Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 44
44
MOKGUNBIADJÐ FLMMXUDAUyjt 21,.MAÍ 1992
félk í
fréttum
Aheitahlaup
vegna skólaferðar
Holti.
Nýlega efndu nemendur Pjöl-
brautaskóla Suðurlands í
Skógum til áheitahlaups og
hlupu frá Skógum að Þjórsá til
að styrkja skólaferð til Stykkis-
hólms með skoðunarferð um
Breiðafjörð og eyjarnar.
Það var frískur og glaðbeittur
hópur nemenda sem lagði upp í
ferð snemma að morgni hinn 9.
maí. Tilgangurinn var að hlaupa
88 km leið, 4 til 5 í senn í 10
mínútur og safna með því áheit-
um sem sveitungar höfðu lofað
nemendum, nokkrum krónum á
hvern hlaupinn kílómetra.
Fréttaritari hitti hópinn á leið-
inni þar sem hlaupararnir hlupu
eins og um spretthlaup væri að
ræða en meginhópur nemenda
fylgdist með í Austurleiðarútu
þar sem hvatning og gleði ríktu.
Aðspurðir sögðu nemendur að
þeir væru að safna fyrir skóla-
ferð sem fyrirhuguð væri í lok
skólans vestur á land með sjó-
ferð um Breiðafjörð.
Hlaupið tók 8 klukkustundir.
Það voru ánægðir nemendur sem
komu heim að kveldi til að tak-
ast á við próflestur.
- Fréttaritari.
MÁLEFNI
Fatlaðir fengu nýjan bíl
Fötluð börn við Safamýraskóla
hafa haft til umráða lítinn
sérútbúinn fólksflutningabíl sem
keyptur var fyrir söfnunarfé á
vegum Sunnusjóðs, styrktarsjóðs
fjölfatlaðra barna við Safamýrar-
skóla, Foreldra- og kennarafélags
Safamýrarskóla. Hefur bíll þessi
komið í góðar þarfir við fræðslu-
og skemmtiferðir nemenda sem
margir eru bundnir við hjólastól.
Nýlega var bifreiðin endumýjuð
og keypt 9- manna Volkswagen
fólksflutningabíll af Heklu hf. Fyr-
irtækið gaf eftir alla álagningu
og sá um að selja gamla bílinn
án sölulauna. í þakkarskini gerði
einn nemendanna mynd af bílnum
sem sýndur er þétt setinn kátum
krökkum og er bílstjórinn litaður
rauðum viðhafnarlit í samræmi við
mikilvægi hans og ábyrgð. Eim-
skipafélagið kom ekki síður hér
við sögu, því félagið felldi niður
flutningsgjöld af nýju bifreiðinni.
TÓNLIST
Nemendur hlaupa áheitahlaupið. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
SKÓLASTARF
Fulltrúar Heklu taka við myndinni, en í baksýn er bifreiðin góða.
Það var margt sem bar á góma á markaðinum á Laugum.
Morgunblaðið/Unnar Vilhjálmsson
Tveir nemendur luku
sjöundastigsprófi
Hvolsvelli.
ónlistarskóli Rangæinga var
slitið á vortónleikum sem
haldnir voru í Félagsheimilinu
Hvoli þann 1. maí sl. Að þessu
sinni luku tveir nemendur sjö-
undastigsprófí í píanóleik. Það
voru þær Anna Magnúsdóttir frá
Hvammi undir Eyjafjöllum og
Margrét Runólfsdóttir frá
Fljótsdal í Fljótshlíð. Kennari
þeirra var Agnes Löve.
Á vorönn voru nemendur skól-
ans alls 227 alls staðar að úr
Rangárvallasýslu. Á vortónleik-
unum léku nokkrir nemendur
skólans á hin ýmsu hljóðfæri.
Sérstök áhersla var lögð á söng
í tilefni af ári söngsins og var
því kór skólans með sérstaka
dagskrá á tónleikunum. Kórinn
var stofnaður eftir áramót og eru
kórfélagarnir alls 30 á aldrinum
6-13 ára. Luku þeir söng sínum
með syrpu af ýmsum vinsælum
dægurlögum sem vakti mikla
hrifningu. Stjómandi kórsins er
Agnes Löve en undirleik annað-
ist Anna Magnúsdóttir.
Tónlistarskóli Rangæinga hef-
ur starfað frá árinu 1976 og er
Helgi Hermannsson skólastjóri
hans.
- S.Ó.K.
Morgunblaðið/Steinunn Ösk Kolbeinsdóttir
Sigurrós Sigmarsdóttir, Jóna Bergþóra Sigurðardóttir, Hafdís
Ásgeirsdóttir og Ragnhildur Sveinbjamardóttir fluttu Menuett
eftir J. Paisible.
LAUGAR
Markaður í Iþróttahúsinu
Laugum.
Haldinn var markaður í íþrótta-
húsinu á Laugum laugardag-
inn 2. maí. Það var HSÞ, (Héraðs-
samband S-Þingeyinga) sem stóð
að þessum markaði.
' Einstaklingum, félögum og fyr-
irtækjum var boðið að selja ýmis-
konar vörur og voru milli 30 og
40 aðilar með bása í íþróttahús-
inu. Mjög fjölbreytt vöruúrval var
á markaðinum, ýmiskonar fatnað-
ur, húsgögn, gjafavörur, leðurvör-
ur og matvæli, reyktur og nýr lax,
silungur, brauð, kökur, kartöflur,
grænmeti o.m.fl. Einnig var stór
skómarkaður frá Akureyri og
margir komu með ýmiss konar
handavinnu og heimilisiðnaðarvör-
ur á staðinn. Boðið var upp á kaffi-
hlaðborð og lifandi tónlist, kórsöng
og hljóðfæraleik sem skapaði mjög
skemmtilega stemmningu.
Mikið fjölmenni var á markaðin-
um og fylltist íþróttahúsið af fólki
svo skipti hundruðum. Forsvars-
menn HSÞ voru að vonum mjög ur að Laugum verður ekki sá síð-
ánægðir með undirtektirnar og er asti.
næsta víst að þessi fyrsti markað- - U.V.
COSPER