Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 Byggjum líkama okkar á bjargi eftir Hallgrím Þ. Magnússon í Morgunblaðinu 20. mars birtist heilsíðu auglýsing frá Osta- og smjörsölunni, sem hún kallar rök- stuðning í 206 liðum. í líkama þín- um eru 206 bein. Hvert þeirra þarfnast kalks. Ostur er kalkríkasta fæðutegund sem völ er á. Byggðu upp - borðaðu ost. Að mínu áliti eru ósannindi og miklar rangfærslur í þessari auglýs- ingu. Mikil vísindaleg vitneskja er fyrir því að matur unninn úr geril- sneyddum mjólkurvörum er kannski ein af aðal orsökunum fyrir bein- eyðingu í hinum vestræna heimi. Engar þjóðir í veröldinni neyta eins mikils af gerilsneyddum mjólkur- mat og t.d. Bandaríkjamenn, Svíar og Bretar og þar er alls staðar mjög mikið vandamál í sambandi við alis konar beinsjúkdóma. Það fellur þá ekki saman við áður nefnda auglýsingu. Þannig að í seinni auglýsingunni, sem birtist 21. mars, þar sem stóð: Þú ert á grind, þar hefði þá átta að standa: Haltu henni vel við. Borðaðu ekki ost. I nútíma þjóðfélagi eru allir hræddir um að við fáum ekki nóg kalsíum nema að við drekkum svo og svo mikla mjólk eða borðum ein- hveijar mjólkurvörur, vegna þess að auglýsingamaskínan hefur verið svo ákveðin í sínum framgangi í að koma því inn hjá okkur að við verðum að fá kalsíum fyrir beinin okkar. Þá kemur stóra spurningin; hvemig fá kýmar nóg af kalsíum? Ekki em þær stöðugt að drekka gerilsneydda mjólk, eða borða osta. Skyldum við mannfólkið þá ekki geta fengið nóg af kalsíum á þann sama hátt og kýrnar. Finna má kalsíum í töluvert miklu magni í öllu grænmeti og er það þá ekki bara kalsíum sem við borðum held- ur borðum við í leiðinni fjöldann allan af öðmm efnum sem nauðsyn- leg eru til þess að við getum byggt upp beinin á réttan hátt og nýtt það kalsíum sem er þar til staðar. Þar em að finna efni sem em nauð- synleg fyrir beinin, ekki síður en kalsíum, eins og magnisíum, zink, bróm, molybdenum, sílikon og fleiri. ESAB RETTUR RAFSUÐUVÍR Eitt mikilvægasta atriði varð- andi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til að ná hámarks gæðum við suðu er nauðsynlegt að velja vírinn með tilliti til efnis og aðstæðna. Við eigum ávallt á lager mikið úrval rafsuðuvíra, bæði pinnavíra, gegnheila rúlluvíra og duftfyllta rúlluvíra fyrir flesta málma og aðstæður. = HÉÐINN EE VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 „Því ekki að fara að verða gáfaðir eins og kýrnar og fá okkur kalsíum með því að borða þann mat sem okkur var ætlað að fá það úr en ekki stöðugt láta auglýsingamarkað- inn hafa vit fyrir okk- ur.“ Þarna er þetta til staðar í réttu magni. Kalsíum í kúamjólk er mjög erfítt að leysa frá eggjahvítuefnum sem hún er bundin við og eftir að kúamjólkin hefur verið gerilsneydd er það orðið hér um bil ómögulégt fyrir manninn að ná kalsíum frá eggjahvítuefnunum. En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að kálfar sem þessi mjólk er ætluð fyrir hafa fjóra maga til þess að melta hana en maðurinn hefur að- eins einn. Um áhrif elftingarinnar Eins og ég kom að áður þá er kalsíum búskapur líkamans mjög flókinn og það er ekki nóg að borða bara meir og meir af kalsíum til þess að bjarga beinunum, heldur þurfum við fjöldann allan af öðrum snefílefnum til þess að nýta kals- íumið. Einnig kom þar við sögu ýmis konar hormón, vítamín og sólin sjálf. Franskur vísindamaður Luis Kervram að nafni heldur því fram eftir rannsóknir sínar að við fáum kalsíum með því að umbreyta kalki, magnesíum og sílikoni. Ein af tilraunum hans var að hann tók rottur, braut á þeim bein skipti þeim síðan í tvo hópa, annar hópurinn fékk eðlilegan mat þar sem bætt var við töluvert miklu magni af kalsíum. Hinn hópurinn fékk venjulegan mat, að auki var bætt elftingu við matinn. Á mynd- um sem voru teknar tíu dögum efk- ir að beinin höfðu verið brotin kom í ljós að hópurinn sem fékk elfting- una, sem er rík af síliku, var miklu betur búinn að gera við sín bein heldur en hópurinn sem hafði feng- ið kalsíum. Myndir teknar á 17. degi sýndu að beinin voru algerlega gróin hjá hópnum sem hafði fengið sflika en hjá hinum hópnum sem hafði fengið kalsíum vantaði tölu- vert upp á að beinin væru gróin. Það hefur verið sýnt fram á í rann- sóknum með því að bæta magnis- íum við mat þá getur maður haft góð áhrif á beineyðingu. Við verð- um líka að athuga það að hinn mikið unni matur, sem við borðum í dag er búinn að tapa miklu af sínum efnum, en hvert og eitt þeirra er okkur nauðsynlegt. Geta mjólkurvörur verið skaðlegar Spuming vaknar síðan hvort mjólkurvörur geti beint verið skað- legar fyrir beinin í okkur. Til eru margar rannsóknir sem sýna fram á þá staðreynd að gerilsneydd mjólk og annar eggjahvíturíkur matur sé í raun og vem það versta sem við borðum með tilliti til hugsanlegra áhrifa á beinin. Það er vegna þess að þarna er um að ræða mat, sem er súr fyrir líkama okkar og hefur ekki í sér nein þau efni sem geta hjálpað líkamanum til að svara á réttan hátt þegar við neytum hans. Þá verður líkaminn að taka til sinna eigin ráða og losar þá kalsíum frá beinum og tönnum til þess að reyna að viðhalda eðlilegu sýrastigi líkam- ans. Á þennan hátt þá minnkar kalsíummagn líkamans sem leiðir til beinþynningar og hugsanlega annara sjúkdóma í beinum. Atriði sem t.d. einnig verður að taka tillit til þegar maður borðar ost, þá er hann venjulega borðaður með brauði, en þama er um að ræða tvö algerlega óskyld efni sem líkaminn notar mjög mismunandi leiðir til þess að reyna að brjóta niður. Mjólk er súr og þarf þess vegna súrt umhverfí til þess að brotna niður, efnahvata sem vinna best í súru umhverfi. Aftur á móti er sterkja Hallgrímur Þ. Magnússon basísk og þarf efnahvata sem vinna best í basísku umhverfí. Þegar þetta kemur síðan saman þá verður jafn- vægi til staðar sem gerir það að efnahvatar sem eiga að vinna þetta ná ekki að vinna á eðlilegan hátt og líkaminn verður að kalla til bakt- eríur aða sveppi til þess að bijóta þetta niður. Það leiðir til geijunar og rotnunar í innyflum okkar og einnig myndast alls konar niður- brotsefni sem leiða til aukins álags á lifrina. Þessi niðurbrotsefni eiga það sameiginlegt að þau skapa öll súrara ástand í líkamanum sem þarf þá aftur kalsíum frá beinunum og svona gengur þetta koll af kolli. Fleira kemur til Hér hef ég bara velt fyrir mér einum þætti í beineyðingu og öðrum sjúkdómum frá beinum, en margir aðrir þættir í nútímaþjóðfélagi spila. þarna inn í þó þeir séu kannski ekki jafn mikilvægir. Þarna má nefna þætti eins og tóbak, alkóhól, kaffi, hið mikla gosdrykkjaþamb okkar, saltneyslu, skort á áreynslu á beinin, skorti á sól hjá okkur og fleira. Þó er talið af mörgum að hin mikla eggjahvítuneysla eigi stærstan þátt í þessum menningar- sjúkdómi okkar. Eitt er víst að til þess að bæta þetta dugar ekki að bæta við sig sífelldu auknu magni af kalsíum í töfluformi því að það gerir málið ennþá verra. Spurning er að taka inn hormóna, þeir geti hjálpað til í þessu sambandi. En við það útsetur maður sig hugsanlega fyrir öðram fylgikvillum þeirrar meðferðar. Því ekki að fara að verða gáfað- ir eins og kýrnar og fá okkur kals- íum með því að borða þann mat sem okkur var ætlað að fá það úr en ekki stöðugt láta auglýsingamark- aðinn hafa vit fyrir okkur. Ef við hættum að nota heilann til þess að hugsa þá verður lítið eftir af okkur mannfólkinu fyrir rest. Við megum minnast orða frelsar- ans úr fjallræðunni, þar sem segir: Lítið til fugla himinsins, hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður. Faðir yðar á himnum fæðir þá, eruð þér ekki miklu fremri þeim. Er ekki tími til kominn að við föram að hætta að byggja hús okk- ar á sandi, heldur taka trúanlegt sem hann segir og byggja hús okk- ar, þ.e.a.s. líkama okkar, á bjargi. Höfundur er læknir á Scltjurnarnesi. MEIRA PARTY Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Náttfatapartý („House Earty 2: The Pajama Jam“). Sýnd í Laug- arásbíói. Leikstjóri: Dough McHenry. Aðalhlutverk: Christ- opher Reid, Christopher Martin, Iman, Queen Latifah. New Line Cinema. 1991. I framhaldsmyndinni Náttfata- partý er söguhetjan með hárbinginn furðulega komin í háskóla en á þar vonda vist fyrir höndum því besti vinur hans hefur eytt skólagjöldun- um í vitleysu. Reynir háskólastúd- entinn að vinna fyrir þeim í skóla- eldhúsinu en ekkert gengur svo þeir félagarnir fá þá bráðgóðu hug- mynd að halda náttfatapartý í mat- salnum og hala inn fyrir gjöldunum. Þannig er bláþráðurinn í fram- haldi svertingjamyndarinnar „House Party“, sem tókst að koma á óvart fyrir um ári síðan með skemmtilegum persónuleikum og ijörugri tónlist. Nýjabramið er auð- vitað horfíð en það má ennþá hafa nokkuð yndi af tónlistinni og skrautlegum afglapahætti félag- anna. Gamanleikkonan Whoopi Gold- berg kemur fram í örstuttu byijun- aratriði og súpermódelið Iman, eig- inkona David Bowie, fer með lítið hlutverk umboðsmanns sem platar drengina upp úr skónum. Er ekki hægt að segja að hún sé góð leik- kona. Aftur eru þeir nafnarnir Christ- opher Reid og Martin skolli góðir sem félagarnir. Þeir hafa reyndar ekki úr merkilegu handriti að moða. Sagan er þunnildisleg í meira lagi og viðburðasnauð áður en hún leið- ist út í vakningarboðskap undir lok- in, sem er svosem allt í lagi en er algerlega á skjön við alvöruleysið sem á undan er gengið; myndin tekur sig allt í einu mun alvarlegar en tilefni virðist til. En drengirnir sigla í gegnum það með gamansöm- um töktum. Myndin ber þess merki að hafa verið gerð í flýti til að nýta þær vinsældir og auglýsingu sem fyrri myndin hafði skapað. Það er ekkert nýtt í Hollywood en sjaldnast er árangurinn til að hrópa húrra fyrir. Laukur er ómíssandí Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er óhætt að segja, að lauk- ur sé ómissandi við matargerð, margir réttir væra ekki eins bragðgóðir og álitlegir, ef það meðlæti vantaði. Góður laukur hefur verið fáanlegur undanfarið og mismunandi gerðir hafa aukið fjölbreytnina. Fallegur rauðlaukur tekur sig afar vel út í hrásalatinu, litlir laukar, steiktir heilir, eru góðir út í pottrétti, eða með öðra kjöti, og stórir laukar era góðir fylltir með einhveiju góðgæti. Fyllingin getur verið úr kjöti eða grænmeti, allt eftir því sem hug- urinn býður. Það er best að halda sig við kjötmetið í þetta sinn. Fylltir laukar 6 stórir laukar 400 g hakkað kjöt . 1 egg 1 dl mjólk 1 tsk. salt lh tsk. pipar 1 dl soðin hrísgijón 50 g rifínn ostur nokkrar möndlur, brytjaðar (má sleppa) 2—3 msk. tómatþykkni 2—3 súputeningar 2 msk. sýrður ijómi annað krydd eftir smekk. Skorið er lok ofan af lauknum og hann soðinn í söltuðu vatni í 10—15 mínútur, þá tekinn upp og hvolft á disk til að vatnið sígi af. Tekið er innan úr lauknum en eftir þarf að vera góð skel. Saman við kjötið er sett egg, mjólk, krydd og hrísgijón, blandað vel saman. Laukarnir settir í ofnfast fat, kjöt- fyllingin sett í og ofan á er settur rifínn ostur blandaður brytjuðum möndlum ef hafðar eru. Tómat- þykkni blandað kjötkrafti og brytjuðum lauk (innan úr laukn- um) sett út á og bakað í ofni, ca. 200°C í 20 mínútur út í soðið er þá hrært sýrðum ijóma og öðra kryddi ef þurfa þykir. Það er hægt að stytta bökunar- tímann að mun ef búið er að steikja kjötið og það er heitt, þeg- ar sett er í laukana. Fylltir laukar 2 6 stórir laukar Fylltur laukur 2 þykkar hveitibrauðsneiðar 1 dl mjólk 2 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 tsk. paprikuduft 200 g hakkað kjöt Laukurinn soðinn i söltuðu vatni sem fyrr, tekið innan úr þeim, það brytjað og sett saman við kjötið. Brauðsneiðarnar bleytt- ar með mjólkinni og síðan hrært saman við kjötið. Kjötblandan sett í laukana, smjörbitar ofaná, bakað í ofni, 200—225°C, í ca. 20 mínút- ur. Það þarf helst að setja álpapp- ír yfír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.