Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/B 116.tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Refsiaðgerðir boð- aðar gegn Serbum Brussel, Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að vísa hermálafulltrúum júgóslavneska sendiráðsins í Washington úr landi og kalla eigin hermálafulltrúa í Belgrad heim í mótmælaskyni við framferði serb- neskra yfirvalda í deilum fyrrverandi lýðvelda júgóslavneska ríkja- sambandsins og aðgerða sambandshersins í Bosníu-Herzegovínu. Einnig hyggst Bandaríkjastjórn kalla starfsfólk bandaríska sendi- ráðsins í Belgrad heim og hætta öllum samskiptum á sviði her- og varnarmála við Júgóslavíu. Tveimur ræðismannsskrifstofum Júgó- slavíu í Bandaríkjunum. var lokað í gærkvöldi. Þá hefur framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins (EB) lágt til að gripið verði til víðtæks viðskipta- banns gegn Serbíu og Svartfjalla- landi í þeim tilgangi að knýja Serba til að hætta aðgerðum í Bosníu. í ráði er að utanríkisráðherrar EB ræði tillögur framkvæmdastjórnar- innar á fundi í Lissabon um helg- ina. í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar er því spáð að viðskiptabann segi fljótt til sín og verði árangurs- ríkt. Ennfremur leggur framkvæmda- stjórnin til í skýrslu til utanríkisráð- herranna að innstæður júgóslavn- eska sambandsríkisins hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabank- anum verði frystar. Gianni de Michelis, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði að bandarískir og evrópskir leiðtogar bæru þessa dagana saman bækur sínar um leið- ir til að einangra serbnesk stjórn- völd og knýja þau til að stöðva bardagana í Bosníu. Boðaði hann viðskiptabann og refsiaðgerðir gegn Serbíu og sagði að svo kynni að fara á næstu dögum að Júgóslav- íu yrði vísað úr Sameinuðu þjóðun- um vegna átákanna i Bosníu. Slóv- eníu, Króatíu og Bosníu-Herzegov- ínu var í gær veitt aðild að Samein- uðu þjóðunum. Fréttastofan Tanjug skýrði frá þvi í gærkvöldi að sambandsherinn hefði samþykkt að flytja hermenn sína á brott frá Sarajevo. Brott- flutningurinn ætti að hefjast í dag og taka tvo daga. Breytingarnar á landbúnaðarstefnu EB: Þýskaland og Frakkland: „Evrópu- her“ til- tækur 1995 La Rochelle. The Daily Telegraph. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, undirrituðu í gær samning um stofnun 35- 40.000 manna sameiginlegs her- liðs sem á að verða tiltækt árið 1995. Buðu þeir öðrum ríkjum Evrópubandalagsins (EB) jafn- framt aðild að sveitunum og sögðu samninginn táknrænt skref í átt til stofnunar Evrópuhers. Sveitunum er ætlað að gegna þrenns konar hlutverki; annast sam- eiginlegar vamir ríkjanna tveggja, sinna friðargæslu og mannúðarmál- um. í yfirlýsingu Mitterrands og Kohls sagði að sveitirnar myndu verða til þess að styrkja Atlantshafs- bandalagið og stofnun þeirra myndi á engan hátt hafa áhrif á skuldbind- ingar þjóðanna tveggja gagnvart öðrum alþjóðasamtökum. Akveðið hefur verið að höfuðstöðvar sameig- iniegu hersveitanna verði í Stras- bourg í Frakklandi og verður starf- semi hafin þar 1. júlí næstkomandi. Hermt er að Belgar, Lúxemborg- arar og Spánveijar íhugi að taka boði leiðtoganna og gerast aðilar að sameiginlega heraflanum. Bretar og Hollendingar áformi það aftur á móti ekki. Malcolm Riflcind, vamar- málaráðherra Bretlands, hefur hins vegar kynnt tillögur um eflingu evr- ópskra vama á vettvangi Vestur- Evrópusambandsins og boðist til að leggja fram herafla og aðstöðu í því skyni. Hann sagði að þýsk-frönsku sveitirnar gætu orðið hluti af herafla sambandsins. Reuter Flóttafólki frá Haítí fjölgar Bandarískir embættismenn hafa skýrt frá því að bandaríska strand- gæslan hafí það sem af er mánuðinum stöðvað rúmlega 10.000 báta með flóttafólk frá Haítí, fleiri en nokkru sinni á svo skömmum tíma. Ekki er hægt að taka við fleira fólki. í bandarísku flotastöðinni á Guantanamo-flóa á Kúbu og strandgæslan hefur ákveðið að aðstoða aðeins bátafólk í sjávarháska. Á myndinni lyfta liðsmenn strandgæsl- unnar vannærðum dreng úr einum bátanna um borð í varðskip. Forsetakjör í Austurríki Síðari umferð forsetakosninganna í Austurríki fer fram á morgun, sunnudag, og þá ræðst hver tekur við af Kurt Waldheim, sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi. Aðeins tveir menn verða í fram- boði og myndin var tekin af öðrum þeirra, Thomas Klestil, frambjóð- anda Þjóðai-flokksins, sem er hægriflokkur, þegar hann hélt síð- ustu kosningaræðu sína. 1 fyrri umferðinni var fylgi Klestils að- eins 3,5 prósentustigum minna en keppinautar hans, jafnaðar- mannsins Rudolfs Streichers. Reutcr Vonir um GATT-sam- komulag glæðast á ný Genf. Reuter. ARTHUR Dunkel, framkvæmdastjóri GATT, fagnaði í gær þeim breytingum, sem samþykktar hafa verið á landbúnaðarstefnu Evr- ópubandalagsins, EB, en varaði samt við of mikilli bjartsýni á áhrif þeirra á viðræðurnar um nýjan GATT-samning. í þeim hefur hvorki gengið né rekið í hálft annað ár vegna deilunnar um gífurlega land- búnaðarstyrki í EB. ísmenn GATT miklar líkur á, að breytingarnar gætu leitt til sam- komulags milli Bandaríkjamanna og Evrópubandalagsríkjanna fyrir leiðtogafund sjö helstu iðnríkjanna í Múnchen snemma í júlí en þar með væri nýtt GATT-samkomulag í höfn. EB-samkomulaginu hefur verið fagnað í hófi í Bandaríkjunum og aðildarríkjum Cairns-hópsins svo- kallaða en hann er samtök 14 mik- illa landbúnaðarframleiðsluríkja. Finnst engum nógu langt gengið en þó hafa miðað í áttina. Verður viðbrögðunum best lýst með orðum Johns Kerins, viðskiptaráðherra Ástralíu: „Loksins hafa vaknað von- ir um, að vitleysunni ljúki einhvern tíma.“ Sjá „Eiga að lækka vöru- verð ..á bls. 24. Stríðið um Nagorno-Karabak: NATO mótmælir hem- aðaraðgerðum Armena Brussel, Moskvu. Reuter. TYRKIR skoruðu í gær á aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) að fordæma hernaðarað- gerðir Armena og sögðu að ella kynni Tyrkland að dragast inn í stríðið um héruðin Nagorno- Karabak og Nakhítsjevan, sem tilheyra Azerbajdzhan. Atlants- hafsbandalagið gaf út yfirlýsingu þar sem það varaði Ármena við þvi að þeir gætu ekki haldið þeim landsvæðum sem þeir hafa náð á sitt vald í bardögunum gegn Azer- um. Azerskir embættismenn sögðu að þeir kynnu að fara þess á leit við Tyrki að þeir veittu Azerum hemað- araðstoð í Nakhítsjevan, azersku héraði við landamæri Armeníu, Tyrklands og írans. Rússneska utanríkisráðuneytið gaf út harðorða yfirlýsingu þar sem árásirnar á Nakhítsjevan voru for- dæmdar. „Ekkert ríki hefur rétt til að hernema landsvæði annars ríkis. Enginn getur vænst stuðnings Rússa við slíka lögleysu," sagði í yfirlýsing- unni. Tyrkir, sem eiga næstfjölmenn- asta herinn innan NATO, brugðust ókvæða við þegar bardagarnir breiddust út til Nakhítsjevan eftir að Armenar höfðu náð yfírhöndinni í stríðinu um Nagorno-Karabak. Þeir knúðu mjög á aðildarríki NATO um að fordæma hernaðaraðgerðir Armena. Stjórnarerindrekar í höfuð- stöðvum bandalagsins í Brussel sögðu að komið hefði upp ágreining- ur um hvort taka ætti aidráttarlausa afstöðu gegn Armenum en niður- staðan hefði verið skýr. í yfirlýsingu bandalagsins segir að Armenar hafi engan rétt til að hernema eða eigna sér Nakhítsjevan og Nagorno-Kara- bak og þeir eru hvattir til þess að kalla hermenn sína frá héruðunum. Ellefta fundi nefndar háttsettra embættismanna Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE), sem hófst 18. maí, lauk í Helsinki á fimmtudag. Ekki náðist samkomulag um málefni Nagorno- Karabak vegna andstöðu Armena. Bandaríkjamenn lögðu fram drög að yfirlýsingu aðildarríkjanna um ástandið í Karabak og hernaðarað- gerðir Armena gegn Azerbajdzhan. Oll aðildarríkin studdu drögin að frátaldri Armeníu. Við lok fundarins lýstu Tyrkir því yfír að afstaða Arm- ena til draganna væri áfall fyrir friðarumleitanirnar innan RÖSE og tyrkneska stjórnin yrði því að endur- meta stöðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.