Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAI 1992 MORGUNBL4Ð1Ð LAUGARDAGUR 23. MAI 1992 rr----------------------z Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. sinni hvort kvóti ársins verði óbreyttur miðaður við fyrra ár eða hvort hann er skertur meira eða minna,“ segir m.a. í greinar- gerðinni. Morgunblaðið hefur margoft gagnrýnt það hvemig kvóti hef- ur gengið kaupum og sölum eins og um eign einstakra manna eða útgerðfélaga sé að ræða. Það er fráleitt. Enginn getur selt það sem hann á ekki, ekki heldur þeir sem gera út á auðlindina. I nýútkomnu riti, Eignaskrá rík- isins 1991 sem fjármálaráðu- neytið hefur gefið út, kemur fram að íslenska ríkið er helsti fasteignaeigandinn hér á landi og landsmenn stóreignamenn í sameiningu, eins og komist var að orði í fréttum ríkisútvarpsins í fyrrakvöld. Engum dettur í hug Eignfærsla kvóta stenst ekki T ritstjórnargrein í Morgunblað- inu í fyrra var fullyrt að það væri fáránlegt þegar skattayfir- völd hafa heimtað að kvótakaup séu afskrifuð eins og skip eða aðrar eignir, þ.e. 8% á ári, eða til 12 ára, og jafnframt var því haldið fram að það væri hárrétt af útgerðarmönnum að hafna því enda væri hér ekki um neina eign að ræða eins og segir í blaðinu, heldur óvissuþátt í út- gerð þar til lög hafa verið sett til frambúðar, sem taka af öll tvímæli um nýtingu miðanna og eignarétt á kvóta. Þar segir enn- fremur: „Þó er höfuðatriðið að miðin séu ekki bókfærð eign eins né neins eins og skattayfir- völd hafa krafíst, heldur í um- sjón þeirra sem eigendurnir (þjóðin) treysta best fyrir góðri nýtingu og hagkvæmum rekstri. Það verður farsælasta lausnin.“ Nú hefur ríkisskattanefnd tekið af öll tvimæli um það að fyrrnefndar fullyrðingar Morg- unblaðsins áttu við rök að styðj- ast. Ríkisskattanefnd hefur nú kveðið upp þann úrskurð í fyrsta kvótamálinu, sem kært var til nefndarinnar af umbjóðanda útgerðarfyrirtækis á Vestfjörð- um í febrúar 1991, að það stand- ist ekki lög að eignfæra keyptan aflakvóta í bókhaldi heldur beri fyrirtækjum að skrá slíkan kvóta sem rekstrarkostnað og gjaldfæra hann allan á því ári sem hann er keyptur. A sama hátt ber söluaðilum slíks kvóta að tekjufæra hann allan á því ári sem kvótinn er seldur. Eða með öðrum orðum: Með úrskurði sínum hefur ríkisskattanefnd hafnað því að keyptur lang- tímakvóti sé eign í skilningi skattalaganna. En skilningur ríkisskattstjóra hefur aftur á móti verið sá að þennan kvóta beri að meðhöndla sem eign í bókhaldi og afskrifa hann á sama hátt og skip eru afskrifuð. í málflutningi sínum vitnar ríkisskattstjóri til álits sem fram kom í greinargerð Lagastofnun- ar Háskóla íslands til sjávarút- vegsnefndar Alþingis 1. maí 1990 og telur að þar styðji Laga- stofnun í raun meginröksemdir sem liggja að baki niðurstöðu hans. Hann vitnar til greinar- gerðarinnar, en þar segir m.a. að atvinnuréttindi teljist eign og njóti verndar 67. gr. stjórnar- skrárinnar. Sú vernd sé þó tak- markaðri en vernd hefðbundinna. eignaréttinda. Atvinnuréttindi þau sem menn hafí helgað sér' á sviði fískveiða séu eignarétt- indi. En á þetta felst ríkisskatta- nefnd ekki. Hún telur ekki að hér sé um eign að ræða. Morg- unblaðið hefur áður sett fram sömu skoðanir, eins og fyrr greinir, og er það fagnaðarefni að ríkisskattanefnd skuli ekki leggja blessun sína yfír þau ólög að menn geti keypt og selt óveiddan físk í sjó eins og um eign sé að ræða. Útgerðarfélag sem hefur keypt kvóta hefur enga eignaréttartryggingu og tók Morgunblaðið á sínum tíma undir það með fyrrnefndu út- gerðarfélagi. En útgerðarmenn geta ekki sýnt þann tvískinnung að þeir eigi annars vegar kvót- ann en hins vegar beri þeim engin skylda til þess að greiða skatta af honum eins og þegar um eign er að ræða. Nú hafa þeir fengið úrskurð ríkisskatta- nefndar um það að ekki sé hægt að eignfæra kvóta heldur beri að skrá langtímakvóta sem rekstrarkostnað í bókhaldi út- gerðarfélaga. Eignaréttur þjóð- arinnar á auðlindinni er því stað- festur með þeim hætti sem ákveðið er í lögum um fiskveiði- stjórnun, en samkvæmt stjórn- arskránni er eignaréttur þjóðar- innar á auðlindinni að sjálfsögðu tryggður og skal hann friðhelg- ur eins og annar eignaréttur í landinu. Ber því að fagna úr- skurði ríkisskattanefndar og ættu menn að taka mið af hon- um, ekki síst útgerðarmenn sem skutu skattgreiðslukröfum ríkis- skattstjóra til ríkisskattanefnd- ar og fengu sinn skilning viður- kenndan. Kvóti er ekki eign þeirra sem selja hann né heldur hinna sem kaupa. Hann er eign íslensku þjóðarinnar og öllum hollast að rma því, enda byggði útgerðarfélagið málsvörn sína á því og í greinargerð sinni fyrir ríkisskattanefnd segir umboðs- maður kærenda, þ.e. útgerðar, að hann geti ekki fallist á þá skoðun ríkisskattstjóra að eign- færa og afskrifa veiðikvóta. „í fyrsta lagi samrýmist slík eignfærsla ekki 1. gr. laga nr. 3/1988 um stjórn fískveiða þar sem segir í upphafi: „Fiskistofn- ar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ í öðru lagi er aflakvóti ekki eign sem keypt er í eitt skipti fyrir öll, heldur er hér um að ræða viss réttindi sem í reynd eru veitt til eins árs í senn og fer það síðan eftir ástandi fiskistofna og ákvörðun stjórnvalda hveiju að þessar eignir geti gengið kaupum og sölum milli einstakra aðila í landinu því þær eru sam- eign þjóðarinnar nákvæmíega eins og fískimiðin. Ef menn vilja nýta ríkisjarðir verða þeir að greiða af þeim leigugjöld og þá geta þeir notað þær og hlunn- indi þeirra eins og efni standa til. En þá verða þeir að sjálf- sögðu að greiða leigu eins og afnotagjald. Hið sama ætti að vera uppi á teningnúm þegar fískveiðiauðlindin er annars veg- ar. Hitt er svo annað mál að þeir eiga að nýta auðlindina sem best eru til þess fallnir. Um það hefur Morgunblaðið einnig rætt í ritstjórnargreinum og má því viðvíkjandi vísa til þessara orða: „Líklega er hægt að láta Kól- umbusaregg kvótakerfisins standa upp á endann og gera áætlun um réttláta framtíðar- skipan fiskimiðanna, svo útgerð- arfélög eflist af áhuga almenn- ings, þ.e. eigendanna. Við lag- færingu þarf að taka tillit til ólaganna undanfarið og veita útgerðinni nægilegan aðlögun- artíma til að sætta sig við sann- gjarnan kostnað af nýtingu mið- anna. En afnotagjöld af þeim eiga að vera skapleg og í sam- ræmi við getu og rekstur fyrir- tækjanna ...“ Um svipað leyti og niðurstaða ríkisskattanefndar lá fyrir bár- ust fréttir um það að bæjar- stjórn Vestmannaeyja hefði gert ályktun gegn kvótakerfinu og gagnrýnt þá sölumennsku sem tíðkast hefur á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Morgun- blaðið fagnar ekki síður þessari ályktun. Forystumenn í stjórnmálum ættu að draga réttar ályktanir af þeim fréttum sem nú berast um vandkvæði þeirrar fiskveiði- stjórnunar sem við höfum verið flæktir í undanfarin misseri. Það er engin leið að halda þessum skollaleik áfram. Forystumenn sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum hafa ekki síst gert sér grein fyrir því, eins og sjá má af ályktun þeirri sem samþykkt var í bæjarstjórn Eyjamanna og fyrr er vitnað til. Allt eru þetta ánægjuleg tíðindi. Andstaðan gegn kvótakerfinu er í réttum farvegi. Þess verður sem betur fer ekki langt að bíða að samein- uð þjóðin hrindi þessu kerfi af höndum sér. Það er byggt á. ólögum, en með lögum skal land byggja. Áhrif úrskurðar ríkisskattanefndar í kvótamálinu: Félög með hagnað geta notað kvótakaup sem skattfrádrátt — rr Hefur óveruleg áhrif hjá þeim félögmn sem eiga yfirfæranlegt tap HELSTU áhrif úrskurðar ríkisskattanefndar í fyrsta kvótamálinu eru þau að útgerðarfélög sem hafa tekjuskattstofn, það er sýna hagnað í rekstri, geta notað kvótakaup sín sem skattfrádrátt á móti hagnaðin- um. Hinsvegar hefur úrskurðurinn óveruleg áhrif á skattgreiðslur þeirra félaga sem eiga yfirfæranlegt tap nema um veruleg kvótakaup hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Guðmund Kjartansson endurskoðenda á Isafirði en hann flutti mál út- gerðarfélagsins fyrir ríkisskattanefnd. Samkvæmt upplýsingum frá rík- isskattanefnd gildir úrskurður nefndarinnar frá og með gjaldárinu 1990 og hefur fordæmisgildi meðan honum hefur ekki verið hnekkt fyrir dómstólum. í máli Guðmundar Kjartanssonar kemur fram að úrskurður ríkisskatta- nefndar sé endanlegur hvað varðar skattmeðferð kvótakaupa og til að hrekja hann þuríí fjármálaráðherra að reka mál fyrir dómstólum. „Úr- skurðurinn breytir í sjálfu sér ekki reikningsskilum félaganna en hann veitir þeim heimild til að gjaldfæra keyptan langtímakvóta á því ári sem hann er keyptur," segir Guðmundur. „Fyrir félög sem eiga yfirfæranlegt tap skiptir þetta ekki máli en þetta getur breytt töluverðu fyrir þau félög sem sýna hagnað því þau geta skráð kvótakaupin sem rekstrarkostnað og fengið þannig skattfrádrátt, krónu fyrir krónu.“ Til að útskýra nánar skattfrádrátt- inn má taka sem dæmi útgerðarfélag sem sýnir 100 krónur í hagnað á síð- asta ári og hefur keypt kvóta fyrir 100 krónur á því ári. Samkvæmt fyrri reglum ríkisskattstjóra bar þessu fé- lagi að eignfæra kvótann og fyrna hann um 8% á ári. Þannig komu 92 krónur til tekjuskatts og borgaði fé- lagið af þeirri upphæð 45% í skatt eða 41.40 krónur. Eftir úrskurð ríkis- skattanefndar getur félagið fært kvó- takaupinn sem 100 krónur í rekstrar- kostnað og borgar því 0 krónur í tekjuskatt á árinu. Bæjarsljóra Vestmannaeyja leggur til að kvótasala verði afnumin: Of mikið fullyrt með- an málið er í mótun - segir Sigurður Einarsson sem sat hjá við afgreiðslu tillögunnar HEFÐI framsal á aflaheimildum ekki verið heimilt, síðan kvótakerfið komst á 1984, væri nokkrum þúsundum tonna minni bolfiskkvóti í Vest- mannaeyjum nú en var fyrir upphaf kvótakerfisins, að sögn Sigurðar Einarssonar framkvæmdastjóra og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hann sat hjá í atkvæðagreiðslu þegar bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti tillögu um að endurskoðun sjávarútvegsstefn- unnar verði flýtt með það að leiðarljósi að kvótasala verði afnumin. Sigurður Einarsson sagðist hafa setið hjá við afgreiðslu tillögunnar þar sem málið væri honum nokkuð tengt. „Ég starfa við þetta. Einnig sit ég í ráðgjafarnefnd hagsmunaaðilanna og mér fannst of mikið fullyrt í tillög- unni miðað við að þessi mál eru öll í mótun og verið er að skoða alla mögu- leika,“ sagði Sigurður við Morgun- blaðið. Sigurður sagðist ekki vera á móti því að fiskveiðistefnan yrði endurskoð- uð og menn fyndu eitthvað betra en núverandi kerfi, en hann hefði ekki enn heyrt ábendingar frá þeim sem væru á móti kvótakerfinu um eitthvað annað sem gæti komið í staðinn. „Ég vil líka benda á, í sambandi við framsalið á aflaheimildunum, að ef það hefði ekki verið heimilt síðan kvótakerfið var sett á árið 1984 þá væri nokkrum þúsundum tonna minna af bolfiskkvóta í Vestmannaeyjum nú en var fyrir upphaf kvótakerfisins. Sama væri einnig uppi á teningnum ef byggðakvótar væru notaðir við stjórn fiskveiða. Ég vil líka benda á varðandi framsalið, sem er lang um- Skúli Alexandersson: Getur leitt til breytinga á kvótakaupum SKULI Alexandersson, einn stofn- enda Félags um nýja sjávarútvegs- stefnu, segir að úrskurður ríkis- skattanefndar sé vísbending um það sem koma skal og geti leitt af sér tniklar breytingar á kvótavið- skiptum í landinu. „Þetta hlýtur að halda við umræð- unni um þetta þvingunarkerfi sem kvótakerfið er og þá möguleika að hægt sé að færa ýmsa hluti til í þjóðfé- laginu, bæði skattalega og eignalega. Vonandi verður þetta til þess að að stöðva það að menn kaupi kvóta bein- línis í þeim tilgangi að losna við skattabyrðar og þar með að kaupa kvóta með fjármunum ríkissjóðs og almennings í landinu," sagði Skúli. deildast í núverandi kerfi, að flestir telja eðlilegt að fyrirtæki sem gera út tvö eða fleiri skip geti miðlað afla- heimildum á milli þeirra í hagræðing- arskyni. Þegar röðin kemur að þeim, sem eiga eitt skip, að gera slíkt hið sama þá upphefst mikil gagnrýni," sagði hann. Ragnar Óskarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins flutti tillöguna í bæjarstjórninni og Georg Þór Krist- jánsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins ,gerðist meðflutningsmaður en sjálfstæðismenn hafa meirihiuta í bæjarstjórninni. Georg sagðist líta svo á að með samþykkt tillögunnar væri verið að ýta á eftir störfum nefndar- innar sem væri að vinna að endurskoð- un fiskveiðistefnunnar. Ekki hefði verið ágreiningur í meirihlutanum um þetta mál og þó Sigurður Einarsson hafí setið hjá hafi hann gert grein fyrir að það væri vegna setu hans í nefndinni sem vinnur að endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Hann sagðist ekki telja óeðlilegt að meirihluti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja hefði aðra skoðun á fisk- veiðistjómuninni en sjávarútvegsráð- herra þótt Sjálfstæðisflokkurinn væri í meirihluta. „Það þurfa ekki allir sjálf- stæðismenn að hafa sömu skoðun og Þorsteinn Pálsson í þessum efnum. Þetta kerfi gerir aðeins þá stóru enn stærri og sterkari og þeirri þróun hljóta allir að vera á móti nema ef til vill þeir sem þetta eiga,“ sagði Georg. Hvað varðar sölu á úthlutuðum kvóta gilti samkvæmt fyrri reglum ríkisskattstjóra að útgerðarfélag gat aukafyrnt aðrar eignir sínar á móti og ef þær voru nógu miklar gat skatt- greiðsla af sölunni farið allt niður í 0 krónur. Með úrskurði ríkisskatta- nefndar kemur hinsvegar strax 45% skattur á söluna þannig að félagið borgar 45 króna tekjuskatt af hverj- um 100 króna seldum kvóta. Sem fyrr segir hefur úrskurður rík- isskattanefndar óveruleg áhrif hjá þeim útgerðarfélögum sem eiga yfir- færanlegt tap. Guðmundur Kjartans- son segir að hinsvegar geti kaupin skipt nokkru ef þau eru umfangsmik- il því með úrskurðinum fellur niður eignaskattur af keyptum langtímak- vóta þar sem kvótinn er ekki lengur skilgreindur sem eign. EignaskaUur er nú 1,45% og af hveijum 100 krón- um af keyptum kvóta sleppur útgerð- arfélagið við að greiða 1.45 krónur í eignaskatt. Hagnaður hjá flestum af 20 stærstu félögunum Embætti ríkisskattstjóra vinnur nú að greinargerð um áhrif úrskurðar ríkisskattanefndar og segir Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en sú greinargerð liggur fyrir. Ætti greinargerð þessi að liggja fyrir í næstu viku. Ef skoðaðar eru tölur um kvóta- kaup 20 stærstu útgerðarfélaganna á tímabilinu frá 1. janúar 1991 fram til 18. maí í ár, samkvæmt yfirliti sjávarútvegsráðuneytisins, kemur í ljós að þau námu tæplega 10.000 tonnum af þorskígildum. Flest þess- ara félaga sýndu hagnað á síðasta ári og gætu því notað úrskurð ríkis- skattanefndar til skattfrádráttar sem nemur kaupum þeirra á langtímak- vóta. Hér er um verulegar upphæðir að ræða því markaðsverð þessa kvóta á síðasta ári nam a.m.k. 1,7 milljarði króna. Bara eignaskattsgreiðslur af þessum kvótakaupum nema um 25 milljónum króna. í greinargerð ríkissskattstjóra kemur væntanlega fram hvort, og þá hve miklum, skatttekjum ríkissjóður verður af með úrskurði ríkisskatta- nefndar en ekki er gott að meta slíkt nú þar sem á móti koma tekjur af sölu þessa kvóta. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Akvörðun tekin þegar álit ríkisskattslj óra liggur fyrir FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur beðið ríkisskattsljóra um álit vegna úrskurðar ríkisskattanefndar í fyrsta kvótamálinu sem kært var til nefndarinnar. Friðrik segir að til greina komi að bera úrskurðinn undir dómstóla, breyta skattalögum eða láta úrskurðinn standa óbreyttan en ekki verði tekin ákvörðun fyrr en álit ríkisskatt-stjóra liggur fyrir og málið hefur verið borið undir aðra ráðherra í ríkisstjórninni. Friðrik segir ennfremur að úrskurður ríkisskattanefndar komi nokkuð á óvart, óvíst sé hvaða áhrif hann hafi á tekjur ríkissjóðs og hann segir ennfrem- ur að þetta mál sé flókið því gera megi ráð fyrir að sömu reglur gildi um fullvirðisrétt í landbúnaði. „Niðurstaða skattyfirvalda og end- urskoðenda var sú að eðlilegt væri að telja kvóta til eignar í skilningi skattalaganna og að kvóti sem fylgir skipum sé afskrifaður á sama hátt og skipin eða um 8% á ári. Það hafa hins vegar verið nokkarar umi'æður um hvernig ætti að telja fram kvóta sem seldur er án skips og voru uppi hugmyndir meðal nokkurra endur- skoðenda að eðlilegt væri að gjald- færsla kvóta í slíkum tilfellum yrði hraðari eða 20% á ári. Hingað til hafá deilurnar snúist um hvort og hvernig ætti að afskrifa aflakvóta sem eign í skilningi skattalaganna en sá skiln- ingur þarf ekki að vera algildur," sagði Friðrik. „Þessi úrskurður ríkisskattanefnd- ar kemur því nokkuð á óvart, þótt hægt sé að rökstyðja hann. Ég hef beðið ríkisskattstjóra um að taka sam- an álit um þetta mál og ég vænti þess að fá það í hendur í lok næstu viku og þá verður tekin ákvörðun um hvað gera skal. Það kemur til greina að leita til dómstólanna, það kemur til greina að breyta lögunum og einn- ig að búa við þetta óbreytt og láta úrskurðinn standa en ég tek enga ákvörðun um það fyrr en ég sé álit ríkisskattstjóra og hef borið bækur mínar saman við aðra ráðherra. Þetta mál er flóknara en svo að hægt sé að binda það eingöngu við fiskveiði- kvóta því gera má ráð fyrir að sama gildi um fullvirðisréttinn," sagði hann. Fjármálaráðherra sagði einnig að ef kvótaviðskipti í landinu næmu tveimur til þremur milljörðum kr. ár- lega væri auðséð hver sú upphæð væri sem sjávarútvegsfyrirtækin færðu til gjalda á móti tekjum. „Það er hins vegar mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvert skattatap ríkissjóðs verður af þessu vegna þess að mörg þessara fyrirtækja eiga mikið yfírfær- anlegt skattatap og greiða þess vegna ekki tekjuskatt. Uppsafnað tap sjávar- útvegsfyrirtækja skiptir tugum millj- arða og ég geri ráð fyrir að það séu ekki mjög mörg fyrirtæki sem greiða tekjuskatt hvort eð er. Þetta fyrirtæki sem þarna átti í hlut er eitt best rekna fyrirtækið í greininni og undir stjórn harðduglegra athafnamanna og sjó- manna. Það gildir því annað um það fyrirtæki en mörg önnur," sagði hann. „Það er ljóst að þessi úrksurður hlýtur að hleypa lífi í umræðurnar um veiðileyfagjald og um mörk eignar- réttarins og um eignarréttarhugatakið í skattarétti," sagði Friðrik að lokum. AÐALFUNDUR VSI Morgunblaðið Sverrir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Einar Oddur Kristjánsson, fráfarandi formaður VSI, á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins i gær. Einar Oddur Kristjánsson, fráfarandi formaður VSI: Þó allt fari á versta veg má ekki lækka gengið EINAR Oddur Kristjánsson, fráfarandi formaður Vinnuveitendasam- bands Islands, sagði í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær, að þó svo forsendur nýrra kjarasamninga brygðust og allt færi á versta veg í atvinnulífinu, afli brygðist og verðlag á útflutningsmörkuðum lækk- aði, mætti alls ekki koma til lækkunar á gengi ísiensku krónunnar. Það væri engin lausn. Miklu fremur ætti að ganga til viðræðna við verkalýðs- hreyfinguna um lækkun launa. Menn þar gerðu sér grein fyrir því að það væri miklu affarasælla að semja um kaupmáttarrýrnun heldur en láta hana fara fram með gengisfellingu. Einar Oddur sagði að mörg mikil- væg atriði mætti nefna í sambandi við nýgerða kjarasamninga. í fyrsta lagi væri engin kaupmáttartrygging í samningunum, enda væri það blekk- ing að um einhverjar tryggingar gæti verið að ræða umfram verðmæt- asköpunina. Vonandi yrði þetta öðr- um þeim sem tryðu á verðtryggingar hvatning til að afnema þær. I öðru lagi láglaunabætur og vonandi væri þarna fundinn farvegur til að hækka lægstu laun án þess að slíkar hækkan- ir gengju upp allan launastigann. í þriðja lagi og það væri þungamiðja samninganna að gengið yrði óbreytt á samningstímanum. Með þeirri launahækkun sem samið hefði verið um væru atvinnuvegirnir að tefla á tæpasta vað. Þeir eigi allir við veru- lega erfíðleika að etja, en með samn- ingunum skapist von um að með þessu efnahagsumhverfi geti fyrir- tækin bætt hag sinn innanfrá, auk þess sem raungengið hækki vegna þess að verðbólga hér verði minni en í nágrannalöndunum. Einar sagði að fjöldi aðila hér á landi hafi komist upp með mikið ábyrgðarleysi í verðlagsmálum í skjóli lögverndaðrar einokunar eða tak- markaðarar samkeppni. Gatt-viðræð- urnar og Evrópska efnahagssvæðið eigi eftir að breyta verslun og við- skiptum, auka samkeppni og bijóta á bak aftur einokun og fákeppni. VSÍ hafi frá upphafi lýst fullum stuðningi við EES og það sé hans skoðun að með tilkomu þess sé komin á fram- tíðarskipan mála í samskiptum ís- lands við Evrópuþjóðir. Það breyti engu þó þær þjóðir sem nú séu með okkur í EFTA fari. Þessi samningur gefi okkur óteljandi tækifæri en ávinningurinn sé undir því kominn að haldið sé uppi aga og stöðugleika á öllum sviðum efnahagsmála. Einar Oddur sagði að það yrðu allir að búa sig undir kröfur um aukna hagkvæmni og lægra verð á vörum og þjónustu. Þar á meðal bændur, bankar og peningastofnanir, innflutn- ings- og útflutningsverslun. Einka- leyfi og útflutningsleyfi hljóti að hverfa og meira að segja orkufyrir- tækin komist ekki hjá því að svara þeim kröfum sem til þeirra séu gerð að selja orku á lægra verði en sam- keppnisaðilar erlendis fái. Einar Oddur þakkaði öllum sem hefðu starfað með honum á undan- förnum þremur árum. Hann sagðist fyrir löngu hafa sannfærst um að frá og með þessum aðalfundi ætti ferlin- um að ljúka. „Enginn á að gegna þessu starfi mjög lengi, hvorki sjálfs sín vegna né samtakanna. Það er formannsins á hvetjum tíma að vera aðaltalsmaður vinnuveitenda og á þeim vettvangi getur enginn verið lengi því að á örskotsstund fara menn að endurtaka sig.“ Magnús kjörinn formaður MAGNÚS Gunnarsson, formaður Samtaka atyinnurekenda í sjávar- útvegi, var kjörinn formaður Vinnuveitendasambands íslands á aðalfundi samtakanna í gær í stað Einars Odds Krisljánssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Þá var og kjörin 20 manna fram- kvæmdastjórn, en í henni eiga eftir- taldir sæti: Arnar Sigurmundsson, Árni Brynjólfsson, Bjamar Ingimars- son, Bjami Finnson, Einar Sveinsson, Gunnar Svavarsson, Konráð Guð- mundsson, Kristinn Bjömsson, Ólafur B. Ólafsson, Óskar Einarsson, Pétur Óli Pétursson, Sigurður Helgason, Sigurður G. Pálma- son, Sturlaugur Sturlaugsson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Víg- lundur Þorsteins- son, Þórður Magn- ússon, Ævar Gumundsson, Örn Jóhannsson og Örn Kjærnested. Magnús Gunnarsson. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasljóri VSI: Eignaréttarákvæði vemda gegn skyiduaðiid að lífeyrissjóðum ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í erindi um Iífeyrissjóðakerfið og fækkun sjóða á aðalfundi VSÍ í gær að hann telji engan vafa á því að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar hljóti að vernda menn gegn lagaskyldu um að greiða í sjóði þar sem tíunda hver króna fari í rekstrarkostnað. Samkvæmt.lögum frá 1980 er laun- þegum gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstétt- ar. Þeir eru nú 67 talsins og ef miðað er við iðgjöld árið 1990 þá sveiflast kostnaður sjóðanna frá því að vera um 1% upp í 19% af iðgjöldutn. Að meðaltali er kostnaðurinn um 4%, sem jafngildir um 500 milljóna króna útgjöldum 1990. Þórarinn sagði að atvinnurekendur gætu með engu móti ljáð því sam- þykki sitt lengur að starfsmenn þeirra séu skyldaðír til að kaupa sér lakari rétt þegar betri sé í boði. „Því hljóta þessi samtök að beita áhrifum sínum til þess að aflétta lénsskipulaginu í lífeyriskerfinu, þannig að öllum starf- andi mönnum verði frjálst að velja sér lífeyrissjóð eftir því sem þeir sjálfir meta hagfelldast,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þessi breyting myndi á undraskömmum tíma leiða til sam- einingar lífeyrissjóða svo tugum skipti. Með þeim hætti ætti rekstrar- kostnaður tæpast að fara ýfir 2% af iðgjöldum og áhæættudreifing yrði stórum betri en nú. Þegar lífeyrissjóð- irnir geti keppt um sjóðfélaga leiði það til betri reksturs og meiri sveigj- anleika í samsetningu lífeyristrygg- inga. SJÁ NÁNAR Á NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.