Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 44
44 MOKGUNBIADJÐ FLMMXUDAUyjt 21,.MAÍ 1992 félk í fréttum Aheitahlaup vegna skólaferðar Holti. Nýlega efndu nemendur Pjöl- brautaskóla Suðurlands í Skógum til áheitahlaups og hlupu frá Skógum að Þjórsá til að styrkja skólaferð til Stykkis- hólms með skoðunarferð um Breiðafjörð og eyjarnar. Það var frískur og glaðbeittur hópur nemenda sem lagði upp í ferð snemma að morgni hinn 9. maí. Tilgangurinn var að hlaupa 88 km leið, 4 til 5 í senn í 10 mínútur og safna með því áheit- um sem sveitungar höfðu lofað nemendum, nokkrum krónum á hvern hlaupinn kílómetra. Fréttaritari hitti hópinn á leið- inni þar sem hlaupararnir hlupu eins og um spretthlaup væri að ræða en meginhópur nemenda fylgdist með í Austurleiðarútu þar sem hvatning og gleði ríktu. Aðspurðir sögðu nemendur að þeir væru að safna fyrir skóla- ferð sem fyrirhuguð væri í lok skólans vestur á land með sjó- ferð um Breiðafjörð. Hlaupið tók 8 klukkustundir. Það voru ánægðir nemendur sem komu heim að kveldi til að tak- ast á við próflestur. - Fréttaritari. MÁLEFNI Fatlaðir fengu nýjan bíl Fötluð börn við Safamýraskóla hafa haft til umráða lítinn sérútbúinn fólksflutningabíl sem keyptur var fyrir söfnunarfé á vegum Sunnusjóðs, styrktarsjóðs fjölfatlaðra barna við Safamýrar- skóla, Foreldra- og kennarafélags Safamýrarskóla. Hefur bíll þessi komið í góðar þarfir við fræðslu- og skemmtiferðir nemenda sem margir eru bundnir við hjólastól. Nýlega var bifreiðin endumýjuð og keypt 9- manna Volkswagen fólksflutningabíll af Heklu hf. Fyr- irtækið gaf eftir alla álagningu og sá um að selja gamla bílinn án sölulauna. í þakkarskini gerði einn nemendanna mynd af bílnum sem sýndur er þétt setinn kátum krökkum og er bílstjórinn litaður rauðum viðhafnarlit í samræmi við mikilvægi hans og ábyrgð. Eim- skipafélagið kom ekki síður hér við sögu, því félagið felldi niður flutningsgjöld af nýju bifreiðinni. TÓNLIST Nemendur hlaupa áheitahlaupið. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson SKÓLASTARF Fulltrúar Heklu taka við myndinni, en í baksýn er bifreiðin góða. Það var margt sem bar á góma á markaðinum á Laugum. Morgunblaðið/Unnar Vilhjálmsson Tveir nemendur luku sjöundastigsprófi Hvolsvelli. ónlistarskóli Rangæinga var slitið á vortónleikum sem haldnir voru í Félagsheimilinu Hvoli þann 1. maí sl. Að þessu sinni luku tveir nemendur sjö- undastigsprófí í píanóleik. Það voru þær Anna Magnúsdóttir frá Hvammi undir Eyjafjöllum og Margrét Runólfsdóttir frá Fljótsdal í Fljótshlíð. Kennari þeirra var Agnes Löve. Á vorönn voru nemendur skól- ans alls 227 alls staðar að úr Rangárvallasýslu. Á vortónleik- unum léku nokkrir nemendur skólans á hin ýmsu hljóðfæri. Sérstök áhersla var lögð á söng í tilefni af ári söngsins og var því kór skólans með sérstaka dagskrá á tónleikunum. Kórinn var stofnaður eftir áramót og eru kórfélagarnir alls 30 á aldrinum 6-13 ára. Luku þeir söng sínum með syrpu af ýmsum vinsælum dægurlögum sem vakti mikla hrifningu. Stjómandi kórsins er Agnes Löve en undirleik annað- ist Anna Magnúsdóttir. Tónlistarskóli Rangæinga hef- ur starfað frá árinu 1976 og er Helgi Hermannsson skólastjóri hans. - S.Ó.K. Morgunblaðið/Steinunn Ösk Kolbeinsdóttir Sigurrós Sigmarsdóttir, Jóna Bergþóra Sigurðardóttir, Hafdís Ásgeirsdóttir og Ragnhildur Sveinbjamardóttir fluttu Menuett eftir J. Paisible. LAUGAR Markaður í Iþróttahúsinu Laugum. Haldinn var markaður í íþrótta- húsinu á Laugum laugardag- inn 2. maí. Það var HSÞ, (Héraðs- samband S-Þingeyinga) sem stóð að þessum markaði. ' Einstaklingum, félögum og fyr- irtækjum var boðið að selja ýmis- konar vörur og voru milli 30 og 40 aðilar með bása í íþróttahús- inu. Mjög fjölbreytt vöruúrval var á markaðinum, ýmiskonar fatnað- ur, húsgögn, gjafavörur, leðurvör- ur og matvæli, reyktur og nýr lax, silungur, brauð, kökur, kartöflur, grænmeti o.m.fl. Einnig var stór skómarkaður frá Akureyri og margir komu með ýmiss konar handavinnu og heimilisiðnaðarvör- ur á staðinn. Boðið var upp á kaffi- hlaðborð og lifandi tónlist, kórsöng og hljóðfæraleik sem skapaði mjög skemmtilega stemmningu. Mikið fjölmenni var á markaðin- um og fylltist íþróttahúsið af fólki svo skipti hundruðum. Forsvars- menn HSÞ voru að vonum mjög ur að Laugum verður ekki sá síð- ánægðir með undirtektirnar og er asti. næsta víst að þessi fyrsti markað- - U.V. COSPER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.