Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 Framhaldsskólamennt- un og atvinnulífið eftir Sigurberg Björnsson Umræðan um tengsl skóla og at- vinnulífs er ekki ný af nálinni. Hér er á ferðinni nýtt vín á gömlum belgj- um. Fyrr á árum sá atvinnulífið að mestu leyti sjálft um þjálfun og menntun starfsfólks síns ef frá eru taldar almennar greinar s.s. reikn- ings-, skriftar og lestrarkennsla. Meistarakerfið hérlendis og erlendis er sprottið af þessum meiði. Höfuðtil- gangur þess var að koma á eins konar menntunarkerfi þar sem meistarar tóku að sér lærlinga, kenndu þeim og þjálfuðu upp í grein- inni. Þetta fyrirkomulag óx og dafn- aði og síðar komu iðnmeistarar og samtök þeirra sér upp sérskólum, sem þeir ráku til þess að geta sinnt menntunarhlutverki sínu betur. Sam- bærilega sögu er að finna hjá ýmsum öðrum starfsstéttum t.d. var stofnað til Verslunarskóla íslands á svipuð- um nótum. Síðar tókst samkomulag milli sam- taka iðnmeistara og ríkisins um að ríkið tæki þátt í kostnaði við mennt- un nýliða í iðngreinum. Fljótlega tók svo ríkið alfarið að sér bóklegt nám iðnaðarmanna. Iðnfyrirtæki og iðnmeistarar hafa þá ávallt haft með höndum starfs- þjálfun iðnaðarmanna. Þá hafa þess- ir aðilar ávallt komið að menntun í framhaldsskólum í gegnum svokallað iðnfræðsluráð, sem nú er vistað í menntamálaráðuneytinu. Núgildandi framhaldsskólalög kveða á um að það skuli skipað af menntamálaráð- herra til fjögurra ára í senn og vera til ráðuneytis um mótun heildar- stefnu í iðnfræðslu, í löggildum iðn- greinum og í verksmiðjuiðnaði. Iðn- fræðsluráð er umsagnaraðili um námskrá í þessum greinum, leggur fram tillögur um kennslueftirlit í iðn- greinum og gerir tillögur til mennta- málaráðuneytisins um framkvæmd námssamninga. Umræðan í þjóðfélaginu Mikil og stöðug umræða fer fram í þjóðfélaginu um gildi menntunar. Enda engin furða, þar sem í henni felst framtíð barna okkar, atvinnu- vega landsins og þjóðarinnar í heild. Margar mismunandi áherslur og mörg og erfið vandamál er hér að finna. Þau eru mjög mismunandi eftir því á hvaða hóp er hlustað, for- eldra, kennara, forsvársmenn at- vinnuveganna, námsmenn eða leið- toga þjóðarínnar. Skína virðist í gegn það viðhorf margra að setja iðn- menntun skör lægra en aðra mennt- un, sem boðið er upp á í þjóðfélag- inu. Þetta er mikið áhyggjuefni. Foreldrar hafa oft haft mikil áhrif um námsval barna sinna, a.m.k. gert tilraun til þess beint eða óbeint. Flestir kannast við metnað foreldra hér áður fyrr um að bömin yrðu læknar, lögfræðingar eða prestar. Þetta viðhorf foreldra kemur oft upp á yfirborðið. Ég minnist viðtals við móður, sem hafði lagt það á sig að beijast í gegnum kvöldskóla og taka stúdentspróf. Hún skildi ekkert í þeim ásetningi bams síns að læra til bakaraiðnar. Á hinn bóginn er almennt talið að nemendur séu áhrifagjarnir á unglingsárunum og berast oftar en ekki með straumnum í þá átt, sem verða vill. Þeir hafa ómótaðar skoð- anir á hvað þeir vilja gera að námi loknu. Þeir hneigjast e.t.v. helst til þeirrar atvinnugreinar, sem faðir eða móðir starfa í. Þó virðast þeir oftar en ekki líta framhjá iðnnámi, sem raunhæfum valkosti. Oft velja ungl- ingarnir að fara í mennta- eða flöl- brautaskóla til þess að fresta ákvörð- un um framtíðarstarf. Ef nemendur geta lært haldá þeir áfram í átt að háskólanámi, án þess þó að vita al- mennilega í hvaða grein þeir ætla. Það er haft eftir einum starfsmanni Háskólans að nemendurnir ákveði sig oft er þeir standa fyrir framan af- greiðsluborðið á skrifstofu Háskól- ans og þeim er tjáð að þeir verði að ákveða sig þá þegar, ef þeir ætli að innrita sig fyrir næsta skólaár. Kennarar liggja undir ámæli um að horfa inn, en ekki út og teyma umræðuna um skólamál inn á rétt- inda- og kjaramál. Þegar öllu er á botninn hvoift er eins og víða í rekstri ríkisins þarf árangur alls ekki að vera í réttu hlutfalli við kostnað eða þann tíma, sem nemendanum er haldið inn í kennslustofu. Margir telja að fjölbrautakerfið skili ekki þeim árangri, sem vænst hafi verið hvað varðar iðnmenntun. Mikið skorti á.faglega þekkingu þeirra iðn- aðarmanna, sem þaðan komi. Eflaust vilja stjórnmálamenn veg menntunar sem mestan og að vel upplýst þjóð búi í öflugu menning- arsamfélagi. Hins vegar liggja þeir undir þeirri gagnrýni að beita sér fyrir hagsmunum einangraðra hópa í menntakerfinu frekar en þjóðar- hagsmunum. Þannig hafi þeir á verð- bólgu- og þensluárum svarað kröfum námsmanna eða kennara frekar en atvinnulífs eða ríkisins. Viðhorf forsvarsmanna atvinnurekenda í iðnaði Til skamms tíma hefur atvinnulíf- ið og nú síðast ríkið tekið við nán- ast öllum, sem komið hafa út á vinn- umarkaðinn. Atvinnurekendur hafa ekki verið í stakk búnir til þess að gera miklar kröfur um hæfni og menntun þeirra er þeir hafa ráðið í vinnu. Þeir fögnuðu hveijum þeim starfskrafti er á íjörur þeirra barst. Nú virðast tímarnir vera að breyt- ast. Bæði atvinnurekendur hafa úr meira úivali af fólki að velja og geta gert meiri kröfur. Uppi eru hugmyndir um að atvinnulífið komi meira inn í skólastarfið en áður. Hingað til hafa löggiltar iðngreinar haft umsjón með námsmati í iðnskól- um og séð um sveinspróf í verklegum greinum. Hugmyndirnai' eru á þá leið að fulltníar atvinnulífsins leggi línurnar um hvað nemandinn skuli kunna að námi loknu og í framhaldi af því semji prófín sem mæli niður- stöðuna. Lokastaðfestingin felst loks í því að atvinnurekandinn sækist eftir þjónustu nemandans. Meinlokur eða eðlileg þróun? Það er mörgum áhyggjuefni hversu mikil áhersla er í þjóðfélaginu á alia aðra menntun en iðnmenntun. Ef stjórnmálamenn líta upp úr dægurþrasinu og hagsmunabarátt- unni sjá þeir oft fyrir sér háþróaðan tölvuvæddan tækniiðnað og háþró- aða rafeindatæki og þaðan af stór- kostlegra atvinnulífi. Því miður erum við fámenn þjóð og höfum þar af leiðandi takmarkaða möguleika. Að mati okkar sem starfa að iðnaði liggja möguleikar framtíðarinnar ekki síður í að gera það sem við Sigurbergur Björnsson „Að mati okkar hjá Landsambandi iðnaðar- manna er iðnnám mjög mikilvægur hlekkur í menntun þjóðarinnar og okkur ber að laða vel gefna og hæfileika- ríka einstaklinga í það, sem geta beitt huga og hönd og skilað vönduðu verki. Það er trú okkar að þegar fram í sækir mun þetta fólk skila þjóðarbúinu margföld- um arði.“ í l > ► Morgunblaðið/Sigurgeir Frá björgunar- og slysaæfingunni, Björgiinar- og slysa- æfing á flug’vellinum Vestmannaeyjum. EFNT VAR til björgunar- og slysaæfingar á Vestmannaeyja- flugvelli á þriðjudag. Æfingin var sviðsett af flugmál- astjórn. Þátttakendur voru starfs- menn flugvallar og flugfélaga, lög- Borgarráð: regla og slökkvilið. Markmið æfíng- arinnar var að þjálfa starfsfólk flug- vallarins í fyrstu hjálp og greiningu slasaðra. Ennfremur æfði slökkviliðið notkun búnaðar til að klippa fólk út úr bílflökum. - Grímur 14,5 milljónir króna vegna gatnagerðar BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar um að taka 14,5 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda, Dalverks sf., í gatnagerð í Austurborginni. Tilboðið er 76,9% af kostnaðaráætl- un, sem er tæpar 18,9 milljónir króna. Sjö tilboð bárust í verkið. Næst lægsta boð átti Jarðefni hf., sem bauð rúmar 14,6 millj. eða 77,69% af kostnaðaráætlun, Víkur- verk hf. bauð rúmar 16,9 millj. eða 89,87% af kostnaðaráætlun, Rögn- valdur Rafnsson bauð 17,8 millj. eða 94,77% af kostnaðaráætlun, Háfell hf. bauð rúmar 17,9 millj. eða 95,05% af kostnaðaráætlun, Jarðvinnuvélar sf. bauð rúmar 20,9 millj. eða 105,94% af kostnaðaráætlun og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bauð 12,3 millj. eða 113,07% af kostnaðaráætlun. Að notasannleikann sem efni í skröksögri eftirJón Sigurðsson Félagsmálaráðherra tók heldur betur flugið í eldhúsdagsumræðunni á Alþingi á dögunum, þegar hún upplýsti þjóðina um það að á íslandi væri fjórtánfaldur launamunur milli þeirra 5% kvæntra karla á aldrinum 25-65 ára, sem hæst hafa launin og þeirra 5%, sem lægst hafa laun. Með venjulegum stjórnmálamanna- hætti var þetta byggt á tölulegum upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun og því ekki til að draga í efa. Ráðherra var umsvifalaust tekinn til viðtals í síðdegisútvarpi Rásar 2 þar sem þetta var endurtekið og raunar hnykkti hann enn á þessari staðhæfíngu í grein í Morgunblaðinu 14. maí sl. Þessi grein er einstök að því leyti, að í greininni sjálfri eru talnalegar upplýsingar sem duga þeim sem veit að á íslandi eru um 40.000 kvæntir karlar á aldrinum 25-65 ára til að reikna út að staðhæfíng ráðherrans er röng sem miklu mun- ar vegna þess, að hann ruglar sam- an hugtökum. Samkvæmt gögnum Þjóðhags- stofnunar er fjórtánfaldur munur á framtöldum atvinnutekjum efstu og neðstu 5% kvæntra karla. Frá þeim sannleika styttir ráðherra sér leið og segir: „Áætla má, að hluta- störf í þessum hópi skekki lítið myndina og langflestir séu fullvinn- andi“. Með þessari forsendu setur hann samasemmerki milli munar á atvinnutekjum og launamunar. Þetta er algerlega óleyfileg rök- semdafærsla eins og ljóst verður, þegar talnaefni greinarinnar er skoðað. Samkvæmt því eru 1,9% af summu atvinnutekna 1.600 mkr. og 0,8% af henni 650 mkr. Atvinnutekj- urnar í heild eru því á bilinu 81-84 milljarðar. 0,9% af því er hlutur hinna 5% lægstu, sem eru 2.000 talsins. Þetta verða 730-760 mkr. og sé því deilt á fjöldann koma út atvinnutekjur á ári á mann að meðal- tali í þessum lægsta hópi sem eru 365-380 þús. krónur á ári eða 30.400-31.700 krónur á mann að meðaltali á mánuði. Af sjálfu sér leiðir, að forsenda ráðherrans um að „langflestir" þess- ara manna „séu fullvinnandi" er al- röng og botninn þar með dottinn úr staðhæfíngunni. Nær er að ætla, að örlítill hluti þessara manna sé full- vinnandi. Þegar málið er íhugað er eðlilegt að tölfræði af þessu tagi leiði í ljós lágar atvinnutekjur lægstu 5% af fólki. í þessum hópi eru allir þeir í þjóðfélaginu, sem hafa skerta starfs- getu, hvort sem er vegna fötlunar, veikinda eða óreglu. Þarna eru menn, sem ljúka starfsævinni og fara á eftirlaun snemma árs eða koma nýir á vinnumarkaðinn í lök þess. Þarna geta líka verið skattsvik- arar, sem komast upp með að vera svo ósvífnir að þykjast hafa svona lágar tekjur. Og það spélega er, að eignamennirnir, sem ráðherrann tók líka fyrir í ræðu sinni, gætu hæglega líka verið í þessum hópi. Jón Jóns- son, sem á 100 mkr. hreina eign og lifír á 10 mkr. eignatekjum sínum ár hvert, en hefur einungis 400 þús. kr. stjórnarlaun í fyrirtæki sínu, mundi vera einn af þessum láglauna- mönnum ráðherrans. Ekkert af þessu hefur neitt með launamun að gera og því er rangt að blanda því saman við umræðuna um hann. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að þessi ranga staðhæfing ráðherr- ans hefur með stuðningi í grunn- færnislegri og gagnrýnislausri með- ferð fjölmiðlanna tryggt það, að all- ur landslýður veit, að á íslandi er fjórtánfaldur launamunur og það verður engan veginn leiðrétt. Rang- hugmyndin er orðin rótföst og var- anlegt óánægjuefni. Jón Sigurðsson „Hvað sem hverjum og einum þykir um þennan launamun, ber að skoða hann í því ljósi, að trú- lega finnst ekkert land í víðri veröld, þar sem launamunur er minni en hér.“ En hver er þá launamunurinn? Við því er ekkert einfalt svar, en sé reynt að nota gögnin, sem ráð- herrann hafði undir höndum sýnist atvinnutekjumynstur 25-65 ára kvæntra karla vera þannig á verðlagi apríl 1992: } >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.