Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 54
■sr KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 Michael Jordan var um helgina kjörinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í þriðja sinn á ferlinum. Eyjólfur Eyjólfur varla með landsliðinu Verðurásjúkrahúsi fram yfir helgi Eyjólfur Sverrisson knattspyrnu- maður hjá Stuttgart verður líklega ekki með íslenska landslið- inu sem mætir Ungveijum 3. júní. Eins og skýrt var frá í Morgunblað- inu í gær kjálkabrotnaði Eyjólfur um síðustu helgi og fór á sjúkra- hús. Á þriðjudaginn var hann skor- inn upp og þess freistað að laga brotið og var honum tjáð að hann yrði áð vera á sjúkrahúsi fram yfir næstu helgi. Því er mjög ólíklegt að hann geti verið með í landsleikn- um gegn Ungveijum. Maxfli. OPNA DUNLOP IHÓTID í GOLFI fer fram á Hólmsvelli í Leiru 23. og 24. maí. Leiknar verða 36 holur meö og án forgjafar. Mótió gefur stig til landsliðs. Ræst út frá kl. 08.00. Skráning í síma 92-14100 til kl. 20.00 föstudag. GLÆSILEG VERDLAUN ŒEŒDILIF Portland og Chicago í úrslit? MIKLAR líkur eru á að það verði tvö bestu lið NBA-deild- arinnar, Chicago og Portland, sem leika tii úrslita að þessu sinni. Portland er 2:0 yfir gegn Utah og Chicago 1:0 yfir gegn Cleveland. Miicago ‘ 103:89 úrslitum Gunnar Valgeirsson skrifarfrá Bandaríkjunum Chicago sigraði Cleveland 103:89 í fyrsta leik liðanna í austurdeildarinnar. Heimamenn náðu fljótlega «tíu stiga forskoti og héldu því. „Við lærðum af mistökunum gegn New York Knicks. Við vanmátum þá og töpuðum fyrsta leiknum en nú vorum við ákveðnir í að sigra í fyrsta leik,“ sagði Michael Jordan hjá Chicago eftir sigurinn. Jordan lék vel og gerði 33 stig en enginn lék þó betur en Scottie Pippen sem gerði 29 stig, tók 12 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Sigur Chicago var öruggur og í raun mun auðveldari leikur fyrir liðið en leikirnir gegn New York á dögunum. í vesturdeildinni komust Portland 2:0 yfir í baráttunni við Utah. Þeir sigruðu 119:102 í öðrum heimaleik sínum. Eins og í Chicago náðu leik- menn Portland snemma forustu sem þeir létu ekki af hendi. Engu að síður léku leikmenn Utah mjög vel, en Portland lék hreint frábær- lega og sigurinn var sanngjarn. Bakverðirnir Terry Porter og Clyde Drexler fóru á kostum í leikn- um, gerðu 77 stig fyrir Portland. Porter gerði 41 og Drexler 36. Michael Jordan var um helgina kjörinn besti leikmaður NBA-deild- arinnar í þriðja sinn á ferlinum. Hann jafnaði þar með við Larry Bird en Kareem Abdul-Jabbar á metið, hann var sex sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Jord- an fékk 80 atkvæði af 92 í fyrsta sætið en í öðru sæti var Clyde Drexler hjá Portland. Randy Pfund hefur verið ráðinn þjálfari LA Lakers fyrir næsta keppnistímabil. Hann er fertugur og hefur undanfarin sex ár verið hjá Lakers og þar af þijú ár sem aðstoðarþjálfari liðsins. Suðumesjaliðin samaníríðli Suðurnesjaliðin þijú verða saman í riðli í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik næsta vetur, en skipað var í riðla á ársþingi KKÍ fyrir skömmu. í öðrum riðlinum eru Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Haukar og Breiðablik. í hinum riðlinum eru Valur, KR, Tindastóll, Skallagrím- ur og Snæfell. Valið fyrir EM í Svíþjóð Landsliðsþjálfararnir átta sem verða í úrslitakeppni Evrópumóts- ins í Svíþjóð í næsta mánuði eru í þann mund að tilkynna 20 manna hópana sem mæta til leiks. Fjórir hafa verið tilkynntir í vikunni og eru eftirfarandi: Þýskaland Markverðir - Bodo Illgner (Köln), Andreas Köpke (Numberg, sem leikur með Stuttgart næsta vetur). Vamarmenn - Stefan Reuter (Juvent- us), Andreas Brehme (Inter Milan), Jurgen Kohler (Juventus), Manfred Binz (Frank- furt), Guido Buchwald (Stuttgart), Thomas Helmer (Dortmund), Michael Frontzeck (Stuttgart), Michael Schiilz (Dusseldorf), Christian Wöms (Leverkusen). Miðjumenn - Andreas Möller (Frankfurt), Thomas Hassler (AS Roma), Thomas Doll (Lazio), Matthias Sammer (Stuttgart), Stef- an Effenberg (Bayem Míinchen). Frarnherjar - Rudi Völler (AS Roma, Karlheinz Riedle (Lazio), Andreas Thom (Leverkusen), Jurgen Kiinsmann (Inter Milan). Svíþjóð Markverðir - Thomas Ravelli (IFK KORFUBOLTI Bolvík- ingarí l.deild Bolvíkingar munu leika í 1. deild- inni í körfuknattleik á næsta keppnistímabili. Ungmennafélag Bolungarvíkur sigraði Ungmenna- félag Gnúpverja í aukaleik um sæt- ið með 68 stigum gegn 54. Gautaborg), Lars Eriksson (IFK Norrköp- ing). Varnarmenn - Joachim Björklund (SK Brann), Jan Eriksson (IFK Norrköping), Mikael Nilsson (IFK Gautaborg), Roland Nilsson (Sheffield Wednesday), Stefan Schwarz (Benfica), Patrik Andersson (Malmö FF), Magnus Erlingmark (Örebro SK) Miðjumenn - Klas Ingesson (Mechelen), Anders Limpar (Arsenal), Jonas Thern (Benfica), Roger Ljung (Admira Wacker), Stefan Rehn (IFK Gautaborg), Joakim Nils- son (Sporting Gijon), Jan Jansson (Öster) Framherjar - Tomas Brolin (Parma), Kennet Andersson (Mechelen), Martin Da- hlin (Bomssia Mönchengladbach), Johnny Ekström (IFK Gautaborg) England Markverðir - Chris Woods (Sheff. Wedn.), Nigel Martyn (Crystal Palace). Varnarmenn - Lee Dixon (Arsenal), Stu- art Pearce (Nott. Forest), Martin Keown (Evertpn), Des Walker (Nott. Forest), Mark Wright (Liverpool), Trevor Steven (Mar- seille), Carlton Palmer (Sheff. Wed.) og Tony Dorigo (Leeds). Miðvallarleikmenn - David Platt (Bari), Nigel Clough (Nott. Forest), Neil Webb (Man. Utd.) og David Batty (Leeds). VormótÍR íkvöld Vormót ÍR verður haldið í fímmtug- asta skipti í kvöld, að þessu sinni á Varmárvelli I Mosfellsbæ. Mótssetning verður kl. 18., fyrstu keppnisgreinar heflast tfu mín. síðar og hin síðasta kl. 20.20. Kaldalshlaup- ið,. 3.000 m minningarhlaup um Jón J. Kaldal, hefst kl. 19.30. Mótið er eitt þriggja móta hér heima sem Óiympíunefnd fslands hef- ur samþykkt að hægt sé að reyna við lágmörk til þátttöku í Barcelona-leik- unum á. Af þeim sökum verða flestir bestu fijálsíþróttamenn landsins á meðal keppenda, nema Sigurður Ein- arsson; spjótkastari, sem ekki er á landinu. Framlieijar - Gary Lineker (Tottenham), John Bames (Liverpool) eða Andy Sinton (QPR), Paul Merson (Arsenal) Alan Smith (Arsenal), Tony Daley (Aston Villa) og Alan Shearer (Southampton). BMarkvörður til vara: David Seaman (Arsenal). Holland Markverðir - Hans van Breukelen (Eind- hoven), Stanley Menzo (Ajax). Vamarmenn - Danny Biind (Ajax), Frank de Boer (Ajax), Berry van Aerle (Eindho- ven), Adri van Tiggelen (Anderlecht), Frank Rijkaard (AC Milan), Ronald Koeman (Barcelona). Miðvallarleikmenn - Ruud Gullit (AC Milan), Wim Jonk (Ajax), Aron Winter (Ajax), Peter Bosz (Feyenoord), Jan Wout- ers (Bayem Munchén). Framheijar - Dennis Bergkamp (Ajax), Bryan Roy (Ajax), John van’t Schip (Ajax), Wim Kieft (Eindhoven), Marco van Basten, (AC Milan), Richard Witschge (Feyenoord), Peter van Vossen (Beveren). Samveldln Landslið Samveldanna verður ekki endan- lega valið fyrr en 31. maí, en í gær voru nofn 25 leikmanna tilkynnt - þar af eru fimmtán leikmenn sem leika með liðum utan Samveldanna. TENNIS Fyrsta opna stórmótársins Fyrsta stórmót ársins I tennis, opna stór- mót Þróttar, fer fram á tennisvöllum félags- ins 3.-7. júní. Keppt er í öllum aldursflokk- um, í einliða- og tvíliðaleik f flokkum barna og unglinga og tvenndarleik að auki í full- orðins- og öðlingaflokki. Hver keppandi getur skráð sig í þijár keppnisgreinar hið mesta, og er þátttökugjald 100 kr. fyrir hveija í barna- og unglingaflokkum. f öðr- um flokkum greiðir hver keppandi 1.000 kr. fyrir einliðaleik og 600 kr. fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Skráning fer fram í Þrótt- heimum og lýkur á sunnudaginn, 24. maí, kl. 18. Fjögur svokölluð stórmót verða haldin í sumar og gefa þau, ásamt fslandsmóti, stig í stigakeppni Tennissambandsins. KNATTSPYRNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.