Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAl 1992
Sotheby’s og Barnaheill;
Uppboð til styrktar
raimsóknum á hög-
um vegalausra bama
UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ Sotheby’s efnir til uppboðs hér á landi
31. maí næstkomandi í samstarfi við félagasamtökin Barnaheill.
Þar verða boðin upp 40 verk eftir þekkta núlifandi íslenska lista-
menn og mun helmingur söluandvirðis þeirra renna til sjóðs, sem
fyrirhugað er að stofna til að styrkja rannsóknir á högum ís-
lenskra barna, sem eiga undir högg að sækja. Uppboðsfyrirtækið
hefur jafnframt ákveðið að gefa allan kostnað við uppboðið og
ekki verða tekin uppboðslaun. Verkin, sem boðin verða upp, verða
sýnd almenningi í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 24. til 27. maí.
Sigríður Ingvarsdóttir, fulltrúi
Sotheby’s á fslandi, segir að hér
sé um að ræða þriðja uppboð fyrir-
tækisins á Norðurlöndum en áður
hafí það tvisvar haldið uppboð í
Svíþjóð, fyrst í desember síðastliðn-
um og svo nú fyrir skömmu. Fyrir-
tækið hafí boðist til að styrkja
stofnun sjóðs á vegum Barnaheill-
ar, sem hafi það að markmiði að
efla rannsóknir á högum barna, sem
eigi undir högg að sækja í þjóð-
félaginu. „Nánast engar slíkar
rannsóknir hafa farið fram hér á
landi,“ segir Sigríður, „og það er
nöturleg staðreynd í ljósi þess að
við vitum að hér á landi eru fjöl-
mörg börn, sem hvergi eiga höfði
sinu að halla.“
Sigríður segir að á undanförnum
árum hafi Sotheby’s átt stóran þátt
í því að kynna norræna myndlist
og hvetja til menningartengsla á
alþjóðlegum grundvelli. Þannig hafí
fyrirtækið áhuga á að kynna lista-
menn frá íslandi. í sambandi við
þetta uppboð hafi verið ákveðið að
bjóða upp verk nokkurra núlifandi
íslendinga, sem öðlast hafi viður-
kenningu bæði hér á landi og er-
lendis. I hópnum séu til dæmis þeir
listamenn, sem sýnt hafi á hinni
kunnu listahátíð í Feneyjum,
„Venice bienniale", en í því felist
mikil viðurkenning. Þar á meðal séu
menn eins og Sigurður Guðmunds-
son, Kristján Guðmundsson, Krist-
ján Davíðsson, Gunnar Örn og Helgi
Þorgils Friðjónsson. Af öðrum lista-
mönnum sem eigi verk á uppboðinu
megi nefna Leif Breiðfjörð, Helga
Gíslason, Tryggva Ólafsson, Karól-
ínu Lárusdóttur, Jón Axel, Georg
Guðna, Sigurð Örlygsson, Tuma
Magnússon og Ólöfu Pálsdóttur.
Hún segist hafa heimsótt marga
listamenn að undanförnu vegna
uppboðsins og það hafi verið ein-
staklega ánægjulegt að sjá, að þeir
séu að skapa stórkostleg listaverk,
sem séu engu síðri en það sem telj-
ist með því besta erlendis. Lista-
mennirnir hafi brugðist afar vel við
hugmyndinni um rannsóknarsjóð-
inn og muni þeir gefa helming sölu-
andvirðis verka sinna til hans.
Framlag Sotheby’s verði fólgið í því
að gefa eftir allan kostnað við upp-
boðið og uppboðslaun.
Uppboðið mun fara fram að Hót-
el Sögu sunnudaginn 31. maí. Sig-
ríður segir að það verði nokkuð frá-
brugðið þeim uppboðum, sem áður
hafi farið fram hér. Óskað sé eftir
því að þeir, sem áhuga hafa á því
að koma, skrái sig fyrirfram hjá
Sotheby’s eða Barnaheill. Viðkom-
andi fái svo ákveðið númer þegar
þeir komi á staðinn, sem þeir geti
notað þegar boðið sé í verkin. Þetta
fyrirkomulag auðveldi alla fram-
kvæmd og styðjist við 200 ára góða
reynslu hjá fyrfrtækinu. Hins vegar
geti fólk einnig boðið í verk þó það
hafi ekki látið skrá sig áður. Þess
megi einnig geta, að uppboðshald-
ari verði Englendingurinn Michael
Bing, sem sé einn þekktasti upp-
boðshaldari hjá Sotheby’s.
Sigríður sagði að lokum, að verk-
in sem boðin verða upp að Hótel
Sögu verði sýnd almenningi í Ráð-
húsi Reykjavíkur frá sunnudeginum
24. maí til miðvikudagsins 27. Þetta
verði afar athyglisverð sýhing, enda
um að ræða góð verk viðurkenndra
listamanna.
Lóð Bústaðakirkiu:
Tjölduðu í
leyfisleysi
HÓPUR unglinga sló í leyfisleysi
upp þremur tjöldum í trjálundi á
lóð Bústaðakirkju í fyrradag.
Lögreglan var kölluð á staðinn
vegna drykkjuskapar og hávaða
við tjöldin en þegar hún kom á
vettvang ldupu unglingarnir í
burtu og skildu tjöldin eftir.
Lögreglumennimir felldu tjöldin
og fóru með þau ásamt fatnaði og
ýmsu öðru sem í þeim var á lögregl-
ustöðina og bíður þess að eigendur
vitji þeirra. Unglingarnir höfðu ekki
leyfi kirkjunnar til að tjalda á lóð
hennar.
Morgunblaðið/Júlíus.
Listaverk, sem boðin verða upp á uppboði Sotheby’s sunnudaginn
31. maí verða sýnd næstu daga í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sigríður Ing-
varsdóttir, fulltrúi Sotheby’s á íslandi, stendur hér við eitt verkið,
en höfundur þess er Leifur Breiðfjörð.
Tekinn á
138 km hraða
LÖGEGLAN tók ökumann fyrir
að aka á 138 km hraða á Vestur-
landsvegi við Móa á Kjalarnesi
um klukkan 19 í fyrrakvöld.
Hann var sviptur ökuleyfi til
bráðabirgða á staðnum.
Um svipað leyti voru tveir aðrir
ökumenn teknir fyrir meira en 110
km aksturshraða á Vesturlands-
vegi. Var annar á 116 km og hinn
á 112 km hraða.
Sjoppueiganda neitað
um afgreiðslu í Bónus
ÉjgSy;
Gosið ódýrara þar en í heildsölu, segir Ásgeir Þormóðsson
ÁSGEIRl Þormóðssyni, eiganda
söluturnsins Ríkið við Snorra-
braut í Reykjavík, var neitað um
afgreiðslu í verslun Bónusar við
Smiðjuveg í Kópavogi á fimmtu-
dag. Að sögn Ásgeirs var hann í
versluninni ásamt eiginkonu sinni
þeirra erinda að kaupa gosdrykki
fyrir söluturninn, er verslunar-
stjórinn meinaði lionum af-
greiðslu. Jóhannes Jónsson, kaup-
maður í Bónus, sagðist ekki hafa
frétt af atvikinu er Morgunblaðið
bar spurningu þess efnis undir
hann. Hann kvað þó ljóst að versl-
unarstjórinn hafi farið rangt að,
ef satt væri.
„Þannig er málum farið, að ég og
nokkrir aðrir söluturnaeigendur, höf-
um talið okkur hag í að kaupa vörur
frá meðal annars Vífilfelli og Agli
Skallagrímssyni í Bónus í stað þess
að kaupa þær í heildsölu beint frá
framleiðendum," sagði Ásgeir. „Svo
dæmi sé tekið, kostar tveggja lítra
Júríj A. Reshetov skipaður nýr
sendiherra Rússlands á Islandi
Starfaði hérlendis 1959-66 og talar íslensku
JÚRÍJ Alexandrovítsj Reshetov hefur verið skipaður nýr sendiherra
Rússlands á íslandi. íslenska utanríkisráðuneytið hefur veitt sam-
þykki fyrir skipan hans en ekki er enn ljóst hvenær hann kemur
til landsins. JReshetov starfaði hjá sendiráði Sovétríkjanna í Reykja-
vík á árunum 1959-1966 og talar íslensku.
Júríj Reshetov, sem er kvæntur
og á einn son, fæddist árið 1935.
Hann útskrifaðist frá Alþjóðasam-
skiptastofnun ríkisins í Moskvu
árið 1959 og hóf þá störf í sovésku
utanríkisþjónustunni. í september
það sama ár var hann .sendur til
starfa í sovéska sendiráðinu í
Reykjavík. Var hann þar skráður
sem fréttaritari TASSog blaðafull-
trúi. Reshetov var vel þekktur hjá
fjölmiðlum en árið 1%6 hvarf hann
til starfa í sendiráði Sovétmanna í
Kaupmannahöfn.
I viðtali við Morgunblaðið í júlí
1988 er Reshetov spurður um hvað
honum _sé minnissstæðar frá dvöl
sinni á íslandi. Hann svaraði: „Ein-
hvem tímann stakk kennari minn,
M. Steblin-Kamenski, patríarki
norrænna fræða í Sovétríkjunum,
upp á því við mig að ég helgaði
mig íslenskunámi. Því miður tókst
mér ekki að láta þessa ósk hans
rætast að fullu. En ég verð að segja
að ísland hefur alltaf verið mér
ofarlega í huga.
Ég man'landið vel, svo og fólkið
sem ég kynntist þar. Mér finnst
ég enn vera nemandi Þórbergs
Þórðarsonar og man tíða fundi
mína með honum og Margréti konu
hans. Hann er í mínum huga hinn
skýri persónugervingur alheimssál-
arinnar og jafnframt hinnar-ís-
lensku sálar, sem er einstök. Bæk-
ur hans fylgja mér hvert sem ég
fer.
Mér fannst þjóðfélagsleg reynsla
hins íslenska réttarríkis, þar sem
mannlegir eiginleikar voru ætið
mest metnir, afar inerkileg. „M_eð
lögum skal land byggja," segja ís-
lendingar.“
Eftir að hafa starfað í Kaup-
mannahöfn hóf Reshetov nám við
Diplómataakademíuna í Moskvu og
varði þar kandídatsritgerð um fjöl-
skyldutengsl í Svíþjóð árið 1971.
Síðan lagði hann stund á þjóðrétt-
Júríj Reshetov
arfræði. Á miðjum áttunda ára-
tugnum var hann fulltrúi á Ráð-
stefnunni um öryggi og samvinnu
í Evrópu (RÖSE). I fyrrnefndu við-
tali segir Resheiov að á öðru stigi
ráðstefnunnar, sem haldin var í
Genf, hafi íslenska sendinefndin
verið mjög fámenn og Einar Bene-
diktsson, þáverandi sendiherra ís-
lands í Sviss, hafi ekki komist yfir
að sitja í öllum nefndum og undir-
nefndum. Hafi hann því falið sér
að vera fulltrúi íslands á fundurn
fyrstu umræðunefndar um sam-
starfsreglur.
Á árunum 1975-1980 starfaði
Reshetov við Mannréttindadeild
Sameinuðu þjóðanna í Genf og síð-
an um sex ára skeið við Ríkis- og
réttarstofnun Vísindaakademíu
Sovétríkjanna. Varði hann doktors-
ritgerð um alþjóðlega glæpi.
1986 hóf Reshetov störf sem
aðstoðardeildarstjóri og sérfræð-
ingur í mannréttindadeild sovéska
utanríkisráðuneytisins og hefur
hann verið yfirmaður þeirrar deild-
ar síðan 1989. Hann hefur undan-
farið setið fyrir hönd Rússlands í
nefnd Sameinuðu þjóðanna um af-
nám kynþáttamismununar. Þess
má einnig geta að árið 1989 var
Reshetov fulltrúi Sovétríkjanna á
RÖSE-ráðstefnu í Kaupmannahöfn
þar sem samþykkt var tímamóta-
ákvörðun um fjölræði og lýðrétt-
indi.
Júríj Reshetov talar íslensku,
auk ensku, þýsku, sænsku, dönsku
og. frönsku.
kók um 50 krónum minna í Bónus
en beint frá framleiðanda, og eru
þá bæði verðin með virðisauka-
skatti.“
Ásgeir segir í samtali við Morgun-
blaðið að sér hafi verið meinuð af-
greiðsla í verslun Bónusar við
Smiðjuveg í fyrradag, er hann var
þar þeirra erinda að kaupa gos-
drykki fyrir sölutum sinn. „Þetta
hefur gengið vel fram að þessu, þó
maður hafi fundið að maður var ekki
velkominn," sagði hann. „Þegar ljóst
varð að ég fengi ekki afgreiðslu
hringdi ég strax í Verðlagsstofnun,
og þaðan komu menn stuttu síðar,
en enn neitaði verslunarstjórinn að
afgreiða mig. Ef ég á að vera með
vangaveltur um hvað hér er á ferð-
inni, er það einfaldlega það, að Bón-
us selur kókið á undirverði í þeirri
von að það glæði önnur viðskipti, og
er þess vegna illa við að ég kaupi
það hjá þeim.“
Morgunblaðið hafði tal af öðrum
eftirlitsmanni Verðlagsstofnunar er
mætti á staðinn og varð vitni að því
að Ásgeiri Þormóðssyni var sýnjað
um afgreiðslu. „Allt sem er til sölu
í verslunum er skyidugt að selja
hveijum þeim sem vill kaupa og býð-
ur staðgreiðslu,“ sagði eftirlitsmað-
urinn. „Þarna var manni neitað um
afgreiðslu í okkar viðurvist, og fyrir
mér lítur þetta út sem ólögmætir
viðskiptahættir."
„Ég hef fullah hug á að kæra
þetta mál til Verðlagsstofnunar .með
formlegum hætti,“ ságði Ásgeir Þor-
móðsson, sem keypti gosið í Mikla-
garði í þetta skiptið.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í
Bónus, kvaðst ekki hafa haft spurnir
af atvikinu er Morgunblaðið hafði
samband við hann í gær. „Ef verslun-
arstjórinn hefur gert þetta, er honum
það auðvitað óheimilt," sagði Jó-
hannes. Hann sagði ennfremur að
þó ekki væri heimilt að banna við-
skiptavinum að kaupa það sem þeir
ásældust, bannaði núverandi löggjöf
ekki magntakmarkanir. Hann tók
það þó skýrt fram að ekki stæði til
að grípa til þeirra ráða.
„Min hugsjón er sú að vernda
hagsmuni heimilanna en ekki að reka
heildsölu," sagði Jóhannes. „En þar
sem kaupmennirnir versla hlýtur hin-
um að ’vera óhætt.“