Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 Minning: Ásgeir Pétursson Fæddur 15. febrúar 1906 Dáinn 17. maí 1992 Ásgeir Pétursson var fæddur hinn 15. febrúar 1906. Faðir hans var Pétur Guðmundsson skólastjóri og móðir hans Elísabet Jónsdóttir. Systkinin voru ellefu alsystkin og tvö hálfsystkin. Hann sagði mér oft sögur af uppvexti sínum á Eyrarbakka en einkum varð honum tíðrætt um mýrina. Ást drengsins á gróðri hennar og fuglalífi fylgdi honum alla ævi. Á sumrum var hann send- ur í sveit austur á Þjórsárbakka að bænum Arabæjarhjáleigu. Það var augljóst að Guðjón bóndi þar og annað heimilisfólk var honum hjart- fólgið og hafði haft mikil áhrif á hann og margt hafði hann af bónda numið um búskap og handverk. Þar varð Þjórsá einnig hluti af sál hans. Hann lærði að leika á strengi þessa mikla fljóts en bar virðingu fyrir ógn þess og hættum. Síðar lauk hann upp þessum leyndardómum fyrir okkur krökkunum í fjölskyld- unni, þá sjálfur landeigandi í Þjórsá. Hann vann margt sem nútímaböm- um yrði ofviða. Þá þótti það til dæmis ekki tiltökumál að ferming-. ardrengurinn færi í verið og margt hefur hann sjálfsagt hugsað á dags- göngu sinni með mjólkurklárinn frá Þjórsárbökkum til Baugsstaða- mjólkurbúsins, margt sem börn fínna ekki frið til lengur. Þessa alls bar hann líka merki. Hann lét sér annt um lítilmagnann. Og það vafð- ist ekki fyrir honum að taka af- stöðu í neinu máli, þótt hann ætti líka til íhygli rannsakandans.. Hann minntist líka stundum á það þegar móðir hans gerði boð eftir honum að koma heim á Eyrar- bakka. Ekkert hafði verið sagt, en þegar hann gekk inn um dyrnar vissi hann að faðir hans var dáinn. Þetta var mikið áfali og þáttaskil í lífi fjölskyldunnar, yngsta bamið, Pétur Pétursson þulur, aðeins fárra ára. Nú tóku við sjómennskuárin, fyrst í vérinu, síðan á toguram og enn síðar á farskipum. Ég held það sé ekki vafi á því að það sem hann aflaði þá hafi gengið til móður hans að stærstum hluta, þó að hann tal- aði aldrei um það. Sem barn kynnt- ist ég henni sem aldraðri konu og tryggð Ásgeirs við hana duldist mér ekki. Mér er líka sagt að þegar hann var á togara í veðrinu mikla á Halamiðum 1925, þá hafí honum verið mest umhugað um Guðmund bróður sinn, sem var loftskeytamað- ur á öðram togara þar. Þeir vora alltaf nánir. Steinunni, systur sinni, færði hann alltaf fyrsta físk sum- arsins úr Hólmanum. Pétur og Bima, kona hans, voru honum kær og þau sinntu honum af mikilli alúð í veikindum hans. Það var ekki fyrr en Ásgeir var orðinn 21 árs að hann fór í Sam- Fædd 5. ágúst 1911 Dáín 16. maí 1992 í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar sem verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, en hún andaðist á sjúkrahúsi í Vest- mannaeyjum aðfaranótt 16. maí. Amma, Jóhanna Svava í Neðra- Dal undir Eyjafjöllum, ein af 16 systkinum, 5 dóu í frumbernsku og í dag eru 6 eftir á lífí. Ömmu þótti ákaflega vænt um sveitina sína og var ákaflega gaman og fróðlegt að hlusta á hana tala um lífið í sveit- inni og liðna tíð. Rétt rúmlega tví- tug lá leið hennar til Vestmanna- eyja og hér vann hún við ýmis störf þ.ám. við matseld í mötuneyti G.ÓL. & co., þar sem hún kynntist / vinnuskólann, síðan lá leiðin til Edinborgar í frekara samvinnu- verslunarnám og loks til Kaup- mannahafnar. En ekki síst aflaði hann sér sjálfur menntunar með lestri og grúski. Sú þekkingarleit stóð meðan honum entist heilsa til. Fagurbókmenntum unni hann einn- ig. Bókagjöf þeirra hjóna til Dags- brúnar bar fjölþættum áhugamál- um þeirra vitni. Það er líklega eftir 1930 sem Ásgeir Pétursson kynnist móður- systur minni, Dýrleifu Árnadóttur. Þetta var á kreppuárunum og þau bæði eldheitir kommúnistar. Lík- lega hafa þau kynnst í flokksstarf- inu. Þau trúðu því bæði innilega að kommúnisminn væri leið til að jafna kjör manna og koma á rétt- látri og friðsamlegri skipan mála á heimsbyggðinni. Vonbrigði þeirra urðu mikil þegar ógnartíðindi tóku að berast frá óskalandi þeirra. Eitt af tilhlökkunarefnum æsku- ára minna var heimsókn Ásgeirs og Dýllu á gamlárskvöld og reyndar allar þeirra heimsóknir. Þau voru barnlaus og ég var yngsta bamið í fjölskyldu okkar og okkur varð vel til vina. Engum manni hef ég síðar kynnst sem var slíkur hag- leiksmaður og Ásgeir. Hann smíð- aði báta, flugdreka sem sendu skila- boð til fjarlægra staða og líka hús. Um 1950 reistu þau Dýlla sér hús við Digranesveginn í Kóþavogi, þaðan sem sá yfir heimsbyggð alla. Landið var líka stórt í kring og þar fékk bóndinn útrás við túnrækt, garðrækt og tijárækt. En það var ekki nóg. I hólmanum sínum í Þjórsá ræktuðu þau iíka garðávexti og hlúðu að fuglalífi. Þau komu þar upp talsverðu æðarvarpi um tíma og gerðu vel við toppöndina, sem heilsaði þeim með hringflugi í hvert sinn sem þau sigldu yfir ána. Það var mikið ævintýri að fá að koma með þeim út í Hólma, kynn- ast ofsanum í veiðimanninum þegar lax var í neti, umhyggjunni fýrir kollunum og þráhyggju vísinda- mannsins sem smátt og smátt rað- aði saman sögu- staðarins. En það var líka vissara að gæta sín, ganga rétt með ánni, styggja ekki fuglana og æða ekki inn á skítugum skón- um, því þá gát þessi viðkvæmi maður örðið eins og vígahnöttur, ekkert var ógurlegra en að þóknast honum ekki, en enginn var heldur jafnfljótur til sátta. Frænka mín Dýlla var einhver ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst og ég hef aldrei getað séð hana fyrir mér henda Steini Stein- arr út af sellufundi, sem mun víst vera söguleg staðreynd. Hún unni Ásgeiri mjög heitt og skildi hans viðkvæmu lund. Árið 1971 bar ógæfan að dyrum þeirra. Dýlla fékk heilablóðfall og lamaðist illa. Þau 17 ár sem hún átti ólifað annaðist Ásgeir hana af slíkri natni og blíðu honum afa Ögmundi Sigurðssyni, en þau giftu sig 5. október árið 1940, éignuðust þau 5 börn, þar af misstu þau unga dóttur aðeins 5 mánaða gamla. Síðar eignuðust þau 8 barnabörn og í dag era kom- in 8 barnabarnabörn. Það var alltaf jafn gott að koma í heimsókn á Strembugötuna í kaffi og smá spjall, alltaf var tekið vel á móti okkur og amma vildi allt fyrir okkur gera. Hún fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast í þjóðlíf- inu og þá sérstaklega hér í Eyjum. Þó svo að amma hafí verið orðin slöpp, mæðin og átti orðið erfítt með að ganga um heimilið sitt, kvartaði hún aldrei og dró alltaf úr veikindum sínum, en þó hún og viljafestu að varla verður með orðum lýst. Þetta vil ég þakka hon- um og allt annað sem hann sökkti í minn reynslubrann. Hjördís Björk Hákonardóttir. Vinur minn, Ásgeir Pétursson, lést að kvöldi dags 17. þ.m. á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Það var fyrir rúmum 30 árum að fundum okkar Ásgeirs bar fýrsta sinni saman: Dag einn snemmsum- ars vorum við nokkrir strákar af „Hæðinni" að leik í túninu fyrir ofan húsið þeirra Ásgeirs og Dýr- leifar að Digranesvegi 104 í Kópa- vogi, sem við okkar í millum nefnd- um einfaldlega „hundraðogfjögur“. Ásgeir var að störfum í stóram garðinum en gekk til okkar og hóf að spyijast fyrir um okkar hagi, meðal annars hvað okkur langaði til að gera þegar við yrðum stórir. Ég svaraði því til að mig langaði til að verða brunaliðsmaður, eins og fleiri úr hópnum, en ekki til þess að keyra rauðglansandi bruna- bíla eða beijast við elda, heldur til þess að fá svo stóran brunastiga til að klifra upp, að ég kæmist alla leið til tunglsins. Sennilega hefur Ásgeiri þótti nokkuð um svarið og sennilega hefur mér þótt nokkuð um spurninguna, alla vega varð þetta upphafíð að náinni og lang- varandi vináttu þótt okkur skildu að nær 50 ár. Eitthvað í fari og fasi þessara heiðurshjóna gerði það að verkum að við pollarnir sóttum mikið í að vera í nálægð þeirra. Líkast til höf- um við með leik okkar og ærsla- gangi veitt þeim vissa lífsfyllingu þar sem þau vora barnlaus. Enginn okkar varð samt jafn þaulsætinn og ég, sem fórnaði stundum brenni- bolta fyrir að áítja inni hjá þeim og taka þátt í að kryfja heimsmál- in, hlýða á ljóðalestur, eða vera sjálfur látinn lesa, spá í staðarlýs- ingar Þorvaldar Thoroddsen eða skyggnast á bakvið ýmsa hluti með aðstoð Encyclopediu Britannicu. Þau hjónin voru gagnlesin og Ás- geir hafði gott vald á erlendum tungumálum og fylgdist með vel með því sem var að gerast í þjóð- málum og alþjóðamálum. Heimili þeirra var í raun menningarsetur hjóna sem ekki höfðu að baki langa skólagöngu en voru haldin heil- brigðri athyglisgáfu og óslökkvandi þorsta í fróðleik. Á þessum áram gaf maður sér tíma til að leita sér fjögurralaufa- smára í smárabeðjum og á þessum áram trúði maður á mátt óskarinn- ar með aðstoð fjögurralaufasmára. Einhveiju sinni bar svo undarlega við að mér tókst í raun að finna fjögurralaufasmára í einni smára- beðjunni á hundraðogfjögur. Ég hélt honum gætilega milli fíngra mér og kallaði til Asgeirs hvað ég hefði fundið. Ég velti mikið vöngum yfir því hvers ég skyldi óska mér, engin ósk var að mínu mati nógu stór. Ásgeir var hins vegar ekki lengi að koma með tillögu; ég skyldi óska þá nýfæddum yngsta bróður mínum hamingju í lífínu. En það var mér ekki nóg. Þegar ég renndi aftur augum til smárans, upptekinn hafi verið máttfarin líkamlega var hún alltaf ung í anda. Við kveðjum elsku ömmu okkar með söknuði og geymum allar góðu minningamar um hana í hjarta okkar. Elsku Mundi afi, við biðjum góð- an Guð að styrkja þig og styðja í þinni sorg og söknuði. Guð blessi minningu Svövu ömmu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Svava, Sirrý og Þórir. af því að leita óskar sem veitti sjálf- um mér nægjanlega upphefð, varð fjögurralaufasmárinn horfínn og ég hélt venjulegum smára miili fingra mér. Eftir talsverða leit hafði ég upp á fjögurralaufasmáranum á ný og Ásgeir ráðlagði mér ítrekað að óska nú bróður mínum hamingju- samra Iífdaga. í barnslegri einfeldni minni þótti mér það eftir sem áður heldur ómerkileg ósk en gat samt ekki upphugsað nógu stórt og mik- ið mér til handa. Og allt fór á sama veg, næst þegar mér varð litið á smárann var hann horfínn og nú farinst hann ekki á ný þrátt fyrir langa leit. Þessi jákvæða afstaða til smáu hlutanna sem gera menn stóra, blómanna, tijánna og fuglanna í garðinum, gulrótanna í beðinu, lítil- magnanna í samfélaginu, nærgætin umönnun Dýrleifar á meðan hún lifði, önn fyrir öllu lífi og trú á rétt- læti og sanngimi var leiðarljós Ás- geirs og sannfæring. Svona þekkti ég þau hjónin bæði, en ekki sem róttækt baráttufólk sem ég löngu síðar heyrði um í sambandi við hetjulega framgöngu í verkalýðs- baráttu og Dreifíbréfsmáli. Ásgeir tamdi sér og mér einnig þá einföldu en góðu reglu, að „allt sem þú gerir, áttu að gera vel“. Húsið þeirra Dýrleifar á hundr- aðogfjögur byggði Ásgeir árið 1953. Sem órækur minnisvarði hans orða og hans verka stendur húsið þeirra og mun standa eitt húsa eftir neðan Digranesvegar í öllu því raski sem hæðin hefur mátt þola undanfarið ár vegna verk- legra framkvæmda í Suðurhlíðum. Ásgeir og Dýrleif, þessi góðu hjón, sem nú eru bæði gengin, rækt- uðu sinn garð bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þótt við krakkamir af hæðinni eigum ekki eftir að njóta fleiri gulróta úr garð- inum, munum við lengi búa að þeirri aðhlynningu sem við fengum í upp- vexti okkar frá hjónunum á hundr- aðogfjögur. Jón Baldur Þorbjörnsson. Látinn er vinur og baráttufélagi. Ævi hans spannaði því sem næst öld mikillar baráttu fyrir bættum kjörum íslenskrar alþýðu og sjálf- stæði íslensku þjóðarinnar. Þar var Ásgeir ætíð í róttækustu sveit. Asgeir fæddist á Eyrarbakka, sem þá var helsta verslunarmiðstöð Suðurlands, en einnig mikil verstöð. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Jónsdóttir, af kunnum ættum í Rangárvallasýslu og maður hennar, Pétur Guðmundsson, skólasljóri á Eyrarbakka, af kunnum ættum úr Árnessýslu. Ásgeir ólst upp í stóram systkinahóp, sem flest era látin. Eftir lifa Tryggvi, fv. útibússtjóri í Búnaðarbankanum, Steinunn ekkja í Reykjavík og Pétur þulur. Ásgeir naut fræðslu hjá föður sínum, Aðalsteini Sigmundssyni og Jakobínu Jakobsdóttur í Barna- og unglingaskóla Eyrarbakka og minntist þeirra ára af mikilli ánægju. Til að létta undir heimilinu var hann löngum í sveit á sumrum og kynntist þar búskaparháttum þess tíma. Fermdur var hann á Eyrarbakka upp á boðorðin og sitt- hvað fleira og fáa menn þekkti ég sem héldu þau betur en hann. Eftir það hófust lífsstörfín, fyrst við róðra, m.a. í Þorlákshöfn. Árið 1922 varð fjölskyldan fyrir því þungbæra áfalli að missa föðurinn. Ekkjan Minning: Jóhanna S. Ingvars- dóttir frá Neðra-Dal stóð þá uppi með yngri börnin og flutti til Reykjavíkur með þau en áður höfðu Jón Axel og Ásgeir flutt þangað. Fjölskyldan settist að á Bráðræðisholtinu, litlum byggða- kjarna í úthverfí Reykjavíkur, sem nú er löngu kominn í byggð að mörkum Seltjamarness. Þarna eignaðist fjölskyldan vini og vensla- menn og hefur sú vinátta staðið ávallt síðan. Þama stendur enn hús það sem þau bjuggu í og standa , vonir til að það fái að standa um nokkum tíma. Við þessar aðstæður var þörfín á að standa saman enn t meiri og lögðust þar margar hendur á plóginn, smáar og stórar. Ásgeir réðst fljótlega til sjós eftir að hann kom til Reykjavíkur og reyndist þar sem í öðru dugmikill. Minnisstæð- ast var honum Halaveðrið mikla, en hann var á bv. Hilmi í þeim ólgu- sjó. Ásgeir varð fljótlega virkur þátttakandi í samtökum sjómanna, gerðist félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur og starfaði þar um árabil eða þar til hann kom í land og gekk í Verkamannafélagið Dagsbrún en þar var hann meðlim- ur til dauðadags. Ásgeir skipaði sér í raðir stéttarbræðra sinna, þar sem átökin voru hvað hörðust og lét ekki deigan síga. Stjórnmál voru f honum eðlileg þar af leiðandi því hann hafði ríkan skilning á slíkum forastusamtökum vinnandi manna. I Var hann meðlimur FUJ og í stjórn þess. Síðar gerðist hann meðlimur í samtökum kommúnista og var ( virkur þar, tók virkan þátt í sam- fylkingarbaráttunni, sem leiddi síð- ar til stofnunar Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, en þar var hann einnig virkur meðlimur í Kópavogsfélagi þess flokks. Þátt- taka hans í Hafnarsellunni, sem var sella reykvískra hafnarverka- manna, var honum lærdómsríkur skóli. Þar kristallaðist fræðikenn- ingin sem síðar leiddi til mikilla árangra á einn eða annan hátt í kjarabaráttu verkalýðsins á næstu árum. Þar stóð baráttan um að hafa atvinnu, betri aðbúnað og betri laun. Án þessarar baráttu væri ís- lenska þjóðin mun fátækari en hún ( er nú. Á þessum áram hygg ég að hann hafi kynnst Dýrleifu Árna- dóttur, ungri menntakonu, af þing- ( eyskum ættum, sem þá hafði verið Iangdvölum erlendis, m.a. i verka- lýðsríkinu. Hún varð kona hans til | dauðadags, en hún lést fyrir rúmum þremur árum. Með þeim var mikið jafnræði, trúnaðartraust og gagn- kvæmur skilningur, svo af bar. Hófu þau búskap skömmu fyrir stríð í Miðstræti 3, þar sem móðir Dýrleifar, Auður Gísladóttir, naut efri áranna í skjóli þeirra. Á fimmta áratugnum reistu þau reisulegt hús við Digranesveginn á erfðafestu- landi sínu og bjuggu þar allt til þess er Dýrleif veiktist, en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Þau tóku virk- an þátt í uppbyggingu þessa unga bæjarfélags Kópavogs og voru þar í fylkingarbijósti. Kynni okkar Ásgeirs stóð í rúma t hálfa öld, eða allt frá því, er ég hóf " vinnu hjá honum sem verkstjóri, í svokallaðri setuliðsvinnu. Hann * hafði þá ekki löngu áður komið úr " fangelsi á Litla-Hrauni, þar sem hann hafði setið nokkra mánuði t fyrir dóm í svokölluðu dreifíbréfs- máli. Þeir vora orðnir margir stétt- ardómarnir á þessum áram, en fáir þó eins harðir og þessir, enda sjálft breska heimsveldið að baki. Margir leikir og lærðir hafa reynt að graf- ast fyrir um þessi mál með misjöfn- um árangri. Sú söguskýring verður seint skýrð með sönnu. Þar hefur þögnin gilt. Þessar fórnir Ásgeirs og félaga urðu til þess að hvorki setulið né íslenskir reyndu að kúga verkalýðinn á jafn harðvítugan hátt og hefur íslensk verkalýðshreyfing búið að þessum árangri lengi vel. Margt hefur að sjálfsögðu drifíð á okkar daga þessa hálfu öld sem of langt mál yrði að telja hér. Minnis- stæðar eru mér þó kynnisferðir okkar á Eyrarbakka og nágrenni, sem var mér mikil ánægja af. Kynn- ast gömlum vinum Ásgeirs og lífi þeirra og hlusta á hann segja frá æskuárunum. Þar fór saman mikil sagnagleði og fallegt mál. Þar mætti segja að væri háskóli alþýð- unnar. Síðustu tvö árin voru As-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.