að fara á skólaskemmtanir, svo fallegar og fínar og fullar eftir- væntingar. Við köllum fram í hug- ann svipbrigðin hennar Dísu, rödd hennar, fallega brosið og björtu augun, minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Þau eru þung spor- in sem fjölskylda og vinir hennar Dísu, og þín, elsku Día, stíga núna, en við trúum því að henni hafí ver- ið ætlað annað og meira hlutverk á æðri stigum. Við kveðjum Dísu með söknuði í hjörtum okkar og þakklæti fyrir allar samverustund- irnar. Foreldrum, bróður og öðmm aðstandendum Dísu vottum yið okk- ar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Pétur og Svana, Ragna Svana og Anna Stella. Lífið er eitt andartak ... Þegar ég heyrði þau sorglegu tíðindi að fyrrverandi nemandi minn, Þórdís Unnur Stefánsdóttir, hefði látist eftir umferðarslys, kom mér þessi hending í hug. Það er oft skammt á milli lífs og dauða og enginn veit hver er næstur. Það hlýtur að teljast eðlilegt að kennari sem hefur umgengist nem- anda meirihlutann af skólagöngu sinni hans kynnist honum náið. Það fer eftir persónuleika beggja hvern- ig þessi kynni verða. Mannleg sam- skipti eru á marga vegu, einnig í skólum. Dísa, en það var hún oftast köll- uð af félögum og vinum, var einn þessara þægilegu og traustu nem- enda. Hún var kurteis, vingjarnleg og jákvæð. Samskipti hennar við alla voru á þann hátt að gagn- kvæmt traust og heiðarleiki var í fyrirrúmi. Þar sem ég kynntist Dísu einkum í gegnum íþróttir, bæði í kennslu og fijálsu starfi, tók ég eftir léttri lund þennar og dugnaði í íþróttun- um. Ég minnist þess vetrar í Fella- skóla í Breiðholti er ég kenndi stúlk- unum í hennar árgangi leikfimi. Það var nokkuð strembinn vetur en um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.