Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAI 1992
38
Minning:
Theodóra Hallgríms■
dóttir frá Hvammi
Fædd 9. nóvember 1895.
Dáin 13. maí 1992.
Með Theodóru er horfinn af svið-
inu síðasti fulltrúi þess fólks sem
setti svip á mannlífið í Vatnsdal á
fyrri hluta þessarar aldar en fætt
var á nítjándu öldinni. Þá voru all-
ar jarðir í dalnum í ábúð og heimil-
in mannmörg. Ágúst á Hofi kallaði
þetta tímabil í sögu sveitarinnar
smákóngatímabilið og víst er um
það að þá var fjölskrúðugt mannlíf
í Vatnsdal. Theodóra kom í dalinn
á fyrstu árum tuttugustu aldarinn-
ar, frá Snæringsstöðum í Svínadal,
með foreldrum sínum, þeim Sigur-
laugu Guðlaugsdóttur og Hallgrími
Hallgrímssyni og systkinum. Hið
fallega höfuðból Hvammur veitti
fjölskyldunni ríkuleg skilyrði til
vaxtar og þroska. Sjálf varð Theod-
óra húsfreyja á föðurleifð sinni um
ára bil, en þijú systkina hennar
urðu og búendur í Vatnsdal. Þau
Eðvarð á Helgavatni, Guðjón á
Marðamúpi og Ingunn á Hofi. Elsta
systirin Margrét varð húsfreyja að
Beigalda í Borgarfirði en Aðalheið-
ur fluttist til Danmerkur. Theodóra
er síðust systkinanna að kveðja,
komin á nítugasta og sjöunda ald-
ursár og orðin ein eftir fyrrum
búenda í Vatnsdal sem stigu fyrstu
sporin á nítjándu öldinni.
Ung að árum giftist Theodóra
Steingrími Ingvarssyni í Sólheim-
um í Svínavatnshreppi og bjuggu
þau þar í upphafi búskapar síns.
Þeir voru systrasynir Steingrímur
og faðir minn en í föðurætt hans
og móðurætt mína er ég, sem þess-
ar línur rita, og Steingrímur báðir
afkomendur hinnar fjölmennu Bol-
holtsættar af Rangárvöllum.
Frændsemi og uppeldi á nágranna-
jörðum í Svínavatnshreppi, Sól-
heimum og Stóradal, varð öruggur
grunnur að góðum kynnum og vin-
áttu þeirra frændanna, eftir að
báðir voru orðnir bændur í Vatns-
dal. Theodóra tileinkaði sér þessa
vináttu og frændsemi er æ síðan
hélst og var í heiðri höfð. Hálfsyst-
ir mín Ingibjörg, mér allmikið eldri,
varð heimilismaður hjá þeim
Hvammshjónum og tengdist fjöl-
skyldunni órjúfandi böndum. Til
þessa trygga sambands er gott að
hugsa.
Theodóra í Hvammi var glæsileg
ung stúlka og þau hjón bæði. Mér
eru þau minnisstæð, frá því ég var
ungur drengur, er þau komu á
heimili foreldra minna. Bæði mjög
vel ríðandi á jarpskjóttum og
gráum gæðingum. Hét grái hestur-
inn Prins. Heimili þeirra hjóna í
Hvammi var bæði fallegt og hlý-
legt. Þeirra hlýju fékk lítil dóttir
mín að njóta er mamma hennar
þurfti að vera fjarverandi vegna
sjúkleika. Er mér enn í fersku minni
er ég sótti stelpuna hversu þau
hjón áttu bágt með að sjá af henni,
eftir þó aðeins nokkurra vikna dvöl.
Þá voru böm þeirra nokkuð vaxin,
þau Ingvar Andrés, nú bóndi á
Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, kvæntur
Ingibjörgu Bjarnadóttur, Hallgrím-
ur Heiðar, bifreiðastjóri í Reykja-
vík, Þorleifur Reynir, bóndi í
Hvammi, nú látinn, kvæntur
Salóme Jónsdóttur frá Akri og Sig-
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
»blómaverkstæði
INNAfe
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090 :
urlaug Valdís húsfreyja á Sauðár-
króki, en eiginmaður hennar er
Haukur Pálsson ostagerðarmeist-
ari.
Steingrímur í Hvammi lést mjög
um aldur fram, aðeins fimmtugur.
Við það var stórt skarð höggvið í
raðir vatnsdælskra bænda. Hann
var orðinn einn af ráðamönnum
sveitarinnar, hægur, sáttfús og
fastur fyrir. Theodóra brást við af
hetjuskap. Hún hélt búskapnum
áfram um árabil með aðstoð barna
sinna og tryggra hjúa eða þar til
Reynir sonur hennar tók alfarið við
jörð og búi. Sjálf fluttist hún þá
til Reykjavíkur og átti þar heimili
til ársins 1982 að hún flutti á elli-
deild Héraðssjúkrahússins á
Blönduósi. Nokkur fyrstu árin í
Reykjavík veitti hún forstöðu heim-
ili vestfírsks heiðursmanns Hall-
dórs Jónssonar frá Amgerðareyri.
Þar var mikil rausn og gott að
koma, sem að Hvammi. Síðustu
æviárunum kaus hún að eyða í
æskuhéraði. Sannaðist þar að
„römm er sú taug“. Mun svo um
margan manninn.
Theodóru Hallgrímsdóttur var
meðfædd reisn og mikil snyrti-
mennska. Þeim eiginleikum hélt
hún til síðustu stunda þótt kraft-
arnir væru þrotnir. Ég sá hana síð-
ast við guðsþjónustu á Héraðs-
sjúkrahúsinu á Blönduósi síðasta
skírdag 16. apríl sl. Ekki vissi ég
hvort hún merkti kveðju mína og
reisn hennar var án orða. Hún þáði
ekki að neyta sakramentis með
öðru viðstöddu vistfólki sjúkrahúss-
ins og ég dró í efa að hún skynjaði
það sem fram fór. Nokkrum sinnum
á liðnum misserum hafði ég komið
til hennar, síðast á sjúkrastofuna.
Eins og oft vildi ég ekki raska ró
hennar er hún hvíldi í rúmi sínu
og mér fannst sem hún væri að
búast til þeirrar ferðar sem hún svo
oft hafði haft orð á að tími væri
kominn til að hefja. Hún var södd
lífdaga og þráði að fá hvíld.
Theodóra í Hvammi, en svo var
hún jafnan nefnd, verður lögð til
hinstu hvílu að Undirfelli í Vatns-
dal laugardaginn 23. maí. Þar voru
jarðsettir foreldrar hennar, eigin-
maðurinn og sonurinn Reynir bóndi
í Hvammi.
Að liðnum vetri er komið vor.
Bjartar nætur eru framundan. Tími
gróanda og vaxtar. Aldin heiðurs-
kona hefir lokið hlutverki sínu á
meðal okkar lifenda og hafið för
til hinna óráðnu eilífðar og eilífu
birtu. Nýr gróður vex upp og líf-
keðjan endumýjast þegar sú gamla
er slitin orðin. Þannig er Iögmál
lífs og dauða.
Theodóru í Hvammi skal að lok-
um þökkuð löng samfylgd og vin-
átta við mig og mína. Blessuna-
róskir eru fluttar börnum hennar,
tengdabörnum og öllum afkomend-
um.
Grímur Gíslason.
Það getur varla talist harmsefni,
þegar háöldruð kona fær langþráða
hvíld en samt sem áður snertir
andlátsfregn viðkvæman streng og
vekur oft upp nýjar og gamlar
minningar.
Theodóra föðursystir mín var
fædd á Snæringsstöðum í Svína-
dal, Austur-Húnavatnssýslu, 9.
nóvember 1895. Hún tilheyrði því
hinni svokölluðu aldamótakynslóð,
sem lifað hefur meiri breytingar í
íslensku þjóðlífí en nokkur önnur.
Foreldrar hennar voru Sigurlaug
Guðlaugsdóttir og Hallgrímur Hall-
grímsson, sem bjuggu góðu búi á
Snæringsstöðum frá 1889 til 1903.
Theodóra var yngst af 7 bömum
þeirra, hin voru talin í aldursröð:
Margrét, maki Þorvaldur Helgason,
en þau bjuggu um árabii að Beig-
alda í Borgarfirði. Eðvarð, maki
Signý Böðvarsdóttir, þau bjuggu á
ýmsum jörðum í Vatnsdal en lengst
á Helgavatni. Albert, lést ungur,
ógiftur og bamlaus. Ingunn, hús-
freyja á Hofi í Vatnsdal, maki
Ágúst B. Jónsson. Guðjón, bóndi í
Hvammi, síðar á Marðarnúpi, maki
Ingibjörg Rósa ívarsdóttir.
Hvammshjónin tóku tvo drengi í
fóstur. Annar þeirra, Guðmundur
Jónasson, síðar bóndi í Ási í Vatns-
dal, kom til þeirra á fyrsta ári og
var hjá þeim fram á fullorðinsár.
Ég heyrði hann oft tala um fóstur-
foreldra sína með mikilli virðingu.
Hinn drengurinn, Björn Kristjáns-
son að nafni, kom líka til þeirra á
bamsaldri. Hann flutti á fullorðins-
aldri til Reykjavíkur. Allt þetta fólk
er nú látið.
í þessari stóm fjölskyldu lifði
Theodóra sín bernskuár. Faðir
hennar hafði framúrskarandi létta
lund, hjúasæll og búhöldur mikill.
Kona hans vann verk sín meira í
kyrrþey, gjafmild og búsýslukona
mikil, svo orð fór af.
Árið 1903 urðu þáttaskil í lífí
fjölskyldunnar á Snæringsstöðum,
þegar faðir Theódóru kaupir
Hvamm í Vatnsdal af Benedikt,
syni Björns sýslumanns Blöndal,
sem frægur var á sinni tíð. Nýja
fjölskyldan í Hvammi var fljót að
aðlagast menningar- og félagslíf í
Vatnsdal en það var með miklum
blóma um þetta leyti. Theodóra var
þar engin eftirbátur þegar tímar
liðu. Hún hafði snemma mikinn
áhuga á tónlist og ung að ámm
eignaðist hún svo orgel. Komu þá
í Ijós góðir hæfileikar hennar á því
sviði.
Theodóra fór til náms í Kvenna-
skólann á Blönduósi eins og flestar
ungar stúlkur í Húnavatnssýslu á
þeim ámm. Einnig dvaldi hún í
Reykjavík einn eða tvo vetur og
lærði karlmannafatasaum og sótti
auk þess orgeltíma hjá Páli Isólfs-
syni.
Það er ekki langt síðan að
frænka mín sagði mér frá ýmsu
sem á daga hennar hefði drifið.
Hún minntist með ánægju vetrar-
tíma, sem hún dvaldi á Sauðár-
króki þeim þekkta leiklistarbæ, en
þar komst hún á fjalirnar eins og
hún orðaði það.
Þarf engan að undra sem þekktu
hana, þótt hún væri eftirsótt í
hverskonar menningar- og félags-
starfsemi, því hún hafði góða hæfí-
leika og óvenju glæsilega fram-
komu. Theodóra var fengin til að
kenna ungu fólki að leika á orgel,
á tveimur fjölmennum menningar-
heimilum, Hjaltabakka og Torfa-
læk. Guðmundur Jónsson, fyrrver-
andi skólastjóri, sem nú er kominn
á tíræðisaldur, segist ennþá muna
hve það hafi verið ánægjulegur tími
þegar hún var að kenna þeim
bræðrum.
Eiginmaður Theodóru var Stein-
grímur Ingvarsson frá Sólheimum
í Svínavatnshreppi fæddur 28. júní
1897. Þau gengu í hjónaband 5.
júní 1920. Steingrímur var glæsi-
legur ungur maður af styrkum
ættum kominn. Ingvar faðir hans
var búmaður góður og öll um-
gengni á búi hans til fyrirmyndar.
Ungu hjónin áttu heima í Hvammi
fyrsta árið en vorið 1921 hófu þau
búskap í Sólheimum að föður Stein-
gríms látnum og mun þá hafa ver-
ið ráðgert að þar yrði framtíðar-
heimili þeirra. En það fór á annan
veg. Þau snéru aftur að Hvammi
vorið 1922. Theodóra kaus að koma
heim aftur í dalinn sinn. Þau Theo-
dóra og Steingrímur eignuðust
fjögur börn talin í aldursröð: Ingv-
ar, bóndi á Eyjólfsstöðum, maki
Ingibjörg Bjarnadóttir. Þau eiga
fjögur böm. Hallgrímur Heiðar,
bifreiðarstjóri í Reykjavík, ókvænt-
ur og barnlaus. Þorleifur Reynir,
bóndi í Hvammi, lést 3. nóvember
1989, maki Salóme Jónsdóttir. Þau
eignuðust tvær dætur. Sigurlaug
húsmóðir, maki Haukur Pálsson,
þau eru búsett á Sauðárkróki og
eiga þijú börn.
Sigurlaug, móðir Theodóru, lést
árið 1921. Faðir hennar var því
ekkjumaður þegar hún kom að
Hvammi aftur og dró hann þá sitt
góða bú saman. Jörðinni var skipt
í tvö lögbýli árið 1926. Theodóra
og Steingrímur eignuðust aðra
jörðina en foreldar mínir hina.
Nú þegar frænka mín er kvödd
hinstu kveðju koma fram í huga
minn óteljandi minningar, allt frá
bemskuárum mínum. Það verður
því ekki nema örlítið brot af þeim
sem hér verða festar á blað.
Sumarið 1927 veiktist faðir
Theodóm og var rúmfastur heima
í Hvammi fyrst, en síðan á sjúkra-
húsinu á Blönduósi. Að kvöldlagi
10. september um haustið var ég
sem lítill drengur að snúast kring-
um föður minn þar sem hann var
að ganga frá ýmsum verkfæmm
að afloknum slætti, þegar Eðvarð
föðurbróðir kom til að láta vita að
afi hefði látist þá um daginn. Sím-
inn var þá ekki kominn að Hvammi.
Það var síðla um kvöldið sem Theo-
dóra kallaði til mín og bað mig að
koma með sér. Hún tók með ann-
arri hendi þétt í lítinn lófa en í
hinni hafði hún klút sem hún not-
aði öðru hvom til að þerra tárvot
augu. Ég sá mikið eftir afa og
kenndi í btjóst um frænku mína.
Við gengum niður engjaveginn og
út á Arnamefíð, þar sem silunga-
net lá í ánni. Við drógum það upp.
Ekki man ég hvort nokkur veiði
var, þvl hugurinn var bundinn við
annað. Þetta var eitt af þessum
ógleymanlegu síðsumarkvöldum á
æskuheimiii mínu þegar gylltum
bjarma slær á klettaborgir og
hamraþil í fjallinu og síðustu geisl-
ar kvöldsólarinnar falla á spegil-
sléttan flöt Vatnsdalsárinnar og hið
víðáttumikla engi, sem þá var að
mestu leyti upp slegið.
Ég minnist margra ánægju-
stunda þegar ég sem bam hlýddu
hugfangin á frænku mína leika á
orgelið, en það gerði hún nokkuð
oft bæði á hátíðisdögum og við
ýmis tækifæri, t.d. þegar góðir
gestir komu sem höfðu áhuga á
söng og hljóðfæraslætti. Á jólum
man ég eftir að fólkið í Hvammi
safnaðist saman í stóru stofunni,
sem var svo kölluð, og faðir minn
las húslestur og Theodóra lék jóla-
lög. Þá skal þess getið að hún mun
hafa spilað þegar við systkinin sjö
að tölu vorum skírð. Síðar átti hún
eftir að spila við skírnir minna eig-
in barna.
Theodóra og Steingrímur höfðu
aldrei mjög stórt bú, en það var
sérlega afurðasamt því allar skepn-
ur voru vel með farnar. Þau höfðu
bæði mikinn áhuga á hestum og
áttu nokkra frábæra gæðinga,
enda Steingrímur góður tamninga-
maður. Theodóra var líka lagin með
hesta og hafði mikið yndi af þeim.
Theodóra var hamhleypa til allra
verka hvort heldur það var við
saumaskap, aðrar hannyrðir eða
búsýslu. Þá kom fyrir að hún greip
í hrífu um heyskapartímann og
munaði áreiðanlega um hana á
spildunni. Afköstin og myndar-
skapurinn að hveiju sem hún gekk
var slíkur að orð fór af. Þau hjón
voru hjúasæl með afbrigðum, hann
var mildur og sanngjarn en hún
rausnarleg. Þeim hélst svo vel á
vinnufólki að margir voru hjá þeim
árum saman.
Örlögin höfuðu því svo til að ég
fór að búa á Hvammi II, vorið
1946, þá voru flestir hlutir öðruvísi
en nú eru t.d. var allt neysluvatn
halað með handafli upp úr djúpum
brunni og svo þurfti að bera það
allnokkra leið. Við Steingrímur
hófumst handa strax fyrsta sumar-
ið og leiddum vatn í íbúðir og gripa-
hús. Þetta var erfitt verk, því leiðin
var löng og grýtt og verkfæri ekki
önnur en skófla, haki og járnkarl.
En mikið var ánægja okkar allra
að þessu verki loknu. Einn skuggi
hvíldi þó yfír heimilinu í Hvammi.
En þannig var að Steingrímur hafði
ekki gengið heill til skógar um
nokkurt skeið. Heilsu hans hrakaði
eftir því sem leið á veturinn og
sumarið eftir fór hann á sjúkrahús-
ið á Blönduósi, þaðan lá leið hans
til Reykjavíkur. Gekkst hann þar
undir skurðaðgerð, en komst ekki
til heilsu eftir það og lést þann 9.
október 1947 í Reykjavík öllum
harmdauði sem til hans þekktu.
Theodóra bar harm sinn í hljóði,
hún var hraust bæði líkamlega og
andlega og lét ekki erfiðleika
beygja sig. Hún hélt búskap áfram
með börnum sínum sem studdu
hana með ráðum og dáð.
Nú fór í hönd betri tíð fyrir
bændur í Húnaþingi. Þeir höfðu
barist við fjárpestir í fleiri ár. Nýr
fjárstofn var fenginn og mjólkurbú
stofnað á Blönduósi. Theodóra
hafði gott kúabú og seldi fljótlega
mikla mjólk. Hún var kosin fulltrúi
á aðalfundi Mjólkursamlagsins og
þótti það tíðindum sæta, því ekki
hafði kona áður setið slíka fundi.
Fulltrúar úr hennar sveit voru stolt-
ir af því að hafa þessa glæsilegu
konu í sínum hópi.
Theodóra hélt búskap sínum
áfram allmörg ár en smátt og smátt
tóku sonur hennar og tengdadóttir
við búsforráðum í Hvammi.
Hún flutti til Reykjavíkur 1962
og sá alllengi um heimilishald fyrir
Halldór Jónsson frá Arngerðareyri.
Eftir lát hans átti hún heima í
Eskihlíð 10. Þegar kom að þeim
tímamótum í lífl Theodóru að hún
gat ekki fullkomlega séð um sig
sjálf flutti hún á ellideild Héraðs-
hælisins á Blönduósi. Síðustu árin
var hún á sjúkradeild, þar sem hún
lést, að morgni 13. þessa mánaðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn, aðrir
vinir og vandamenn gerðu allt sem
hægt var til þess að ævikvöld henn-
ar mætti verða bjart og hlýtt.
Hér að framan er farið hratt
yflr langa sögu. Það verður því
margt ósagt sem mig hefði langað
til að nefna.
Ég get.ekki lokið þessum minn-
ingarorðum án þess að bera fram
þakkir fyrir þá miklu tryggð og
hjálpsemi sem Theodóra auðsýndi
mér og fjölskyldu minni. Eru mér
þá ofarlega í huga fyrstu búskapar-
ár okkar hjóna. En kona mín kom
langt að ókunnug öllum og þurfti
að aðlagast aðstæðum, sem voru
gerólíkar því er hún hafði áður
þekkt. Þá reyndist Theodóra okkur
sannkölluð hjálparhella.
Það er ekki mjög langt síðan
dóttir okkar, tengdasonur og böm-
in þeirra þijú heimsóttu Theodóru
á sjúkrahúsið á Blönduósi. Hún
beindi orðum sínum til bamanna
og sagði: „Það var leiðinlegt að fá
ekki að kynnast ykkur." Mér þykir
vænt um þessi ummæli hennar og
þau lýsa óbilandi trú hennar á ann-
að líf.
Útför Theodóru fer fram frá
Undirfellskirkju í dag, 23. maí, þar
sem hún verður lögð til hinstu hvílu
við hlið eiginmanns síns og annarra
náinna ástvina. Megi blessun Guðs
hvíla yfír minningu hennar.
Hallgrímur Guðjónsson
frá Hvamini.
Theodóra Hallgrímsdóttir frá
Hvammi í Vatnsdal lést á Héraðs-
hæli Austur-Húnvetninga 13. maí
sl., 96 ára að aldri. Hún var fædd
að Snæringsstöðum í Svínadal árið
1895. Heilsu hennar hafði hrakað
mjög síðustu mánuðina og var svo
komið að hún átti þá ósk heitasta
að þessu lífi færi senn að ljúka,
enda var hún ekki í nokkrum vafa
um að nýtt og betra tæki við.
Foreldrar Theodóru voru Hall-
grímur Hallgrímsson (1854-1927)
og kona hans Sigurlaug Guðlaugs-
dóttir (1852-1921). Bræður henn-
ar voru tveir, báðir kunnir bændur
í Vatnsdal, Eðvarð á Helgavatni
og Guðjón á Marðarnúpi. Systur
átti hún þijár. Margrét var þeirra