Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
9
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins
SUMARTÍMI
Frá 15. maítil 31. ágúst verður skrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins, Háaleitisbraut 1, Reykjavík,
opin frá kl. 8.00 til kl. 16.00.
—
Avöxtun verðbréfasjóða
1. maí
1 mán. 3 mán. 6 mán.
Kjarabréf 7,8% 7,8% 8,0%
Tekjubréf 8,3% 7,9% 7,9%
Markbréf 8,0% 8,5% 8,6%
Skyndibréf 6,4% 6,3% 6,6%
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF.
HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100
Stúdentastj aman,
14 karat gull, hálsmen eða prjónn.
Verð kr. 3.400
Jðn Sípunilsson
Skúflyipavcrzían
LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK
SlMI 13383
Launadreifing
1980 og 1991
Mynd 1:
Uppsöfnuð dreifing tímakaups innan ASÍ
1980
1991
Mynd 2:
Breytingar á launa-
mun innan ASÍ
Launamunur samtals
50 100 200 300 400% 0 50 100 200
% ofan á lágmarkstímakaup
Hefur launabil innan ASÍ aukizt?
„Helzta niðurstaða þessarar könnunar er sú að launamunurinn
innan ASÍ jókst nokkuð fram til ársins 1987 en síðan hefur
hann verið að minnka nokkuð aftur. Skýringarnar á þessum
aukna launamun má fremur rekja til aukinnar launadreifingar
innan stétta en að einstakar stéttir hafi hækkað umfram aðrar.
Ennfremur hefur verið sýnt fram á, að launamunur kynjanna
hefur á umræddu tímabili verið því sem næst óbreyttur en að
launamunur meðal kvenna og karla hefur aukizt verulega". Þann-
ig kemst hagfræðingur ASÍ að orði í grein í Vísbendingu.
„Kjararannsókna-
nefnd hefur á undanförn-
um áratujrum gert reglu-
bundnar úrtakskannanir
á launum og launaþróun
þessa hluta vinnumai’k-
aðarins _ pandverkafólk
hman ASI]. Þetta gagna-
safn gerir okkur nú kleift
að gera ýmsar greining-
ar á afmörkuðum þáttum
launamyndunarinnar,"
segir Gylfi Arnbjörnsson,
hagfræðingur ASI, í Vís-
bendingu.
Síðan segir hann:
„Ef litið er fyrst á
launadreifinguna árið
1980 má sjá að hún var
að mörgu leyti svipuð lijá
flestum stéttum (að skrif-
stofukörlum undanskild-
um); þorri launþega inn-
an stéttanna var á tiltölu-
Iega þröngu launabili.
Aftur á móti var nokkur
munur á þvi hve stéttirn-
ar voru langt yfir lág-
markslaunum. Þannig
var miðgildi launa verka-
og afgreiðslukvenna 33%
yfir lágmai'kslaunum á
meðan miðgildi launa
iðnaðarmanna var 88%
yfir lágmarkslaunum.
Skrifstofukai'lar skera
sig áberandi úr, því mið-
gildi launa þeirra var
tæplega 140% yfir lág-
markslaunum árið 1980.
Ef litið er á launadreif-
inguna árið 1991 kemur
í ^ós að á 11 ára tíma-
bili hefur orðið töluverð
breyting. Þrennt virðist
gerast: I fyrsta lagi er
munurinn á greiddu
tímakaupi og lágmarks-
tímakaupi almennt mun
meiri árið 1991. Það sést
á því að allar línumar á
myndunum liggja lengra
til hægri frá lóðrétta ásn-
um. Af einstökum starfs-
stéttum er þessi aukning
mest hjá skrifstofukörl-
um, iðnaðamiönnum og
skrifstofukonum, en
minni hjá afgreiðslufólki.
/ aiman stað hefur bilið
milli stéttanna aukizt
nokkuð, þannig að bilið
milli hæst og lægst laun-
uðu stéttanna (skrifstofu-
karla og afgreiðslu-
kvenna) hefur aukizt úr
100 prósentustigum
(126% og um 26% yfir
lágmarkslaunum) árið
1980 í 127% (158% og
31% yfir lágmarkslaun-
um) árið 1991. / þriðja
lagi hefur launabilið inn-
an einstakrastétta einnig
aukizt ... A myndinni
kemrn- þetta fram í því
að línurnar fyrir einstak-
ar stéttir halla meira fyr-
ir árið 1991 en árið
1980.“
Launabil inn-
an ASI hefur
aukizt
Síðan dregur höfund-
ur saman niðurstöður
samkvæmt skýringar-
myndum er grein hans
fylgja:
„Samkvæmt þessum
myndum er þvi (jóst, að
launabilið iiman ASI hef-
ur aukizt á sl. 11 ánim.
Það er ennfremur Ijóst
að þessu veldur tvenns
konar þróun. I fyrsta lagi
hefur launabilið milli ein-
stakra stétta aukizt, en
það er i samræmi við
fyrri niðurstöður Kjara;
rannsóknanefndar. I
öðru lagi hefur launabilið
einnig aukizt vegna þess
að bilið innan einstakra
stétta hefur vaxið og
kemur það nokkuð á
óvart. Hins vegar er ekki
út frá þessum myndum
hægt að segja til um það
hvort þessara atriða veg-
ur þyngra í heildarþóun-
inni innan ASI ..."
Síðar í greiniimi segir
höfundur:
„Á mynd 2 gefur að
líta samandregnar niður-
stöður um þróun launa-
mumu-ins innan stétta og
milli einstakra stétta inn-
an ASI á timabilinu 1980
til 1991. Eins og fram
kemur var launamunur-
inn nokkuð stöðugur á
tímabilinu 1980 til 1984.
Eftir það eykst hann
hratt til ársins 1987 og
gengur síðan saman aft-
ur, en hefur þó ekki náð
því stigi sem hann var á
árið 1984. Það kemur
einnig glögglega fram á
myndinni að aukinn
lamiamunur innan stétta
skýrir fyrst og fremst
aukinn launamun innan
ASI, aukinn Iaunamunur
milli starfsstétta hefur
minni áhrif.“
Um kynjabundinn
launamun segir hagfræð-
ingur ASÍ:
„Þaimig hefur T-gildi
[mæling skv. aðferð
Henrys Theils] fyrir
dreifingu tímakaups
karla hækkað úr 0,037
árið 1980 i 0,045 árið
1990 og T-gildi fyrir kon-
ur hækkað úr 0,019 árið
1980 í 0,025 árið 1990.
Það kom jafnframt fram
að skýra mátti 97% af
ójöfnuðinum í launa-
dreifingunni innan ASÍ
alls með tilvísun til auk-
ins ójafnaðar í launa-
dreifingu meðal kai-la og
meðal kvenna og einung-
is 3% með tilvísun til auk-
ins ójafnaðar í launa-
dreifingu milli kynjanna.
Samkvæmt þessu hefur
launamunur kynjanna
verið nánast óbreyttur á
þessu tímabili.“
V
KAUPTU KENWOOD
Á KR. 9.474
KENWOOD
RAFMAGNSPANNAN
HENTAR VEL í MARGSKONAR MATARGERÐ
TIME MANAGER - NÁMSKEIÐ
í FYRSTA SINN A ISLENSKU
TÍMASTJÓRNUN,
MARKMIÐASETNING,
FORGANGSVERKEFNI,
MANNLEG SAMSKIPTI
OG AUKNAR HUGMYNDIR.
Stjórnuna,
Leiðbeinandi:
Haukur Haraldsson
TMÍIeÍðbeinandi
Haukur Haraldsson
Upplýsingar í síma 621066