Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 42
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992
*"v i i; M ,r-■ "'Ti1»'í ♦ rr■■ Hrr-n > ■)í» > f/i
Helgarskákmót á Akureyri:
Olafur Kristjánsson
vann allar skákirnar
Skák
Bragi Kristjánsson
SKÁKFÉLAG Akureyrar hefur
uudanfarin þrjú ár gengist fyrir
helgarskákmótum í tilefni sum-
arkomu og eru fyrstu umferðir
tefldar á sumardaginn fyrsta.
Akureyringar hafa haft þann
sið að bjóða sérstaklega til
mótsins skákmönnum af lands-
byggðinni sem sýnt hafa góð
tilþrif á skáksviðinu. I ár buðu
þeir Bolvíkingunum Halldóri
Grétari Einarssyni og Magnúsi
Pálma Örnólfssyni og Viðari
Jónssyni frá Stöðvarfirði. Hall-
dór Grétar og Viðar komust til
mótsins en Magnús Pálmi var
veðurtepptur fyrir vestan.
Þátttakendur voru að þessu
sinni færri en undanfarin ár, að-
eins ellefu, og má m.a. kenna veðr-
inu um. Sigurvegari varð Ólafur
Kristjánsson, sem lagði alla and-
stæðinga sína að velli, sjö að tölu.
Ólafur hefur verið í fylkingar-
brjósti norðlenskra skákmanna í
þrjátíu ár og unnið fjölda skák-
móta. Hann er sjómaður að at-
vinnu, þannig að taflmennskan
verður stundum stopul. Undanfar-
ið hefur Ólafur ekkert getað teflt,
en það kom ekki að sök, hann
hafði þeim mun meira gaman af
mótinu og tefldi eins og hann ger-
ir best.
Halldór Grétar Einarsson varð
annar, hlaut 5 vinninga. Hann var
stigahæsti maður mótsins og því
sigurstranglegur, en tap fyrir Ól-
afi gerði vonir hans að engu.
í þriðja sæti kom 17 ára piltur,
Þórleifur Karl Karlsson, með 4‘/2
vinning. Hann er einn efnilegasti
skákmaður Norðlendinga um
þessar. mundir og verður gaman
að fylgjast með honum í framtíð-
inni.
í 4.-7. sæti komu Þór Valtýs-
son, Gylfi Þórhallsson, Jakob Þór
Kristjánsson og Páll Þórsson með
4 vinninga hver.
Veitt voru verðlaun fyrir fimm
fyrstu sætin á mótinu, og að auki
verðlaun fyrir besta árangur
þeirra sem hafa 1.700-1.900 skák-
stig og loks þeirra er hafa minna
en 1.700 stig. Þór og Gylfi fengu
4.-5. verðlaun, Jakob Þór verðlaun
í 1.700-1.900 stiga flokki, en Páll,
sem aðeins er 14 ára, í flokki
þeirra sem hafa færri stig en
1.700.
Við skulum að lokum sjá úrslita-
leik mótsins, magnaða fórnaskák
Ólafs og Halldórs Grétars úr
flórðu umferð.
Hvítt: Halldór Grétar Einars-
son.
Svart: Ólafur Kristjánsson.
Hollensk vöm.
1. d4 - d6, 2. Rf3 - f5, 3. g3
— Rf6, 4. Bg2 - g6, 5. 0-0 -
Bg7, 6. c4 - 0-0, 7. Rc3 - Rc6.
(Svartur velur gamla afbrigðið,
en í dag er algengast að leika 7.
— De8. Einnig er oft leikið hér
7. - c6.) 8. d5 - Ra5
(Önnur leið er 8. — Re5, 9.
Rxe5 — dxe5, 10. e4 — f4 með
fíókinni stöðu.)
9. Da4 — (Þessi leið, sem var vin-
sæl á árunum 1950-60, er að kom-
ast í tísku aftur. Aðrir algengir
leikir í stöðunni em 9. Rd2 og 9.
Dd3.)
9. — c5, 10. dxc6 — bxc6!?
(Eftir 10. - Rxc6, 11. Hdl -
Da5, 12. Db3 - Db4, 13. Dxb4!
— Rxb4, 14. Rd4 — Hb8 stendur
hvítur betur. í skákinni Júsupov-
Gúrevítsj, Linares 1991, fékk
svartur tapað tafl eftir 14. —
Rg4?, 15. Hbl! - Re5, 16 Bg5 -
Kf7, 17. Rcb5! - Bf6, 18. Bh6 -
Hd8, 19. Rc7 - Hb8, 20. a3 -
Rec6, 21. axb4 — Rxd4, 22. Be3!
o.s.frv.)
11. Rd4 — Bd7 (Önnur leið er
hér 11. — c5!?, 12. Rc6 — Rxc6,
13. Bxc6 ‘ — Bd7, 14. Bxd7- -
Dxd7, 15. Dc2 með jafntefli (Wl.
Schmidt-Mih. Tseitlín, Polanica
Zdroj 1989.) Ef hvítur tekur skipt-
amuninn með 12. Bxa8 gæti fram-
haldið orðið 12. — cxd4, 13. Rd5
— Bd7, 14. Db4 — Re4!? ásamt -
Dxa8 og svartur virðist hafa
hættuleg sóknarfæri á hvítu reit-
unum.)
12. Rxc6 — Rxc6, 13. Bxc6 —
Hc8, 14. Bb5 - (Eftir 14. Bxd7
— Dxd7, 15. Dxd7 — Rxd7 vinnur
svartur peðið á c4 með jöfnu tafli.)
14. - Bxb5,15. cxb5 - (Svart-
ur fær hættuleg færi eftir 15.
Rxb5 — Re4 o.s.frv.)
15. - d5, 16. Hdl -
16. - Hxc3!?, 17. bxc3 - Re4,
18. Bb2? — (Hvítur hefði betur
gefið peðið á c3 til baka og skipta-
muninn líka með 18. Be3!, og
þannig varið peðið á f2 og skálín-
una a7 — gl. Eftir t.d. 18. Be3 —
Rxc3, 19. Dc2 - Rxb5, 20. Hacl
- Rc3, 21. Db3 - Rxdl, 22.
Hxdl er svartur í erfiðri vörn.
Ef hvítur leikur 19. Dxa7, þá
fær svartur hættulega sókn, t.d.
19. - d4, 20. Bg5 - Rxe2+, 21.
Kfl — Rc3! með hótuninni 22. —
Dd5 eða jafnvel 19. — f4 ásamt
20. — Rxe2+ og 21. — Rxf4
o.s.frv.)
18. - Db6, 19. e3 - f4!, 20.
Hxd5 — (Ekki gengur 20. gxf4 —
Hxf4 og allar leiðir liggja til vinn-
ings fyrir svart:
a. 21. Da6 — Dxa6, 22. bxa6
- Hxf2, 23. Habl? - Be5!, 24.
Khl (annað er ekki að gera við
hótuninni 24. — Bxh2+ og 25. —
Rg3+ mát.) 24. — Rg5! og hvítur
getur ekki varist lengi, t.d. 25.
Hgl - Hxh2+ mát. 25. Hfl -
Hxh2+, 26. Kgl - Rh3+ mát,
25. Kgl - Rh3+, 26. Khl -
Hxh2+ mát eða 25. Bal — Rh3,
26. Hb2 (annars 26. — Hxh2+
mát) Hxb2, 27. Bxb2 — Rf2+, 28.
Kg2 — Rxdl o.s.frv.
b. 21. Hxd5 - Hg4+, 22. Kfl
— Rg3+ ásamt 23. — Hxa4 o.s.frv.
c. 21. exf4 - Dxf2+, 22. Khl
- Df3+, 23. Kgl - Dg4+, 24.
Kfl - Dxf4+, 25. Kgl (25. Ke2
- Df2+, 26. Kd3 - Rc5+ mát)
25. — Df2+, 26. Khl — Be5 ásamt
— Dxh2+ mát.
Ef hvítur leikur 20. Da6 verður
framhaldið 20. — fxg3, 21. hxg3
(21. Dxb6 - gxh2+, 22. Khl -
axb6, 23. Hfl — Rxf2+, 24. Kxh2
- Rg4+, 25. Kg3 - Rxe3, 26.
Hxf8+ — Kxf8 og svartur á betra
tafl) 21. - Dxa6!?, 22. bxa6 -
e6 og svartur hefur góða stöðu,
þótt hann eigi skiptamun minna.)
20. - Rxf2!, 21. Db3? -
(Betra er 21. Dc4 — Dxe3, 22.
Hxg7n— Kxg7, 23. Dd4+ — e5,
24. Dxe3 — fxe3 og upp kemur
mjög flókið og vandmetið enda-
tafl, t.d. 25. Hel - Rd3, 26. He2
— Hc8, en líklegustu úrslitin eru
jafntefli. Hvítur getur ekki drepið
á f2:, 21. Kxf2? - Dxe3+, 22.
Kg2 — fxg3, 23. hxg3 (hvað ann-
að?) Hf2+, 24. Kh3 - De6+ og
svartur vinnur létt.)
21. - e6, 22. Hd7 - Dxe3,
23. Hxg7+ - Kh8, 24. Dc4 (Eða
24. c4 - Rh3++, 25. Kg2 - f3+!,
26. Khl (26. Kxh3 - Dh6+, 27.
Kg4 — Dh5+ mát) 26. — Dgl+!,
27. Hxgl — Rf2+ mát.)
24. - Rg4+, 25. Kg2 - Df2+
og hvítur gafst upp, því hann verð-
ur mát eftir 26. Kh3 — Dxh2+,
27. Kxg4 — Dh5+.
Þar höfum við það svart á hvítu: Á erfiðum timum
þurfa menn jafnvel að bæta smokkana ...
Heimaslátrun
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn
Lostæti - „Delicatessen“
Leikstjórar Jean Pierre
Jeunet og Marc Caro.
Handrit Gilles Adrien. Að-
alleikendur Dominique
Pinon, Marie-Laure
Dougnac, Jean-Claude
Dreyfus, Karin Viard, Ruf-
us, Ticky Holgado, Sivie
Laguna. Frakkland. Con-
stellation UGC 1991.
Kolgeggjaður farsi um
mannakjötsát og óáran,
óstaðsettum í tíma og rúmi
í sviðsettu umhverfí er held-
ur ólíklegur til vinsælda. Þó
var Lostæti í hópi metað-
sóknarmynda víða í Evrópu
fyrir skömmu og nú er röðin
komin að okkur að beija
þetta furðuverk augum. Það
er augljóst að hér er komin
mynd sem er víðsfjarri því
að vera við allra hæfi. Fyrst
og fremst er fáránleikinn í
fyrirrúmi hvar sem litið er —
í leikaravali, leiktjöldum,
tónlist, efni og sviðssetning-
um, stíl og efnistökum.
Myndin er sannkallað
gnægtaborð frumlegrar
hugsunar, uppátækja og
gálgahúmors sem fer örugg-
lega fyrir bijóstið á sumum
en kætir aðra þess betur.
Bakgrunnurinn er leigu-
hjallur með sælkeraverslun á
jarðhæð þar sem slátrarinn
og húseigandinn ræður ríkj-
um. Úti fyrir ríkir upplausn
og hungursneyð sem þessi
kjötkaupmaður á hominu
nýtir sér með heldur óhugn-
anlegri heimaslátrun á legj-
endum sínum og útigangs-
fólki í skolpræsunum. Til
sögunnar kemur nýr ábúandi
í þessari Öxl kaldhæðninnar
og fléttast nú inní ljarstæðu-
kenndann efnisþráðin sam-
dráttur hans og cellóleikara,
dóttir húsráðenda.
Óðs manns æði er að
reyna frekar að varpa Ijósi á
innihald þessarar gráglettnu
framúrstefnumyndar, hér á
vel við máltækið „sjón er
sögu ríkari“. Alstaðar blasir
við stórsnjallt, arfaruglað
hugmyndaflug listamanna
sem láta sér fátt fyrir bijósti
brenna og leika djarft á
mörkum þess yfirgengilega
— og komast oft upp með
það. Best lýsir það sér í eink-
ar nýstárlegri notkun á tón-
list og leikhljóðum sem eiga
ríkan þátt í gamansemi þess-
arar makalausu skemmtunn-
ar. í hinni absúrd veröld, sem
raunar er örfá svið í og
utanvið leiguhjallinn og í
skólpræsunum, búa mest-
megnis furðufuglar, sann-
kallað gallerí viðundra þar
sem enginn kemst í hálfkvist
við trúðinn, en allur er leik-
hópurinn hinn skrautlegasti.
Lostæti er þó engan veg-
inn ein, samfelld skemmti-
reisa um furðustrendur öfga
og óbeislaðra uppákoma og
ýktra persóna. Hún byijar
aldeilis dýrlega, síðan fer
mestur vindurinn úr henni
en nær sér svo aftur á strik
undir hlé, og heldur því allt
til loka. Að sitja yfír henni
er ekki ólíkt því að skella sér
í rússibana, maður verður
að vera viðbúinn öllu.
Fyrirlestur um at-
vinnulíf í framtíð
LANDSNEFND Alþjóða verslunarráðsins á íslandi fær
í heimsókn þriðjudaginn 26. maí nk., Keith Richardson
framkvæmdastjóra ERT, European Round Tabie of In-
dustrialists, sem er félagsskapur um 40 manns úr hópi
helstu stjórnenda í evrópsku athafnalífi. Richardson
verður ræðumaður á hádegisfundi nefndarinnar umget-
inn dag í Kornhlöðunni, útibúi Lækjarbrekku við Banka-
stræti.
Á þessum fundi mun Keith
Richardson fjalla um atvinn-
ulíf í Evrópu framtíðarinnar.
Hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri ERT síðan
1988, en kom þangað úr
störfum á vettvangi kynn-
ingar og blaðamennsku,
meðal annars hjá Financial
Times og Sunday Tiroes á
sviði efnahags- og fjármála
og málefna EB. Richardson
er 55 ára gamall Englend-
ingur.
ERT varð til 1983 sem
eins konar sjálfsprottin for-
stjóranefnd Evrópu og er
skipulegt, sameiginlegt
framlag þessara þekktu
stjómenda til þess að efla
almennt hagvöxt í Evrópu
og styrkja stöðu og árangur
evrópsks athafnalífs. ERT
hefur frá upphafi lagt kapp
á traust samskipti við stjórn-
völd í hveiju landi og samtök
Evrópuþjóðanna.
Núverandi formaður ERT
er Wisse Dekker forstjóri
Phillips. Varaformenn eru
Karlheinz Kaske forstjóri
Siemens og Jéróma Monod
forstjóri Lyonnaise des
Eaux-Durmezs.
Hádegisfundurinn í Korn-
hlöðunni með Keith Richard-
son er einkum ætlaður aðil-
um að Landsnefndinni 0g
gestum þeirra. Nauðsynlegt
er að skrá þátttöku tíman-
lega fyrirfram hjá Verslun-
arráði íslands.
Lauqavvqi 45 - ». 21 255
í kvöld:
LOÐIN
Rom
1
Mæsta miðvikud.
smnm
JÚNSMÍNS
XMME
m ma mx
UNGFRÚ © KYNNINGARICVÖLD
ALHEIMS á þáttakendum
ÞOKKI Föstudaginn 29. maí 1992
1992 moulin rouge
HUOMSVEITIN SIN
teikur fyrir dansi í kvöld
Opiðfrákl. 19.00-03.00.
Snyrtilegur klæðnaður. Aðgangseyrir 500 kr.
í tilefni afmælis Siglufjarðareru allir
Siglfirðingar sérstaklega velkomnir.
Munið sunnudagskvöldið
BARIiW VIÐ GREIVSÁSVEGIIMV • SÍMI 33311
BINGO!
Hefst kl. 13.30
Aðalvinningur að verðmæti
100 þús. kr.
Heildarverðmæti vinninqa um
300 þús. kr.
TEMPLARAHOLLIN
Eiríksgötu 5 — 5. 20010