Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 19 til Kruger Park, sem er þjóðgarður í Austur-Transvaal, við landamæri Mosambík. Garðurinn nær frá Lim- popo-á að Crocodile River og nær yfir 21 þús. ferkm. svæði, álíka og 1/5 hluti af íslandi. Garðurinn heit- ir eftir Paul Kruger, sem var for- seti Transvaal og mikill náttúru- verndarsinni. Þarna er bushweld gróður (lágvaxinn runnaskógur) og þar una dýrin sér best, þar er mjög þurrt. Þarna sáum við fjölda dýra í sínu eðlilega umhverfi. Við ókum eftir merktum stígum og máttum ekki fara út úr bílnum, því maður- inn er aðskotadýr í landi dýranna. Best er að skoða dýralífið í birtingu og að kvöldi því þá koma þau til vatnsbólanna að svala þorstanum, um miðjan daginn í mesta hitanum liggja flest í skugga. Við sáum fjölda dýra, m.a. fjölda antilóputeg- unda, vatnabukka, svín, nashyrn- inga, buffalóa, zebra, gíraffa og að lokum ókum við fram á ljón. Þau lágu þama rétt við veginn í rökkr- inu og virtu okkur ekki viðlits. Það var stórkostleg sjón, rétt eins óg klippt út úr mynd. Þarna lentum við í ýmsum ævin- týrum, en fíllinn er mér minnisstæð- astur. Við sáum reyndar fleiri, en þessi var einn á ferð. Það eru gaml- ir fílakarlar sem fara einförum og þeir eru skapstyggir. Fíllinn var ekki í alveg góðu myndafæri, hann var bak við acasiutré. Það þótti ómögulegt, svo að menn gerðu að- eins vart við sig. Það var eins og við manninn mælt, fíllinn belgdi upp eyrun, reisti sig upp og tók sprett- inn í áttina til okkar. Menn náðu frábærum myndum og við ókum áfram, en fíllinn hvarf á bak við tré. Það er sagt að fílar ráðist ekki á bíla, heldur ógni bara, en eftir að hafa séð kraftinn og hraðann á þessu stóra og þunglamalega flykki og þessar risa skögultennur, þá hef ég engan áhuga .á að-sannreyna það. Gististaðurinn okkar á meðan við vorum í Kruger Park var sérstak- ur. Hótel Karos Lodge, mjög fal- legt, byggt á stólpum, allt bygging- arefni úr náttúrunni. Borðin voru trékistur og stólarnir úr bambus. Þar var grillað við varðeld um kvöldið og þar bragðaði ég krókódíl- akjöt ásamt ýmsu fleiru. Höfundur er ritari í Búðardnl urnýja glugga og útidyr. Á næsta sumri er á áætlun að lagfæra hana að innan. Framgangur þessa verks er al- farið kominn undir þeim fjármunum sem auðið verður að afla. Leitað hefur verið til opinberra fram- kvæmdasjóða og láta þeir vonandi nokkuð í té, en allt að einu ljóst að talsvert vantar á að til dugi að halda fram áætluninni. Því fylgir með þessu skrifi hvatning til allra þeirra sem eru af því bergi brotnir sem girðir sveitir Eyrarkirkju að þeir minnist uppruna síns og ætt- menna og geri þessari merku, öldnu kirkju sóma að við megum enn hafa þá ánægju að sjá hana sitja í grængresinu búna til hátíðar fyrir okkur að njóta sem þangað fýsir. Á nafni Eyrarkirkju í Seyðisfirði er Gullbók í Melaútibúi Búnaðar- bankans nr. 227346 sem leggja má inn á framlög til framkvæmd- anna og skora ég velunnara hennar að bregðast skjótt við svo fram- kvæmdafólkið fái séð hvern stuðn- ing verk þess hefur. Höfundur er prestur. Ljós ó kerrur og tengi ó bíla Viðgerðir á ÍHONDA vélum og rafstöðvum. iSORKA vélaverkstæði, Eldshöfða 18, s. 674199/985-20533. Nokkur minnisatriði um einkavæðingu áfengissölu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi minnisatriði Áfengis- varnaráðs og er tilefni þeirra til- lögur um einkavæðingu áfengis- sölu: 1. Áfengi er eina vímuefnið sem lögum samkvæmt er heimilt að neyta hér á landi. Önnur slík efni eru bönn- uð, einkum af heilsufarslegum, fé- lagslegum og efnahagslegum ástæð- um. Því liggur í augum uppi að hafa verður stjórn á dreifingu þess og meðferð eftir því sem kostur er. 2. Grundvallaratriði norrænnar áfengismálastefnu er að takmarka einkagróða af sölu og annarri dreif- ingu áfengis. 3. Kaupsýslumenn ýmsir, áfengisveitingamenn og ýmiss konar braskarar aðrir vilja hirða gróðann af áfengissölunni en taka ekki meiri þátt í grífurlegum kostnaði þjóðfé- lagsins vegna áfengistjóns en aðrir skattborgarar — jafnvel minni. 4. Hvergi á Norðurlöndum er drykkja jafnmikil og í Danmörku og á Grænlandi. í þeim löndum er ekki áfengiseinkasala. 5. Addiction Research Foundation (ARF) í Tórontó í Kanada er virtasta rannsóknastofnun heims í vímuefna- málum. Hún leggur eindregið til að los varðandi sölu og aðra dreifingu áfengis verði ekki aukið. 6. Hvergi er jafnauðvelt sem í Bandaríkjunum að rannsaka muninn á afleiðingum mismunandi skipulags á áfengisdreifingu þar eð sum ríkin búa við svokallað frelsi í sölu áfeng- is en önnur hafa einkasölukerfi líkt og Norðurlönd, önnur en Danmörk. 7. í aldaríjórðung hafa vísinda- menn vestra fylgst með breytingum á áfengissölu í 48 ríkjum. Niðurstað- an er: a) Ríkiseinkasala dregur úr neyslu. Einkahagsmunir í sam- bandi við dreifingu áfengis valda því hins vegar að meira er gert til að hvetja til drykkju en ella. Hvort tveggja stafar af því að opinberir aðilar verða að greiða það tjón sem áfengisneyslan veld- ur. Þar hafa einkaaðilar engar skyldur. b) Fjöldi dreifingarstaða hefur áhrif á neysluna. c) Því lægri sem lögaldur til áfengiskaupa er þeim mun yngri byija unglingar eða börn að neyta þessa vímuefnis. d) Verðlagning hefur áhrif á neysluna. 8. í tveimur ríkjum vestra, þar sem er einkasala, Iowa og Vestur- Virginíu, var gerð tilraun með að leyfa sölu veikra vína og bjórs í ákveðnum matvörubúðum. Það var ekki einungis að vín- og bjórdrykkja ykist heldur og heildarneysla áfeng- is. I Vestur-Virginíu jókst víndrykkja um 48% og í Iowa um 93%. 9. Norðurlandamenn, Finnar, Norðmenn, Svíar og íslendingar, hafa látið bóka í viðræðum um Evr- ópska efnahagssvæðið að þeir áskilji sér rétt til að halda einkasölu á áfengi, þar komi til heilbrigðissjón- armið og velferð þjóðanna. 10. Kaupmenn væru ekki ginn- keyptir fyrir að flytja inn og selja áfengi ef þeir ættu þar ekki gróða- von. Og þegar um áfengissölu er að ræða gjalda skattborgarar reikning- inn. A F K Ö S T OG T Æ K N I Á H E I M S M ft I I K V A R Ð t LAUGARDAGUR kl. 13 - 18 í Hekluhúsinu Laugavegi 172 SUNNUDAGUR kl. 13 - 18 í malarnámu JVJ við Bláfjallaveg Krýsuvikurmegin KOMID, SKODID 06 PRÓFID UM HELGINA Sýnum um helgina 325 beltagröfu sem er sú fyrsta af nýrri kynslóð frá CATERPILLAR Vinnuþungi: ca. 28 tonn — Aflvél: 168 hestöfl -- Skóflustærö: 1400 lítrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.