Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ BÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 55 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Mikilvægasta mark mitt - sagði Ronald Koeman sem tryggði Barcelona Evrópubikarinn ífyrsta sinn hÞETTA er mikilvægasta mark sem ég hef gert á ævinni. Að taka aukaspyrnur af þessum slóðum er eitt af því besta sem ég geri, ég æfi þær daglega með markverðinum okkar og það var stórkostlegt að skotið fór rétta leið að þessu sinni. Það var auðvitað tilgangurinn," sagði hollenski varnarmaður- inn snjalli Ronald Koeman, eft- ir að hann tryggði spænska stórveldinu Barcelona sigur í Evrópukeppni meistaraliða á Wembley-ieikvanginum íLund- únum ígærkvöldi. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma viðureignar Barcel- ona og ítölsku meistaranna Samp- doria þrátt fyrir Steinþór prýðileg færi á báða Guöbjartsson bóga, en stórglæsi- skrifarfrá legt mark Koemans W/embley eftir aukaspyrnu um miðbik síðari hálfleiks framlenging- ar réði úrslitum. Johan Cruyff, þjálfari Barcelona var að vonum ánægður með sigur- inn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Þetta hefur verið stórkostlegt kvöld og stórkostlegur leikur. Þetta er hápunkturinn hjá mér sem þjálf- ara, ég hef oft lifað skemmtilegar stundir sem leikmaður, en þetta er sú stærsta sem þjálfari. Það er mjög erfitt að útskýra í smáatriðum hvemig leikurinn gekk fyrir sig og hvers vegna, en ég var alltaf sann- | Fyrsta . stkj Islands Islenska kvennalandsliði í knatt- " spyrnu gerði markalaust jafn- tefli við Skotland í undankeppni Evrópumótsins í Perth í Skotlandi í gærkvöldi. Ekki náðist í forsvarsmenn ís- lenska liðsins í gærkvöldi. ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða, úrslit: | Wembley, Enghndi: Barcelona - Sampdoria..........1:0 Ronald Koeman (112.). j Ahorfendur: 80.000. I Heimsmistarakeppnin - 4. riðill Búkarest, Rúmeníu: Rúmenía - Wales................5:1 Gheorghe Hagi (5. og 35.), Ionut Lupescu (7. og 24.), Gavrila Balint (31.) - Ian Rush (50.) Áhorfendur: 23.000. Staðan: Rúmenía............2 2 0 0 12:1 4 Belgía.............1 10 0 1:0 2 Kýpur...............1 0 0 1 0:1 0 Wales...............1 0 0 1 1:5 0 Fœrejgar............1 0 0 1 0:7 0 Tékkóslóvakía.......0 0 0 0 0:0 0 Næsti leikur: Færeyjar - Belgía 3. júní. Heilbronn - Stuttgart..........3:5 BFritz Walter skoraði þrjú mörk fyrir Stuttgart á mánudaginn ( ágóðaleik fyrir Eberhard Trautner, varamarkvörð Stuttg- art, sem hefur verið meiddur. | Opin golfmót ■Duniop-mótið verður haldið hjá Golf- klúbbi Suðurnesja á laugardag og sunnu- ( dag. Ræst verður út frá kl. 8 báða dagana. « Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar og er þetta annað stigamótið i sumar. j Skráning hefst i golfskála GS í dag. I ■Opna Endurvinnslumótið verður á Strandarvelli við Hellu laugardaginn 23. maí. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og ræst verður ut frá kl. 8 ardeg- 's. Skráning í goifskálanum milli kl. 13.15 og 19 á föstudag. færður um að við myndum sigra. Leikurinn þróaðist eins og ég átti von á,“ sagði Cruyff. Aðspurður um frammistöðu Khristo Stoichkov, sem fékk nokkur marktækifæri en tókst ekki að skora sagði Cruyff: „Hann gerði allt sem ætlast var til af honum og lék mjög vel. Hann hafði mikilvægt hlutverk og skilaði því vel.“ Leikurinn var skemmtilegur, ólíkt því sem oft vill verða í úrslita- leikjum sem þessum, þar sem lið þora ekki að taka mikla áhættu. Nú var áhersla lögð á sóknarleik, enda fengu bæði lið prýðileg færi til að skora. Barcelona var meira með boltann en ítalirnir fengu öllu hættulegri færi og komst stjarna Sampdoria, Gianluca Vialli, t.d. þrí- vegis í mjög gott færi — og er það hreint ótrúlegt að honum skuli ekki hafa tekist að nýta a.m.k. eitt þeirra. Hann fór siðan af velli, og sat sorgmæddur á varamanna- bekknum þegar Koeman gerði eina markið. Þess má geta að þetta var fyrsta mark Koemans í keppninni í vetur, og er óhætt að segja að hann hafi valið ákjósanlega stund til að brjóta ísinn. Mm FOLK Steinþór Guöbjartsson skrifarfrá Wembley BARCELONA hefur verið mjög sigursælt í gegnum tíðina, en þetta var þó í fyrsta sinn sem liðið sigrar í Evrópukeppni meistaraliða. ■ ÞETTA var í fimmta sinn sem úrslitaleikur keppn- innar fer fram á Wembley. Síðast vann Liverpool lið FC Brugge 1:0 1978 og það var Kenny Dalglish sem gerði markið að viðstöddum 92.000 áhorfendum. ■ LEIKURINN í gær var 37. úrslitaleikurinn í keppni meistara- liða. í leikjunum hafa verið gerð 102 mörk, þar af 71 mark í fyrstu 18 leikjunum. ■ ÞETTA var í fyrsta sinn sem úrslit ráðast í framlengingu í Evr- ópukeppni meistaraliða. Árin 1984, 1986, 1988 og 1991 þurfti að vísu að framlengja en þá þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. ■ RONALD KOEMAN lék með PSV árið 1988 og skoraði þá úr einni af vítaspyrnum liðsins þegar það varð meistari. ■ MARK Koeinans var útnefnt eftirminnilegasta atvik leiksins í gær og fékk hann um 150.000 ÍSK fyrir vikið frá Eurocard. Koeman ákvað þegar honum var afhent ávís- unin á blaðamannafundi eftir leik- inn að gefa peningana til barnaspít- ala í Barcelona. ■ HANN fékk hins vegar skjöld til minningar um markið, og það var Bobby Moore, fyrrum landsl- iðsfyririrliði Englands, sem afhenti skjöldinn. D BARCELONA státar af flest- um stuðningsmönnum sem hafa ársmiða á leiki félagsins. í stuðn- ingsmannaklúbbi þess eru um 110.000 manns. D STUÐNINGSMENN liðsins hafa víða vakið athygli fyrir prúð- mannlega framkomu og háttvísi. í gær bættu þeir enn einni rósinni í hnappagatið. D VUJADIN Boskov, hinn serb- neski þjálfari Sampdoria var óhress með tapið og mætti ekki á blaðamannafundinn eftir leikinn. Reuter Ronald Koeman grípur fyrir andlitið eftir að hann skoraði markið sem reyndist sigunnark leiksins. Daninn Michael Laudrup reýnir að ná til hans og fagna þessu glæsilega marki. ÚRSLIT Undrandi á þessum dómi - sagði Guðmundur Haraldsson Guðmundur Haraldsson, for- maður dómaranefndar KSÍ, sagði um aukaspyrnuna sem dæmd var á Sampdoria og Ronald Koemann skoraði úr og tryggði Barcelona Evrópumeistaratitilinn, hafi verið undarlegur dómur. „Eins og ég sá þetta í sjónvarpinu var þetta ekki óbein aukaspyrna. Ef hann hefði klemmt boltann á milli fóta sér eða laggt fæturnar yfir boltann liggjandi og hindrað andstæðinginn að hann næði til boltans hefði átt að dæma óbeina aukaspyrnu. En ég gat ekki séð að hann gerði það. Ég var því mjög undrandi er hann dæmdi óbeina aukaspyrnu. Að fenginni reynslu er ekki eins að sjá þetta í sjónvarpinu heima i stofu og vera á vellinum. Það hefði þurft að sýna þetta frá fleiri sjónarhomum til að sjá þetta bet- ur. Þetta er voðalegt því dómarinn var búinn að dæma mjög vel og leiðinlegt að þetta atvik hefði þurft að ráða úrslitum," sagði Guðmundur. Rúmenar í miklu studi gegn Wales GHEORGHE Hagi, leikmaður Real Madrid, gerði tvö mörk og lagði upp eitt er Rúmenía burstaði Wales 5:1 í 4. riðli undankeppni HM í Búdapest í gærkvöldi. Heimamenn gerðu öll mörkin á fyrstu 35 mínútun- um. Hagi gerði fyrsta mark Rúmena eftir aðeins fimm mínútur eftir laglega sókn. Tveimur mín. síðar tók Hagi aukaspyrnu og vipp- aði boltanum yfir varnarvegginn og þar var Ion Lupescu og sendi knött- inn í netið. Lupescu gerði einnig þriðja markið með skoti af 25 metra færi. Sjö mínútum síðari fékk Bal- int stungusendingu frá Popescu og skoraði framhjá Southall í makinu. Hagi gerði fimmta markið á 35. mínútu og var það ekki af verri endanum - þrumuskot af 35 metra færi. Yfirburðir heimamanna voru al- gjörir í fyrri hálfleik og þá stóð ekki steinn yfir steini hjá Wales, sem varð að sætta sig við stærsta ósigur sinn í 13 ár. Ian Rush gerði eina mark Wales í síðari hálfleik - 20. landsliðsmark hans. Rúmenía, sem vann Færeyjar 7:0 í fyrsta leik sínum, hefur því 4 stig og samanlagða markatölu, 12:1. Bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikar- keppnin, 1. umferð: Armann - Árvakur.....................2:0 Óli Már Ólafsson og Magnús Jónsson. Fjölnir - Fylkir...................0:6 - Þórhallur Dan 3, Indriði Einarsson 1, Finn- ur Kolbeinsson 1, Kristinn Tómasson 1. Víkingur Ól. - BÍ..................0:8 Ámundi Sigmundsson 2, Jóhann Ævarsson 1, Svavar Ævarsson 1, Sigurður Sighvats- son 1, Stefán Tryggvason 1, Guðmundur Gíslason 1, Gunnar Björgvinsson 1. I'róttur R. - Snæfell..............3:0 Þórður Jónsson 2, Steinar Helgason 1. Afturelding - Njarðvík.............1:6 Benedikt Sverrisson 1 - Ivar Guðmundsson 4, Hallgrímur Sigurðsson 1, Siguijón Sveinsson 1. HK - Skallagrímur..................3:2 Jón B. Gunnarsson 1, Einar Tómasson 1, Skúli Þórisson 1 - Finnur Thorlasíus 1, Valdimar K. Sigurðsson 1. ■Skúli tryggði sigur i framlengingu. " Tindastólí - Hvöt..................5:0 Sverrir Sverrisson 2, Guðbrandur Guð- brandsson 1, Bjarki Pétursson 1, Þórður Gíslason. Haukar - ÍBK.......................0:5 - Óli Þór Magnússon 3, Kjartan Einarsson og Gunnar Már Jónsson. Grindavík - Ægir...................7:1 Þórður B. Bogason 3, Þórarinn Ólafsson 2, Gestur Gylfason og Ólafur Ingólfsson - Guðmundur Gunnarsson Víkverji - Selfoss.................2:3 Siguijón Bjarnason og Svavar Hilmarsson - Bjöm Axelsson, Páll Guðmundsson og Guðjón Þorvarðarson ÍR-Vfðir...........................1:1 Guðjón Jóhannesson - Björn Vilhelmsson . ■Staðan var jöfn 1:1 eftir venjulegan leik- tíma og framtengingu. Viðir vann síðan eftir vftaspymukeppni 2:4. Grótta - Leiknir R..................A:0 Erling Aðalsteinsson Dalvík - Magni......................1:2 Jónas Baldursson - Hreinn Hringsson og Ólafur Þorbergsson Stjarnan - Hvatberar...............11:0 Kristinn Lárusson 3, Guðni Grétarsson 3, Loftur Steinar Loftsson 2 og Haukur Pálmason, Sigurður Már Harðarson og Rúnar Páll Sigmundsson eitt mark hver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.