Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 Norrænu barnabókaverðlaunin 1992: Guðrún gefur börnum vænt- ingar til einhvers betra eftir Jónínu Friðfinnsdóttur Guðrún Helgadóttir hlýtur Nor- rænu barnabókaverðlaunin 1992 fyrir bók sína Undan illgresinu. Þeim verður úthlutað í Gautaborg í haust í áttunda sinn. Að þessum verðlaunum standa samtök skólasafnskennara á Norðurlöndum, Nordisk skolebibli- otekarforening. Samtökin voru stofnuð árið 1981 og hér á landi er það Félag skólasafnskennara sem er aðili að samtökunum. Norrænu barnabókaverðlaunin eru veitt árlega og eru heiðurslaun til norræns rithöfundar sem- skrif- ar fyrir börn og unglinga á grunn- skólastigi. Þau má veita höfundi fyrir eitt ritverk eða ritstörf. Markmið verðlaunanna er að hvetja til útgáfu góðra og vand- aðra barnabóka, efla frumkvæði og fjölbreyttni í útgáfu og stuðla að framgangi barnabókmennta á Norðurlöndunum. Hvert aðilarfélag getur tilnefnt tvo rithöfunda árlega. Verðlaununum var fyrst úthlut- að áfið 1985 til sænska rithöfund- arins Maríu Gripe. Norskir rithöf- undar hafa tvívegis hlotið verð- launin, Tormod Haugen 1986, og Metta Newth 1988. Sænskir rit- höfundar hafa einnig hlotið þau tvisvar, Maria Gripe 1985 og Mats Wahl 1990. Finnski rithöfundur- inn Kaarina Helakisa híaut þau 1987 og danski rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Svend Otto S. 1989. Á síðasta ári hlaut fær- eysk bók eftir færeyska rithöf- unduinn Olav Michelsen og danska myndlistarmanninn Erik Hjort Nielsen verðlaunin. I ár er það íslenskur rithöfundur sem hlýtur verðlaunin í fyrsta sinn. Þeir rithöfundar sem tilnefndir voru í ár eru: Guðrún Helgadóttir, íslandi; Ib Spang Olsen, Dan- mörku; Irmelin Sandman Lilius, Finnlandi; Sven Nordqvist, Sví- þjóð. Þetta eru þekktir og virtir höf- undar, ekki einungis í sínu heima- landi heldur á öllum Norðurlönd- unum og víða um heim. Það var því ljóst að dómnefndinni var mik- ill vandi á höndum og að valdið yrði ekki auðvelt. En Guðrún kom, sá og sigraði. Guðrúnu Helgadóttur þarf vart að kynna hér á landi svo þekkt og vinsæl sem hún er fyrir bækur sínar bæði hjá börnum og fullorðn- um. Hún hefur hlotið viðkenningar hér heima m.a. frá Fræðsluráði Reykjavíkur. Hún hefur einnig verið tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna, það eru þekkt al- þjóðleg barnabókaverðlaun sem IBBY (Internationai Board of Books for Young People) samtök- in, veita annað hvert ár. Allt frá því að bækurnar um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna komu út er ætíð beðið með eftir- væntingu eftir hverri bók sem gefin er út eftir Guðrúnu. Guðrún er þekkt á Norðurlönd- um og nú er hún viðurkennd í hóp þeirra höfunda á Norðurlöndum sem þykja bestir. Það er mikill heiður fyrir Guðrúnu að fá þessi verðlaun sem eru nú þegar orðin þekkt og virt á Norðurlöndum og víðar. „Það sem réð úrslitum í dómnefnd var að Guð- rún er gott skáld. Hún skrifar bókmenntaverk sem fullorðnir ekki síð- ur en börn hafa gaman og gagn af að lesa.“ Tungumálaörðugleikar hafa oft valdið því að þjóðir Norðurlanda hafa ekki gengið jafnar til leiks varðandi þessi verðlaun. Félag skólasafnskennara hefur ekki haft fjármagn til þess að láta þýða bækur. En félagið hefur þó alltaf tilnefnt til þessara verðlauna og fengið til þess aðstoð hjá bóka- útgefendum. Oftast hefur verið sendur þýddur útdráttur eða kafli úr bók. Félag skólasafnskennara hefur með tilnefningu viljað örva og hvetja höfunda hér heima og koma nöfnum þeirra á framfæri á Norð- urlöndunum. Við vitum að það hefur borið nokkurn árangur, t.d. hafa nokkrir íslenskir höfundar verið þýddir í Færeyjum síðustu ár vegna þess. Nú gátum við lagt fram handrit í enskri þýðingu eft- ir Maureen Thomas af bókinni Undan illgresinu. Það sem réð úrslitum í dóm- nefnd var að Guðrún er gott skáld. Hún skrifar bókmenntverk sem fullorðnir ekki síður en börn hafa gaman og gagn af að lesa. Hún ber virðingu fyrir börnum og fer um þau mjúkum og varfærnum höndum. Hún vill kafa undir yfir- borðið, reyta illgresið burt í óeigin- legri og eiginlegri merkingu. Börn- in eru hluti lífsins og eiga að taka þátt í því með fullorðnum. En full- orðnir eiga að hjálpa þeim að fóta sig í lífsins ólgusjó og útskýra óskiljanlega hluti. Samfélag okkar er flókið og margir fara illa út úr lífinu. Það leysir oft vanda og skýr- ir flóknustu hluti ef þeir eru rædd- ir. Þessu kemur Guðrún á fram- færi í bók sinni og bendir okkur á lausnir. Ég ætla að leyfa mér að vitna hér í viðtal við Guðrúnu sjálfa því þar segir allt sem segja þarf. Hún segir: „Mér finnst barn- æskan svo heillandi að það er ekk- ert sem fer eins illa með mig og að sjá börn sem líður illa. Það sem kemur mér til þess að vera yfir- leitt að þessum skrifum er að mér finnst svo mikilvægt að börn séu tekin alvarlega, bæði gleði þeirra og sorgir. Jónas Pálsson sagði einu sinni um einhveijar af mínum fyrri bókum að þær gæfu börnum vænt- ingar til einhvers betra, börn ættu Jónína Friðfinnsdóttir að hafa væntingar til góðs og fal- legs lífs og það væri skylda þeirra sem skrifuðu barnabækur að hvetja þau og beina þeim til ríkara og gjöfulla lífs. Nákvæmlega þetta hef ég reynt að hafa að leiðarljósi í skrifum mínum í þessari nýju bók sem og hinum fyrri, og ég gladd- ist mjög við þessi orð Jónasar.“ Að mati dómnefndar tókst Guð- rúnu Helgadóttur þetta og þess vegna hlýtur hún Norrænu barna- bókaverðlaunin 1992. Höfundur situr í dómnefnd fyrir Félag skólasafnskcnnara. Jon Hendricks. Morgunblaflið/Þorkell Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6 til 12ára börn að sumardvalarheimilinu Kjarnholtum í Biskupstungum. Á áttunda starfsári okkar bjóðum við uppá fjölbreytta og vandaða dagskrá undir stjórn reyndra leiðbeinenda: Reiðnámskeið, íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, sund, ferðalög, kvöldvökur o.fl. VERÐ: í tilefni þjóðarsáttar höldum við verðinu óbreyttu frá því í fyrra: 1 vika kr. 15.800,2 vikur kr. 29.800. Staðfestingargjald fyrir 1 viku kr. 5.800, fyrir 2 vikur kr. 9.800 Systkinaafsláttur: 1 vika kr. 1.200, 2 vikur kr. 2.400 Tímabil: 31. maí - 6. júní 28. júní - 4. júlí 26. júlí - 1. ágúst 7. júní - 13. júní 5. júlí — 11. júlí 3. ágúst - 9. ágúst 14. júní-20. júní 12. júlí -18. júlí 21. júní-27. júní 19. júlí - 25. júlí Innritun og uppfýsingar sími 98-68808 á daginn og 98-68991 um kvöld og helgar. SVEIFLUGLAÐIR HENDRICKAR _________Jass____________ Guðjón Guðmundsson Velheppnuðum Rúrek ’92 lauk með stórtónleikum Jon Hendricks & Company í Háskólabíói á laug- ardag. Söngvarinn, sem er 71 árs gamall, vakti athygli fyrir hressilega sviðsframkomu og var eins og unglamb í hreyfingum. Tónleikarnir hófust á leik tríós sem skipað var Renato Chicco píanó, Okegwu Okenju bassa og David Watson trommur. Eftir smáhik á Chicco í upphafstöktum komst sveitin í heita sveiflu í ágætu bopp-lagi. Svo kom söng- fjölskyldan ásamt Kevin Burke og söng m.a. Shiny Stockings í útsetningu Frank Fosters, hljóm- sveitarstjóra Count Basie-bands- ins. Kraftmikill söngur og maður fékk ekki ósvipaða gæsahúð og þegar stórsveit á útopnu neglir út úr sér harmónískri sveiflu. Það kvað við annan tón í In summer sem er á Freddie Freeloader- disknum, ákaflega fallegu sömb- ulagi ættuðu frá Ítalíu. Hendricks söng það einn, en rödd hans er kjörin til flutnings á við- kvæmnislegum perlum sem þess- ari. Aria Hendricks söng ástaróð- inn Since I fell in Love with You og þar vár á ferð sannur jassfíl- ingur og Ijóst að stúlkan á glæsta framtíð fyrir sér. Svo var slegið á létta strengi í Jumping at thé Woodside. Eftir hlé söng Hendricks sömbulag eftir Jobim, I still love You, mikill túlkandi sömbulaga. Svo fluttu hjónin Judith og Jon Stardust, eins og þau gera á disknum, af hreinni fagmennsku og smekkvísi. Hinum eiginlegu tónleikum var þar með lokið og þrátt fyrir að Háskólabíó væri hálftómt skapaðist slík stemning að áheyr- endur nældu sér í aukalag sem er að finna á Freddie Freeloader: Sing sing sing. Eftirmáli var á Púlsinum um kvöldið og þar kom fram kvart- ett Sigurðar Flosasonar, skipað- ur Kjartani Valdimarssyni, Matt- híasi Hemstock og Þórði Högna- syni, og flutti nokkur verk. Svo tóku við útlendingarnir íslensku sem gerðu allt vitlaust í Súlnasal kvöldið áður; Jón Páll á gítar, Árni Egilsson á bassa, Pétur Östlund trommur, og Reynir Sigurðsson víbrafón og Þórir Baldursson píanó leystu Árna Scheving 'og Þórarinn Olafsson af hólmi þetta kvöld. Fín stemn- ing var í troðfullnum salnum og komust færri að en vildu. Rúsín- an í pylsuendanum var söngur Aríu Hendricks við undirleik hrynsveitar Hendricks & Company. Þar með var vönduðum og fjöl- breyttum Rúrek ’92 lokið. Að- standendur hátíðarinnar eiga mikið lof skilið fyrir framtakið. Svo er bara að vona að framhald verði á jassveislunni næsta vor. » ft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.