Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 10
io MORÓUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 Skrúði og áhöld Skálholtskirkna Bókmenntir Sigurjón Björnsson Kristján Eldjárn, Hörður Ágústs- son: Skálholt: Skrúði og áhöid. Hið islenska bókmenntafélag 1992, 370 bls. Á undanförnum árum hefur Hið íslenska bókmenntafélag gefið út §ögur öndvegisrit sem öll varða ís- lenska kirkjusögu. Þijú þeirra fjalla um Skálholt, eitt um fornieifaupp- gröftinn mikla, þegar steinkista Páls biskups með líkamsleifum hans fannst, annað um kirkjur í Skálholti og hið þriðja um skrúða og áhöld Skálholtskirkna eða „hvers konar lausan búnað kirkna sem notaður er við guðsþjónustuhald". Fjórða ritið er svo um hinar frægu Flatatungu- fjalir, sem leiddar eru sterkar líkur að séu frá Hóladómkirkju komnar. Einn maður hefur komið mest við sögu um samningu og gerð allra þessara bóka og þeirra umfangs- miklu rannsókna sem að baki liggja. Það er Hörður Ágústsson. Tvær þeirra eru að öllu hans verk og hinar að hluta til. Hólabókina átti hann einn, svo og bókina um Skálholts- kirkjur. Bókin sem nú kemur fyrir sjónir lesenda, Skálholt. Skrúði og FASTEIGIMASALA Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsaon. SÍMAR: 687828 OG 687808 Vantar eignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbýli ÁLFTANES Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús v/Noröurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góö svefnherb. Vandaðar innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj. Eignaskipti mögul. Raðhús áhöld, er að verulegu leyti hans verk. Lesandi er nálgast þessa bók sem ókunnugur efnissviðinu gæti haldið að hún. væri lítt áhugaverð. Hvað varðar okkur um lausa muni í kirkj- um og áhöld notuð við guðsþjón- ustur? Getur það verið bókarefni fyr- ir aðra en fáeina sérfræðinga? Fljótt munu þó flestir skipta um skoðun eftir að lestur er hafinn. Bókina má nefnilega lesa frá mörgum sjónar- hornum og því getur hún höfðað til margra. Vissulega má lesa hana sem kirkjuskrúðasérfræði eingöngu. En hún er einnig merkt kirkjusögulegt framiag og í þriðja lagi ekki ómerk- ara iistasögulegt innlegg. Ritverk þetta skiptist í átta kafla eða efnisþætti. Er Hörður Ágústsson talinn höfundur sex þeirra og Krist- ján Eldjám tveggja. Hörður á fyrstu þijá kaflana. Nefnist sá fyrsti Ági-ip af skrúðasögu og áhalda. í þeim kafla er allt sem teist tii skrúða og áhalda talið upp og hveijum hlut fyrir sig lýst vandlega. Hér er margt um nýstárleg hugtök og skýringar á þeim. Mikill flöldi mynda (53) fylgir kaflanum bæði ljósmyndir af hlutum og teiknaðar skýringarmyndir. Þetta er mjög ítarlegur og vandaður yfirlit- skafli. Annar kafli nefnist Skrúða- skrá og áhalda. Þar er eins og segir í formála „leitast við að kanna allar tiltækar ritaðar heimildir um skrúða og áhöld Skálholtskirkna með höf- uðáherslu á þann hlutann sem glat- aður er“. Elstu heimildir eru fáorðar (1082-1541). En eftir 1589 taka við afhendingarskrár sem ná til 1943. Fróðieg er þessi lesning, en dapurleg þegar ljóst verður hversu margir gripir hafa glatast. Þriðji kaflinn getur skoðast sem samantekt, túlkun og skýringar við þann sem á undan fór. Saga gripa er sögð þar sem unnt er, ferill þeirra rakinn. í lok kaflans eru 15 töflur er sýna eignir kirknanna á ýmsum tímum og að lokum er aldursskrá, þ.e. hversu lengi gripimir entust. Elstu gripimir em tvær patínur, nú í Þjóðminjasafni og tveir kaleikar, sem einnig era þar, allir 688 ára gamlir. Fjórða kafla, Varðveittur skrúði og áhöld, skrifar Kristján Eldjárn. Um þann kafla og hinn fimmta seg- ir Hörður í formála: „Um hinn varð- Hörður Ágústsson veitta hlutann hafði Kristján að mestu ijallað áður en hann lést. Sumt var þó í drögum einum og nokkram gripum hafði hann ekki haft tíma til að lýsa. Það sem á vantar mun ég fjalla um. Má skipta framlagi Kristj- áns í tvo meginþætti. Annars vegar era greinar sem birst hafa áður og hins vegar greinar sem unnar vora sérstaklega fyrir þetta verk. Auk þess hafði Kristján ritað um tvo horfna gripi sem dómkirkjan í Skál- holti átti, nefnilega Þorláksskrín og Öxina Remegíu. Verða þeir settir fyrir aftan varðveitta muni undir heitinu „Horfinn skrúði og áhöld“. Er það fimmti kaflinn í upptalningu minni.“ Fyrri kafli Kristjáns, tæpar 100 bls., er geysifróðlegur, því að bæði er gripum lýst og saga þeirra sögð. Mikill fjöldi mynda (42) fylgir, bæði gripa- og mannamyndir. Itarleg er frásögn Kristjáns um Þorláksskrín og örlög þess. Minna er um „Öxina Remegíu" að segja, enda var það vissulega ekki hin fræga öxi Skar- heðins. Það sem eftir lifir bókar ritar Hörður. Fyrst kemur kafli sem ber sama heiti og fyrri kafli Kristjáns, enda er það haldið áfram á sama hátt og þeim varðveittu hlutum lýst sem eftir var að segja frá. Þeir era nokkrir. Hæst finnst mér bera „Smeltur kross" (Ijms. 7031), sem kenndur hefur verið við Tungufell í Ytri-Hrepp, en sterk rök eru fyrir því að telja beri hann til Skálholts- gripa. Hvort tveggja er að krossinn er undrafagur, sbr. mynd, og eins GRASARIMI Til sölu sérl. fallegt raðh. hæð og ris. Innb. bílsk. V. 12,3 m. Áhv. 6,0 millj. BREKKUBYGGÐ V. 8,5 M. Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm, auk bílsk. 4ra—6 herb. HRÍSATEIGUR Til sölu falleg 4ra herb. 80 fm íb. á 1. hæð í 4ra íb. húsi. Eign í mjög góðu standi. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm ib. á 5. hæð í lyftuh. Laus nú þegar. LJÓSHEIMAR Til sölu mjög góð 4ra herb. endaíb. á 7. hæð. Parket á stofu. Skipti á minni eign mögul. ESKIHLÍÐ Vorum aö fá í sölu góða 4ra-5 herb. 108 fm íb. á 3. hæö í fjölbhúsi. 3ja herb. ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. endaíb. á 4. hæð. Suðursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. VESTURBERG Til sölu mjög góð 3ja herb. 87 fm íb. á 2. hæð. HLÍÐARHJALLI Vorum afl fá ai sölu glæsíl. 3ja herb. 85 fm ib. á 3. hæð. Stór- ar suðursv. 25 fm bílak. Áhv. 5,0 m. frá húsnstj. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risíb. Sérinng. V. 4,2 m. KJARRHÓLMI Falleg 3ja herb. íb. á 4. hæð. Sér- þvottaherb. í íb. Stórar suðursv. Laus nú þegar. 2ja herb. MÁVAHLÍÐ Vorum að fá í sölu 2ja herb. 60 fm íb. í kj. Mjög lítiö niöurgr. ÁSBRAUT Til sölu ágaet 2ja herb. 37 fm ib. á 3. hæö í fjórb. Verð 3,5 miilj. If Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson, hs. 39558. ✓ Ný ljóðabók komin út ÚT ER komin ljóðabókin Fólkið við fljótið eftir Áslaugu Gunn- arsdóttur. í bókinni er 31 ljóð. Áslaug Gunnarsdóttir er 27 ára Hafnfirðingur og er þetta fyrsta ljóðabók hennar en hún byrjaði að skrifa sín fyrstu ljóð 16 ára gömul og hafa sum þeirra birst áður í blöðum og tímaritum. Áslaug er prentsmiður að mennt og hannaði hún bók sína sjálf auk þess sem hún sá um setningu og fílmuvinnu. Litgreiningu á kápu annaðist Litróf hf., prentun Solna- prent og bókband Flatey. Höfund- ur er sjálf útgefandi. Áslaug Gunnarsdóttir Atvinnuhúsnæði Bæjarhraun - Hf. [ einkasölu ca 500 fm „penthouse"hæð í nýl., glæsilegu, fullbúnu lyftuhúsi. Góð lofthæð. Tilvalið fyrir t.d. félagasam- tök o.fl. Frábær staðsetning. Dalshraun - Hf. [ einkasölu vel staðsett 2x120 fm iðnhúsnæði í enda. Gott pláss að framanverðu og kringum húsið. Góð aðkoma, inn- keyrsludyr. Ennfremur 560 fm iðnhúsn. m/innkeyrsludyrum og góðri lofthæð sem hægt er að skipta niður í minni eign. Garðabær. I einkasölu gott ca 550 fm atvhúsnæði á einni hæð m/innkeyrsludyrum. Hægt að skipta í tvennt. Einnig ca 300 fm skrifstofuhæð í sama húsi. Hagstætt verð. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar hf., fasteigna- og skipasala, Reykjavikurvegi 72, Hafnarfirði, SÍmt 54511. Kristján Eldjárn hitt að saga hans er merkileg. Sjöundi kaflinn nefnist Minninga- mörk. Er þar aðallega fjallað um legsteina og áletranir þeirra. Segir höfundur að sá þáttur sé „að mestu byggður á rannsóknum Matthíasar Þórðarsonar, sem hann vann aðai- lega að árið 1916“. Fjallað er unr 17 iegsteina. Áletranir era birtar og þýðingar þeirra ef þær eru á latínu. Myndir eru af, að ég held, öllum steinunum eða brotum úr þeim. Síðasti kaflinn er um bókaeign Skálholtsstóls. Býst ég við að mörg- um þyki það fróðleg lesning. í þeim kafla eru margar gullfallegar mynd- ir. Þá er í bókarlok sundurliðuð til- vísanaskrá, svo og heimildaskrá er greinist í prentuð rit og handrit. Framangreind upptalning og bókarlýsing gefur væntanlegum les- anda aðeins örlitla tilfinningu fyrir eðli þessa mikla ritverks. Fiest sem gerir hana að einstæðu verki er ósagt. Þar finnst mér held ég mest til um hin einstaklega vönduðu vinnubrögð sem hún einkennist af. Bókin er afar vel skipulögð og rituð á skýra og vönduðu máli. Nákvæmni virðist sitja í fyrirrúmi og ég á bágt með að trúa því að nokkuð hafr ver- ið undan fellt sem einhverju máli skipti. Hvergi rakst ég á ritvillur eða prentvillur, sem lesari bókar getur séð. En Hörður Ágústsson á hér meira en textann einan og það mikla rann- sóknarverk sem að baki hans liggur. Öll hönnun bókarinnar er hans. Þar leynir sér ekki handbragð og óbrigð- ull smekkur listamannsins. Margar teikningar hefur hann gert fyrir þessa bók. Myndir eru með miklum ágætum. Veldur því ekki einungis góð myndataka ljósmyndaranna, heldur ekki síður ágæt litgreining, prentun og uppsetning. Það liggur við að gagnrýnandi fari hjá sér þegar hann fær bók eins og þessa í hendur, ekki síst þegar það er þriðja bók sama höfundar á fáum áram, sem hann hefur fjallað um í umsögnum sínum. Og aliar eru með sama sniði. Getur það verið rétt að ekkert sé nema lofsyrði um þær að segja? Eða er maður svona óskap- lega fákunnandi og glámskyggn? En betur fær þessi umsegjandi ekki séð. Rannsóknir era eins vandaðar og kröfuharðasti fræðimaður getur ætl- ast til. Skipulagið er rökrétt. Texti er skýr og vandaður. Myndefni hreint frábært. Hönnun bókar og allur ytri frágangur er eins góður og best verð- ur á kosið. Eg sé ekki betur en með þessum fíóram bókum sem komnar eru (og þeim sem vonandi bætast við) sé íslenskum lesendum færðar í hendur miklar og óvenjulegar ger- semar. Það er vissulega nokkur sára- bót fyrir allt það sem hvarf í hafsjó eyðingar á löngum og myrkum tím- um niðurlægingar. Fj ölmiðlaumfj öll- un um bamabækur - stefna óskast Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Hópur barna- og unglingabóka- höfunda innan Rithöfundasam- bands Islands hefur starfað frá 1990 og reynt að vekja athygli á barnabókinni sem listmiðli og vinna að hagsmunum rithöfunda sem skrifa fyrir börn. Hópurinn sendir frá sér athugasemd varðandi um- fjöllun fjölmiðla fyrir jólin þar sem þeim fannst sinn hluti fyrir borð borinn og undruðust hversu lítill gaumur var gefinn að bamabókum og höfundum þeirra í allri þeirri bókmenntaumfjöliun sem átti sér stað í bókavertíðinni. Á Alþjóðlega barnabókadegin- um, 2. apríl, var efnt til dagskrár í Norræna húsinu á vegum Barna- bókaráðsins, íslandsdeildar IBBY, þar sem fjallað var um barnabóka- útgáfu síðastliðins árs. Á dagskrá var m.a. fíölmiðlaumfjöllun um barnabækur og var fulitrúum fjöl- miðla boðið til fundarins til að skýra stefnu sína í þessu efni. Ekkert varð af umræðum þar sem enginn fulltrúi mætti. í febrúarhefti blaðsins Börn og bækur segir frá bréfaskriftum við Ríkisútvarpið varðandi þá ákvörðun að leggja niður barna- og unglinga- deild útvarpsins. í svari sem starfs- hópurinn fékk kom fram að verið væri að móta stefnu í dagskrárgerð fyrir börn og unglinga á báðum rásum útvarpsins. Ekki hefur mikið farið fyrir þessari stefnu. Hafi hún verið gerð opinber hefur sú umræða farið mjög hljóðlega. Ekki átta ég mig almennilega á því hvers vegna fjölmiðiar, einkum þeir stærstuóg voldugustu, svo sem stærri dagblöð og útvarps- og sjón- varpsstöðvar, eiga í vandræðum með að setja sér stefnu í þessum málum, og helst er að sjá að þeir líti.á umfjöllun um barnabækur sem eitthvert feimnismál eða eitthvað sém aðeins eigi heima í jólabóka- flóðinu. Stefna í þessum málum gæti verið einfaldlega í því fólgin að fjallað væri um þennan mikil- væga málaflokk með vissu millibili, fastir dálkar eða dagskrárþættir væru skipulagðir hálft ár fram í tímann og leitast við að hafa fjöl- breytnina sem mesta. Umfjöllun um barnabækur og lestur er ekkert einkamál höfunda og fjölmiðia. Þetta er brýn nauðsyn nú þegar blikur eru á lofti og heyrst hefur að á íslandi sé ólæsi ekki óþekkt lengur eins og okkur hefur þó þótt sjálfsagt hingað til. Það er fráleitt ef við leiðum að því hugann að bókaþjóðin fjalli ekki um barnabækur nema í nóvember og desember þegar enginn má vera að því að lesa. Umfjöllun í fíölmiðlun- um, bæði dagblöðum og ljósvaka- miðlum, þessa tvo mánuði hefur að mínu mati eingöngu auglýsingagildi og ber að líta á hana sem slíka. Það er eðlilegt að höfundar barna- og unglingabóka vilji að þeirra bækur séu umtalaðar eins og aðr- ar, en þessi umfjöllun er ekki mjög gagnleg og ég held menn lesi tæp- ast nema niðurlagsorðin áður en bók er valin í jólapakka barnanna. Reglulegir þættir allt árið er það sem koma skal. Efnið er nægilegt, fjölbreytnin er takmarkalaus. Hér með er skorað á alla fjölmiðla að taka höndum saman og kynna barna- og unglingabækur - frum- samdar, þýddar eða erlendar - ekki minna en hálfsmánaðarlega allan ársins hring. Blöð sem geta haft heilsíður í umfjöllun um erlend myndbönd geta áreiðanlega séð af nokkrum dálksentimetrum til að vekja athygli á barna- og unglinga- bókum. Með því getum við reynt að koma í veg fyrir innreið þess óvinar sem gæti orðið íslenskri menningu hættulegri en öll erlend áhrif samanlagt, en það er ólæsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.